Tíminn - 03.11.1953, Blaðsíða 5
248. folaff.
TÍMINN, þriffjudaginn 3. nóvember 1953.
S
Þriðjud. 3. nór.
Framleiðslan við
sjávarsíðuna
Skýrsla sú, er Steingrímur
Steinþórsson félagsmálaráð- j
herra flutti nýlega á Alþingi,!
um starfsemi ráðuneytisins
við að koma stoðum undir j
framleiðslu á ýmsum stöðum!
við sjávarsíðuna, hefir vakið'
mikla athygli. Eru afskipti fé-1
lagsmálaráðuneytisins af þess
um málum eitt hið merkasta)
nýmæli í atvinnumálum í,
seinni tíð, þótt þeirra hafi lítt'
verið getið til þessa. Samtalsj
eru það um 13 millj. kr., semj
ráðuneytið hefir lagt fram í|
þessu skyni á 3 árum, og hafa
um 40 staðir við sjávarsíöuna
orðið aðstoðarinnar aðnjót-
andi að meira eða minna leyti.
Fé þetta hefir yfirleitt verið
lagt fram sem síðari veðréttar
lán til langs tíma með 5 V2%
vöxtum og stundum afborgun-
arlaust fyrstu árin. Hefir á
þennan hátt víöast hvar verið
hlaupið undir bagga meö það
sem til vantaði, að nægilegt
fjármagn fengist með fram- j
lögum heima fyrir eða á ann- •
an hátt til að koma á nýjum
framleiöslutækjum eða stuðlaj
að því aö framleiðslutæki, sem,
fyrir væru, gætu haldið áfram |
starfsemi á sama staö — svo
og að aukinni ræktun á sum-
um stöðum. Mun í þessum efn
um hafa verið byggt mjög á
gögnum og upplýsingum frá
atvinnumálanefnd ríkisins,
sém skipuð var á sínum tíma.
Það er kUnnara en frá þurfi
að segja, að afkoma hinna
mörgu smáu sjávarþorpa eða
kaupstaða á ströndum lands-
ins byggist á því fyrs.t og
fremst, að þar séu fyrir hendi
hæfileg tæki, byggingar eða
annar útbúnaöur til fram-
leiðslu á gjaldeyrisvöru. Þess
ber þó jafnframt að geta, að
víða eru á slíkum stöðum góö
skilyrði til ræktunar, en þar
sem svo hagar til, getur bú-
skapur, einkum mjólkurfram-
ieiðsla og garðrækt, veriö
heimilunum mikill stuðningur
jafnhliða sjósókninni og verk
un eða vinnslu sjávaraflans.
Ef möguleika skortir til fram-
leiðslunnar, er þess ekki aö
vænta, að hægt sé að tryggja
almenningi á þessum stöðum
viðunandi tekjur að staðaldri,
því aö tímabundin vinna við
framkvæmdir stoðar lítt til
frambúðar. Hinar svokölluðu
atvinnubætur, sem stundum
hefir verið gripið til í því skyni
að bæta úr atvinnubresti, eru
engin lausn á þessu vanda-
máli, og má segja að fé, sem
til þess hefir veriö varið, hafi
verið að nokkru leyti á glæ
kastað, þar sem oft hefir þá
verið unnið að lítt aðkallandi
verkefnum á óhentugum tíma.
Hefir Framsóknarflokkurinn
jafnan veriö þeirrar skoðunar,
að þar væri um neyöarúrræði
að ræða.
En framleiðsluaukning nú á
tímum byggist á fjármagni.
Og hér er það sem skórinn
kreppir að í sjávarþorpunum
flestum og hinum minni kaup
stöðum. Heilbrigð uppbygging
atvinnulífsins á þessum stöð-
um byggist á dreifingu fjár-
magnsins. Og slík dreifing
fjármagnsins virðist ekki geta
komist í kring á annan hátt
en þann, að hið opinbera beiti
sér að einhverju leyti fyrir út-
vegun þess fjármagns, sem til
ERLENT YFIRLIT:
Stjómmáiin í Noregi
Torp segir að stjórn síita liaft ekki fengitl
uiaijoo til að fraiiikvæma þjóðiiýtingu
Þann 12. f. m. fóru fram þing-
kosningar í Noregi og urðu úrslitin
þau, að Alþýðuflokkurinn vann
meirihluta þingsæta í þriðja sinn.
Sigur flokksins hafði þó verið tal-
inn óvissari í þetta sinn en áður,
þar sem gerðar höfðu verið breyt-
ingar á kjördæmaskipuninni, sem
voru flokknum í óhag. Ef kjör-
dæmaskipunin hefði verið óbreytt,
myndi flokkurinn nú hafa fengið
um 90 þingsæti af 150 alls. í stað
þess fékk hann 78 þingsæti, en and
stæðingar hans 72 samanlagt.
Þótt Alþýðuflokkurinn fengi
meirihluta þingsætanna, hlaut hann
ekki meirihluta atkvæðanna. í Nor
egi er kosið í einum 20 kjördæm-
um, mismunandi stórum, hlutfalls-
kosningum. Atkvæðamagn Alþýðu-
fiokksins notaðist bezt vegna þess,
að hann er stærsti flokkurinn. Þá
styrkti það einnig mjög aðstöðu
hans, að dreifbýlustu kjördæmin
hafa tiltölulega færri þingmenn
en þéttbýlu kjördæmin, en flokkur
inn er sterkastur í dreifbýlustu
kjördæmunum, t. d. i Norður-Nor-
egi. T. d. hefir Osló ekki nema 13
þingmenn, en ætti að hafa 20 sam
kvæmt höfðatölureglunni. Alþýöu-
flokkurinn fékk ekki nema 5 þing
sæti i Osló, þótt hann fengi 120
þús. atkv. þar. Hins vegar fékk
hann 4 þingmenn í Tromsö-kjör-
dæmi, þótt hann fengi ekki nema
27 þús. atkvæði þar.
Stjórnarstefna
Alliýðuflokksins.
Úrslit kosninganna urðu annars
í höfuðatriðum þau, að Alþýðuflokk
urinn fékk 46.6% af greiddum at-
kvæðum í stað 45,6% seinast. Hægri
flokkurinn bætti við sig 0,8% af öll
um greiddum atkvæöum, Kristilegi
flokkurinn 1,8% og bændaflokkur-
inn 0,8%. Vinstri flokkurinn tapaði
hins vegar 3,4% og kommúnistar
0,7%.
Kosningaúrslitin má samkvæmt
þessu telja traustsyfirlýsingu til
Alþýðuflokksins, <£' farið hefir óslit-
ið með stjórn síðan stríðinu lauk.
Telja má, að þessi traustsyfirlýs-
ing byggist á tveimur meginástæð-
um. Önnur er sú, að stjórn flokks-
ins hefur líkað vel. Hin er sú, að
andstæðingar hans eru svo sundr-
aðir, að ljóst var fyrir kosningarnar,
að þeir gátu alls ekki myndað
stjórn saman. Undir þeim kringum-
stæðum mun kjósendum hafa þótt
ófýsilegt að skipta um.
Stjórn Alþýðuflokksins hefir ein
kennzt af því, að mikið fé hefir
verið lagt í fjárfestingu til að efla
atvinnuvegina og ríkið hefir haft
strangt eftirlit með fjárfestingu og
verölagi. Kaupgjaldi hefir líka veriö
haldið niðri, þó án beinnar íhlut-
unar ríkisins. Miklar verklegar fram
farir hafa því átt sér stað 1 Noregi
á þessum tíma. Lífskjör almenn-
ings liafa einnig nokkuð batnað,
en þó vantar mikið á, að þau séu
eins góð og hér á landi.
Þótt Alþýöuflokkurinn hafi haft
þingmeirihluta síðan 1945, hefir
hann ekki beitt honum til að koma
á þjóðnýtingu. Atvinnuvegirnir hafa
verið efldir á grundvelli einka-
reksturs og samvinnu. Stefna flokks
ins hefir færzt meira og meira inn
á þann grundvöll, að ríkið eigi að-
eins að hafa eftirlit með atvinnu-
vegunum og tryggja rétta þróun
þeirra, en láta þá að öðru leyti
vera í höndum einstaklinga og sam
vinnufélaga. Verðlagslögin, sem
sett voru á seinasta þingi og mestar
deilur stóðu um, eiga að tryggja
þessa stefnu flokksins í fram-
kvæmd.
Óbreytt stefna
í utanríkismálum,
í utanríkismálum hefir enginn
verulegur ágreiningur verið á milli
Alþýðuflokksins og borgaralegu
flokkanna á undanförnum árum.
Milli þeirra var algert samkomulag
um inngöngu Noregs í Atlantshafs
bandalagið og auknar landvarnir á
þeim grundvelli. Borgaralegu flokk
arnir hafa líka verið sammála AI-
þýðuflokknum um það, að ekki væri
rétt, eins og sakir stæðu, að láta
erlendan flugher fá bækistöðvar í
landinu. Allir hafa þó flokkarnir
lýst yfir því, að þeir teldu stjórn
og þing hafa rétt og skyldu til að
leyfa slíka hersetu, ef árás sé alveg
yfirvofandi. Allar hervarnir lands-
ins eru líka við það miöaðar, að
hægt sé með litlum fyrirvai'a að
taka á móti her frá Atlantshafs-
bandalaginu, því a'f eigin rammleik
munu Norðmenn ekki geta varizt,
nema skamma hríð.
Lange utanríkisráðherra hefir
sagt, að því fylgdi vissulega mikil
áhætta, að leyfa ekki erlendum flug
sveitum dvöl í landinu. Slík dvöl
verður hins vegar ekki leyfð, nema
brotið sé í bága við yfirlýsingu,
sem Norðmenn gáfu Rússum í striðs
lokin. Rússar hernámu þá nokkurn
hluta Norður-Noregs. Áður en þeir
drógu lið sitt til baka, gaf norska
stjórnin þá yfirlýsingu, að hún
myndi ekki leyfa erlenda hersetu í
Noregi á friðartímum. Rússar hafa
í seinni tíð kvartað undan því, að
nú er verið að byggja stóra flug-
velli í Norður-Noregi í samræmi
við varnai'áætlun Atlantshafsbanda
lagsins. Rússar telja, að þessir flug
vellir séu ætlaöir sem bandarískar'
bækistöðvar, ef til átaka kemur.
í kosningunum lýstu allir flokk-
arnir því yfir, að þeir vildu fylgja
áfram óbreyttri utanríkismála-
stefnu, nema kommúnistar. Vinstri
menn höfðu þó nokkurra sérstöð'u
og gagnrýndu Lange fyrir undan-
látsemi við vestrænu stórveldin.
Hinir flokkarnir svöruðu með því,
að stefna vinstri flokksins væri
orðin óljós í þessum málum.
Þessi afstaða vinstri flokksins virð
ist hafa verið ein orsökin til
ósigurs hans í kosningunum. Norð-
menn hafa búið við erlent hernám
og fylgja því hiklaust þeirri utan-
ríkismálastefnu, sem er líklegust til
að hindra, að sú saga endurtaki sig.
Ósigur vinstri flokksins.
Ósigur vinstri flokksins var
stærsti atburður kosninganna. Ýms
ar ástæður eru taldar orsaka hann
og er þegar búið að segja frá einni
þeirra. Tvær ástæður til viðbótar
eru taldar hafa orsakað það einnig,
að hann hafi misst fylgi til liægri
vantar, þegar leitað hefir ver-
ið venjulegra úrræða heima
fyrir og annarsstaðar. —
Stofnun fiskimálasjóðs var á
sínum tíma mikilsvert spor í
þéssa átt, og hafa margir stað
ir notið g'óðs af stofnun hans.
Svipað er að segja um ábyrgð-
ir, er veittar hafa verið vegna
frystihúsa. Að sjálfsögðu verð
ur að veita slíka aðstoð meö
fullri forsjá og að því tilskildu,
að tryggilega sé búiö um
stjórn þeirra framleiðslufyrir-
tækja eöa framkvæmda, sem
um er aö ræða hverju sinni.
En höfuösjónarmiðið í þeim
málum verður að byggjast á
þeirri staðreynd, að ekkei't
byggðarlag getur þrifist af
eigin ramleik án þess að þar
séu möguleikar til að fram-
leiða nægilegt verömæti til að
standa undir framfærslu íbú-
anna — svo framarlega sem
það hefir ekki aöstöðu til að
inna af hendi þjónustu í þágu
annars byggðarlags eða til aö
nota sér atvinnumöguleika
annarsstaðar. Slíkir möguleik-
ar koma þó ekki að gagni
nema fyrir takmarkaðan hóp
manna á hverjum stað.
Skýrsla félagsmálaráðherra
sýnir, að meiri skilningur er á
því nú en fyrr aö þörf sé á
skipulegri uppbyggingu at-
vinnulífsins í hinum dreifðu
byggðum við sjávarsíðuna. Þar
er enn mikið verk aö vinna.
OSCAR TORP
ílokkanna. Öi.nuv et sú, að , u'eii-
unni milli Alþýðuflokksins og stjórn
arandstæöinga um verðlagslögin,
stóð hann næstur Alþýðuflokknum.
Önnur ástæðan er talin sú, að
hann gaf þá yfirlýsingu í kosninga
baráttunni, að hann myndi ekki
mynda stjórn með hægri flokknum
og var eftir það útilokað, að and-
stöðuflokkar Alþýðuflokksins gætu
myndað stjórn, þótt þeir fengju
meirihluta samanlagt.
Augljóst virðist, að vinstrí flokk-
urinn hafi fyrst og fremst misst
fylgi sitt til Kristilega flokksins.
Plokkur þessi var stofnaöur eftir
styrjöldina, aðallega af mönnum
úr vinstri flokknum. Hefir hann
jafnan síðan verið vinstri flokkn-
um hættulegur keppinautur. Hann
beinir máli sínu sérstaklega til trú-
aös fólks, en annars er landsmála-
stefna hans ógreinileg. Margir
telja, að sigur flokksins nú sé að-
eins stundarfyrirbrigði, sem stafi
af þreytu borgaralegra kjósenda.
Plokkurinn múni bráðlega dala aft
ur, líkt og Réttarsambandið í Dan
mörku, vegna þess, aö hann hafi
ekki neina grundvallaða þjóðfélags
stefnu til að byggja á.
J
Engin þjóðnýting.
Eftir kosningarnar varð nokkurt
umtal um yfirlýsingu þá, sem Torp
forsætisráöherra gaf í sambandi
við kosningaúrslitin. í yfirlýsing-
unni sagði m. a., að flokkurinn
myndi nú nota sér það vald, sem
þjóðin hefði veitt honum til þess
að færa þjóðfélagið í sósíalistiska
átt. Þessi orð túlkuöu stjórnarand
. stöðublöðin strax þannig, að flokk-
! urinn hyggði á auk'na þjóðnýt-
ingu, enda þótt hann hefð'i ekki
haft neina þjóðnýtingu í kosninga
stefnuskrá sinni. Flokkurinn hefði
því farið' aftan að kjósendum. Torp
birti þá nýja yfirlýsingu og sagði
blöðin hafa rangtúlkað ummæli sín.
Með hinum umdeildu orö'um sín-
um hafi hann ekki átt við þjóð-
nýtingu. Flokkurinn myndi ekki
framkvæma neina þjóðnýtingu,
nema hann hefði beðið áður um
umboð kjósendanna til þess. Um
slíkt umboð' hefð'i hann ekki beðið
í þessum kosningum og þess vegna
myndi hann ekki á komandi kjör-
tímabili aðhafast neitt í þá átt.
í kosningastefnuskrá Alþýðu-
flokksins var að þessu sinni hvergi
-Framh. á 6. síðu.)
Óvenju mikil ótíð
á Austfjörðum
Frá í'réttaritara Tímans
Stöövarfirði.
Óvenjulega mikil ótíð og
gæftaleysi hefir verið á Aust-
fjöröum i allt haust. Aöeins
tvisvar sinnum gaf á sjó í
októbermánuði frá Stöðvar-
firði, en fiskur virtist þá vera
nógur og öfluðu bátarnir allt
að þrem smálestum hver í
þessum tveimur róðrum. Þykir
mönnum þaö ergilegt, aö ekki
skuli gefa á sjó, þegar vitaö
er, að fiskur er i firðinum,
en frá Stöðvarfirði ganga ann
ars fjórir bátar, einn stór þil
farsbátur, einn sjö lesta bát-
ur og fjórir smærri trillubát-
ar.
Á viðavangi
Kveldúlfshúsin og
Eimskipafélagið.
Fyrir nokkru birtist hér í
blaffinu greinargerð frá Eim
skipafélagi íslands, þar sem
skýrt var frá því, að félagið
væri byrjaff aff nota Kveld-
úlfshúsin sem vörugeymsl-
ur, en jafnframt reynt aff
færa fram afsökun fyrir
þeirri einstæðu ráðstöfun,
aff festa kaup á þeim fyrir
12 milljónir króna.
Þrátt fyrir varnarrökin í
þessari greinargerff, kom þaff
eigi að síffur glöggt fram í
henni, aff þessi kaup hafa
veriff félaginu óþörf og óhag.
stæff. Þaff er nefnilega upp-
lýst í greinargerðinni, aff fé
lagið eigi góðar lóðir bæði
við höfnina og á milli
Borgartúns og Sigtúns, en
þar í nánd á aff byggja
nýja höfn í framtíðinni,
Á báðum þessum lóðum ráff
gerir félagiff að reisa stórar
vörugeymslur. Hefði vitan-
lega veriff miklu hyggilegra
fyrir félagið að byggja þær
strax, en það hefði veriff leik
andi liægt fyrir þá upphæff,
sem greidd var fyrir Kveld-
úlfshúsin. Þegar þessar
geymslur komast upp, verða
þær að sjálfsögðu fyrst og
fremst notaðar, því að þær
verða næstar höfninni og er
vafasamt, aff félagið þurfi þá
á meirum vörugeymslum aff
halda, þar sem búast má viff
aff vöruflutningar frá út-
löndum aukist til staða utan
Reykjavíkur. Miklar Iíkur
eru til þess. að Kveldúlfs-
húsin verffi í framtíffinni
sama og ekkert notuð.
Með kaupunum á Kveld-
úlfshúsunum hefir félagið
því eytt iniklu meira fé í
vörugeymslur en þörf var
fyrir og jafnframt tafiff fyr
ir nauðsynlegum bygging-
um. Þó hefðu þessi kaup
verið afsakanlegri, ef ekki
hefffi veriff greitt margfallt
meira verð fyrir húsin, en
nokkur annar kaupandi
hefði boðið. Það voru hags-
munir Kveldúlfs, sem réffu
kaupverðinu, en ekki hags-
munir Eimskipafélagsins.
Landsmenn verffa svo aff
borga brúsann í dýrari og
óhagstæðari vöruflutningum
til landsins en ella, því aff
annars staðar frá hefir Eim
skipafclagið ekki gróða sinn.
Þögn Mbl. um Hjalta.
Mbl. heldur áfram aff
skrifa um raforkumálin og
reyna að eigna Sjálfstæðis-
flokknum forgönguna í
þeim. í .öllum þessum miklu
skrifum Mbl. er þó vandlega
forðazt að minnast á þann
eina fovgöngumann, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
átt í þessum málum fyrr og
síðar, en það er Hjalti ,íóns-
son skipstjóri. Það var hann,
sem knúði Sjálfstæðisflokk
inn til þess aff vera fylgj-
andi fyrstu virkjun Sogsins.
Sjálfstæðisflokkurinn féllst
ekki á aff styðja þá fram-
kvæmd fyrr en Hjalti, sem
þá var bæjarfulltrúi. hótaði
aff gera ella bandalag viff
Framsóknarflokkinn og Al-
þýðuflokkinn viff borgar-
stjórakjör. Undan þessari
hótun lét Sjálfstæðisflokk-
urinn og féll frá andstöðu
sinni við Sogsvirkjunina eft
ir margra ára andstöffu.
(Framh. á 6. síðu)