Tíminn - 22.07.1952, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.07.1952, Blaðsíða 7
162. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 22. júlí 1952 Frá hafi til heiba Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell fór á laugardagínn frá Siglufirð'i áleiðis til Stettin. Ms. Arnarfel! losar kol á Plateyri. Ms. Jökulfell er í New York. Eimskip: Brúarfoss kom til Rotterdam 19. 7. Per þaðan í kvöld 21. 7. til Dublin og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá New York 19. 7. til Reykjavíkur. Goðafoss kom til Hull 21. 7. Fer þaöan 22. 7. til Leith og Reykja- víkur. Gullfoss fór frá Akureyri 21. 7. til Kristiansand og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss er á Akranesi. Væntanlegur til Rvíkur síðdegis í dag 21. 7. Reykjafoss kom til Rvíkur 19. 7. frá Hu’l. Selfoss fór frá Ant- verpen 19. 7. til Reykjavíkur. Trölla foss er á Akureyri. Per þaðan annað kvöld 22. 7. til Siglufjarðar og Rvík „ur. Ríkisskip: Hekla er væntanleg ti! Reykja- víkur árdegis í dag frá Glasgow. Esja var á Akureyri síðdegis í gær á austurleið. Herðubreið var á Norð- firði í gærkveJdi á . norðurleið. Skjaldbreið fer frá Reykjavík i dag til Húnaflóahafna. Þyrill er í Rvík. Skaftfellingur á að fara frá Rvík í dag til Vestmannaeyja. Hvítklædda konan F/ug/erðir Flugfélag slands. í dag verður flogið til Akureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauðár króks, Bíldudals, Þingeyrar og Plat eyrar. r- Ur ýmsum áttum Fertugur er í dag Sigurgrímur Grimsson, verkstjóri hjá S.Í.S. Hefir Sigur- grímur unnið hjá Sambandinu í 21 ár eða meira en hálfa ævina, því að hann átti 20 ára starfsafmæli í fyrra. Hellisgerði í Hafnarfiröi er opið a’menningi frá kl. 1—6 eftir hádegi alla daga. „Þegar kaupandinn gengur fram hjá samkeppnisfærri innlendri framleiöslu. er veriö að greiða út úr landinu vinnulaun fyrir fram- leiöslustörfin á sama tíma og inn- lent verkafólk, konur og’ kavlar, gengur atvinnulaust". Húsmæðra- félag Reykjavíkur. Annar dagur (Framhald af 8. síðu.) í 400 metra grindahlaupi sigraði Moore frá Bandaríkj- unum á 50,8 sek., og er það nýtt Ólympíumet, og hafði hann raunar sett það í und- anrásum dagin áður. Þar með höfðu Bandaríkin fengið þrenn gullverðlaun þennan dag, ICeppnin í dag. í dag verður m.a. keppt í kringlukasti og keppa þar Þor steinn Löve og Friðrilt Guö- mundsson, svo og undanrás- um í 200 m. hlaupi og til úr- slita í stangarstökki. Þá verö ur og keppt í 5 þús. metra hlaupi og þar keppir Krist- ján Jóhannsson. „Skjaldbreið" (Framhald af 8. síðu.) fyrir kl. 1 var hvert sæti á Stadion skipað. Þá gekk al- þjóðlega Ólympíunefndin inn á völlinn ásamt finnsku fram kvæmdanefndinní, og var Ben. G.' V/aage þar á meöal. Litlu síðar birtist Paasikivi forseti Finnlands ásamt Ed- ström forseta Ólympíunefnd- arinnar og von Frenckell for- manni framkvæmdanefndar- innar. íþróttamenn ganga inn. Klukkan 10 mín. yfir eitt birtist íþróttaflokkur Grikk- lands en síðan komu hol- lensku Indíur, Argentína, Ástralía, Austurríki og hver þjóð af annarri. ísland var 24. í röðinni. Friðrik Guömunds- son var fánaberi, glæsilegur vel. Fánaberarnir voru marg- ir frægustu íþróttamenn þjóða sinna, svo sem Nemeth, Ungverjalandi, og gerði hann sér lítið fyrir og hélt fánan- um hátt á loft með annarri hendi. íslenzki hópurinn var einn hinn minnsti, en drengirnir báru sig vel og voru ekki síð- ur hylltir en flokkar stórþjóð anna. Þó kom það í ljós, að Norðurlandaþjöðirnar ásamt Bandaríkjunum og Þjóðverj- um voru mest hylltar. 333 keppendur voru frá hverju landi, Rússlandi og Banda- ríkjunum, Finnland hafði 310 og gengu síðastir inn og voru ákaflega hylltir. Frakkland hefir 298 keppendur, Svíþjóð 277 og Bretland 256. Minnstu flokkarnir eru frá Lichten- stain, Singapore, Trinidad, Indónesíu og Burma. Klæðn- aður keppenda er yfirleitt smekklegur, en Danir virtust jþó bera af. Rússar, Ungverjar 1 og Þjóðverjar einnig mjög á- berandi og einnig voru bún- ingar Pakistan og Indverja mjög skrautlegir. Setning leikanna. Þessi skrautlega og glæsi- ■lega ganga keppendanna inn 'á völlinn stóð í klukkustund, og þegar flokkarnir höföu raöað sér upu á knattspyrnu- vellinum, stóð Erik von Frenc kell upp og hélt stutta ræðu, en bað síöan forseta Finn- lands að setja leikana. Eftir það var Ólympiufáninn dreg- inn að hún, 21 fallbyssuskoti skotið og þúsundum dúfna cleppt. Þær flugu yfir völlinn ' og hurfu út í buskann. Nuruii kemur með Olympíueldinn. Ekkert hafði frétzt um það, hver mundi hlaupa með Ólympíueldinn síðasta spöl- inn og kveikja á altarinu, en þegar það var sett á töfluna, að 'það væri Paavo Nurmi, frægasti hlaupari Finna, kváðu fagnaðarópin við. Kl. 2,25 birtist þessi heimsfrægi hlaupari, hljóp létt og leik- andi einn hring eiris og ung- ur væri, og það var erfitt að gera sér 1 hugarlund, að hér væri hálfsextugur maður á ferð. Hann hljóp aö Ólympíu- altarinu og tendraði eldinn, sem logaði þegar glaðlega. — Síðan hljóp hann að Ólympíu turninum, en þar tók annar heimsfrægur finnskur íþrótta maður, Ilannes Kolemainen við blysinu og hljóp með það upp í turninn og kveikti þar á öðru altari. Kolemainen hef ir löngum verið kallaður fað- ir finnskra hlaupara. Raffræðingarnir ; fengu sól og blíðu i á Norðurfandi í Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. '! ' Gullfoss kom hingað til Ak ureyrar klukkan 1 á sunnu-1 daginn og lagðist að bryggj u,1 þar sem fánar allra Norður- landanna blöktu. Þar var og fjöldi lítilla bifreiða, handa norrænu raffræðingunum, og steig fólkið þegar. inn í þá og var ekiö að Laxárvirkjun. — Voru með í förinni bæjar- stjóri Akureyrar, rafveitu- nefnd kaupstaðarins og stjórn Laxárvirkjunarinnar jauk fleiri. Þegar austur kom i flutti Steinn Steinsson ræðu og Eiríkur Briem lýsti fram- kvæmdum á staðnum. Stóð svo á, að verið var að |koma fyrir bráðabirgðastíflu | í ánni. Var veður hið fegursta j og þótti ferðafólkinu mikið til |koma, enda er mjög fagurt j við Brúar. Þáði fólkið veiting- ar á staðnum. Eftir það var ekið í Dimmu borgir í Mývatnssveit og flutti Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur stutt erindi um jarðmyndun Mývatnssveitar er var hið fróðlegasta. Vakti það mikla kátínu hjá erlendu KPíw -’fePS gestunum, er hann sagði, að svo mikið kapp hefði verið lagt á brennisteinsvinnsluna forðum í Námaskarði vegna þess að Danakonung vantaði púður til að skjóta á Svía. ■— Eftir það var ekið í Reykja- hiið og snæddur kvöldverður en komiri til Akureyrar um miönætti, en Gullfoss lagði af stað út um klukkan hálf- tvö. — Fyrsti tiagur I j (Framhald af 8. síðu.) ur varö 4. í sínum riðli á 11 sek. og voru því báðir úr leik, þar sem aðeins keppa til úr- : slita tveir fyrstu menn úr ,hverjum riðli. í þessu hlaupi ' voru 71 þátttakandi. I 800 m. hlaup. ! í undanrásum í 800 m. j hlaupi keppti Guðmundur jLárusson og var hann fram- an af fyrstur, en dró af hon- um og kom síðastur aö marki á 1 mín. 56,5 sek. Hástökk. í hástökkinu sigraði Banda ríkjamaðurinn Davies og jStökk 2,04 m. og er það nýtt j Ólympíumet. í kringlukasti ikvenna sigraöi rússnesk kona á 51,42 m. og er það einnig nýtt Ólympíumet. 400 m. grind. Ingi Þorsteinsson keppti í 400 metra grindahlaupi en varð 5. í sínum riðli á 56,5 sek. og var úr leik. Tekið á móti flutningi til ísafjarðar árdegis í dag. Ólympíueiðurinn unninn. Þegar hér var komið birt- ist hvítklædda konan, sem fyrr er frá sagt, og það leið ofurlítil stund frá því hún var ieidd út, þangað til erkibisk- upinn steig í stólinn og las blessunarorð sín, en að því loknu sór hinn frægi finnski fimleikamaður Savolainen, sem kom til íslands með finnska fimleikaflokknum, Ólympíueiðinn fyrir hönd allra keppenda. Þar með var setningunni lokið, og kepp- endurnir gengu út af vellin- um. extra, "■Otor OIL BEZT sumar. vetur vor og haust - ililggSlll í'fójti jd.M Byggingarfélag verkamanna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu föstudag- inn 25. þ. m. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini fyrir árið 1951 við inn- ganginn. Stjórnin. Söluhafar sokkaframleiöslu í Evrópu óska eftir —- einkúm vegna mikillar framleiðslu i Þýzkalandi á Vönduðum, ódýrum 100% PERLON KVENSOKKUM — sambandi við þekkt innflutningsfyrirtæki eða ein- stakling, sem hefir góð sambönd við sérverzlanir, heild- sála, smásala o. fl. svo og góð bankasambönd og vill taka að sér aðalumboð fyrir ísland. Vinsaml. sendið svarbréf ^ í Box 8091, William Wilkens, Werburg, Frankfurt/M.,' ♦ Alte Gasse 16, Germany. • ^ EKKERT SÆLGÆTI jafnast á við hið heimsfræga LUNCH — SPORT — TEACAKES Fæst hvarvetna. ! Þórður Sveinsson & Co. h.f. ^ Jám-rennibekkur | Járii-reimihekkur, hciitugur fyrlr búvéla- og bifrciðavlðgerðir íil sölu. Tekur 115” tomniur í þvcrmál. Upplýslngar i slma 7776

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.