Tíminn - 24.02.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.02.1953, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 24. febrúar 1953, 44. blað, Karl Kristjánsson.: Stjórnarskrármáliö Undirbúin stofnun lýðveldisins. Voriö 1942, þegar Alþingi haföi ákveðið að gera ráð- stafanir til þess að þjóðin sliti konungssambandinu við Dani og endurreisti lýðveldi á íslandi, var að því tilefni skipuð, samkv. ályktun þings ins, fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um breytingar á stj órnarskrá þeirri, sem gilt hafði fyrir konungsrikiö ísland. Ha\istið 1942 var nefndin epdurskipuð og bætt í liana þrem mönnum, svo aö í henni skyldu eiga sæti tveir íulltrúar frá hverjum þeim fjögra stjórnmálaflokka, er /ulltrúa áttu á Alþingi. Vai’ð þá mefndin átta manna nefnd. Árið 1943 skilaði nefnd þessi frumvarpi til stjórn- skipunarlaga fyrir hið vænt anlega iýðveldi. Frumvarpinu fylgdi að sjálfsögðu greinar- gerð. Þetta frumvarp sam- þykkt: Alþingi 8. marz 1944 og síðan þjóðin með al- mennri atkvæðagreiðslu. Á grundvelli þeirrar stjórn arskrár var lýðveldi stofnað á íslandi 17. júní 1944. Bráðabirgða- stjórnarskrá. Telja mátti, stæði sem einn að vilja slíta að þjóðin sem líklegt mátti telja, að léti athafnir fylgja orðum. lletur má þó, ef duga skal. Nú líða stundir fram og ekkert virðist bera til tíö- inda í máli þessu, þar til 3. marz 1945. Þá gerir Alþingi ráðstafanir til þess að skip- uö er tólf manna nefnd til ráðuneytis og aðstoðar átta manna nefndinni. Hefir þá þingið sett fram tuttugu manna sveit, til þess að ljúka seinni hluta endurskoðunar- innar. Ennfremur heimilaði þingið þessum tuttugu mönn um að ráða sérfræðing í þjón ustu sína. Lítt gagnar, þótt fleiri knmi saman. Tvö ár líða — og ekkert fréttist um tillögur frá tutt- ugu eða tuttugu og einum. Hinn 24. marz 1947 virðist sem Alþingi hafi verið orðið vonlaust um árangur af erf- iði hinnar fjölmennu sveitar. Þá tekur það af henni um- boðið, en hvorki til þess aðj taka málið í sínar hendur né gefast upp við skipun nefnda. Hvernig væri að reyna töluna sjö? Samtímis umboðssvipting- unni 24. marz 1947 felur Al- þingi ríkisstjórninni að skipa maður um'sjö manna nefnd „til þess að sambandinu endurskoða stjórnarskrá lýð- við Dani og stofna lýðveldi. j veldsins íslands." Tekið er En til þess að ekki rofnaði j fram, að stjórnmálaflokkarn sú eining, fanst leiðtogum'ir fjórir skuli tilnefna sinn nauðsynlegt að fara varlega j manninn hver, en þrír menn í því að breyta stjórnar- írnir vera skipaðir án tilnefn j skránni meira að því sinni heldur en óhjákvæmilegt var til þess að konungdæmið yrði formlega lýðveldi. Réttara að láta það, sem ágreiningi gat valdið, bíða þar til síðar. Hin nýju stjórnskipunarlög voru lögð undir atkvæði með þeim fyrirvara í ræðum og ritum, að þau væru bráða- birgða-stjórnarskrá, sem yrði haldið áfram að endur- skoða. Úr greinargerð 8-manna nefndarinnar. Nefndin, sem stjórnarskrár frumvarpið samdi, segir í greinargerð sinni, að hún hafi aðeins lokið fyrri hluta þess verkefnis, er sér hafi verið falið, en „mun áfram vinna að seinni hluta verk- efnisins, sem sé: að undirbúa aðrar breytingar á stjórn- skipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt. Má ætla að það starf verði öllu víðtækara ----- Þangað til því verki yrði lokið ætti sú stjórnarskrá, sem hér er lögð fram að nægja, enda eru ákvæði henn ar mestmegnis þau, er nú gilda í stjórnskipunarlögum hins íslenzka ríkis að breyttu hinu æðsta stjórnarformi frá konungdæmi til lýðveldis —“ Greinargerðin er dagsett 7. apríl 1943. Hana undir- skrifa allir átta nefndar- mennirnir: Gísli Sveinsson iform.), Stefán Jóh. Stefáns son (ritari), Hermann Jón- asson, Bjarni Benediktsson, Jónas Jónsson, Haraldur Guðmundsson, Einar Olgeirs son, Áki Jakobsson. Þannig voru fyrirheitin og áformin, þegar enngildandi stjórnarskrá var sett. í nefndinni var valið lið, ingar og einn þéirra formað- ur. Hinn 14. nóvember sama ár var sú nefnd sett á laggir og urðu í henni þrír Sjálf- stæðismenn, tveir Framsókn armenn, einn Alþýðuflokks- maður og einn Sósíalisti. Þessi nefnd situr enn eftir meira en fimm ár, án þess að hafa skilað tillögum til Alþingis. Ilvað má af skipun allra þessara nefnda ráða? Nefndaskipanirnar sýna að Alþingi viðurkennir að stjórn arskránni á að breyta. Alla tíð síðan lýðveldið var stofn- að hefir þingið ekki látið nið ur falla að hafa menn til þess ráðna að vinna að endur- skoðun stjórnarskrárinnar, en að öðru leyti vikið sér undan aö taka á málinu. Hvers vegna hafa nefnd- Irnar engum álitum skilað til Alþingis? 9. janúar 1952 lagði ég fram á Alþingi fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um hvað liði störfum stjórnarskrár- nefndarinnar. 16. sama mánaðar svaraði forsætisráðherrann f.h. rík- isstjórnarinnar fyrirspurn- inni ig byggði svörin á upp- lýsingum frá Bjarna Bene- diktssyni, dómsmálaráðherra, sem er formaður nefndarinn ar. Aðalatriði svaranna var, að nefndin hefði ekki getað starfað, af því stjórnmála- flokkarnir hefðu sjálfir ekki markað sér afstöðu í stjórn- arskrármálinu. Hins vegar hefði formað- urinn „í hyggju að kveðja nefndina saman og freista, hvort ekki sé einhver grund- völlur til staðar innan nefnd arinnar, til að koma fram með ákveðnar tillögur frá flokkum þeim, sem nefndar- menn hafa umboð fyrir, svo að hægt sé að taka þetta mál fastari tökum og vita nú, hvort hægt sé að skila áliti frá nefndinni.“ Enginn vafi er á því, að svörin voru sannleikanum samkvæm. Við lýðveldisstofnunina sneiddu stjórnmálaflokkarn- ir hjá því að taka upp nokk- uð það, er ágreiningi gæti valdið — þeirra á milli og teuflað þjóðareininguna. — Gerðu á stjórnarskránni þær breytingar einar, sem þurfa þóttu, til þess að breyta „hinu æðsta stjórnarformi frá konungdæmi til lýðveld- is.“ Alla stund síðan hafa flokk arnir á Alþingi hikað við að takast á um breytingar á stjórnarksránni. Allir eru þeir minnihlutaflokkar, svo að enginn einn þeirra hefir málið á valdi sínu. Þeir hafa horfst gæfcilega í augu og komið sér saman um að skipa nefndir. í nefndunum hafa gilt sömu lögmálin. Nefndarmennirnir hikuðu sem flokksmenn minnihluta- flokka, vörðust opinskárra sagna, en biðu fyrirsagna frá flokkum sínum. Stj órnarskrármálið hefir þannig verið í nokkurs kon- ar sjálfheldu hjá löggjöfun- um. Stjórnarskrárnefndin heldur fundi og tillögur koma fram innan nefndarinnar. Eins og gert var ráð fyrir í svörum ríkisstjórnarinnar við fyrirspurn minni, kvaddi for maður nefndarinnar hana til funda á árinu sem leið og einn fundur hefir verið hald- inn í nefndinni á þessu ári. Seint á s.l. ári lögðu Sjálf- stæðismennirnir (þeir eru þrír) í nefndinni fram tillög- ur „sem umræöugrundvöll“ innan nefndarinnar. Hefir Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, sem er — eins og áður er sagt — for maöur nefndarinnar, gert grein fyrir þessum tillögum í ýtarlegri ræðu, sem birt var í Morgunblaðinu 24. fyrra mánaðar. í tillögum þessum er ým- islegt aðgengilegt frá mínu sjónarmiði. En málið er samt að mínu áliti, litlu nær af- greiðslu, þrátt fyrir tillögurn ar, og þess vegna fer ég ekki út í að ræða einstök atriði þeirra hér. Það, sem því veldur, að ég tcl málinu lítið hafa þokað á- fram, þótt þessar tillögur hafi fram komið, er að mér virðist augljóst af sögu stjórn arskrármálsins, sem ég hefi í fáum dráttum lýst hér að framan, að Alþingi eins og það er nú flokkum skipað, hefir ekki skilyrði til þess að leysa stjórnarskrármálið, svo sem vera ber. Táknrænt er einnig, að Sjálfstæðisþingmennirnir 3 innán stjórnarskrárnefndar- innar eru ekki einu sinni allir sammála um sum meginat- riði tillagnanna. Samningar milli stj órn- málaflokkanna á Alþingi — heilla eða í brotum — mundu leiða til of mikillar hentisemi (Franahald á 5. 6íðu.) Hér er kominn Þórarinn á Skúfi og gef ég honum orSið: ,,SælI og blcssaður, Starkaður! Hér er ég með minn vísnabelg. Það var haft eftir einni mektarpersónu, að seint fylltist sálin prestanna. Já, það var nú allt annar belgur, en sæmilega rann nú úr honum, ekki siður en minum belg. Hér eru þá sjómannavisur. Skritið frá landkrabba! En það er stutt til sjómannsins í íslendingnum, og það þó að í afdal búi. Vísurnar eru ekki nýjar og heita eiginlega And- ófsmenn: Svo þung var ýting í bráða bíting á bleikan mar. með vonir allar svo undur hallar og opið far. Og bliku kólgu og undir ólgu, er utar dró. í rökkur bólgu þeir reru þó. Og blint í sjóinn, svo bylgju gróinn, þeir brugðu vað. Á gömlum miðum, með sömu siðum, þeir sátu að. Hve félli gifta um fallaskiptin var freistað enn, og uppi kipptu þeir andófsmenn. Og tæp var lending og treyst á hending og tekið lag, er bylgjur hægðu og boðar lægðu sinn banaslag. En ólög reistust og ylgjur geystust á eftir skut, þó margir leystust með heilan hlut. Og boðar drynja og hrannir hrynja, en hækka sog. Og bátinn færir, er storma stærir, við straumsins tog. Og bárur stíga og bárur hniga að byrðing enn; á árar síga þeir andófsmenn. Hér eru vísur, sem eiga heitið Skammdegisgaldur: Veltur veraldar hnykill vindur æðir um ból. Gróflega er gaddurinn mikill. getur hér hvergi skjól. Mér er gaddur í geði, gaddur er mér í sál. í huganum hörsl áfreði, hríðar og veðra bál. Sólin er sumarsins lykill, sumarið gróðurinn ber. Gróflega er gaddurinn mikill. Guð veit hvenær hann fer. Þá koma bragstaulavísur: Pyrir baul og bráðinn leir, brags í staula þvögu verð ég auli eins og þeir, ef ég raula bögu. Fjarri sköllum tiðar táls, títt, sem öllum; spilla, upp á fjöllum er ég frjáls, ei mig tröllin viUa. Þá er búskussavísa: Ekkert reynir anda manns, undir sig að kúga, eins og þetta andskotahs amstur við að búa. Þessi vísa hefir fyrirsögnina: í óvissu: Kirkjunnar er kenning sum klerka táli slegin. svo að verð ég vokins um vistina hinum megin. Af því hve þetta er þunnt, verð ég að auka við glundrið. Er þá næsta vísa ein nafnlaus,- Hún er svona: Orðin verða oft sem ský elt af vindablaki, en það er stundum ylur í einu handartaki. Vísa um þokunótt; Hleypir nóttin hélugrá hesti móalóttum. Himinn blínir hauður á holum augnatóftum. Xísa um góða tíð: Gæfan fanna grípur á, gaddinn straumar vaka. Léttir drauma, leysir snjá, losna saumar klaka. Vísa um ótíð: Gæfan nauma gengur frá, glatast strauma prýðin. Þyngir drauma þeytir snjá. Þetta er auma tíðin. Vísa um einlífi: Þeir, sem, hræðast hjúskapinn, holdsins hvötum slá frá, verða eins og skorpin skinn; skelfing er að sjá þá. Að síðustu er þessi: Illt er að kljást við örlögin, óláns fast við tilbrigðin. Vonir mast að veröldin verði skárst í endirinn. Hér læí ég nú staðar numið, þó að minn vísnaglundurspoki sé enn þá ekki tómur. Það var heldur aldrei ætlunin að hella öllu úr hon um, svona á baðstofugólfið hjá ókunnugu fólki. Vertu sæll, Starkað ur, og fyrirgefðu uppákomuna." Þórarinn á Skúfi hefir lokið kveð- skapnum. Starkaður. Jarðarför mannsins míns STURLU JÓNSSONAR fer fram frá heimili okkar Fljótshólum, fimmtudag- inn, 26. þ. m. kl. 1 e. h. Jarðað veröur í Gaulverjabæ. Blíferð úr Reykjavík frá Ferðaskrifstofu ríkisins kl. 9. f. h. Sigríður Einarsdóttir Sendum gegn póstkröfu Hafið þér athugað, að þótt þér búið úti á landi, getið '1 þér fengið: Ljósakrónur-, vegglampa, borðlampa, hrað- suðupott, pönnur o. fl., o. fl. á verksmiðjuverði. Látið því vini yðar í Reykjavík velja fyrir yður eða sendið línu. Þá munum vér senda yður vöruna um hæl í póst- lcröfu. — Málmiðjan h.f., Bankastræti 7. Sími 7777.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.