Tíminn - 03.11.1953, Page 6
TÍMINN, þriðjudaginn 3. nóvember 1953.
249. blað.
,fHI> JBWfÉMGͧ|
® - WWjAVÍKIJR^
LEIKFÉIAG!
REYKJAVÍKDR?
PJÓDLEIKHliSIB
Valtýr ií grœnni
treyju
Eftir: Jón Björnsson.
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Frumsýning fimmtudag kl. 20.00.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. Sími 80000 og 82345
Siroceo
Hörkuspennandi ig viðburðarík,
ný, amerísk mynd um baráttu
sýrlenzku neðanjarðarhreyfing-
unnar við frönsku nýlendustjórn
ina. Þetta er víðfræg og mjög
umtöluð mynd, sem gerist í æv
intýraborginni amaskus. Sýnd
með hinni nýju „wide screen“-
aðferð.
Humphrey Bogart,
Marta Toren.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
NÝJA BÍÓ
Endalaus hlátnr
(Thieves Highway)
Ný, amerisk mynd, mjög spenn-
andi og ævintýrarík.
Aðalhlutverk:
Richard Conte,
Barbara Lawrence,
Lee J. Cobb
og ítalska leikkonan
Valentina Cortesa.
Bönnuð fyrir börn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■
TJARNARBÍÖ
Vonarlandið
(The Road to Hope)
Mynd hinna vandlátu.
Heimsfræg ítölsk mynd er
fengið hefir 7 fyrstu verð-
laun, enda er myndin sann-
kallað ilstaverk, hrífandi og
sönn. — Aðalhlutverk: Raf
Vallone og Elena Varzi.
Sýnd kl. 9.
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRDI —
Leikfélag Hafnarfjarðar
nVÍLSK
FJÖLSKYLÐA
ampep w
Baflagnir — Viðgtrðir
Rafteikningar
Þingholtsstrætl 21
Sími 81 556
!♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
* IJndir
heillastgörnu
eftir P. Hugh Herbert.
Þýðandi:
'Þorsteinn ö. Stephensen.
Leikstjóri: Einar Pálsson.
Frumsýning miðvikudaginn 4.
nóvember kl. 8. — Fastir frum-
sýningargestir vitji aðgöngu-
miða sinna kl. 4—7 f dag.
Sími 3191.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦•»♦♦♦♦■
AUSTURBÆIARBÍÖ
Leyndarmál þriggja
kvenna
(Three Secretes)
Áhrifamikil og spennandi, ný,
amerísk kvikmynd, byggð á sam
nefndri sögu, sem komið hefir
sem framhaldssaga í danska
vikubiaðinu „Familie Journal".
Aðalhlutverk:
Elcanor Parker,
Patricia Neal,
Ruth Roman,
Frank Lovejoy.
Sýnd kl. 9.
Níls Poppe-syrpa
Sprenghlægilegir og spennandi
kaflar úr mörgum vinsælum
Nils Poppe-myndum þar á meðal
úr „Ofvitanum", „Nils Poppe í
herþjónustu" o. fl.
Aðalhlutverk:
Nils Poppe.
Sýnd kl. 5.
GAMLA BÍÓ
f leit uíí Iiðinni ævi
(Random Harvest)
Hin víðfræga ameríska stór-
mynd af skáldsögu James Hilt-
ons, sem komið hefir út í Isl.
þýðingu.
Aðalhlutverk:
Greer Garson,
Ronaid Colman.
Myndin var sýnd hér árið
1945 við geysimikla aðsókn og
þótti með beztu myndum, seai
sézt höfðu.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,10.
>♦♦♦♦♦♦■»♦♦♦♦♦♦♦
TRIPOLI-BÍÓ
Ilriiigiirmn
(The Ring)
Afar spennandi hnefaleika-
mynd, er lýsir á átakanlegan
hátt lífi ungs Mexikana, er gerð
ist atvinnuhnefaleikari út af
fjárhagsörðugleikum. — Myndin
er frábrugðin öðrum hnefaleika
myndum, er hér hafa sézt.
Aðaihlutverk:
Gcrald Nohr,
Rita Moreno,
Lalo Rior.
Sýnd kl. '. 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
Dauðadansinii
(Danee de Mort)
Frönsk stórmynd, gerð eftir hinu
heimskunna leikriti August
Strindbergs. Leikrit þetta var
flutt hér í Iðnó fyrir nokkrum
árum með Önnu Borg og Paul
Reumert í aðalhlutverkum.
Ério von Stroheim,
Duleia Vernac.
Aukamynd:
Ingólfur Arnarsson landar 1
Englandi.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
ísIeKdingaþæítir
(Framhald af 3. síðu).
er sveit og héra'öi. Þau hjón
eiga fjögur börn uppkomin,
öll hin rnannvænlegustu. Elzt
ur barnanha er Guð'mundur,
sem framazt hefir erlendis,
en er nú að miklu leyti tek-
inn við stjörn á hinu stóra búi
þeirra. Hann er viðurkennd-
ur sem hinn bezti drengur og
hið mesta mannsefni, svo að
hann er talinn fyrirmynd
ungra manna þar um slóðir.
Stórbýlið Ærlækur er í þjóð
braut, svo að þar er jafnan
gestkvæmt mjög. Er gestrisni
Halldóru og þeirra hjóna svo
frábær, að til stórsóma er hér
aði og sýslu. Þó að stórhöfð-
ingar og fyrirmenn eigi þang-
að erindi löngum, þá er eng-
inn greinarmunur gerður á
þeim og öðrum, sem lægra
eru settir í mannfélagsstigan
um. Hjálpsemi og greiðvikni
Halldóru, þegar sjúkir menn
og öreigar eru annars vegar,
á sér engin takmörk.
Halldóra er stórbrotin kona
og mikilhæí, svo að hún verð
ur jafnan óglej'manleg hverj
um þeim, sem einhver kynni
hefir haft af henni og hiriu
góða heimili hennar.
Þó að seint sé. sendi ég
henni hér með beztu árnaðar
óskir á sextugsafmælinu.
B S.
Á víðavangl
(Framhald af 5. síðu).
Geta menn lesið nánar um
þetta í sjálfsævisögu Hjalía,
en frásögu hans af þessum
atburðum hefir aldrei verið
véfengd.
Hvers vegna minnist Mbl.
aldrei á Hjalta í raforku-
málaskrifum sínum? Það
væri fróðlegt, ef Mbl. vildi
gefa skýringu á því.
f»íl!glí3ál
(Framhald af 3. sfðu).
ffumvarpið nær til, á svo-
nef ndri Flateyj ardalsheiði,
sem öll er afréttur nú orðið.
Hafa þær verið í eyði lengi,
Heiðarhús nálægt hálfri öld
og Eyvindará miklu lengur.
Hús eru þar engin uppistand-
andi né girðingar. Engar lik-
ur eru til þess, að þær byggist
á ný.
Við síðasta fasteignamat var
hvor jörðin um sig metin á
kr. 100.00.
Ósk hreppsnefndarinnar um
kaup á jörðunum er fram kom
in af því, að nefndin telur eðli
legast, að þessar landsspildur,
sem hreppsbúar þurfa að nota
sem afrétt, séu eign sveitar-
innar.“
Pearl S. Buck:
Dularblómið
14.
Saga frá Japan og Bandaríkjunum á síðustu árum.
Erlent yffrlif
(Framhald af 5. síðu).
minnzt á neina þjóðnýtingu um-
fram það, sem frjálslyndir borgara
legir flokkar eru sammála um (opin
ber eign orkuvera o. s. frv.). Hins
vegar var víða talað um það í kosn
ingastefnuskránni, að nauðsynlegt
væri að ef)a samvinnufélagsskap
á ýmsum sviðum, og þó einkum í
verzlun og útgerð.
Geír.i imf r si ar
(Framh. af 4. slðu),
knattspyrnu, þrátt fyrir lé-
lega stöðu á töflunni. New-
castle hefir tapað síðustu sjö
leikjum sínum heima. Black-
pool hefir allar „stjörnur“ síri
ar heilar og þýðir þá fáum við
liðið að etja. Sheff. Wed. er
eitt bezta liðið í deildinni á
heimavelli. 2. deildarleikirnir
eru erfiðastir, enda er keppni
í þeirri deild mjög tvísýn. Á-
gizkunarreglan virðist eiga
bezt við þá leiki.
Frú Sakai hafði ekki boðið honum inn, þegar hann kom
heim til hennar um daginn, en að baki henni hafði hann
séð inn í fagurbúnar stofur. Hann hafði séð út í fagran
trjágarð gegnum stofuglugga, og þar hafði glitrað á lítinn
læk. Konum haíði aldrei gefizt færi á að kynnast mennt-
uðum Japönum. Strangar reglur bönnuðu slikum mönn-
um að eiga nokkur skipti við hernámsliöiö. Hann fékk ekki
einu sinni færi á að ræða við Japani í járnbrautarlestunum,
og hann vildi ekki eiga nein skipti við lægsta lýöinn. Fólk af
því tagi í Japan, einkum konur, stóðu að hans dómi skör
lægra en úrhrök manna í Ameríku.
En fallega stúlkan, sem hann hafði séð á göngu sinni .um
daginn, átti einmitt fullkomlega heima í slíku húsi. Og nafn-
ið hennar — hann hefði ekki haft hugmynd um, hvernig ætti
að bera það fram, ef hún hefði ekki sagt það sjálf. Hann gat
ekki gleymt andliti hennar. Það var svo hreint og fagurt,
augun opin og hreinskilnisleg og varirnar þéttar og rauðar.
Hún hafði líka talaö ensku eins vel og Ameríkani. Röddin var
mjúk. Húri vár auðsjáanlega vel upp aliri. Þær stúlkur, sem
voi-u vel upp altíar, fóru ætíð í felur fyrir Ameríkumönnum
og gáfu þeim ekki færi á sér. En Josui hafði búiö í Ameríku,
og skildi þetta þvi betur. En hún var hlédræg. Honum hefði
heldur ekki getizt svo vel að henni, ef hún heföi ekki verið
svona hlédræg.
Harin stóð við svaladyr, og þarna á svölunum var svolitið
blómabeð. Þar var örlítil tjöjm og við hana uxu dvergpálmar.
Það vár víst bezt, að hann gerði sér fullkomlega ljóst, hvað
hann vildi þessari ungu, japönsku stúlku. Þaö var bezt að
fara ekki að með neinu ráðeysi. Það var bezt aö stofna ekki
til neins fyrr en endirinn væri nkokurn veginn séður. Ilún
væri áreiðanlega engin Madame Butterfly, sem hægt væri að
elska í dag. en yfirgefa á morgun.
Nóttin var myrk og hljóö. Skuggar fjallanna risu yfir lág-
an múrvegginn umhverfis gistihúsgarðinn. Hann hafði kom-
ið' til Kyoto til þess að sjá sögulega fegurð, en hann hafði
ekki komið auga á neitt slíkt. Þaö var víst bezt að snúa sér
að því efni. Á morgun ætlaði hann að lesa feröabæklinginn
og skoða söguminjar. Hann ætlaöi að dvelja hér eins lengi
og hann þyrfti til þess að skoða staðinn og þaö, sem hann
hefði markverðast að bjóða, en síðan ætlaöi hann að halda
aftur til Tokyo. Ef hann fengi margt markvert aö skoða, tæk-
ist honum kan$iske a'ð gleyma þessari j apönsku stúlku. Hún
mundi kannske fela sig fyrir honum héðan í frá eins og
aðrar stúlkur.
Honum leið betur, er hann hafði tekið þessa ákvörðun.
Hann lagðist aftur á dýnuna og lokaði augunum. Vöðvar
hans slöknuðu og mjaðmabeinin kveinkuöu sér ekki lengur
viö hinrii hörðú hvílu. Honum fannst hvílan nú vera hlý og
notalég. Honum hafði kólnaö, meðan hann stóð í opnum dyr-
unum.
í Ef það hefði rignt daginn eftir, hefði verið auðvelt að
dvelja heima. Josui átti aðeins aö fara í eina kennslustund
þennan dag, stærðfræði, og um hana var henni ekkert gef-
ið. Hún var auk þess svolítiö kvefuð, eða gat aö minnsta
kosti gert sér í hugarlund, að hún væri það, því að hún hafði
sofið illa, og þegar hún vaknaði rétt fyrri dögunina, hafði
ábreiðan runnið' ofan af henni. Hún svaf með mjúkan kodda
undir höfðinu. Hefði hún notaö harðan, japanskan svæfil,
mundi háls hennar hafa verið svo stífur, að hún hefði vart
getað snúið höfðinu. Aðrar japanskar stúlkur sváfu á slík-
•um koddum, en ekki hún. Hún óttaðist það, aö sér mundi
ganga illa að semja sig að öllum þeim siðum, sem japanskir
kölluðust. Bæði faðir hennar og móðir voru harðari af sér
en hún. Það er að segja, faðir hennar skipaði og móöir henn-
ar hlýddi. Þess vegna bjó hún yfir ýmsum leyniráðum til
uppreisnar og þessi mjúki koddi var af slíku tagi..
En þessi dagur var sannarlega fagur. Sólin rann upp á
moj’gunbj örtum himni, og yfir fjöllunúm lá þokumóða, sem
sólin mundi brátt eyða að fullu. Hún varð að fara á fætur,
og af þvi að veðrið var svona fagurt, fannst henni nauðsyn
bera til að fara í hreinan, ljósgulan kjól. Af einhverjum ástæð
um langaði hana mést til að fara í japönskum kyrtli í skól-
ann þennan dag, en hún vissi, að þá mundu skólafélagar
hennar bæði undrast og hneykslast.
Þessi guli kjóll var voöfelldur og án harðra, hvitra hnappa.
Lítill, ísaumaður kragi fór vel við svart hárið. Hún notaði
altírei olíu í hár sitt og var einnig að því leyti öðruvísi en
aðrar japanskar stúlkur.
Faðir hennar leit á hana, er hún kom inn til morgunverðar.
— Ég fer ekki í skólann á venjulegum tíma i dag, sagði
hún. Ég ætla að fara snemma og lesa flatarmálsfræðina eina
klukkustund áður en kennslustundin hefst.
Honum skildist, að þetta væru ráðstafanir hennar til þess
að forðast fund við Ameríkumanninn. Ef hann reyndi að
ná fundi hennar, mundi hann sitja fyrir henni á sama tíma
og hann hafði hitt hana daginn áður á leið í skólann.
— Já, það verður líka svalara að ganga ára dags, því að
það verður heitara en í gær, þegar líöur á daginn.
Þau snæddu þegjandi. Móðirin sagði ekki heldur aukatek-
ið orð. Svo risu þau þegjandi á fætur og Josui gekk þegar út
í garðinn til að tína blóm. Þetta var henni í senn skyldu-