Tíminn - 22.12.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.12.1953, Blaðsíða 5
291 blaff. TÍMINN, liriðjudaginn 22. desember 1953. ÞriiðjHil. 22. des. Fordæmi Breta og bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Rvík Brezkar stjórnarvenjur hafa lengi verið taldar til fyrirmyndar á margan hátt. Víst er það líka, að þær hafa yfirleitt gefizt brezku þjóð- inni vel. Þeim er það áreið- anlega ekki sízt að þakka, aö brezka þjóðin, sem ekki er fjölmenn á heimsmælikvarða, hefir öldum saman verið ein helztTa forustuþjóð veraldalr. Meðan mörg önnur stórveldi hafa hrunið til grunna eða byltingar kollvarpað stjórn- arskipan þeirra, hefir brezka þj óðin haldið forustu sinni og 1 stjórnarhættir hennar fylgt! lögmálum farsællar þróunar. I Þettá er, eins og áður segir, ^ áreiðanlega mjög mikið að þakka þeim stjórnarvenj um, er skapazt hafa hjá brezku þjóðinni. En stjórnarskipan Breta er byggð á venjum og óskráðum lögum, því að Bret- ar eiga sér enga skrifaða stjórnarskrá. Stjórnarskipaii þeirra byggist þó vafalaust á traustara grunni en nokkurr- ar annarrar þjóðar, því að hún á bjargfastar rætur í meðvitund sjálfrar þjóðarinn ar. Svo sterkar eru þær, að þáð myndi engum valda- manni tjá að reyna að slíta þær. HEin af þessum venjum, sem brezkur almenningur hefir skaþað ög ekki vikið frá á síðari tímum, er að skipta um stjórn meö hæfilegu milli- bili. Að sjálfsögðu hefir þessi regla hvergi verið skráð í lög og verður aldrei. En hún á svo sterkar rætur í hugum almennings, að hún stendur á traustari grunni en nokkur lagabókstafur. Ástæðan er m.a. sú, að þessi venja, hefir gefizt1 brezku þjóðinni vel. Reynsl- j an hefir sýnt henni, að fari sami flokkur lengi með völd, skapast alltaf ýmis konar spilling og kyrrstaða í skjóli hans. Þess vegna er nauð- synlegt að láta nýja menn koma til sögu með hæfilegu millibili og láta nýjar hug- myndir og nýtt andrúmsloft fá að njóta sín. Það hreins- ar burtu margt af því, sem er orðið spillt og fúið, og stuðlar að því, að ekki verði óeðlileg stöðnun, heldur tryggir hæfilega þróun. Þessi venja er talin fremur en flest annað hafa tryggt hina farsælu þróun brezkra stjórnarhátta. Af þeim ástæð- um hefir aldrei skapazt í Bret landi langvinnt kyrrstöðu- tímabil, svipaö þeim, er or- safcað hafa byltingu í mörg- um öðrum löndum. Af þeim ástæðum hefir stjórnarand- staðan orðið ábyrgari, því að hún hefir jafnan getað átt von á því, að ábyrgðin hvíldi á henni innan skamms tíma. Af sömu ástæðum hafa stjórn irnar líka orðið hófsamari en ella, því að þeim hefir verið ljóst, að yrði gengið of langt á einu eða öðru sviði, væri voníaust um að halda meiri hlutanum í næstu kosning- umv: -. .... . Þessi stjórnarvenja brezkra kjósenda hefir oft komið öðr- Frobleg bók og merkileg: Vestlendingar Enska knattspyrnan Lúðvík Kristjánsson: Vestlend- ingar. Fyrra bindi. HeimskrinLla. Reykjavík 1953. Lúðvík Kristjánsson rit- stjóri hefir þegar unnið sér orðstír sem málsnjall og áreið aniegur sagnaritari. Þessi orðstír hans mun ekki! minnka við þessa bók. í riti því, sem þessi bók er fyrrihlutinn af, hefir Lúðvík tekið sér fyrir hendur að rekja merkan þátt í viðreisn- arsögu þjóðarinnar á seinustu öld. Þessum merka þætti hef- ir hingað til ekki verið gerð nein sæmileg skil áður og er hér því vissulega um gott verk og nauðsynlegt að rséða. Sá þáttur þjóðarsögunnar frá seinustu öld, sem hér er átt við, er framlag þeirra Vest , „ f T Vestlendingar, Alþingl og lendinga, sem Luðvik kallar i aiþýðaj Kollabúða- og Þing- SY°’vlÖ1?lsnai íiaiufara vallafundir, Þjóðfundurinn og þjóðarinnar á árunum 1830— 60. Vestfirðingafjórðungur hafði þá mörgum glæsilegum forustumönnum á að skipa, Vestlendingar, Orð og athafn ir, Staldrið við og lítið til átta. Hér er þess ekki kostur að rekja efni þessarar merku ei höfðu mikinn áhuga fyrir; b5]jar er húis vegar atvinnulegum og menningar legum framförum, en hæst af þeim bar þó séra Ólaf Sívert- sen í Flatey. Að frumkvæði hans komst á fót Framfara- stofnunin og Bréflega félagið í Flateý, en þetta hvort tveggja gerði Flatey að eins konar andlegu höfuðbóli Vestfirð- ingafjórðungs um nokkurt skeið. Séra Ólafi komu svo til stuðnings margir hinna glæsi legu forustumanna, er byggðu fjórðunginn á þessum tíma. Þessu fyrra riti skiptir Lúð- vík í eftirfarandi kafla: Vor- menn vestanlands, og segir þar gerla frá hinum merka manni og brautryðjanda, Ól- afi Sívertsen, og helztu fylg- ismönnum hans í fjórðungn- um, Framfarastofnunin í Flat ey, og er þar rakin saga henn- ar í höfuðdráttum, Bréflega félagið í Flatey, og er þar sögð saga félagsins, og loks Tvö árs rit í Vestfirðingafjórðungi, en þau voru ársrit presta í Þórs- nesþingi og Gestur Vestfirð- ingur og rekur Lúðvík efni þeirra. óhætt að segja, að hún hefir að geyma merkilegan fróðleik um menn og málefni Vestur- lands á umræddum tíma. Hún segir frá merkilegum þætti í viðreisn þjóðarinnar og sýnir m. a., að undir hana hafa runnið margar fleiri stoðir en algengast hefir verið a§ telja fram í sögubókum hingað til, þar sem lítið er sagt frá öðrum forvígismönnum á þessum tíma en Fj ölnismönn- um og Jóni Sigurðssyni. Merkilegt er að kynnast skoðunum þeirra forustu- manna, sem hér segir frá. Þar gætir m. a. ýmsra hugmynda, er þóttu róttækar fyrir skömmu síðan, eins og t. d. varðandi tryggingar. Gaman er að lesa grein séra Guðmund ar Einarssonar á Breiðabóls- stað um samtökin, en hún birt ist í hinu skrifaða blaði Bréf- lega félagsins. Þar er hugsjón samvinnunnar ágætlega túlk- uð í stuttu máli. Fleiri atriði væri freistandi að nefna, þótt því verði sleppt hér. En sam- eiginlegt er það öllum þessum í formála segir Lúðvík, aðforustumönnum, að vilja höfuðþættir síðara bindisinsbyrja á því að lyfta þjóðinni verði þessir: Jón Sigurðsson (Framhaid á 6. síðu.) um þjóðum að óvörum, eins og t. d. 1945, þegar Churchill ( missti völdin eftir að hafa' leitt þjóðina til sigurs í þeirri styrjöld, sem komizt hefir. næst því að kollvarpa brezka heimsveldinu. En Bretar létu I ekki sigurfrægð og glæsileik ^ Churchills villa sér sýn. Flokk ur hans hafði farið með völd- [ in nær óslitið um meira en tuttugu ára skeið. Það var ekki í samræmi við þróunar- lögmál brezkra stjórnmála að fela honum völdin áfram. Nú varð að gefa öðrum tækifæri til að sýna, hvað þeir gætu. Verkamannaflokkurinn fékk tækifærið, en missti það aftur eftir sex ár, því að hann hafði ekki fullnægt þeim vonum, sem til hans höfðu verið gerð- ar. í sambandi við þær bæjar- stjórnarkosningar, sem eiga að fara fram í Reykjavík, er gott fyrir kjósendur að hafa þessa brezku venju í huga. Sami flokkurinn er búinn að fara með stjórn í Reykjavík í meira en 30 ár. Það er ekki nema mannlegt, að í skjóli svo langrar stjórnarsetu hafi skapazt margvísleg spilling og kyrrstaða. Það er því orðiö tímabært að skipt sé um og nýir kraftar látnir koma til sögu og reyna getu sína. Dugi þeir illa, má alltaf skipta um aftur. Hinn ríkjandi bæjarstjórn- armeirihluti reynir vitanlega að hræða með því, að allt lendi í glundroða, ef hann missir völdin. Þetta sama hafa allar fráfarandi stjórnir í Bretlandi sagt. Aiinars liggur nú fyrir alveg nýtt dæmi þess, að stjórn Reykjavíkur þarf ' ekki að lenda í neinum glund roöa, þótt hún þurfi eftir næstu kosningar aö byggjast á samstarfi tveggja eða fleiri flokka. Ríkisstjórnin, sem styðst við tvo flokka, hefir afgreitt fjárlögin á réttum tíma, en bæjarstjórnarmeiri hlutinn, er styðst við einn flokk, gefst upp við þessa skyldu sína. Er hægt að fá gleggri sönn- un þess, að kominn sé tími til þess fyrir Reykvíkinga að fylgja hinni brezku venju og gera breytingu á stjórn bæj arins? Urslit s. 1. laugardag: 1. delld. Aston Villa—Cardiff 1—2 Bolton—W.B.A. 2—1 Burnley—Charlton 2—0 Chelsea—Blackpool 5—1 Huddersfield—Arsenal 2—2 Manch. Utd.—Liverpool 5—1 Preston—Middlesbro 1—0 Sheff. Utd.—Portsmouth 3—1 Sunderland—'Newcastle 1—1 Tottenham—Sheff. Wed. 3—1 Wolves—Manch. City 3—1 2. deild. Brentford—Derby 0—0 Bristol R.—Blackburn 1—2 Everton—Luton 2—1 Hull—Oldharn 8—0 Leicester—West Ham 2—1 Lincoln—Doncaster 0—2 Notts. Co,—Bury 0—0 Plymouth—Nottm. Forest 1-—0 Rotherham------Leeds 2—4 Stoke—Fulham 1—3 Swansea—Birmingham 1—3 Úlfarnir náðu aftur forust- unni um síðustu helgi, þar sem West Bromwich tapaði fyrir Bolton. Sá leikur er einn sá bezti, sem verið hefir leik- inn á þessu tímabili. West Bromwich hóf leikinn í „ung- verskum" stíl, og var oft merkilegt hvernig Bolton slapp frá mörkum. Framherj- ar W. B. A. áttu skot í stengur og hliðarnet. í fyrri hálfleik var ekkert mark skorað, en strax í þeim siðari skoraði Lofthouse fyrir Bolton. Ryan jafnaði, og í upphlaupinu kom enginn leikmaður Bolton við knöttinn. Nokkru fyrir leikslok skoraði Lofthouse sig urmarkið. Þrátt fyrir að Úlfarnir ynnu Manch. City, er þó greinilegt, að form liðsins er á niðurleið. City byrjaði vel og eftir 26 mín. skoraði Davie, en Han- cocks jafnaði stuttu síðar úr vítaspyrnu. í síðari hálfleik skoraði Wilshaw og Hancocks, en leikurinn var jafn, þrátt fyrir þennan mun hvað mörk in snerti. Chelsea er nú orðið eitt bezta liðið í deildinni og vann sinn fimmta heimasigur í röð. Blackpool var án John- ston og Matthews og hafði það sitt að segja, en Chelsea hafði yfirtökin allan leikinn. Blackpool skoraði fyrsta markið, en síðan tók Chelsea við. McNichols skoraði þrjú og Bentley tvö. Dregið hefir verið fyrir 3. umferð í bikarkeppninni,. sem fer fram 9. janúar. Verður síð ar getið hér í blaðinu, hvaða lið leika þá saman. Staðán er nú þannig: 1. deild. Wolves 23 15 5 3 57-31 35 West Bromw. 23 15 3 5 61-32 33 Huddersfield 23 12 6 5 42-25 30 l Burnley 23 15 0 8 52-39 30 Bolton 22 9 8 5 39-32 26 Cardiff 23 10 5 8 29-38 25 Manch. Utd. 23 7 10 6 40-33 24 Arsenal 23 9 6 8 45-43 24 Preston 23 10 3 10 50-33 23 Charlton 23 11 1 11 45-44 23 Tottenham 23 11 1 11 38-39 23 Blackpool 22 9 4 9 39-43 22 Chelsea 23 8 5 10 42-48 21 Sheff. Wed. 24 9 3 12 41-54 21 Aston Villa 22 9 2 11 36-39 20 Newcastle 23 6 8 9 40-43 20 Sheff. Utd. 22 8 4 10 39-43 20 1 Portsmouth 23 6 6 11 47-57 18 1 Manch. City 23 6 5 12 29-46 17 [ Sunderland 22 6 4 12 43-57 16 Middlesbro 23 6 4 13 43-61 15 Liverpool 23 5 5 13 43-61 15 2 deild Leicester 23 12 7 4 57-33 31 Doncaster 23 14 3 6 39-25 31 Everton 23 11 8 4 46-38 30 Birmingham 23 11 6 6 51-31 28 Luton Town 23 10 7 6 41-36 27 Nottm. Forest 23 10 6 7 48-35 26 Rotherham 24 12 1 11 44-44 26 Blackburn 22 9 6 7 40-34 24 Leeds Utd. 23 8 8 7 49-44 24 Stoke City 24 6 11 7 36-37 23 Bristol Rovers 23 7 8 8 45-37 22 West Ham 23 9 4 10 41-36 22 Fulham 23 8 6 9 50-46 22 Derby County 22 8 5 9 41-45 21 Lincoln dity 23 8 5 10 36-41 21 Swansea 23 9 3 11 31-41 21 Hull City 23 9 2 12 34-34 20 Plymouth 23 5 10 8 30-39 20 Notts County 23 7 6 10 26-43 20 Bury 23 4 9 10 29-46 17 Brentford 23 5 7 12 17-42 17 Oldham 23 á 5 14 23-48 13 TJrsIit í skóla- boðsundinu Hið fyrra sundmót fór fram föstudagskvöldið 15. desem- ber í Sundhöll Reykjavíkur, Boðssundkeppni stúlkna (10 x33y3 m.) fór þannig: mín. Gagnfr.skóli Keflavíkur 5.02,7 A- lið Gagnfrsk. Aust. 5.04,1 Gagnfr.deild Laug. 5.31,2 Gagnfr.sk. Vesturb. 5.32,4 B. lið Gagnfr.sk. Aust. 5.37,2 Gagnfr.sk. Verknámsins 5.38,2 Gagnfræðaskóli Keflavikur hlaut því bikar ÍSÍ. Boðsundskeppni pilta (20x 33 y3 m.) fór þannig: Menntaskólinn í Rvík 8.31,9 Iðnskólinn í Rvík 8.35,0 Gagnfræðask. Aust. 8.48,9 Stýrimannaskóli og Vélskóli 8.50,2 Verzlunarskóli íslands 9.07,0 Gagnfr.sk. Keflavíkur 9.27,6 Gagnfrsk. Laugarnessk. 9.50,0 Gagnfr.sk. við Hringbr. 10.50,0 Gagnfræðaskólinn við Lind- argötu var dæmdur úr leik. Menntaskólinn hlaut því „Keramikselinn". — Áhorf- endur voru margir. Nýtt smásagnasafn: Ekki veiztu ... Fyrir nokkru siðan er kom- ið út smásögusafn eftir Frið- jón Stefánsson. Nefnist það: Ekki veiztu..... í safninu eru sautján smásögur. Eftir Friðjón hafa áður birzt smásögur í tímaritum og blöðum. Þetta nýja safn hans lýsir verulegri framför. Að vísu eru sögurnar misgóðar að efni og frágangi. Sumar virðast ekki nógu hnitmiðaö- ar, en í þeim flestum er þó brugðið upp athyglisverðum myndum úr mannlífinu. Nokkrar sögurnar mega heita góöar. Einhverjir munu telja það ókost, að sögurnar eru yfirleitt ekki samdar í neinu áróðursskyni, en frá sjónar- hæð annarra er þetta kostur. Nóg er af áróðri í skáldskap, þótt hann sé ekki allur með því marki brenndur. Þeir, sem hafa fylgzt með rithöfundarferli Friðjóns, geta óhætt gert sér vonir um, að hann eigi eftir að taka framförum, því að honum hef ir verið að fara fram til þessa. Þess vegna leggur hann vænt anlega ekki þessa tómstunda- iðju sína á hilluna, heldur leggur rækt við að bæta hana og fullkomna. Þetta mun vera eina smá- sagnasafnið, er kemur frá ís- lenzkum höfundi á þessu ári, Það er illa farið, því að smá- sagan er skemmtilegt skáld- skaparform. Þ.Þ. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.