Tíminn - 03.11.1953, Blaðsíða 2
z
TÍMINN, þriðjudaginn 3. nóvember 1953.
249. blað.
Þeir kvöddu yfirmann sinn tára-
iaust í skugga steinveggsins
Frægastl stríðsfróttaritari Bandaríkj-
anaa. Ernie Pyle, lýsir kveðjum s* vígvelli |
, i JCiL
MYNDSR
Frægastur stríðsfréttaritara síðustu heimsstyrjaldar er s
án efa Ernie Pyle. Hann fórst í Kyrrahafi í lok styrjaldar |
innar, en hann var þá með bandarískri herdeild. Var her- j
deildin að ganga á land á Guadalcanal, er hann varð fyrir j
skoti frá Japönum og lézt samstundis. Hér á landi hefir
verið sýnd kvikmynd, sem byggð er á frásögum hans, sem
stríðsfréttaritara og endar myndin á þeim kafla, sem hér
fer á eftir og nefnist Menn Waskóws kapteins kveöja. Þessa
grein ritaði Ernie Pjde á vígstöðvunum í Italíu. I
í þessu stríði hef ég þekkt
marga liðsforingja, er hafa
verið vel liðnir af hermönn-
um. En ég hef aldrei rekizt á
mann, sem naut eins mikill-
ar hylli og Henry T. Wasków
kapteinn. Wasków var ung-
ur maður, tuttugu og fimm
ára að aldri og var í 36 her-
deildinni. Hann bar með sér
þá einlægni og göfug-
mennsku, að fólk vildi láta
hann ráða málum.
„Á eftir föður mínum, met
ég hann mest manna“, sagði
einn manna hans við mig.
„Hann hefir alltaf séö vel
um okkur“, sagði. annar.
í myrkrinu komu þeir
af fjallinu.
Ég var viö enda múlasna-
slóðarinnar, nóttina sem þeir
komu með Wasków niöur.
Það var næstum fullt tungl
og sást langt upp eftir slóð-
Útvarpið
tjtvarpið í (lag:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.00 Döriskukennsla; II. fl. —
18.30 Enskukennsla; I. fl.
18.55 Framburðarkennsla i esper-
antó og ensku.
19.25 Þjóðlög frá ýmsum löndum
(plötur).
20.30 Erindi: Úr sevintýrasögu
mannsheilans; I. (Karl
Strand læknir).
20.55 Undir ljúfum lögum; Carl
Billich o. fl. flytja létt hljóm-
sveitarlög.
21.25 Náttúrlegir hlutir. Spurning-
ar og svör um náttúrufraeði
(Sigurður Pétursson gerla-
f ræðingur).
21.40 Tónleikar (pl.): ,Dauðraeyj-
an“, hljómsveitarverk eftir
Rachmaninoff.
22.10 Upplestur: Sigfús Elíasson les
frumort kvæði.
22.25 Dans- og dægurlög (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.00 íslenzkukennsla; I. fl. —
18.30 Þýzkukennsla; II. fl.
19.25 Óperulög (plötur).
20.20 Útvarpssagan: Úr sjálfsævi-
sögu Ely Culbertssons; IX
(Brynjólfur Sveinss. mennta-
skólakennari).
20.50 Kórsöngur: ítalskir kórar
syngja óperulög (plötur.
21.05 íslenzkt mál (Bjarni Vil-
hjálmsson cand. mag.).
21.20 Tónleikar (plötur): „Scara-
mouche“, svíta fyrir tvö píanó
eftir Milhaud.
21.35 Vettvangur kvenna. — Erindi
Lis Groes viðskiptamálaráð-
herra Dana (frú Ragnheiður
Möiler).
22.10 Sinfónískir tónleikar.
23.20 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Hjónaband.
í fyrradag voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Svanfríður
Ingvarsdóttir frá Bjaila í Landsveit
og Sæmundur Jónsson frá Aust-
vaðsholti í sömu sveit. Séra Bjarni
Jónsson gaf brúðhjónin saman.
Heimili þeirra er að Bergsstaða-
stræti 60, Rvík.
inni. Dauðir menn höfðu
verið að koma niöur af fjall-
inu allt kvöldið, bundnir á
bök múlasnanna. Þeir komu,
liggjandi á maganum þvert
yfir reiöingana, og höfuð
þeirra héngu niður með
vinstri hlið múlasnanna. Stíf
ir fætur þeirra lágu ankann
anlega með hinni hliöinni og
bifuðust eftir hreyfingum
asnanna.
i
|
Gat allt eins
verið veikur.
Ég veit ekki hver sá fyrsti
var, sem þeir komu með nið-
ur. Þú finnur smæð þína í
návist dauðans og spyrð
ekki heimskulegra spurn-
inga. Þeir renndu honum
niður af asnanum og studdu
hann á fótum andartak. í
daufu skininu gat hann allt1
eins verið veikur maður, sem j
hallaöist upp að öörum. Síð-j
an lögðu þeir hann í skugg- j
ann af steinveggnum. Viö
skildum hann eftir við veg-
inn og fórum aftur inn í skýl
ið og lögðumst þar niður í
hálminn og töluöum á með-
an við biðum eftir næstu
múlasnalest. Svo kom her-
maður og sagði að það væru
fleiri lík fyrir utan. Við fór-
lum út á veginn. Fjórir múl-
Jasnar stóðu þar í tunglskin-
inu. Hermennirnir, sem
teymdu þá biðu okkar.
„Þetta er Waskófy kapteinn“,
sagði einn þeirra fljótmælt-
ur.
Og hann fór líka
í skuggann.
Tveir menn leystu líkama
I hans af asnanum og lögðu
'hann i skuggann undir stein
veggnum. Aörir menn tóku
hina af baki. Að lokum lágu
fimm í röð. Þú breiðir ekki
yfr dauða menn í vígsvæði.
Þeir liggja aðeins þarna í
skugganum, unz einhver
kemur að sækja þá. Múlasn-
arnir fóru á beit. Mennirnir
á veginum sýndust eiga erfitt
með að/ fara. Loks varð ég
var við aö þeir hreyföu sig,
einn á eftir öðrum, framhjá
Wasków kaptein. Ekki að ég
held til aö horfa á hann,
heldur til að segja eitthvað
að lokum viö hann og sjálfa
sig.
„Mér þykir það slæmt,
gamli minn“.
Einn hermaður kom og
leit niöur og sagði upphátt:
„Andskotans helvíti“. Þaö
var allt og sumt, sem hann
sagði. Annar kom og sagöi:
„Fjandinn eigi þaö ailt“.
Hann leit niður andartak og
sneri síðan frá og fór. Svo
held ég að þaö hafi verið liðs
foringi, sem kom. Það var
erfitt að greina liðsforingja
frá öðrum í rökkrinu, af því
allir voru óhreinir og illa til
reika. Maöurinn leit framaní
andlit kapteinsins og talaði
SIBOCC0
Stjörnubíó sýnir um þessar mund
ir mynd með þeim Humhrey Bog-
art og Mörtu Toren í aðalhlutverk-
um. Myndin mun eiga að vera í
stíl Casablancafilmunnar, sem á
sínum tíma vakti töluverða hrifn-
ingu. Bogart er hér aftur um-
kringdur ófrýnilegum Aröbum
með rautt fez á höfðhiu. Sjálfur er
hann í gamla rykfrakkanum og
hreyfir lítt efri vörina að vanda.
Hann klæðist slitnum flíkum hlut-
leysingjans, sem hugsar mest um
pyngju sína, en lætur sig litlu
skipta hvor endinn snýr upp eða
niður á stríðsmönnum og föður-
landsvinum. En í Sirocco vantar
alveg spennuna og afbrýðissem-
ina, sem gerði Casablanca fræga.
Hinn harðsvíraði smyglari
Humphrey græöir á tá og fingri,
daðrar við unnustu fransks liðs-
foringja og lætur að lokum lif sitt
að hætti píslarvotta, en slíkt er
ágætur endir á léttúðugu ævi-
skeiði. Um leik Bogarts þarf vart
að fjölyrða. Hann er alltaf eins.
blessaður karlinn. Meðleikarar
hans, Marta Toren og Lee J. Cobb,
fara laglega með lítil hlutverk. Þó
mun það skoðun manna, að ung-
frú Toren standi löndu sinni, frú
Ingiríði Bergmann, tæplega á
sporði.
V. A.
til hans, eins og hann væri
lifandi: „Mér þykir þetta'
slæmt, gamli minn“. Þá kom
hermaður og staönæmdist
við hlið , liðsforingj ans, og 1
hann talaði til hins látna^
yfirmanns síns, ekki hvísl-,
andi en mjög þýðlega, og
hann sagði: „Svo sannarlega
þykir mér þaö leitt, herra“.
Síðasta kveðjan.
Þá settist fyrsti maðurinn
niður og tók aðra hönd kap-
teinsins. Hann sat þannig i
rúmar fimm mínútur hald-
andi um hönd þess látna og
horfði einbeittlega í andlit
hans. Og hann sagöi aldrei
neitt á meðan hann sat
þarna.
Að lokum lagði hann hönd
hans niður. MeÖ varúð lag-
færði hann skyrtu kapteins-
ins í hálsmáliö og snyrti
tætt föt hans í kringum sár
ið. Svo stóð hann á fætur og
gekk aleinn á braut í tungl-
Skininu.
(Þetta er orðrétt þýðing á
grein Ernie Pyle um kveðjur
þær, sem Wasków fékk hjá
mönnum sínum. í kvikmynd
inni var þetta áhrifaríkasti
þátturinn, enda - síöastur.
Burgess Mederith fór með
hlutverk Ernie Fyle en Ro-
bert Mitchum meö hlutverk
Waskóws. Millifyrirsagnir
eru blaðsins. Það má geta
þess, að þessi frásögn er tal-
in með því bezta, sem Ernie
Pyle ritaði frá stríöinu).
Sandblástur - Málmhúðun
Hreynsum rið og málningu af hlutum úr járni.
|| Málmhúsðum. Sandblásum gluggaskildi og myndstr-
■ um gler. Plötur og steina á grafreiti.
S. Helgason S.f.
Birkimel við stúku íþróttavallarins. Sími 80243
I
BlandatSir ávexíir þiirrkaðir
Aprikósar þurrkaðar
$ Diiðinr í laaisri vigt
\ Samband ísl.samvinnufélaga
Langarvaínsskáli 25 ára.
(Framhald af 1. sfðu).
Nú treystir Bjarni skóla-
stjóri á það að hægt sé að
endurnýja gamla skólann, og
mun sjálfsagt ekki óska sér
annars fremur í bygginga-
framkvæmdum á þessum
tímamótum, en að skólinn
fái aftur í afmælisgjöf burst
irnar sínar sex og þar með
gamla, hlýlega bæjajfsvipinn.
Ræða Bjarna skólastjóra
verður ekki rakin hér, því
hún verður birt í Tímanum
innan tíðar. Geta menn sótt
þangað fyllri upplýsingar um
sögu skólans og kennaralið,
þar sem valinn maour er í
hverju rúmi. Aðeins einn af
kennurum hefir starfað frá
byrjun á Laugarvatni. Það er
Guömundur Ólafsson, jafn-
an elskaður og virtur af öll-
um.
Á afmælishátíðinni voru
haldnar margar ræður, svo
að fylla mætti mörg blöð, ef
rekja ætti ýtarlega efni
þeirra allra. Bjarni Bene-
diktsson menntamálaráð-
herra talaði næstur á eftir
skólastjóra og óskaði þess,
að Laugarvatnsskóiinn mætti
sem lengst njóta ágætrar
skólastjórnar Bjarna. Bjarna
sonar.
Jónas Jónsson rifjaði upp
forsögu skólans og þróun.
Lýsti hann því, hvernig það
væri algjört einsdæmi, aö
maður sem stjórnar jafn um
fangsmiklu menntasetri
Skuli jafnframt stýra fjár-
málum þess með þeim á-
gætum, sem Bjarni hefir
gert. En skólinn hefir undir
hans stjórn skilað heilli
milljón króna í arð og sparaö
sýslunni um 400 þús. kr. út-
gjöld. Skólinn á sjálfur einn
myndarlegasta bústofn á
Suðurlandi, ásamt búvélum
og byggingum.
l
oá/kar
Það hefir því verið gæfa
Laugarvatnsskólans að eiga
foringja sem ekki hefir
spurt um það í störfum sín-
um fyrir skólann, hvenær
klukkan yrði fimm, eða hvað
hann fengi í kaup, heldur
hitt hvernig skólinn gæti
komist bezt af og eignast
traustan fjárhag með bú-
skap og íramkvæmdum.
Guðmundur Ólafsson kenn
ari, talaði af hálfu kenn-
ara og sagði að kennarar
gæfu skólanum íslenzkan
silkifána í afmælisgjöf Böðv
ar Magnússon hélt því næst
ræðu og sagði, að ánægjulegt
væri að sjá, hvernig draum-
ar þeirra hjóna væru að ræt
ast á Laugarvatni. Það væri
bezta þakklætið, sem þau
gæu hlotið fyrir að hafa lát-
ið jörðina af hendi. Helgi
Elíasson, fræðslumálastjóri
fór miklum viðurkenningar-
orðum um Bjarna skóla-
stjóra í ræðu sinni og sagðist
búast við miklu en kær-
komnu ónæði af honum
vegna framkvæmda og á-
forma, sem aldrei stöðvuð-
ust á Laugarvatni.
Sveinn Þórðarson, skóla-
meistari, flutti síðan Laugar
vatnsskóla kveðju mennta-
skólans, hins uppkomna
barns héraðsskólans. Las
upp ávarp frá menntaskóla-
kennurum og afhenti pen-
ingaupphæð sem afmælis-
gjöf.
Þar næst tóku til máls Að-
alsteinn Eiríksson, náms-
stjóri, sem sagöi að margir
skólar vildu mæla sig við
Laugarvatnsskóla og taka
hann sér til fyrirmyndar.
Helgi Hjörvar, skrifstofu-
stjóri, talaði fyrir minni
| skólastjórans. Séra Kristinn
Stefánsson, frikirkjuprestur,
sagði frá samstarfi kennara
á Laugarvatni á fyrstu árum
skólans og sagði að sá skóli
myndi vandfundinn, þar
sem betur væri haldið um
stjórnartauma.
Guðmundur Daníelsson
skáld las upp kvæði um Laug
arvatn, sem hann hafði ort
á þarvistardögum sínum.
Síðan var gengið til kaffi-
drykkju í héraðsskólanum,
þar sem bornar voru fram
rausnarlegar veitingar. Þar
héldu ræður margir eldri
nemendur og rifjuðu upp
gamla daga. Ræðumenn voru
Guðmundur Magnússon, Dan
íel Ágústínusson, Páll Þor-
steinsson, Vilhjálmur Hjálm
arsson, Rósa Blöndal og séra
Magnús Ástmarsson.