Tíminn - 22.07.1952, Síða 8

Tíminn - 22.07.1952, Síða 8
„ERLEJVT YFIRLIT“ t ÐAG KosninffahorSuvnur í IJ.S.A, íþróttamenn 69 þjóða ganga til leiks á Ólympíuleikvanginn Ung, hvítklædd kona að óvör- um í ræðustól Olympíuvangsins iiallur Símonarson, fréttamaður Tímans á Ólympínletkunnm, seg’ir frá setning'u leikanna og’ fyrstu keppni. Von Frenckell leiðir hvítklæddu konuna brott frá ræðu- stólnum eftir að hún hefir reynt að' ávarpa mannfjöldann. Þessi mynd birtist í finnskum blöðum daginn eftir komu ís- íendinganna til Helsingfors, og sjást þar ýmsir Ólympíu- faranna, þótt marga helztu íþróttamennina vanti á mynd- ina. Erlendur Ó. Pétursson stendur í flugvélardyrunum. ANNAR KEPPNISDAGUR: Torfi Bryngeirsson keppir til úrslita í stöng Helsingfors í gær. MeÖal fyrstu greina í keppn inni í gær var stangarstökk, þar sem Torfi Bryneeirsson keppti. Auðséð var, að hann var til alls líklegur. Fyrstu Örn Clausen tek- ur ekki þátt í tugþrauíinni Helsingfors, sunnudag. Það er nú talið útséð um, að Örn Clausen geti keppt í íugþrautinni. Hann varð fyrir því óiáni fyrir nokkr- um dögum að togna illa í hægri hendi, er hann var að lyfta tösku upp í rúm. Hefir bann verið undir læknjs- hendi og skipað að hvílast að minnsta kosíi hálfan mán- uð. Er þetta mikið áfall fyrir íslenzku sveitina, þvj að við mestu var búizt af Erni. Hef ir mikið verið skrifað um þeífa í finnsk blöð. Ekki Iief ir Örn vantað viljann til æfinga og var hann í ágætri þjálfun, kastaði t.d. 44—45 metra kringlu og árangur engu siðri j öðrum greinum hans. hæðirnar 3,60, 3,80 og 3,90 fór 1 hann leikandi í fyrstu at- jrennu, og 4 metra í annarri Jatrennu í mjög fallegu stökki og hlaut óspart lof áhorfenda. Hafði hann þar með tryggt sér rétt til úrslitakeppni. Varö hann meðal sjö, er fóru þessa hæð í öðrum flokknum, en ikeppendum var skipt í tvo flokka til undirbúningskeppni þar sem keppenöur voru urn 40. í dag verður keppt til úr- slita í þessari grein. Fleiri ís- lenöingar tóku ekki þátt í keppni í'gær. Rúluvarp. j í kúluvarpi sigraði Banda- i ríkjamaðurinn O’Brian og 1 kastaði 17,49 m., sem er nýtt . Ólympíumet. Tveir næstu jvoru og Bandaríkjamenn, og |var Fuch í þriðja sæti með ■ 17,06 m. og gekk hann ekki iheill tii ieiks. !. , Úrslitin í 100 m. í gær fóru einnig fram úr- slit í 100 m. og sigraði Rem- ! inglin frá Bandarikjunum á 110,4 sek., en McKinley frá Jamaica og Bailey frá Bret- landi næstir á sama tíma og þurfti Ijósmyndir til að skera úr um þessi þrjú fyrstu sæti. (Framhald 4 7. alðu) Helsingfors, láugardag. Setning Ólympíuleikanna er athöfn, sem englim, er við- staddur er, mun úr minni líða. Fegurðin og hátiðleikinn grípur hugann sterkum tökum, en menn finna um leið sárt til þess, að ekki er sólskin. Það er aðeins tvennt, sem brugð- ið hefir skugga á þessa hátíðiegu athöfn, seytlandi drunga- legt regnið og hvítklædda konan. Sá atburður var allan dag- inn í hugum manna, og spurn ingin: Hver var.hún? Hvern- ig stóð á þessu atviki? var á vörum allra, þar til skýringin var fengin. Síðustu tónar Ólympíu- söngsins voru að devja út. — Menn biðu þess að erkibisk- upinn síigi í stólinn og lýsti blessun og fánaberarnir tækju sér heiðursstöðu við ræðustólinn. Allt í einu stökk hvítklædd kona niður frá áhorfendapöllunum og tók á rás eftir hringlagaðri hlaupabrautinni í hellirign- ingunni í áttina til ræðustóls ins. Áhorfendurnir 70 þús. vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Var þetta eitthvert atriði, sem átti að koma á óvart og ekki hafði verið sett á dagskrána? 70 þús. áhorfendur sátu sem steing'ervingar. Grafarþögn lagðist yfir leik vanginn mikla og þúsundirn- ar biðu í ofvæni. Allir sátu sem steingervingar. Hvít- klædda konan hljóp létt sem hind, engu þyngslalegar en hlauparinn Nurmi rétt áður. Aðeins képpendurnir, sem höfðu raðað sér upp á knatt- spyrnuvellinum, létu á sér bæra. Þeir hlupu út að braut- inni. Konan hljóp 250 metra, hélt annarri hendinni í kjól- inn, sem flaksaðist frá henni. „Ystaevat.“ Hún kleif þegar upp í ræðustólinn, er hún kom þar að, en hún var dálítið móð af hlaupunum, þegar hún ætlaði að tala. Hún greip þó þegar hljóðnemann og sagði: „Ystaevat“, sem er finnska og þýðir vinir. Síð- an brá hún fyrir sig ensku og sagði: „Ladies and gentle men.“ En lengra komst hún ekki. Nú virtust menn hafa áttað sig á því, að eitthvað óvenju- legt og utan dagskrár var að ske. Tveir verðir þustu að stólnum og gripu í konuna, en hún hélt dauðanaldi í brík ræðustólsins og vildi ekki gef ast upp. Svo bar von Frenc- kell, framkvæmdastjóra Ólympíunefndarinnar þar að, og þegar konan sá hann, hlýddi hún þegar og lét Frenc kell leiða sig auðsveip brott. Hann fylgdi henni til lög- reglunnar, sem fór með hana á lögreglustöðina. Þar kom í ljós, að stúlka þessi er frá Vestur-Þýzkalandi og heitir Barbara Rutbraut-Pleyer og er 23 ára. Hún hefir að und- anförnu reynt að ná tali af Paasikivi Finnlandsforseta árangurslaust, og þegar það tókst ekki. ákvað -hún að vekja á sér athygli á þennan hátt. Hún sagðist vera friðarsinni og hafa ætlað að 'tala máli friðarins jafnframt því að óska að keppendur frá Austur og Vestur-Þýzkalandi kepptu sem ein þjóð. Stúlkan virtist vera heilbrigð á geðsmunum. Að öðru leyti fóif setning leikanna fram tafalaust og eftir ákveðinni dagskrá. Tekur að rigna. Um klukkan 11 f.h. tók að rigna í Helsingfors.Æ>egar há- tíðin átti að hefjast kl. 1, hafði verið stöðugur fólks- straumur þangað í tvær stund ir. Grasvöllurinn var nýsleg- inn og leit út eins og fagurt borð, en umhverfis hann var hlaupabrautin rauð á litinn Paavo Nurmi stendur við Ólympíualtarið eftir að hafa kveikt þar hinn helga eld með blysi sínu. en virtist nokkuð laus. Ólympíunefndin og forsetinn. Ég var kominn í sæti mitt klukkan rúmlega 12 og mátti ekki siðara vera, því að blaða inannastúkan var að fyllast, enda voru þar um 3000 blaða menn staddir. Fimm mínútum (Framh. á 7. síðu). FYRSTI KEPPNISDAGÖR: Kristján Jóhannsson setti nýtt íslandsmet Helsingfors á mánudag. mundi mistókst viðbragö og Fyrsti dagur kéþpninnar á ’varð 5. á 11,1 sek., en Hörð- Ölympíuleikunum sýndi þeg- ar, að þessir leikarmunu færa marga íþróttasigra. Þennan fyrsta dag voru sett fjögur Ólympíumet. Nýtt íslandsmet. Fyrsta greinin; "Sém keppt var til úrslita í, vár 10 þús. metra hlaup. Þar képpti Krist ján Jóhannsson og má segja að frammistaða hans háfi ver ið með ágætum. Fyrri 5 þús. metrana hljóp hann á 15 mín. 26,2 sek., sem er hér um bil sami tími og met hans á þeirri vegalengd. Hann átti þó eftir að bæta sig.betur. Hann kom 26. í niark á nýju 'glæsi- legu íslandsmeti, 32 mín. sléttum og bættl fyrra met- ið um heila mínútm Það átti Stefán Gunnarssonv Sigurvegarinn í þessari grein var hinn ósigr^ndi Tékki Zatopek og-hljóp hann vegalengdina á 29,17,0 mín., nýju Ólympíumeti, sem hann átti sjálfur frá 1948. Annar varð Frakki, og veitti hann Zatopek mjög harða keppni þar til á síöasta km. 100 m. hlaup. í undanrásum' í 100 m, hlaupi keppti Ásmundur Bjarnason í 1. riðli en Hörö- ur Haraldsson í 3. piðli. Ás- (Framii. á 7. síðu). i I Tékkinn Zatopek, sem sigr- aði í 10 þús. metra hlaupi á Ólympíuleikunum á laugar- daginn á nýju Ólyinpíuincti, 29.17,0 mín.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.