Tíminn - 03.11.1953, Blaðsíða 3
249. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 3. nóvember 1953.
S
/ síendingajfyættir
ÞÍN
Fimmtugur: Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari
Hinn 16. október síðastliðinn
varð Eiríkur Sigurðsson, yfir-
kennari við Barnaskóla Akur-
eyrar, fimmtugur að aldri.
Fæddur er hann að Hamraseli
í Geithellnahreppi 16. október
1903. Foreldrar hans voru þau
Sigurður Þórðarson frá Flat-
ey á Mýrum og Valgerður Ei-
ríksdóttir frá Hlíð í Lóni.
Þriggja ára að aldri fluttist
Eirikur með foreldrum sinum
að Borgargerði við Djúpavog.
Átti hann heima þar til 11 ára
aldurs, er foreldrar hans
fluttu búferlum að Dísarstöð-
um í Breiðdal. Þar dvaldizt
Eiríkur svo þangað til hann
tók að leita sér menntunar.
íVeturinn 1922—1924 stlindaði
hann nám á Eiðaskóla. Aö því
námi loknu var hann um hríð
heimiliskennari í Breiðdal, en
næstu 2 ,ár (1925—1927) var
hann við nám í Danmörku.
1927—1929 stundaði hann
kennslu við.barna- og ungl-
ingaskóla í Neskaupstað. 1933
lauk hann prófi við Kennara-
skólann í Reykjavík og sama
ár gerðist hann kennari við
Barnaskóla Akureyrar. Hefir
hann stundaö það starf í 20
ár, þar af sem yfirkennari frá
1949. Ritstörf hefir hann
stundað nokkuð. Frá 1939 hef-
ir hann verið meðritstjóri
„Vorsins“ (barnablaðs) og 3
barnabækur hefir hann frum-
samið og þýtt aðrar. Auk þess
hefir hann ritað greinar
nokkrar í blöö og tímarit.
Að félagsmálum hefir Eirík-
ur starfaö mikið, enda er hann
félagslyndur og félagshæfur
maður. Hann er mjög áhuga-
samur bindindismaöur og hef-
ir starfað mikið á vegum Góð-
templara og er þar virðinga-
maður. Auk þess hefir hann
veriö formaður Barnaverndar-
félags Akureyrar írá stofnun
þess félagsskapar og formað-
ur guðspekistúkunnar „Syst-
kinabandsins“ á Akureyri hef
ir hann verið i 6 ár. Er auk
þess 1 stjórn Austfirðingafé-
lagsins þar.
I Það er svo um þessa upp-
talningu á æviatriðum Eiríks
Sigurðssonar, eins og aðrar
slíkar, aö hún segir ekki mik-
ið um manninn, sem verið er
að minnast, enda eru störf og
stöður og umsvif allskonar í
hinum borgaralega heimi, þó
að allt slíkt prófi að vísu
manninn nokkuð og leiði í Ijós
hæfileika hans, samt sem áð-
ur lítiö annaö en eins konar
umgerð eða rammi utan um
hinn raunverulega mann. Sá,
er þetta ritar, þekkir ekki mik
iö til félagsmálastarfsemi Ei-
ríks, en af orðspori — og að
vísu af eigin raun að nokkru
leyti — telur hann sig geta
f ullyrt, að Eiríkur sé hlutgeng
ur vel á hverju sviði, þar sem
hann kýs aö láta eitthvaö til
sín taka, og farsæll starfsmað
ur. Hann er greinagóður mað-
ur og glöggur á aðalatriði
hvers máls, samvinnuþýður,
sókndjarfur og gætinn í senn.
En mest er þó um það vert,
hve hugur hans er opinn og
frjáls og hjartað hlýtt.
Kvæntur er Eiríkur ágætri
konu, Jónínu Steinþóx-sdðít-
.ur. Fylgir hún manni sínum
fast og vel, bæði á andlegum
leiðum og veraldlegum, og er
héimili þeirra hjóna mjög á-
nægjulegur staður, sem laðar
að sér gesti.Stendur lxús þeirra
á fögrum staö uppi á „brekk-
unni“, er Akureyringar kalla
svo, skammt frá barnaskóla
bæj arins og Menntaskóla.
Hlýtur því umhverfi þetta aö
vera hlaðið margs konar
mennt og fræðum, og ekki
ætti útstreymi (,,aura“) kirkj-
unnar, sem stendur þarna rétt
hjá, að skemma aixdrúmsloft-
ið. Eiríkur á í tvenns konar
skilningi heima í þessu um-
hverfi, og mun hann una sér
vel þarna. Hann er þar „rétt-
ur maöur á réttum stað“. Eng-
in tilviljun er það, að hann
hefir hneigzt að Guðspekinni
og hinum gáfulegu skýringum
hennar á lífinu og tilverunni.
Veldur því þekkingarþrá haxis
og sannleikshollusta. Hann er
einnig, aö ég hygg, trúhneigð-
ur maður, en mun þó kjósa
sér fagurt útsýni og miklar
víðáttur á sviði trúarinnar og
ekki geta oröið bókstafsbund-
inn, og mér finnst það í margs
konar skilningi táknrænt fyr-
ir hann, að hann skuli búa
uppi á „brekkunni".
Þó aö seint sé, vil ég með
þessum fátæklegu línum
senda Eiríki Sigurðssyni
beztu afmælisóskir meö þakk-
læti fyrir trausta vináttu og
samfylgd á „vegum andans“.
Gretar Fells.
Ríkisútgerð togara
til atvinnujöfnunar
Hannibal Valdimarsson og
Erlendur Þorsteinsson flytja
frv. um togaraútgei'ð ríkisins
til atvinnujöfnunar. Aðalefni
þess er:
Ríkið kaupir og gerir sjálft
út eigi færri en fjóra togara
af þeirri stærð og gerð, sem að
áliti reyndustu útgei'ðar-
manna eru taldir heppilegast-
ir til öflunar hráefnis á heima
miöum fyrir hraðfrystihús og
önnur fiskiðjuver, sem illa eru
hagnýtt vegna hráefnaskorts.
Höfuðmarkmið þessarar tog
araútgerðar ríkisins er aö
jafna atvinnu í kaupstööum
og kauptúnum landsins á
þann hátt, aö togararnir leggi
þar einkum afla á land, sem
atvinnuleysi gerir vart við sig
og mest er þörf aukinnar at-
vinixu hverju sinni. Við á-
kvörðun þess, hvar ríkistogari
skuli leggja upp afla sinn, má
útgerðarstjörnin einnig taka
tillit til þess, að illa hagnýtt
fiskiðjuver fái aukin hráefni
til vinnslu.
Stjórn togaraútgerðar ríkis-
ins er skipuð þremur mönn-
um, kosnum á Alþingi, með
sama hætti og stjórn síldar-
verksmiðja ríkisins. Stjórnin
ræður framkvæmdastjóra.
Sala eyðijarða
Karl Kristjánsson flytur eft
irfarandi frv. um sölu tveggja
þjóðjarða:
„Ríkisstj órninni er heimilt
— aö fengnum meðmælum
sýslunefndar Suður-Þingeyj ar
sýslu — að selja Hálshreppi
eftirtaldar þjóðjarðir, sem eru
eyðijarðir þar í hreppi:
1. Eyvindará.
2. Heiðarhús.
Söluverö jarðanna fari eft-
ir þvi, sem um semst, eða eft-
ir mati tveggja dómkvaddra
manna, ef samningar takast
ekki.
Námaréttindi skulu undan-
skilin við söluna.“
f greinargerð frv. segir svo:
„Frumvarp þetta er flutt
samkvæmt beiðni hrepps-
nefndarinnar í Hálshreppi.
Báðar eru jarðirnar, sem
(Framh á 6. 6í5u>.
Enska knattspyrnan
0-2
3- 1
4- 3
1-0
Sextug: Halldóra Gunnlaugsdóttir
íf
Urslit s. 1. laugardag.
1. deild.
Arsenal—Sheffield Wed. 4-1
Aston Villa—Bolton 2-2
Blackpool—West Bromwich 4-1
Cardiff—Charlton 5-0 |
Chelsea—Liverpool 5-2 !
Huddersfield—Manch. Utd. 0-0 !
Manch. City—Burnley 3-2 j
Portsmouth—Middlesbro
Sheff. Utd.—Newcastle
Sunderland—Tottenham
Wolves—Preston
2. deild.
Biackburn—Leeds Utd. 2-2
Brentford—Nottm. Forest 1-1
Bristol R.—Luton T. 3-3
Bury—Fulham 1-3
Derby—Birmingham 2-4
Doncastcr—West Ham 2-0
! Everton—Leicester 1-2
! Hull Cify—Rotherham 1-0
j Lincoln City—Plymouth 2-0
j Notts County—Swansea 3-0
Oldham—Stoke City 1-0
Mikið var um óvænt úrslit.
Blackpool vann West Brom-
wich, sem þar meö tapaði sín-
um fyrsta útileik. Leikurinn
var frábær af beggja hálfu,
en tækifæri Blackpool voru
alltaf rneiri. Matthews skín nú j
bj artar en nokkru sinni fyrr,!
eins og þulurinn sagöi, og réði
vörn WBA ekkert við hann.
Hann lagði fyrir, er mörkinj
voru skoruð. Mortensen, Tayl-
or 2 og Perry skoruðu. Matt-
hews, Mortensen og Johnston
ættu að vera vissir í enska
landsliðið eftir leikinn, að
minnsta kosti bar Mortensen
af Allen hjá WBA, sem sagður
er standa nærri því að koma
í stað Lofthouse. En í Birm-
ingham lék Lofthouse mjög
vel með liði sínu Bolton gegn
Aston Villa, og er hann að
fullu búinn að ná sér eftir
meiðsli. ■ Þá verður erfitt að
koma honum út. Bolton kast-
aði frá sér stigi, en liðið hafði j
haft tvö mörk yfir mest all-
an leikinn.
„Montgomer.y getur leikið í
hvaða heimsliði sem er“, sagði
þulurinn um miðframvörð
Cardiff, eftir að liðiö hafði
burstað Charlton. Hann bar
mjög að Ufton miðframverði
Charlton, sem lék í enska lið-
inu gegn FIFA, og átti létt með
að brjóta niður sókn Charl-
ton. Framlína Cardiff var nú
markgráðug, en það ef nokk-
uð, sem ekki hefir verið hægt
að segja um hana áður. Chis-
holm skoraði „Hat-trich“.
Sunderland lék mjög vel
Eg var að blaða í prestþjón
ustubók Skinnastaðarsóknar
hér um daginn. Þá varð ég
þess vís, að „húsfreyjan á Ær-
læk“. eins og hún er venju-
lega kölluö, hefir átt sextugs
afmæli í haust. Þai’ sem að ég
hefi ekki séð þessa minnzt
í blöðunum, finnst mér rétt
að geta þessarar víðkunnu
konu á þessum tímamótum
ævi hennar. ^
„Húsfreyjan á Ærlæk“ er j
fædd að Hafursstöðum í Öx-!
arfirði hinn 11. okt. 1893, dótt j
ir hjónanna Gunnlaugs Fló- j
ventssonar og Jakobínu Sigur j
jónsdóttur, er þar bjuggu
góðu búi alla sína löngu bú- j
skapartíö. Voru þau hjónj
bæði vel ættuð. Gunnlaugur
náskyldur Gunnlaugi Odds-
syni, dómkirkjupresti og bar
nafn hans, en Sigurjón faðir
Jakobínu var bróðursonur
Gamalíels í Haganesi, sem
var talinn höfuöskáld Þing-
eyinga um og eftir aldamótin
1800.
Halldóra ólst upp í foreldra
húsum og aflaði sér góðrar
menntunar, bæði innan lands
og utan. Snemma tók hún mik
inn þátt í félagslífi sveitar-
innar og þótti þar liðtæk vel,
því að hún er harðdugleg að
hverju sem hún gengur, hrað
mælsk, bjartsýn og útsjónar
söm, en slíkir kostir njóta sín
vel í andstööu við þröngsýni
og sofandahátt. Það má því
segja, að nú um 40 ái'a bil
hafi hún verið aðal driffjöðr-
in og krafturinn í félagsmál-
um sveitarinnar, og hafa ráð
hennar og stjórnsemi jafnan
þótt gefast vel. enda hefir
niikið áunnizt.
Liðlega þrítug gekk Hall-
dóra að eiga Jón Sigfússon,
óðalsbónda að Ærlæk, og hafa
þau búið þar stórbúi og farn-
azt framúrskarandi vel. Hefir
hagur þeirra svo að segja
batnað með ári hverju, en arð
inn af hinu stóra búi sínu
hafa þau jafnóðum lagt í um
bætur á hinni miklu og kosta
ríku jörð sinni. Er þar nú orð
ið ærið myndarlegt heirn að
líta, svo að til mikils sóma
(Framh. á 6. síðu.)
gegn Tottenham og var sá
leikur af háum klassa. Elliot,
kantmaður Sunderland, keypt
ur í haust frá Burnley, bar af
á vellinum, og skoraöi tvö
mörk, og opnaði auk þess fyr-
ir Ford og Bingham. Totten-
ham hafði yfir 2—1 í hléi, en
Sunderland hóf síðari hálfleik
inn með stórsókn, og skoraði
fljótlega þrjú mörk. 10 mín.
fyrir leiktíma skoraði Totten-
ham sitt þriðja mark, og það
sem eftir yar varðist Sunder-
land til að bjarga stigunum.
Úlfarnir reyndu Wright, fyr
irliða enska landsliðsins sem
bakvörð, og hann lék þá stöðu
svo vel, að hann gæti vel leik-
ið hana í enska landsliðinu
með sama sóma og aðrar stöð-
ur, sem hann hefir leikið þar.
Wilshaw skoraði eina markið
í leiknum, og er þetta í fyrsta
skipti í langan tíma, sem Úlf-
arnir vinna Preston. Finney
lék ekki með Preston.
í 2. deild mættust efstu lið-
in Everton og Leicester. Var
þaö góður leikur, sem 50 þús.
manns horföu á í Liverpool.
Rowley og Hines skoruðu fyr-
ir Leicester og bar liðiö rétti-
lega sigur úr býtum. Leikur-
inn varð mjög harður undir
lokin og varð að bera þrjá
menn útaf. Þetta var 13. leik-
ur Leicester án taps, en liðiö
tapaði 22. ágúst fyrir West
Ham í London. Öll neðstu lið-
in hlutu stig nema Bury.
Nottm. Forest jafnaði þegar
4 mín. voru eftir í leiknum við
Brentford, og var það algjört
klaufamark. Notts County
sýndi, að liðið er ekki lélegast
í deildinni, heldur mætti segja
það um Swansea. Hull City
sýndi góðan leik og vann
Rotherham. Þar kom tvennt í
ljós. Rotherham mun ekki
sigra í deildinni og Hull ekki
falla niður, ef liðið leikur eins
knattspyrnu í framtíðinni. f
3. deildunum unnu bæði efstu
liðin Port Vale og Ipsvich og
hafa því sömu stigatölu fram
yfir næstu lið og áður.
Staðan er nú þannig:
1. ðfeild.
West Bromw. 16 12 2 2 45-21 26
Wolves 16 10 4 2 41-23 24
Huddersfield 16 10 3 3 32-17 23
Burnley 16 10 0 6 36-29 20
Bolton 15 7 5 3 26-21 19
Cardiff 16 7 5 4 20-18 19
Cliarlton 16 9 0 7 38-33 18
(Franihald á 7. síðu.)
íslenzkur listmálari
heldur sýningu í París
París, 26. 10. 1953.
Nú um þessar mundir held
ur ungur, íslenzkur listmál-
j ari, Benedikt Gunnarsson,
sýningu á verkum sínum í
I Galerie Saint-Placide í París,
j sem er stærsti sýningarsalur
í Montparnasse-hverfinu, en
,það er eitt aöal listantanna-
hverfi Parísarborgar. Sýning
i in var opnuð laugardaginn 17.
; okt. og lýkur 31. Að venju
|koma listdómar ekki fyrr en
; að enduðum sýningum, en þó
i hefir eitt dagblað borgarinn-
' ar getið um sýningu Bene-
: dikts nú þegar og farið um
hana mjög lofsamlegum orð-
um.
Á- sýningunni eru 18 olíu-
málverk og 21 vatnslitamynd.
Myndir þessar eru allar gerð-
'ar á síðastliðnu V/2 ári, sum-
;ar hér heima, en þó flestar
*í Frakklandi og á Spáni, en
þar dvaldist málarinn s. 1.
sumar. Sýning þessi er fyrsta
sjálfstæða sýning Benedikts
og stærsta einstaklingsmál-
verkasýning, sem íslendingur
hefir haldið í París.
í þessum sömu húsakynn-
um sýndu 5 íslenzkir lista-
menn verk sín vorið 1951.
Benedikt Gunnarsson er fædd
ur á Súgandafirði 14. júlí 1929
og hefir numið list sína hér
í Reykjavík og síðan á konung
lega Listaliáskólanum í Kaup
mannahöfn og málaraskóla
Rostrups Boyesen. Ennfrem-
ur á École des Beaux-arts í
París og Academie de la
Grand-Chaumiere.
Benedikt, sem er vafalaust
meðal okkar efnilegustu nú-
tíma málara, hefir í hyggiu
að halda sýningu í Lista-
mannaskálanum hér í Revkja
vík um eöa eftir áramótin.
S. 1».