Tíminn - 22.07.1952, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, þriSjudaginn 22. juli 1952
162. blað.
„Yngsta raffrasðingnum,/varkom-
ið í fóstur hjá fatageymslustúlkunni
Ðönsk hjón höfðu ineð sér jiriggja mánaða
barn á mótið og tók |>a<S J?áít í fcrðuin og
samkvæmmn mótsins og fékk heióursgjöf
Stúlkurnar í fatageymslum
veitingahúsanna eru því van-
ar, að þær séu beðnar að
geyma margt fleira en föt, svo
sem skjalatösku, bækur o. m.
fl. og taka þær því með stak-
asta jafnaðargeði til varð-
veizlu af hvaða tagi sem er.
En þegar ung kona kom
með fjögurra mánaða gamalt
barn' í körfu, setti hana upp á
borðið og bað þær að gæta
barnsins fyrir sig meðan þau
hjónin væru í samkvæmi eða
að snæða miðdegisverð, er
varla trúlegt annað en þær
hafi litið upp ofúrlítið undr-
andi augum, og satt að segja
mun það ekki vera daglegur
viðburður á veitingahúsunum
hér í Reykjavík, hvað sem ann
ars staðar er.
Yngsti raffræðingurinn.
Þetta kom nú samt fyrir
bæði í Sjálfstæðishúsinu og á
Hótel Borg núna i vikunni sem
leið. Meðal gestanna á nor-
ræna raffræðingamótinu voru
hjón, sem höfðu með sér fjög-
urra mánaöa gamalt barn,
dreng, og var það yngsti þátt-
takandi mótsins, en sá elzti
var 83 ára. Þegar mótið var
sett í háskólanum, fékk yngsti
þátttakandinn ekki að vera
viðstaddur, en þegar leið að
miðdegisverðum og samkvæm
um mótsins var ekki talið fært'
að setja unga manninn hjá. I
Móðir hans hélt þá á körfunni ’
á handleggnum i veitingahús-1
in, og bað fatageymslustúlk-
urnar að gæta hans á meðan
hún væri þar inni. Stúlkurnar
segja, að snáðinn hafi veriö,
einkar þægur og auösveipur
og barnfóstrið hafi verið leik-
ur einn, og hafi hann látið sér
það vel lynda, þótt hann fengi
ekki að komast nema í for-
tíyri þessara gleðisala.
Með í för að Guilfossi og Geysi.
Þegar raffræðingarnir fóru
að Gullfossi og Geysi og á
Þingvöll, var ekki annað sæm
andi en sá litli væri með og
fengi að skoða landið. Foreldr
arnir fengu þó að vera með
hann í litlum bíl, því að þar
mun hafa' farið betur um
hann en í stóru bílunum hjá
margmenninu. Feröin gekk
vel og varð ekkert að barninu.
Fær heiðursgjöf.
En svo leið að lokahófi, sem
forsætisráðherra hélt raffræð
Ingunum á Hótel Borg. Þang-
að komu hjónin með soninn,
brugðu körfunni inn fyrir tii
stúlknanna í fatageymslunni
og báðu þær að fóstra hann á
meðan þau væru í hófinu.
Gekk fóstrið með ágætum, en
þegar hann var rétt sofnaður
síðar um kvöldið, var hann
vakinn af værum blundi.
Forseti mótsins, Guðmund-
ur Hlíðdal, póst- og símamála
stjóri, hafði risið úr sæti til
að minnast elzta og yngsta
þátttakandans í mótinu.
Gamli maðurinn fékk fagran
blómvönd, en „yngsti raffræð
ingurinn“ fjögurra mánaða
fékk silfurskeið fagra með
ágröfnu nafni sínu. Var hann
borinn í salinn í körfu sinni
og að háborðinu, þar sem
hann veitti gjöf sinni viðtöku.
300 pund af fiski
(Framhald af 1. síðu.)
ir yfirbreiðsluna. Þegar til
átti að taka um morguninn
hafði öllum fiskinum verið
! stolið og virðist sá, sem það
! gerði, ekki ætla að vera mat
j arlaus næstu daga, en þessi
þrjú hundruð pund fisks
eru í töluvert margar mál-
tíðir. Ekki hefir hafzt uppi
á þjófnum enn.
Sömu nótt var stolið 500
riffilskotum úr vélarhúsi
annarrar trillu, en þangað
hafði þjófuxánn bi'otizt inn.
Ekki er vitað hvort hér eru
sömu hendur að verki en ef
svo er, þá mun íljótlega kom
ast upp um þjófinn, þegar
hann fer að kvnda undir
I soðkatlinum með riffilskot-
‘ unum.
FAW.'.VSW.VAW.VAW.V.WAWA'.'AVV^JVAW.y''
! -
L o k a ð
vegna sumarleyfa frá 20. júlí—5. ágúst
MATARBÚÐIN, Laugaveg 42.
KJÖTBÚÐIN, Sólvallagötu 9.
Þann tíma annast viðskiptavini vora Matardeilin, I;
Ij Hafnarstræti 5 og Kjötbúðin, Sólvallagötu 22. »‘
’AVW,V,V.W»W.\WJV.V.V/.V.’.V.,.V.V.V,V.V.V.,.:i
Útvarpid
Útvarpið í dag:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,0
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút
varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir.
19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug-
lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi:
Stjörnuhröp og vigahnettir (Hjört-
ur Halldórsson menntaskóiakenn-
ari). 21,00 Undir ljúfum lögum:
Kvartettinn „Leikbræður", Carl
Billich o. fl. flytja létt lög. 21,30
Upplestur: „Skriftamál", smásaga
eftir Eirík Sigurðsson (höf. les).
21,40 Tónleikar (plötur). 22,00 Frétt
ir og veðurfregnir. Frá iðnsýning-
unni. 22,20 Kammertónleikar (plöt-
ur>. 22,45 Dagskrárlok.
ÍTtvarpið á morgun:
KI. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-
útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 19,25 Veöurfregnir.
19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug i
iýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarps
sagan: „Grasgrónar götur“. frásögu
kaflar eftir Knut Hamsun; V.
(He’gi Hjörvar). 21,00 Tónleikar
(plötur). 21,25 Frá Ausíurlandi:
Samtal við Pál Guttormsson aðstoð
arskógarvörð á Hallormsstað. 21,45
Kórsöngur: Tón’istarféiagskórinn
syngur; dr. Victor Urbancir stjórn-
ar (plötur). 22,00 Fréttir og veður
fregnir. 22,10 Dans- og dægurlög
(piötur). 22,30 Dagskrárlok.
Árnað heilla »
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Bryndís Jakobsdóttir,
cand. phil., kaupfélagsstj. Frímanns
sonar, og Magnús Guðmundsson,
Jónssonar bónda á Hvítárbakka, nú
fulltrúi SÍS 1 Kaupmannahöfn.
Stígandi, Ólafsfirði, 899
Súlan, Akureyri, 837
Sæfari, Keflavík, 546
Særún, Siglufirði, 545
Von, Grenivík, 698
Vörður, Grenivík, 682
Ægir, Grindavík, 609
(Frá Fiskifélaginu).
Bræðslusíldin 18600 mál,
saltsíidin 1720 tunnur
Aðeios 33 skip Iiafa fengið 500 mál og t iinn-
ar og cr Akraliorgin Iiæsl með 1639 snál
í síðustu viku var síldveiðin við Norðurland mjög' treg.
Það litla sem aflaðist fór að mestu leyti í salt og voru 17200
tunnur saltaðar þá viku og er það ekki helmlngur þess, sem
búið var að salta á sama tíma í fyrra.
Bræðslusíldaraflinn var að-
eins 18600 mál og er það að-
eins 9. hluti bræðslusíldarafl-
ans á sama tíma í fyrra.
Fiskifélagið hefir skráð 170
skip til síldveiðanna nyrðra,
en þau eru ekki öll komin á
miðin enn og getur svo farið,
að sum þeirra hætti við norð-
urförina.
Aðeins 33 skip hafa nú aflað
500 mál og tunnur og þar yfir,
en á sama tíma í fyrra höfðu
131 skip náð þessu marki.
Skip þau, sem voru búin að
afla 500 mál og tunnur og þar
yfir s. 1. laugardagskvöid, eru
þessi:
Mál og tunnur
Bv. Jörundur, Akureyri, 602
Ms. Akraborg, Akureyri, 1639
— Ásbjörn, ísafirði, 504
— Björgvin, Keflavík, 1301
— Dagný, Siglufirði, 514
— Einar Hálfdáns, Bolungav., 721
— Einar Ólafss., Hafnarflrði, 552
— Einar Þveræinfur, Ólafsf., 510
— Fagrik’ettur, Hafnarfirði. 909
— Fanney, Reykjavik, 654
— Flosi, Bolungavík, 715
— Grundfirðingur, Grafarnesi 699
— Guðm. Þorlákur, Rvík, 944
— Gylfi, Rauðuvík, 773
— Hagbarður, Húsavík, 561
— Haukur I., Ólafsfirði, 932
— Heimaskagi, Akranesi, 544
— Ingvar Guðjónss. Akureyri 1390
— Jón Guðmundss., Keflav., 745
— Keilir, Akranesi, 657
— Nanna, Reykjavík, 616
— Páll Pálsson, Hnífsdal, 768
— Pétur Jónsson, Húsavík, 825
— Rifsnes, Reykjavík, 537
— Smári, Húsavík, 798
— Snaefell, Akureyri, 846
Landsþing demo-
krata friðsamt
Landsþing demokrata í
Bandaríkjunum var sett í
Chicago í gær, og segja frétta-
ritarar, að það sé stórum frið
samlegra og beri minni áróð-
urskeim en flokksþing repu-
blikana á dögunum. Síðustu
fregnir herma, að meiri vonir
séu til þess en áður, að Steven
son gefi kost á sér til fqrseta-
framboðs, en atkvæðagreiðsl-
ur munu ekki hefjast þar fyrr
en á miðvikudag. v
Skálholt
(Framhald af 1. síðu.)
Leikstjóri var Magnea Jó-
hannesdóttir, sem einnig lék,
en leikarar auk hennar voru:
Aðalsteinn Steindórsson,
Gunnar Magnússon, Guðrún
Magnúsdóttir, öll úr Hvera-
gerði.
Súkkuladikexið
heimsþekkta
MIGNON og FINGERS,
fæst í flestum matvöruverzlunum!
OPtast verður
fyrir valinu
Heildsölubirgðir:
V. Sfgurðssoii & Siiæhjöriisson h.f.
!
Byggingarverkfræðingur
Ákveðið hefir verið að ráða byggingarverkfræðing i \ |
skrifstofu bæjarverkfræðings. (i
Launakjör samkv. launasamþykkt Reykjavíkurbæjar.
Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 9. ágúst n. k.
Bœjarverkfrœðingur.
GOLFKORK
GÓLFKORK FYRIRLIGGJANDI.
JÓNSSON & JÚLÍUSSON
Garðastræti 2. — Sími 5430.
< i
< i
(>
M
o
o
11
<1
(I
o
Öllum þeim nær og fjær, er sýnt hafa samúð og vcitt
aðstoð í veikindum og við fráfall eiginmanns míns
STEINS STEINSSONAR,
Dölum, Fáskrúðsfirði,
og í veikindum dóttur okkar, votta ég mínar beztu
þakkir. — Sérstaklega vil ég þakka vinum og kunn-
ingjum í Fáskrúðsfjarðar- og Búðahréppi, er veittu
ómetanlega aðstoð með fégjöfum þegar veikindi herj-
uðu heimili okkar.
Vilborg Sigfúsdóttir.
Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður
okkar,
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hólmaseli, Gaulverjabæjarhreppi.
Sigurður Ormsson,
börn og tcngdabörn.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, cr sýndu okkur
hluttekningu við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar og tengdamóður.
SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR.
Jón Marteinsson, börn og tengdabörn.