Tíminn - 25.09.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1953, Blaðsíða 5
216. blað. TÍMINN, föstuðaginn 25. september 1953. 5 Föstud. 25. sept. Viðræður um mimii- hlutastjóm Alþýðublaðið skýrir frá því í gær, að nokkur viðtöl hafi átt sér stað eftir kosningarn ar milli forustumanna úr Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum um myndun minnihlutastjórnar þessara flokka. Jafnframt gefur það í skyn, að það hafi strandaö á Framsóknarflokknum ein- um, að ekkert hafi úr bessu orðið. Það er rétt, að slik samtöl áttu sér stað og má vera, að þau hefðu leitt til nokkurs árangurs, ef samkomulag hefði strandað um meiri- hlutastjórn vegna ósann- gjarnra skilyrða af hálfu Sjálf stæðisflokksins. Þó gat vel svo farið, að slík stjórn hefði elcki komizt á, þótt báðir flokkarnir væru þess fýsandi. Forseti gat alveg eins tekið þá kosti, að fela stærsta þing flokknum að mynda minni- hlutastjórn eða að mynda utanþingsstjórn, er sæti að völdum meðan kosn. færu fram. Hvorttveggja hefði leitt til kosninga í haust, en þær hefðu þó lítið bætt, þar sem ekki er líklegt, að veruleg breyting hefði orðið á kjör- fylgi flokkanna á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá sein- ustu kosningum. Ef forsetinn hefði hins veg ar farið inn á þá braut að fela þessum tveimur flokkum minnihlutastjórn, hefði vissu lega verið með því teflt á tæp asta vað. Flestar líkur benda til þess, að stjórnin hefði strax fengið vantra-ast og vetr arkosningar þá farið fram. Ef stjórnin hefði fengið að sitja, hefði það orðið að byggj ast á stuðningi eða hlutleysi kommúnista, sem hefðu tekið þá afstöðu af ótta við kosning ar í vetur. Hins vegar má telja víst, að þeir hefðu gert banda lag við Sjálfstæðisflokkinn mn að gera stjórninni sem mest til miska og skapað þann ig hálfgert eða algert öng- þveiti í þinginu. Þetta viðhorf gerði það að verkum, að ekki aðeins ráð- andi menn í Framsóknar- flokknum, heidur engu síður ýmsir slíkir menn í Alþýðu- flokknum, töldu slíka minni hlutastjórn slíkt áhættutafl, að ekki bæri að efna til þess, nema sem hins fullkomnasta neyðarúrræðis. Hitt mun hins vegar hafa komið í Ijós í þessum viðtöl- um, að skilningur er vaxandi á því í báoum þessum flokk- um, að aukin samstaða þeirra er nauðsynleg til að hamla gegn valdi íhalds og sérhyggju í landinu. Hitt er hins vegar meira en vafasamt, að það hefði greitt fyrir slíkri sam- stöðu til frambúðar að stofna til umræddrar minnihluta- stjórnar undir þeim kringum stæðum, sem nú eru. Meðan svc háttar um and- stæðinga íhalds og sérhyggju á landi hér, að stór hluti þeirra fylkir sér undir merki kómmúnista og einangrar sig þannig frá samstarfi við aðra, verður tæplega komið á stjórn arsamstarfi íhaldsandstæð- inga. Svipað gildir um það, ef Eftirtektarverð bók Þorsteinn Jónsson á Úlfs- stöðum: Tunglsgeislar. — Nokfcrkr hugleiðingar í sambandi við íslenzka heinjgfræði. — Prentað á kos£|$ð höfundar. ísafold arprentsmiðja. Reykjavík 1953. í nið’urlagskafia Nýals (1. bindi, sem kom út árið 1922, standa þ§ssar setningar: „Ný- all heitir svo af því, að hann er fyrsfa bók hins nýja tíma, fyrsta bókin á jörðu hér, sem skrifuð ér af þekkingu á til- gangi lífsins. Og á framhaldi lífsins, því að það er ekki um þekkingu að ræða meðan hald ið er að lifað sé áfram í anda heimi. Sji trú er dysexiliktisk, dugir ekki til að komast á hina réttu leið.“ — En þessu máli dr. Helga Pjeturss hef- ir verið lítill gaumur gefinn. Hinar stórkostlegu uppgötv- anir hans í heims- og líf- fræði hafa ekki vakið athygli nema aðeins örfárra manna enn sem komið er og allra sízt að um þær eða útfrá þeim hafi verið skrifaðar bæk ur, þó að þetta víðfeðma efni gefi ástæðu til þess. Það ligg- ur við áð mönnum hafi fund- izt að hin margvíslegu og furðulegu fyrirbrigði, sem standa í sambandi við lífs- orkuna, yera eins og utan við náttúrufræðina, eða þá vera svo torskilin að þau yrðu aldrei ráðin. Undanskilin þessu er þó Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöð um, því 1940 kom út bók hans Samtöl’ .um íslenzka heim- speki, mjög rökfast og vel samið ,rit. Og nú hefir Þor- steinn látið frá sér fara nýja bók um þessi efni, sem nefnd er í uppiiaíi þessarar grein- ar og hér verður minnzt á. í bckinni eru þessar ritgerð ir: Haust; Barnafræðsla (Fjórirþættir í samræðu- formi); Rætt um drauma (Fjögur þréf); Rætt um spíri tísk rit (Samtal); Um drauma (Nokkrar smágrein- ar); Við. greftrun; Hin ís- lenzka heimsfræði og spá- dómur nokkur; Sköpunar- saga Bifelíunnar í ijósi ís- lenzkrar . heimsfræði; Blámi himinsins; Fljót lífsins; Ó- fullnægjandi skýringar; Gunnar á Hlíðarenda; Eftir- máli Tunglsgeislanna (Sam- tal). Eins og sjá má, er yfirgrips mikið. effni og skyldi enginn halda, áð um sé að ræða bein ar endurtekningar úr ritum dr. Helga, enda veita þau hver j um glöggum lesanda nýja útsýn í hverju einu. Jafnfrámt því, sem Þorsteinn skýrir /fyrir lesendum sínum uppgötvánir og kenningar dr. Helga, færir hann þær meira og minna út, fyrir eigin at- huganir. . Nýjar rökfærslur koma þarna t. a. m. fram fyrir uppgötvun dr. H. P. á eðli svefns og drauma, og eins að bústaðir framliðinna manna séu á öðrum stjörn- um. Hæst mun höfundur samt fara í að útfæra þætti úr hinni stórkostlegu kenn- ingu dr. Helga um þróun lífs- ins, hvað markar helsteínu og lífstefnu. Ný hugtök skap- ast af þessu og nýyrði. Þor- steinn segir í niðurlagskafl- anum eftir að hafa áður ræki lega skýrt þessi atriði í Barna fræðsluþáttunum fyrr í bók- inni: „Það liggur alveg ljóst fyrir, sé aðeins af nógu háum sjónarhól horft, að lífsþró- unin hlýtur að hafa bygs-zt upp af minningum þess um það, sem fram við það hefir komið, og að ættminnið (auð kennt af mér, B. B.) er, þó óafvitandi minni sé, jafn raunverulegt og minni vitund arinnar. Lífið er byggt upp samkvæmt sams konar lög- máli og vitundin, þó að stig- munur sé, og þarf því ekki annað, til að skilja aðalatrið- in þar, en að skoða huga sinn og gera sér grein fyrir, hversu minningarnar eru þar bygg- ingarefnið eða undirstaðan". — Mikilsverðar athuganir koma þarna enn fram gegn hinni villandi endurholdgun arkenningu guðspekinga. Fyr ir þeirri ritgerð standa þessi einkunnarorð: „Villan er ekki lengur hættuleg en með an menn vita ekki af henni. En menn vita nú yfirleitt ekki, að þaö sé neitt hættu- legt að gera sér rangar hug- myndir um tilveruna. Ég til- færi til viðbótar þessi ein- kunnarorð úr bókinni. Fyrir henni er þetta: „Af eigin rammleik ljómar tunglið ekki. En þó endurskín það jörðinni geislum, sem hún annars hefði farið á mis.“ Fyrir ritgerðinni Haust stend ur: „Sérhver einmáni er sem nátt án stjarna, eða stjarna sem ekki finnur nátt.“ Hér verður ekki meira far- ið út í hið margþætta efni Tunglsgeisla. Við lestur þeirra sést bezt, hve óumræði lega margt skýrist og upplýs- ist í ljósi kenninga dr. Helga Það er eins og tjald hafi ver- ið dregið frá, er byrgt hefir fyrir alla útsýn á tilverunni. Framundan er furðuleg og fögur útsýn og óendanlegt rannsóknarefni. Tunglsgeislar eru í hópi þeirra bókmennta, er um get- ur í upphafi greinarinnar, bók þekkingarauka og gegn fjandskaparstefnunni í hvaða mynd sem hún birt- ist. — Hið fjölbreytilega form ritgerðanna gefur bókinni mikið gildi. Hún er á mjög fögru máli. Stíll Þorsteins einkennist af djúpri hugsun, göfgi og vandvirkni. Ég fæ ekki séð, að þeir menn á landi hér, sem láta sig andleg mál nokkru varða, geti látið hjá liða að lesa þessa eftirtektar- verðu bók hins nýja tíma. Brekkubæ í Hornafirði, Bjarni Bjarnason. F R I Ð U R (Framhaid af 3. Bíðu)! að hverfa eins og samstilltur tónn í mjúkláta hljómkviðu náttúrunnar. Kaupsýslumaður einn seg- ir þessa sögu: „Ég var í kaup sýsluferð og kom heim í gisti húsið síðla kvölds andlega sundurtættur og yfirspennt- ur á taugum. Ég reyndi að skrifa bréf, en kom ekki huga mínum að viðfangsefninu. Ég reikaði um gólfið. Ég reyndi að lesa blöðin en gat það ekki heldur. Loks ákvað ég að fara niður og fá mér áfengan drykk, til þess að breyta ástandi mínu og gleyma sjálf um mér. Þá rakst ég á biblí- una í herberginu. Ég hafði ekki flett upp í henni árum saman. Ég greip hana eins og í hálfgerðu fáti og kom niður á sálmana. Ég las einn stand andi. Síðan settist ég niður. Brátt kom ég að 23. sálminum. Ég hafði lært hann í sunnu- dagsskólanum, þegar ég var barn og varð undrandi, þeg- ar ég varð mér þess meðvit- andi, að ég kunni hann að mestu ennþá. Ég reyndi að lesa hann upphátt: „Hann leiddi mig meðfram hinum kyrru vötnum. Hann endur- nærði sál mína.... “ Ég endur tók orðin og ég endurtók þau aftur hærra rómi og svo vissi ég ekki fyrri til en ég vakn- aði! Um stundarfjórðungur var liðinn. — Ég hafði sofnað. Og ég var hvíldur og endur- nærður eins og eftir góða hvíld heillar nætur. Og mér hafði veitzt það, sem ég hafði ekki fundið mjög lengi, Ég hafði öðlazt innri frið“. Full stjórn huga þíns og æsikennda fæst að vísu ekki við það eitt að lesa bækur, háleita speki, sálma Davíðs eða fögur ljóð, þótt það veiti oft mikilsverða hjálp'. Hið eina haldbæra ráð er að vinna að sjálfstamningu stöðugt og með þrautseigju. Leyndardóm ur friðarins er, að kyrra huga þinn, forðast skyndileg og óhugsað viðbragð, minnka hraðann, ná stjórn á geð- brigðum þínum og fasi, orða- vali þínu og þeim tón, sem þú velur orðum þínum og máli. Mæl þú aldrei hraðar en þú hugsar. Hugsaðu aldrei hraðar en full skynsemi þín leyfir þér. Þín eigin orð koma þér oft úr jafnvægi og spenna vinstri sinnaöir menn skipa sér undir merki sprengiflokka eins og Þjóðvarnarflokksins, sem aðeins eru Sjálfstæðis- flokknum til hjálpar. Þessa staðreynd verða vinstri menn landsins að gera sér ljósa og vinna samkvæmt því. Ekki sízt er það mikil nauðsyn fyr ir Aþýðuflokksmenn að gera sér þetta ljóst, því að ein jmesta ógæfa íslenzkra stjórn mála er einmitt sú, að þeim I hefir ekki tekizt að vinna fylg ið af kommúnistum á sama hátt og bræðraflokkum þeirra á Norðurlöndum. Leiðin til þess að ná þessu marki er ekki sú að fara að hefja deilur um hvers vegna ekki var nú stofnað til mjög áhættusams minnihlutasam- starfs. Leiðin til þess er fyrst og fremst sú að gera vinstri mönnum grein fyrir, að það er klofningsstarf kommún- ista og slíkra sprengimanna, sem stendur í vegi þess, að skapazt geti traust samstarf íhaldsandstæðinga. huga þinn og taugar. Önnur orð geta fengið þér friðar og jafnvægis og verkað á sama hátt á aðra. En umfram alt minnkaðu hraðann. Norman Vincent segir enn þessa sögu: „Eddie Rickenbacker á jafn- an óskaplega annríkt. Samt virðist hann alltaf hafa yfir að ráða dularfullum orku- sjóði. Ég komst að leyndar- dómi hans af tilviljun. Við vorum að' vinna saman að því að gera dagskráratriði fyrir sjónvarp. Okkur hafði verið tjáð að myndatakan gæti gengið fljótt fyrir sig, en verk ið tafðist lengi umfram áætl aðan tíma. Eddie sýndi engin merki óþolinmæði. Hann stik aði ekki um gólfið, fjasaði ekki. 1 stofunni voru tveir ruggustólar. Hann settist í annan þeirra fyllilega róleg- ur. „Ilvernig getur þú verið svona rólegur“? sagði ég. „Eins og þú átt annríkt“. „Ég ástunda það, sem þú predikar“, sagöi hann; dró hinn ruggustólinn nær sér og bauð mér sæti. Ég setti mig sjálfan í hvíldarstöðu. Og þá gaf Eddie mér þrjú ráð, sem hann sjálfur tjáðist beita; „Fyrst. Settu þig í algera hvíldarstöðu. Slakaðu gersam lega á öllum vöðvum. Sjáðu fyrir þér í huganum striga- poka fullan af kartöflum. Hugsaðu þér pokan ristan að endilöngu og kartöflurnar fara sína leið. Hvað er mátt- lausara en tómur strigapoki? Annað. Tæmdu huga þinn gersamlega öllum óþægind- um, svo sem gremju yfir von brigðum, eftirsjá, ósigrum, rangsleitni, sem þú kannt að hafa orðið fyrir. Þetta gét- urðu með því að hugsa ein- ungis um þá staði og stundir, sem hafa veitt þér mestu feg urð og frið: Fjöll böðuð í skini sólsetursins, haustfölva skóga, kyrran dal fylltan óm- þýðum röddum morgunsins, spegilslétt vatn í tunglsljósi. Þriðja. Lyftu huga þínum til Guðs eða til almættisins eða til hárra valda, — hvað sem þú helzt villt kalla það. —- Lyft augum þínum til fjall- anna“. — Og sál þín og innri verund kemst í samræmi við tónfall móður náttúru. Þú öðlast innri frið“. J. Þ. Gerðu hjartaskurð á harni með rakvélarblaði Fyrir nokkrum dögum vildi það til í Aarhus að tveggja ára_gömul telpa var vakin til lífsins, eftir að hjarta henn- ar var hætt að slá. Litla stúlkan hafði legið sofandi í rimlarúmi heima hjá sér, er móðir hennar gekk stundarkorn frá henni. Þegar hún kom aftur, hafði litla stúlkan troðið höfðinu á milli rimlanna og var með vitundarlaus. Hélt móðir að hún væri köfnuð. Hjartað var hætt að slá. Móðirin hljóp strax á næstu hæð hússins en þar bjó læknir, sem einmitt þá stundina hafði fengið heim- sókn af embættisbróður sín- um. Báðir læknarnir þutu niður til stúlkunnar og gerði annar þeirra þegar hjarta- skurð á henni og hreyfði hjartað með hendinni, á leið inni til sjúkrahússins. Hjálp uðust læknarnir að við þessa bj örgunartilraun. Kakblað notað sem uppskurðarhnífur. Á næstum ótrúlegan hátt, komu læknarnir hjarta barnsins af stað aftur, er til sjúkrahússins kom. En við skurðaðgerðina sem fram- kvæmd var í heimahúsum, notuðust þeir við rakblað í stað skurðhnífs. Gáfu þeir góðar vonir um að barnið yrði albata eftir nokkurn tíma. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.