Tíminn - 20.05.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1953, Blaðsíða 8
37. árgangur. Reykjavík, 20. maí 1953. 111. blað. Sigling „Hvassafells” til Brasilíu: Kristsmynd á fjalli vísar leiðina til Rio de Janeiro Við höfnina í Rio de Janeiro Á laugardagskvöldiö lagð ist m.s. Hvassafell að bryggju í Deykjavíkurhöfn með sjó upp á hleðslumerkj um, fullfermt kaffi og sykri úr hinni löngu kaupför til Brasilíu. Síðan hafa kaffi og sykursekkir sett svip sinn á umferðina um Sprengisandsbryggjuna og kaffilyktin angað langar leiðir. En aðeins nokkrum hluta farmsins er skipað upp í Reykjavík, hitt er flutt beint á um 20 hafnir allt í kringum landið. Skipstjórinn I brúnni. Blaðamaður frá Tímanum fór um borð í Hvassafell í gær og bað Berg Pálsson skp stjóra að segja lesendum Tímans eitthvað frá þessari löngu og viðburðaríku sjó- ferð, sem þeir Hvassafells- menn eru nú komnir úr. Bergur var í brúnni, eins og hann er oftast, hvort sem skip hans er úti á rúmsjó eða í höfn, því það er ekki margt sem fer framhjá vökulum augum hans um borð. Vind- urnar eru allar í gangi og skuggar af kaffi- og sykur- sekkjum líða yfir þilfarið á leið í land. |Á borði skipsitjórans er stór bók um Brasilíu, svo að hér er auðsýnilega ekki kom ið að tómum kofunum, vilji maður fræðast um þetta fjar læga land. Fyrsta Brasilíusiglingin gekk vel. En hvernig gekk þessi fyrsta kaupsigling íslendinga Norrænir utanríkis- ráðherrar lýsa stefnu sinni í heimsmálunum Fundi utanríkisráðherr- anna á Norðurlöndum, sem haldinn var í Osló, lauk í gær. Á fundi þessum var kosin norræn nefnd til þess að fjalla um efnahagsmál norrænna þjóða. Fundurinn lýsti ánægju sinni, yfir þeim árangri, er virtist ætla að verða af ráðstefnunni í Genf, þar sem fjallað var um aukin viðskipti milli þjóða í Austur-Evrópu og Vestur- Evrópu. Hann lýsti einnig fylgi sínu við vopnahléssamn inga í Kóreu á grundvelli ind versku tillögunnar, sem sam þykkt var á þingi S. Þ. og hét á stórveldin að láta ekk- ert tækifæri ónotað til þess að koma á samvinnu og sátt um. Loks lýsti íundurinn stuðningi við hugmynd Churchills um fund leiðtoga stórveldanna, þar sem á- greiningsmálin yrðu rædd. suður til Brasilíu. Eg held, mér sé óhætt að segja, að hún hafi gengið vel, segir Bergur. Aö minnsta kosti fylgdi allt áætiún. Skip og skipshöfn er hér heilt í höfn, eins og þú sérð og farmi er skilaö heim og að heiman í því ástandi, sem bezt verður á kosið. Við vorum 23 daga á sigl- ingu suður til Brasiliu, þar til við tókum höfn í Rio de Janeiro. j Viðkoma á Azoreyjum. j Á leiðinni suður komum við til hafnar í Azoreyjum til að taka olíu. Azoreyjar, tilheyra Portúgal. Við kom-' um til hafnar á aðaleynni,' sem er líklega svipuð Reykja nesskaganum að stærð, en miklu gróðursælli. Þarna er talsverð siglingamiðstöð, en ’ höfuðborgin svipuð bæjum á strönd Portúgals. Höfðum við , þarna skamma viðdvöl og kynntust því lítið eyjunum og eyjaskeggjum. | i Sigling í sól og logni. Þegar síðari áfangi leið- arinnar hófst, fór fljótlega að hitna í veðri. Mátti heita að við sigldum alla leiðina til Ríó í sól og sjóðandi hita. [ Oftast var hitinn um 35 stig á daginn, en töluverður svali frá hafinu að nótt- unni. Yfirleitt er oftast logn á þessum slóðum. Hitabeltis- vindar verða tæpast þarna j nema um 7 vindstig, en við sigldum í sífelldu logni. Sjór .inn ' er ofta,st speg<ilsléttur, nema hvað alltaf er lítilshátt ar undiralda, svona rétt til að minna menn á að þeir séu úti á sjó. Hitinn olli mönnum að sjálfsögðu miklum óþægind um, en auk þess ákaflega miklu auknu erfiði. Vegna hins mikla liita, þurft i að dæla miklu magni af sjó yf ír þilfarið til að kæla járn- ið, svo að hitann gæti ekki eins leitt ofan I lestirnar. Það hefði valdið skemmd- um á fiskinum. Góð skil á farmi. Skipsliöfnin liefir sýnt mikla nákvæmni í þessu starfi, enda hafa borizt hing að til lanjls þakkarbréf frá viðtakendum saltfisksins, þar sem farið er mjög lof- samlegum orðum um það, live vel hefir verið hugsað um farminn á leiðinni. Koman til Rio de Janeiro verður skipverjum á Hvassa- felli lengi minnisstæð. Það var um nótt, er þeir nálguð- ust loks land hinnar nýju heimsálfu eftir 23 daga sigl- ingu frá Reykjavík. Ljómandi Kristsmynd fyrir stafni. Landið var hulið myrkri, en út úr myrkrinu lýsti ljóm- andi Kristsm^íid og vísaði hinum langbreyttu sjófar- endum leiðina til einnar feg- urstu hafnar veraldarinnar. Kristsmynd þessi er risa- vaxið líkneski, sem reist er á 8800 feta háum fjallstindi ofan við stór’oorgina Ríó. Myndin er steypt úr sementi, en í steypunni eru kristallar, sem gera það að verkum, að geislarnir frá næturlýsingu myndarinnar berast lengra en ella út í náttmyrkrið. Þessi sérkennilegi og fagri viti, er sjómönnum kærkomið leiðarljós og flyt ur þeim innilegustu kveðju, sem hægt er að fá við komu til ókunnrar þjóðar í ó- kunnu landi. Hann er fag- urt tákn þess leiðarljóss sem öllum mönnum ætti að vera kærast. Lýsti þeim 40 mílna leið. Skipverjar á Hvassafelli sáu þessa landsýn fyrsta, er íslenzkir sjómenn á íslenzku fleyi sáu í fyrsta sinn Brasi- líu rísa úr hafi. Ljósið frá Kristsmyndinni lýsti þeim 40 sjómílur, eða fjögurra stunda siglingu út á hafið. Það var ekki fyrr en um 20 mílur voru eftir til hafnar, að fyrsti venjulegi vitinn í Brasilíu sendi þeim geisla sína. En Kristsmyndin var samt aöalvitinn alla leið að hafnarmynni hinnar ágætu hafnar. Vísar hún beina sigi ingaleið af úthafinu inn að hafnarmynni einnar beztu og öruggustu hafnarinnar, sem til er frá náttúrunnar hendi í víðri veröld. Stórborg í Ijósadýrð. Inn á höfnina er siglt um sund, sem er rösklega 600 metra breitt. En þegar inn kemur, opnast viður flói í skjóli skuggasælla pálma og himinhárra fjallatinda, á alla vegu. Þótti skipverjum á Hvassafelli innsiglingin til Ríó einhver tignarlegasta og áhrifaríkasta sjón, sem þeir hafa augum litið á löngum siglingum til margra landa.. Stórborgin, sem telur um tvær milljónir manna, var uppljómuð af rafljósum þó um nótt væri og umferðar- IJósin iðuðu upp eftir hlíðum fjallatindanna, eða á strengj um á milli tindanna. En Krist myndina bar þó hæst og lýsti Mynd bessi er frá Rio de Janeiro og er hér birt eftir póst- korti, 'sem Bergur Pálsson skipstjóri hafði með sér frá Brasi líu. Á fjallinu sem ber hæst stendur kristmyndin, sem vísar leiðina til hafnar í Rio mest. Hún hélt áfram að leiða sjófarendur til hafnar. Saltfiskur og kaffi. í Ríó var stanzað í nokkra daga. Var þar skipað á land miklu af saltfiskinum, en síð an haldið til Santos, með það sem eftir var. Santos er líka stórborg, þótt ekki sé hún eins og Ríó. Hún er hafnar- borg Sao Paulo, sem er stór- borg inni á hálendinu um 100 km. frá ströndinni. Þar efra er svalara og betra loftslag en í mollunni niður við ströndina. Þegar saltfiskurinn var kominn á land, fór skipið aft ur til Ríó og tók þar kaffi. Kaffinu er öllu skipað í sekkj um og setur kaffiverzlunin mikinn svip á Ríó og þó ekki siður Santos, sem er ennþá stærri kaffiútflutningshöfn. Báðar eru borgir þessar með miklu nýtízkusniði. Háir skýjakljúfar gnæfa þar upp af strætum og gljáandi bif- reiðar og almenningsvagnar þjóta um breiðar götur og torg aðalhverfanna. Nýtízkulegar borgir. íbúarnir eru svipaðir Evr- ópubúum, og yfirgnæfandi hin rómönsku, eða portú- gölsku einkenni. Tungan er portúgalska og enskukunn- átta fátíð. Frá Ríó fór Hvassafell til Recefe, sem er hafnarborg miklu norðar. Tók skipið þar sykur. Þessi borg er líka með miklu nýtízkusniði, þó minni sé en hinar tvær. Höfnin er búin ágætri tækni til ferm- ingar og losunar skipa, eins og á hinum stöðunum, en byggingar eru ekki eins stór- brotnar. Greinar um ísland í blöð- unum. Yfirleitt gerir fólk litlar kröfur til lífsins ng menn virðast láta hverjum degi nægja sínar þjáningar. Enda þótt mikill Ameríkusvipur sé á byggingum og tækni, hefir fólkið sjálft ekki tileinkað (Fi’amhald á 7. sí3u). 180 börn í sumar- dvöl og 3177 sjúkraflutningar Reykjavíkurdeild Rauða krossins hélt aðálfúnd -ný- lega, og geröi formaður deild arinnar, séra Jórt Auðuns dcmprófastur, gréin fyrir starfinu síðastli^ið ár, Þá, rak deildin í fyrsta skipti'súrhar- dvalarheimili að Laugarási í Biskupstungum, og voru þar 110—120 börn . í fullar átta vikur. En auk þess voru sex- tíu börn í sumardvöl að Sil ungapolli á vegum deildarinn ar. ..... - Sjúkraflutningar á. vegum deildarinnar vor.u 2939 innan bæjar og utan bæjar 9£,--en slysaflutningar 122. Önnuð- ust starfsmenn slökkyistöðv- arinnar sjúkraflutningana eins og verið hefir, og galt formaður þeim þakkir fyrir störfin. í stjórn deildarinnar voru kosnir Jón Auðuns dómpró- fastur, Gísli Jónasson skóla- stjóri, frú Guðrún Bjarna- dóttir hjúkrunarkona, Óli J. Ólason kaupmaður, Jón Sig- urðsson borgarlæknir, Jónas B. Jönsson fræðslufulltrúi og Jón Helgason kaupmaður. ÍVSaður drukknar við bryggjuna í Keflavík Aðfaranótt sunnudagsins varð það slys í Keflavík, að maður féll í sjóinn milli skips og bryggju og drukknaði. Sökk hann þegar í síáð og náðist ekki upp fyrr en eftir um það bil tvær klukkustundir. Vegamælir á siglingu Maður sá, sem drukknaði var Haraldur Jóhannsson, kvæntur maður og átti þrjú börn og eitt fósturbarn. Har aldur hafði verið að vinna í bát við annan mann. Um eitt leytið um nóttina ætlaði hann upp úr bátnum og hugð ist stökkva upp á bryggjuna, en fataðist stökkið og féll í sj óinn. Lögreglunni var gert við- vart um slysið, og náði hún líki Haraldar um þrjúleytið um nóttina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.