Tíminn - 21.04.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.04.1953, Blaðsíða 5
ÍS. Vblað. < TÍMINN, þriðjudaginn 21. aprfl 1953. 5. Þriðjud. 21. apríl Önnur grein Níð Heimdéllinga um samvinnu- hreyfinguna Til eru þeir fullorðnir menn, er espa stráka til að vera í skítkasti, sem þeir þykjast vera of fínir til þess að koma nærri sjálfir. Slíkt hefir þó aldrei þótt mikil- mannlegt og verið talinn meiri ljóður á ráði þeirra fullorðnu en strákanna, sem voru hafðir til að kasta skítn um. Óneitanlega mun eitthvað svipað þessu hafa rifjast upp fyrir mönnum, er þeir látu Heimdallarsíðu Morgun- blaðsins á laugardaginn var. Þar höfðú þeir fullorðnu teflt fram unglingspilti, er látinn var ausa samvinnu- hreyfinguna óhróðri og sví- virðingum, er þóttu ekki birt- ingarhæfar í öðrum dálkum Morgunblaðsins. Þannig eru unglingarnir vandir við það að gera skítverkin á íhalds- heimilinu og er vissulega ekki góðs að vænta af slík- um uppeldisaðferðum. Grein þessa misnotaða ungl ingspilts bar þess ijós merki, að efni hennar var ekki runn íð UndáU rifjum hans, held- ur ráktí ætt sína til stór- sp'ekulántanna og auðmann- an.na, er reka Sjálfstæðis- flokkinn sem einkafyrir- tæki 'Sitt. Þessir menn eru fullir af- öfund og hatri vegna fraihsóknar samvinnuhreyf- ingiarihnar á ýmsum sviðum hin síðári ár Þeir sjá, að þar hefir víða verið dreginn góð- ur spónn úr aski þeirra til hagsbóta fyrir alþýðustéttir landsins. Störpekulantar Sjálfstæðis flokksins sjá öfundaraugum yfir því, að síðan verðlags- höftin voru meira og minna afnumin, hafa S. í. S. og kaup félögin átt meginþátt í því að halda verðlaginu niðri, þrátt fyrir það þótt þrengt sé að starfsemi þeirra með tak- mörkunum á veltufé. Sam- vinnuhreyfingunni er það að þakka, að verðlagið myndi nú ekki véra hagstaeðara, þótt verðlagseftirlit væri í gildi. Spekulöntunum svíður það að vonum, að gróðavonirnar, er voru bundnar við afnám verð lagseftirlitsins, skuli þannig hafa brugðizt. Stórspekulantar Sjálfstæð- ísflokksins sjá öfundaraug- um yfir því, að samvinnu- hreyfingin er vel á veg kom- in að eignast álitlegan skipa- stól og tryggja félagsmönn- um sínum þannig stórum hag kvæmari flutninga en ella Méð þessu er líka brotin nið- ur-einokun spekulanta Sjálf- stæðisflokksins y.fir flutning- unum. — : '. t; m Stórspekulantar Sjálfstæð- isflokksins sjá öfundaraug- urft yfir því, að samvinnu- hreyfingin hefir byggt upp fullkomna tryggingastofnun, er^þegar hefir reynzt henni mfeill styrkur og bætt trygg- 3astarfsemina á margan t til hagsbóta fyrir al- ming. Með’þessu hefir líka vefið brotin niður einokun sp^tuianta—Sj áifstæðisf lokks Hversvegna er erlendur Her á íslandi? Er ísland í hættu fyrir árás frá Rússum? Eins og sýnt hefir verið fram á hér að framan, hefðu Rússar beina hagsmuni af því að loka leið Bandaríkja- manna yfir ísland til Evrópu, og það geta Rússar ekki gert nema með því að verða fyrri til að taka landið. Af hernað- arsérfræðingum er nú talið líklegast, svo sem skýrt er frá af einu gagnmerkasta blaði Norðurlanda, að Rússar mundu í árásarstyrjöld fyrst taka Skandinaviu eins og Hitler, til þess að koma í veg fyrir árásir þaðan og opna leið fyrir kafbáta gegnum sundin út í Atlantshafið. Ef Rússar gætu jafnframt tekið ísland og haldið því um nokk urt skeið, gætu þeir með flug vélum og kafbátum héðan lok að norðurleiðinni fyrir Banda ríkjamönnum. Að Rússar framkvæmi þetta, getur vit- anlega enginn maður fullyrt, hvorki til í?é frá. Við höfum talið hingað til, að landið hafi undanfarnar aldir staðið undir vernd brezka flotans. Nú er það komið í ljós í opinberum skýrslum, að rússneski flot- inn er sterkari en sá brezki. í rússneska flotanum eru meðal annars 350 kafbátar af sömú gerð og stóru og vönd- uðu kafbátarnir, sem Þjóð- verjar framleiddu í lok styrj aldarinnar. Ekkert væri auð- veldara fyrir Rússa en það að setja hér á land af kafbátum í byrjun styrjaldar nokkur þúsund vel vopnaðra manna og senda hingað jafnframt flugvélaflota, sem tæki óvarða flugvellina. Enginn efi er á því, að þetta lið gæti eyðilagt hér svo mikið af mannvirkjum, að Iandið yrði um skeið lítt nothæft sem herstöð fyrir Vesturveldin. Og jafnframt er nokkurn veginn víst, að Rússar gætu komið svo öfl- ugum herstyrk hingað með fyrrnefndum hætti, að þeir gætu haldið landinu fyrir Vesturveldunum um nokk- urn tíma, eða nægilega lengi til þess, að þeir gætu unnið á Vestur-Evrópu á meðan, án þess að henni kæmi hjálp að vestan þessa leið. Orsök hersetunnar á íslandi. Við vitum auðvitað ekkert um það, hvernig styrjöld yrði ■ háttað, ef sú ógæfa kemur fyrir, að styrjöld hefst. En eng inn mun þora að neita því, út, frá reynslu síðustu styrjaldar^ og út frá þeirri aðstöðu, sem nú er á meginlandinu, að það er lifsnauðsyn fyrir Rússa, ef til styrjaldar kemur, að loka þessari leið inn í Evrópu fyr- ir hinum mikla herstyrk ( Bandaríkjanna, sem mundi, flæða um þessar dyr inn í; Evrópu í bakið á Rússum, með an þeir eru að fást við Vestur Evrópu. Og það er vitanlega ekkert launungarmál, að Þjóð viljinn er kostaður af rúss- nesku fé til þess að skrifa dag lega þetta tvær upp í fimm níðgreinar um Bandaríkja- menn og bandaríska herinn af þessum sökum. Þegar við spyrjum sjálfa okkur að því, hvers vegna hér ( sé bandarískur her, er óhætt, að svara því hiklaust, að hann er hér vegna þess, að Rússar hafa lagt undir sig á undanförnum árum milli tíu og tuttugu þjóðlönd með of- beldi, og samkvæmt þeirri reynslu hafa Vesturveldin von um seinna áttað sig á því, að þessum leik munu Rússar halda áfram, nema þeir séu stöðvaðir með samtökum vestrænna þjóða. En ef Rúss ar hefja árás á Vestur-Evr- ópu, óttast Vesturveldin, að þeir taki ísland til þess að loka leiðinni að vestan. Banda ríkin hafa hins vegar her á íslandi til þess að halda þess ari leið opinni. Her á íslandi er þess vegna fyrst og fremst sök Rússa. Árásarhættan, sem frá þeim vofir yfir veröldinni eins og ógnandi sverð, veldur því, að hér og alls staðar annars stað ar verður að hafa hervarnir til varúðar. ins yfir tryggingastarfsem- inni, er fært hefir þeim bæði mikinn gróða og völd. Stórspekulantar Sjálfstæð- jisflokksins sjá öfundaraugum yfir því, að samvinnuhreyf- ingin hefir farið inn á svið olíuverzlunarinnar og byggt þar upp stórt fyrirtæki, er átt. hefir sinn þátt í að lækka verðlagið, einkum út um land, eins og oft hefir verið rakið hér í blaðinu. Með þessu var einokunaraðstaða spekulanta Sjálfstæðisflokksins í olíu- verzluninni líka brotin niður. Stórspekulantar Sjálfstæð- isflokksins sjá öfundaraug- um yfir því, að iðnfyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar hafa yfirleitt blómgast og þroskast og staðið betur af sér samkeppnina við erlend- an varning en flest önnur iðnfyrirtæki. Með þessu telja þeir dreginn spón úr aski sin um. — Þannig mætti áfram telja. En af þessu er reiði og fjand- skapur stórspekulantanna við samvinnuhreyfinguna sprott inn. Þess vegna leggja þeir allt kapp á aö rógbera hana og ötulasta forvígismann hennar, Vilhjálm Þór. Þeir telja þó ekki hyggilegt að gera það sjálfir opinberlega, heldur láta aðra annast um rógburðinn og skítkastið, eins og rithöfunda Mbl. Það, sem er svo talið of rætið og ofsa- fullt til að birtast í forustu- greinum Mbl., er birt á síðu Heimdallar. Slíkt er álitið á Ungu mönnunum í Sjálfstæð- isflokknum. Samvinnuhreyfingin mun ekki skaðast við þennan áróð- ur. Hann mun aðeins rifja upp enn betur en ella, hve miklu hún hefir áorkað og hve miklu hún getur áorkað, ef áfram verður unnið.eins og hingað til hefir verið gert. Hann mun verða samvinnu- inönnum aukin hvatning til að fylkja sér betur saman og vinna að miklum sigri Fram- sóknarflokksins í næstu kosn ingum, því að þannig verður gengi samvinnustefnunnar bezt tryggt. Vilja íslendingar taka áhættuna? Við gætum vitanlega sagt við Vesturveldin: Við viljum ekki hafa neinn her. Við vilj um vera óvarðir með öllu. — Þegar verst horfði í Kóreu, * mundu fáir nema kommúnist ar hafa óskað eftir því. Á I sama hátt hugsuðu flestir, j þegar hættan var mest vegna i Berlínardeilunnar. Þegar frið samlegar horfir, finnst mönn um, að herinn ætti að vera horfinn. En enginn veit í dag, hvernig horfurnar eru á morg un. Við gætum vitanlega valið þann kostinn að hafa hér eng an her og taka þá áhættu. hvenær sem styrjöld kynni að brjótast út, að landið væri tek ið af Rússum, langan tíma eða skamman, og barizt væri um það. Við vitum það nú ósköp vel, að beiðni Þjóðverja um flugvelli hér á landi var undirbúningur undir það, að þeir gætu tekið landið á und- an Vesturveldunum til þess að fyrirbyggja, að Bandaríkja menn gætu komizt yfir ís- land til Evrópu til þess að skakka leikinn. Því var af- stýrt, eins og fyrr segir. En mundu Rússar hika við að framkvæma þetta verk, ef flugvellirnir hér væru óvarð- ir? Við vitum það ekki. En vilja menn í staðinn fyrir það böl, sem það er'að hafa her, taka þá áhættu? Þetta er það, sem við eigum um að velja. Annað er svo að athuga í þessu sambandi, sem er þó kannske mikilsverðast af öllu. Óvarið ísland gæti bein línis o>rðið til þess, að styrj- öld yrði hafin, þar sem árás araðilinn teldi sig hafa miklu betri aðstöðu en ella, ef hann gerði sér vonir um að geta tekið ísland í upp- hafi árásar og lokað þannig um skeið norðurleiðinni fyr ir Bandaríkjamönnum eða meðan hann væri að vinna á Vestur-Evrópu. Varnir á íslandi eru þannig þýðingar mikill þáttur í því að koma í veg fyrir, að árás verði gerð og styrjöldin hafin. Hvaða þjóð skyldi hafa öllu meiri hagsmuni að gæta varðandi það að hindra styr j öld en íslendingar? Er engin stríðshætta? Sumir menn segja ef til vill sem svo: Það er engin striðs- hætta. — Þessum mönnum er rétt að segja þetta: Haldið þið, að stjórnir Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Hollands, Belgíu og fleiri landa í Evrópu, sem búa við fullkomnasta lýðræðisskipu- lag í veröldinni, og eiga vitra og góða stjórnmálamenn, sem gegnum leyniþjónustu ríkja sinna og annarra vita ná- kvæmlega, hvernig herstyrk Rússa er háttað austan við járntjald, — haldið þið, að þessi þjóðlönd léku sér að því að taka þriðjung þess fjár, sem veitt er á fjárlögum, — samsvarandi því, að við verð um 100 milljónum — til þess að hervæðast, — til þess að láta blómann af æskunni ganga undir allt að tveggja ára herskyldu? Og þennan (Eramh. & 6. eíSu). Á víðavangi „Hreinsunin“ í Grúsíu. Þjóðviljinn segir frá því á laugardaginn, að sá atburö- ur hafi nýlega gerzt í sovét- lýðveldinu Grúsíu (Georgíu) „að stjórnin hafi verið end- urskipulögð og nýr forsæt- isráðherra tekið við. Jafn- framt hefðu fyrrv. örygg- ismálaráðherra og tveir rit- arar Kommúnistaflokks Grúsíu, ásamt nokkrum að- stoðarmönnum þeirra, ver- ið handteknir. Hefði sann- ast á þá, að þeir hefðu logið upp frá rótum samsæri borg aralegra þjóðernissinna og notað þennan tilbúning sinn til að hrekja frá störf- um og handtaka ýmsa vel- metna embættismenn, sem nú hefðu verið látnir lausir og tekið við sínum fyrri störfum. Þeirra á meðal eru þrír ráðherrar í nýju stjórn inni.“ Það kemur þannig á dag- inn, að læknamálið hefir engan veginn verið eina dæmið um spillt réttarfar í Sovétríkjunum, eins og Þjóð viljinn hélt fram á dögun- um Þjóðviljinn á lika vafa- laust eftir að vera vitni að því, að þessi „hreinsun“ í Grúsíu verður heldur eng- an veginn seinasta dæmið. Míklu fremur er sennilegt, að hún sé upphaf margra slíkra ,,hreinsana“' víða um Sovétríkin, er standa í sam- bandi við það, að hinir nýju valdamenn eru að treysta sig í sessi. Það er því engin furða, að Brynjólfur áminni þá, sem hafa trúað á stjórnarhætti Stalins, að sýna nú hug- rekki, hugrekki og hugrekki, eins og Þjóðviljinn segir hann hafa gert á bíófund- inum í fyrri viku. Þegar Brynjólfur ákallar þannig hugrekki til þess að stað- reyndirnar haggi ekki trú hans hvað mun þá um hina? Afglapi. Eins og kunnugt er, hefir sannazt njósnastarfsemi á kommúnista víða erlendis. Eins og vænta mátti, hefir hún verið rekin í þágu yfir- manna þeirra i Moskvu. í tilefpi af því, að athygli hefir verið vakin á þessu hér í blaðinu í sambandi við ýmislegt grunsamlegt fram ferði kommúnista hér, hefir einn af meðhj álpurum þeirra, Sigurður Magnús- son, ráðist á Tímann í út- varpinu, Alþýðublaðinu og Vísi, og kallað það sorp- blaðamennsku að væna þá um nj ósnastarfsemi. í Vísi á laugardaginn gerir Sig- urður þó þessa játningu: „Náttúrlega hafa komm- únistar njósnað. Hver er sá afglapi, að hann viti það ekki?“ Þessari spurningu er fljót svarað. Sá afglapi, er Sig- urður Magnússon sjálfur, sem hvað eftir annað er bú- inn að kalla það saurblaða- mennsku, að athygli hefir verið vakin á þessum starfs háttum kommúnista og að- varaö hefir verið við þeim. Fer vissulega vel á því, að Sigurður skuli þannig hafa gefið sér nafn, er sæmir vel framkomu hans i þessu máli, eins og mörgum öðr- um. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.