Tíminn - 21.11.1953, Síða 6
TÍMÍNN, laugardaginn 21. nóvember 1953.
265. blað.
db
leíkfélag;
REYKJAVÍKDR1*
PJÓDLEIKHÚSID
Sumri hulíur
Sýning í kvöld kl. 20,00
Vultýr á grœnni
trcyju
Sýning sunnudag kl. 20,00
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20. Símar 80000 og 8-2345.
<• ▼ ® .
„M“
Breiðtjaldsmynd.
Mjög óvenjuleg ný amerísk
mynd, sérstæð og spennandi,
leikin af afburða leikurum, hef
ir alls staðar vakið óskipta at-
hygli og er aðvörun til allra
foreldra. Þetta er mynd sem
ekki mun gleymast.
David Hayne,
Hovvard da Silva.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
i SNIÝJA BSÖ
Villi stríðsEiiaðui'
sisýr Iieini
(When Willie Comes Marching
Home)
Skemmtileg og spennandi ný
amerísk gamanmynd.
Dan D,ailey
Corinne Calvet
Colleen Townsend.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIÓ
Sonni* Imiíáua-
Iianans
Ævintýralega skemmtileg og
fyndin ný amerísk mynd í eðli
legum litum.
Aðalhlutverk:
Bob Hope,
Roy Rogers,
Jane Russell.
að ógleymdum undrahestinum
Trigger.
Hláturinii lengir
Híið
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI —
Lokaðir gluggar
ítölsk stórmynd úr ífi vænd-
iskonunnar, sem alls staðar hef-
ir hlotið metaðsókn. — Ath.
myndin verður ekki sýnd í
Reykjavík.
Sýnd kl. 9.
Sprclliikarlar
Bráðskemmtileg ný amerísk
gamanmynd með
Dean Martin,
Jerry Lewis.
Sýndkl. 7.
Sími 184.
h@illasf|ör»iy
Gamanleikur í 3 þáttum.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7. —
Sími 3191.
Síðasta sinn.
AUSTURBÆJARBfé
Utli ökumaðiiriiiu
(Escape to Paradise)
Bráðskemmtileg og falleg ný
mynd.
syngur hinn vinsæli níu ára
gamli kanadíski drengur:
Bobby Breen.
Sýnd kl. 5 og 9.
kl. 7 og 11,15
Alice Halis og
Cltarles IVorman-
Tríó
Sala hefst kl. 2 e.h.
GAMLA BfÓ'
Sýnir á hinu nýja, bogna
„P AN OR AM A“ -T J ALDI
amerísku músík- og ballet- ,
myndina
Ameríkumu&ur í
Purís
(An American in Paris)
Músík: George Gershwin.
Aðalhlutverk:
Gene Kelly
og franska listdansmærin
Leslie Caron.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Auschtvitz
fangubú&irnar
(Ostatni Etap)
Ný, pólsk stórmynd, er lýsir á
átakanlegan hátt hörmungum
þeim, er áttu sér stað í kvenna
deild Auschwitz fangabúðanna í
Þýzkalandi í síðustu heimsstyrj-
öld. Myndin heíir hlotið með-
mæli kvikmyndaráðs Sameinuöu
þjóðanna.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
HAFNARBIÓ
Gullliclllrism
(Cave of Outlavs)
Feikispennandi ný amerísk
kvikmynd í eðlilegum litum um
ofsafengna leit að týndum fjár-
sjóði.
Mac Donald Cary,
Alexis Smith,
Etlgar Buchanan.
Bönnuð börnum innan 16 ára,
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 7 og 9.
Frakkarar
(Röskir strákar.)
Sýnd 1. 5.
IVotíð vatnsorknua
Bændur og aðrir, er áhuga
hafa á vatnsvirkjunum!
Hefi fjölda af túrbínum
og rafstöðvum á góðu verði
til sölu. — Leitið tilboða.
Útvega koparvir, staura,
rör og allt,
er tilheyrir virkjunum.
Ágúst Jónsson
ravm.
Skólavörðustíg 22 sími 7642
Reykjavík
Bakkusi sleppt en
herferð hafin
gegn honum
Danska blaðið Politiken
skýrir svo frá, að áfengisbæk-
ur verði afnumdar í Svíþjóð
á næstunni. Óttast menn, að
mjög aukin áfengisneyzla
muni fylgja í kjölfar þessarar
ráðstöfunar. Sænska ríkis-
stjórnin hefir af þessum sök-
um skipað nefnd sérfróðra
anna til að athuga tillögu þess
efnis, að farin verði gífurleg
herferð, er standi í sex mán-
uði, gegn. neyzlu áfengra
drykkja. Ef þessi hugmynd
kemst í framkvæmd, er ráð-
gert að verja í þessu skyni allt
að 2,3 milljónum sænskra
króna. Öll hugsanleg vopn
verða notuð gegn Bakkusi kon
ungi í þessari herferð, t. d. er
meiningin að semja við alla
blaðaútgefendur, að þeir birti
engar auglýsingar um sölu á-
fengra drykkja.
Pearl S. Buck:
Dularblómið
Saga frá Japan og Bandaríkjunum á síðustu árum.
Fordæmi frjálsra
I»j«Sverja
(Framhaia af 3. Bíðu).
selja íbúð á leigu snýr hann
sér beint til þessarar leigu-
miðstöðvar, sem síðan sér um
leiguna á húsnæðinu. Með
þessu hafa Þjóðverjar komið
í veg fyrir okurleigu.
Leiðir til úrlausnar.
Hvað telur þú, að við gæt-
um helzt lært í þessum efn-
um af Þjóðverjum?
— Ég vil taka það fram til
skýringar, að Þjóðverjar
leggja ekki á það áherzlu að
byggja stórar íbúðir, heldur
minni, ódýrari og hentugri í-
búoir. Þetta tel ég aö við ætt-
um að athuga. Þá tel ég að
ætti að taka upp sérstaka fjög
urra ára áætlun um útrým-
ingu húsnæðisskorts á öllu
landinu. Efnt sé til samkeppni
milli húsameistara og bygg-
ingarfélaga til að lækka bygg
ingarkostnaðinn. Þá verði
stofnaður sérstakur bygging-
arsjóður fslands, sem hafi
það að meginmarkmiði að út-
vega fé til bygginga. Þessum
sjóði ættu ríki og bæjarfélög
að leggja til ákveðna upphæð
óafturkræfa, auk þess sem
honum væri aflað fjár með
öðru móti, t. d. lánum hjá
tryggingafélögum, sölu skatt-
frjálsra skuldabréfa og fleiru.
Við þökkum Hannesi fyrír
upplýsingar hans um þessi fé-
lagslegu vandamál, sem hús-
næðismálin eru, og væntum
þess að land og þjóð eigi eft-
ir að njóta mikils góðs af rann
sóknum hans og störfum í
þeim efnum.
►<♦
Cemia-Desinfector
fer vellyktandi sótthreinsandf
fvökvi nauðsynlegur á hverju
fheimili til sótthreinsunar á,,
Lmunum, rúmfötum, húsgögnumM,
Isímaáhöldum, andrúmsloftl o.,,
|s. frv. — Fæst í öllum lyfjabúð-,,
fcum og snyrtlvöruverzlunum. < i
leik aðhyllast margt það í siðum Ameríku, sem við afneitum
nú. Það munu líða fimmtíu ár, þangað til við finnum jafn-
vægi í þessum efnum. Og hver veit, hvernig umhorfs verður
í heiminum þá.
Josui hlustaði. Kobori var skynsamur maður, sneyddur
öllu því ofstæki, sem faðir hans bjó yfir.
— Ertu ekki hræddur? spurði hún.
— Hvers vegna ætti ég að vera hræddur? sagöi hann. Ég
er af ganialli og íhaldssamri fjölskyldu. Okkur mun vegna
vel á þeim afturhaldssama tíma, sem nú fer i hönd. En ég
kenni í brjósti um þær þúsundir barna, sem nú eru hér í
barnaheimilum, þessi börn, sem eiga Ameríkumenn að feðr-
um en japanskar konur að mæðrum og eru því foreldralaus.
Það var undarlegt, að hún skyldi aldrei hafa hugsað um
þetta. Ef hún hefði fallið fyrir Allen Kennedy, og jafnvel
þótt hann hefði kvænzt henni síðar, mundi harn þeirra
hafa verið foreldralaust.
— Vesalings litlu sakleysingjarnir, sagði Kobori mildri
rödd. Það hefði verið betra fyrir þau að fæðast aldrei í þenn
an heim.
Hún óskaði þess allt í einu, að hún gæti sagt Kobori allt
af létta um það, sem fyrir hana hafði borið. Hann var svo
vingjarnlegur, og góðvild hans var svo mikil. Hún gat vel
hugsað sér hann sitja hljóðan lengi og hlusta á sögu hennar,
og hann mundi kannske skilja, hvers vegna allt hefði farið
j eins og raun varð á. Væri ekki rétt af henni að segja honum
þetta allt, fyrst hún átti að verða konan hans? Hún horfði
á hann án þess að vita, að augnaráð hennar kom upp um
hana.
Hann hló lágt. — Hvaö var það, sem þig langaði til að
spyrja mig um?
— Hvernig veiztu, að mig langaði til að spyrja þig sagði
hún undrandi.
— Andlit þitt er sem opin bók. Ég get nær því lesið hugs-
anir þínar.
) Hún hikaði, var í vafa um, hvort þetta væri rétta stundin
I til að segja honum hug sinn, en hún var þegar sannfærð um,
! að hún ætti að segja honum þetta einhvern tíma, svo að
milli þeirra væru engin leyndarmál.
’ — Þig langar kannske til að spyrja, hvers konar maður
það sé, sem þú ert heitin, sagði hann brosandi.
— Spyr ekki hver kona sjálfa sig slíkrar spurningar? Hún
vék sér undan að svara beint meö því aö bera fram gagn-
spurningu.
•— Jú, áreiðanlega.
Þau sátu á fótum sér að japÖnskum hætti. Hann hafði
tekið sér sæti nokkuð frá henni, og það bil gaf henni traust
! á honum og hugró. Kobori mundi aldrei leyfa sér að snerta
j hana fyrr en þau væru gift. En hann hafði sagt við föður
hennar, aö hann liti svo á, aö þau ættu aö kynnast með sam-
i ræðum.
| Kobori sat þögull um stund. Síðan sagði hann: — Ég held,
í að ég sé ekki mjög erfiður viðfangs. Þau ár, sem ég var her-
!maður, breyttu mér mjög. Nú get ég ekki fengið af mér aö
! deyöa nokki’a veru. Ég get ekki einu sinni fengio af mér aö
drepa mús, ég leyfi þeim að hlaupa frjálst í kringum mig
! fremur en að leggja á þær deyðandi hönd. Og ég er búinn
að hlusta svo lengi á dýrslegar þrumuraddir hershöfðingja
'og liðsforingja, að mig langar mest til að tala í hvíslingum
! það sem eftir er ævinnar. Ég hefi séð menn barða og limlesta
Ifyrir smávægilegar yfirsjónir, svo að þú þarft ekki að óttast,
■ að ég geti fengið af mér að slá barn, hvað þá meira. Ég hefi
í orðiö vitni að svo mikilli grimmd, að ég óska einskis fremur
■ en ástunda mildi og umburðarlyndi. Ef til vill kallar einhver
i það veiklyndi. En eins og ég sjálfur þykist geta staðizt eitur
j grimmdarinnar, sem breiðist eins og farsótt milli manna,
I vona ég aö finna aðrar manneskjur, sem eru sama sinnis,
' og að þeim fjölgi smátt og smátt, svo að grimmdinni verði
að lokum útrýmt úr heiminum.
Hún hafði aldrei heyrt hann tala svo lengi í einu eða af
slíkri alvöru, og hún var honum mjög þakklát. Hún vissi, að
hann gerði þetta, af því að honum fannst sem honum bæri
skylda til að koma fram fyrir hana eins og hann var í raun
og veru, svo að hún kynntist hinu rétta innræti hans. En
hann hafði óafvitandi svarað að nokkru þeirri spurningu,
sem lá henni á hjarta. Ef hún segði honum nú frá því, að
hún elskaði annan mann, mundi hann kannske telja það
skyldu sína að draga sig í hlé, svo að hún gæti gifzt þeim
manni, sem hún unni, eða að minnsta kosti um sinn, svo að
hún fengi færi á að gleyma þeim manni, ef örlögin bönnuðu
þeim að eigast. Vafalaust mundi henni takast að gleyma, og
vafalaust mundi hún breytast mjög. En hún vildi ekki bíða.
Hún vildi giftast sem fyrst, því að skyldur hjónabandsins
mundu dreifa huga hennar frá ásókn þeirri, sem hún hafði
átt við að búa um sinn.
— Þakka þér fyrir, að þú talar þannig viö mig, sagði hún.
Ég virði þig mjög, Kobori Matsui. Ég trúi því, að vinátta
sé æðsta kennd mannanna, bæði meðal karla og kvenna. Ég
vona, að mér takist líka að sýna vináttu.
Hún horfði á hann og vonaði, að augnaráð hennar gæfi
til kynna þær tilfinningar, sem hún hafði lýst í orðum. Öld-
um saman hafði verið stofnað til hjónabanda i Ja,pan án
ástar. Virðing og vinsemd hafði verið nóg. Það hafði að