Tíminn - 19.09.1953, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.09.1953, Blaðsíða 1
T 37. árgangur. Reykjavíb, laugardaginn 19. september 1953. ekriiEtoíux 1 Sdduhúsi Fréttasícaar: 81302 og 81303 Afgreiðsluslmi 2323 Auglýsingasíml 81300 Frentsmlðjan sSdda, 211. bla&. Hætta síldveiðum á Faxa flóa - síldin er of mög OímðykSettur í Öræfum Svo virðist sem bátar verði að hætía síldveiðum í Faxafióa, að minnsta kosti um sinn. Er síldin svo mögur, að ekki er Iiægt að salta hana. Hins vegar er síld sú, sem veiðist sunnan yið Reykjanes miklu betri og mikið af henni söltunarhæft. Akranesbátar fóru ekki nema 4 á sjó í gær, en þeir höfðu látið reka i Jökulöjúpi að undanförnu og aflað vel, en síldln verið svo mögur, að ekki hefir verið hægt ao salta neitt að ráði. Vcrða að láta síidina í bræðslu. Margir Akranesbátanna fengu þar vestra um og yfir 100 tunnur i lögn en urðu að láta allt í bræðslu, svo að verðmæti aflans var ekki að sama skapi mikið. Keflavíkurbátar róa hins vegar suður fyrir Reykjanes og láta reka vestarlega í Grindavíkursjó. Afli þeirra var ekki sem beztur í gær, og nokkuð misjafn. í gær lönduðu þar 14 bátar, sam- tals 850 tunnum. Hnúðorms ekki vart í Hornafirði Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur hefir undanfarna daga dvalið austur í Horna- firði og rannsakað, hvort hnúðorms í kartöflugörðum verði þar vart. í gær hafði hann lokið athugun í görð- um á Höfn, og hvergi orðið hnúðorms var. í dag mun hann halda athugun áfram í nærsveitum Hornafjarðar. Mikiö saltað í Keflavík. Aflahæstu bátarnir voru með um 100 tunnur. Sildin var meö bezta móti og mikið af henni saltað. Allir Kefla- vikurbátar fóru aftur á veið- a,r í gær og var veðurútlit gott. Fyrsta fjárfíutn- ingaferðin gekk að óskum í gærmorgun kl. 4 kom fyrsti f járflutningabíllinn að norðan, sem flutti fé í Árnessýslu. Það var X-69, sem var með 60 lömb. Ferð- in gekk ágætlega og tók 20 klukkustundir: Aðeins einu sinni var stanzað til að taka benzín. Lömbunurn leið vel á leiðinni o» varð ekkert þeirra bílveikt. Þessi lömb voru flutt að Skaftholti. í gærdag voru fjórir bílar á Ieið að norðan og hefir ekki heyrzt annað en að þeim hafi einnig gengið vel. í dag hefjast flutningarnir fyrir alvöru og fara flestir bílarnir norður í dag. Þar sem fyrsta ferðin í einum áfanga gekk að óskum, verð ur sá háttur hafður á um fiutningana. Mynd þessi er autan úr Öræfum, þeirri sérkennilegu og iögru sveit undir hvítum jökulföldum. Kletturinn á nrynd- inni á sér sögu og sem bundin er ógnum náttúruhamfaranna i þessari fögru byggð. Hann heitir Gimluklettur o.g er milli Fagurhólsmýrar og Hnappavalla. Á honum er sagt, að lamb hafi staðið af sér jökulhlaup. (Guðjón Jónsson tók myndii>a>- Fékk þrjú kg. und- an einu kartöfln- grasi Ekki var blaðinu tilkynnú í gær um neina kartöflU;, sem reynzt hefði þyngri en 860 grömm, en það var met- ið síðast, og eru nú litlar lík ur til að það verði bætt. Hins vegar fékk blaðið fregnir af því, að Þorsteinn Jónsson bóndi á Brakanda í Hörgárdal hefði fengið þrjú kg. af kartöflum undan einu grasi. Lét Þorsteinn niður í horn af garði sínum stórar sem hann keypti í vor og tel ur skozkar. Er feikileg upp- erlendar matarkartöflur, skera af þeim. 10 fræðslufundir hjá Kaupfél. Þingeyinga Blaðið átti í gær tal við Baldvin Þ. Kristjánsson, erind- reka Sambands ísl. samvinnufélaga, sem nýkominn er norð- an úr Þingeyjarsýslu, þar sem hann mætti á fræðslufundum Kaupfélags Þingeyinga. Hefir K. Þ. haldið 10 slíka fundi á félagssvæði sínu í september, og Iiafa Þeir verið vel sóttir. Fundir þessir voru haldnir höfðu verið sýndar þar, heim á Hallbjarnarstöðum á Tjör-|að Yztafellsbæ og að minn- nesi, Flatey, Hólmavaði,! ismerki því, sem reist hefir Annríki í Eyjum við síldar- söltun og karfafrystingu Breiðumýri, Húsavík, Yzta- felli, Reynihlíð, Auðnum í Laxárdal, Sandvík og Hvera- völlum í Reykjahverfi. Umræður um samvinnumál. Á fræðslufundum þessum voru flutt erindi um sam- vinnumál, og fluttu þau, auk Baldvins, Finnur Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri, og Þór ir Friðgeirsson, fræðslufull- trúi kaupfélagéins. Einnig tóku fjölmargir fundarmenn til máls. Kvikmyndir voru og sýndar, bæði innlendar og er- lendar, og einnig sungið. Fundir þessir voru vel sótt ir, og mun um 800 manns hafa sótt þá til samans. verig á bæjargrunni Sigurð- ar Jónssonar um stofnun sam bandsins. Þar fluttu ræður þeir Baldur Baldvinsson, vara formaður K. Þ. og Jón Sig- urðsson, bóndi í Felli. Einn- ig var þar sungið undir stjórn Marteins Sigurðssonar. í bæ Benedikts á Auðnum. Samkoman í Laxárdal var haldin að Auðnum, bæ Bene dikts Jónssonar. Þar var sýnd CFrarahald á 2. siSn* Sjö veitinga- og gistihús í Borgar- í sumar Ferðamaður úr Borgarfirði leit inn í skrifstofu Tímans í gær og sagði góðar fréttir úr héraði sínu. Heyskap er alls staðar að ljúka og eru al mennt meiri hey á bæjum en nokkurn tíma áður, siðan frá landnámstíð. Mest af því er grænt og vel verkað. Laxveiði hefir verið með lélegra móti í sumar, en stangaveiði mikið stunduð. Berjataka hefir aftur á móti verið með mesta móti i haust. Fé það, sem komið er af fjalli, er mjög vænt og gera Borgfirðingar sér góðar von ir um nýja fjárstofninn. Ferðafólk hefir mikið lagt leið sína um Borgarfjörð í sumar og er þar nú mikil og góð aðstaða til að veita því (Framhn,ld 4 2. &I3u). Seija þjónar í veitinga- húsum yfn á samkomum? Frá fréttaritara Timans í Vestmannaeyjum. Mikil atvinna er nú í Vestmannaeyjum, eins og mest á vetrarvertíð. Unnið er í öllum frystihúsunum að nýtingu! karfa fyrir Rússlandsmarkað, en síldarsöitun er einnig í fullum gangi. í þessari viku eru þrír tog arar búnir að landa karfa- afla í Vestmannaeyjum. Er afli þeirra samtals um 1000 smálestir. í dag var togarinn j ísólfur að landa þar 330 lest um. Mikill karfaafli hjá togurunum. Karfaafli togaranna er yfir leitt góður og koma þeir oft- ast með utn og yfir 300 lestir úr hverri veiðiför. Margir Vestmannaeyjabát ar eru á sildveiðum og afla nokkuð vel í reknetin. Fá þeir 30—100 tunnur í lögn á bát. Algengastur afli er þó ekki nema 30—40 tunn- ur. Búið að salta mikla síld í Eyjum. Bátarnir láta reka vestur af Eyjum og er síldin nokkuð góð á þeim slóðum. Er hún næstum því öll söltunarhæf. Búið er að salta mikla síld í Eyjum. Þegar annríki er svo mik- ið scm nú er, má ekki tæp- ara standa að hægt sé að anna allri nauðsynlegri vinnu við nýtingu aflans. Aðkomufólk er ekki að heit ið geti þar við störf enn sem komið er, eins og á vertíð. Minnismerki um stofnun S. í. S. Á ‘ fundinum í Yztafelli, sem haldinn var á sunnudag, var gengið úr samkomuhús- inu eftir að kvikmyndir Forsetinn heimsæk- ir nágrannabyggð- ir Reykjavíkur Forseti íslands og frú hans munu á næstunni heim sækja nærsveitir Reykjavík- ur. Er ráðgert, að forsetahjón in heimsæki Hafnarfjörð laugardaginn 19. september næstkomandi. (Frétt frá forsetaritara). Þrálátur orðrómur geng- ur um það í bænum, að vín sala fari fram í sumum veit ingahúsum þar sem dans- leikir eru haldnir. Er það mál manna, sem eitthvað fylgjast með skemmtanalífi hcr, að ölvun hafi aldrei verið meiri á samkomum, en nú, siðan vínveitingaleyf in voru tekin af samkomu- húsununi og aðilum, sem samkomur héldu. Selja þjónarnir? Það fylgir þeirri sögu um vínsöluna í veitingahúsun- um, að þjónarnir selji fólki vin. Aðallega mun þó eitt veitingahús vera oröað við þessa vínsölu. Gefur að skílja, að það er verr farið en heima setið, hvað snertir afnám vínveitingaleyfanna, eí svo er komið, að þjónarn ir eru farnir að selja vín í laumi. Hlýtur það að gerast með vitund þeirra, sem hús unum stjórna, og að vilja fólksins, er sækir þessi hús. Drýgja tekjurnar. Ef þessi sala á sér stað, þá eru orsakir hennar ljós- ar. Meðan vínveitingaleyfi voru á samkomum, höfðu þjónarnir góðar tekjur af því að selja vínið. Svo þeg- ar vínið var tekið af, urðu þjónarnir að láta sér nægja að selja fólkinu gosdrykki, en sú sala getur aldrei skipt neinum fjárhæðum, svo það hefir komið niður á þjón- unum og valdið því, að þeir hafa lfitil laun miðað við fyrri tekjur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.