Tíminn - 24.12.1953, Side 7

Tíminn - 24.12.1953, Side 7
JBLASl-AD TjMANS 1953 Séra Ragnar Ófeigsson: rb | *!* j^| rf* Á ævimorgni og aldarmorgni (1901) um vorið, man ég einn gó‘ð- an veðurdag. í nefi mínu er ilmur af fersku útilofti. Ég er ferðtúinn, fjögra ára kögursveinn og er sett- ur á bak fyrir aftan Ólaf Erynj- ólfsson, ungan vinnumann sr. Ófeigs Vigfússonar, er þá var prestur i Koltaþingum. Hann er að flytja búferlum upp á Lann eða Landmannalirepp, hafði verið kos- inn þar prestur. Með í förinni til fjalla er tvíburabróðir minn, Gretar, er nú nefnir sig Fells. Svo er auðvitað móðir mín, Ólafía, dóttir Ólafs gamla í Lækjarkoti. Degi fyrr liafa farið tvær kerling- ar — amma mín, Margrét Sigurð- ardóttir frá Arnarbæli í Grímsnesi, ofursmá vexti og smáfelld, og Sigga gamla, stórskorin, líkami hennar allur letraður þrældómsrúnum, skókreppt og strýhærð, nornarleg hið ytra, en átti inni fyrir engil- blíðu handa börnum. Svo er ung stúlka, stillileg, Ingigerður, systir Ólafs. Ekki vissi ég þá og enginn, að Gerða ætti fyrir höndum 52ja ára dvöl með foreldrum mínum og síðan mér einum. Svo mun verið hafa í förinni til fjalla gamall spekingur, Steðji, fer- fættur með tagl og fax, meö und- arlega hvít augu (glaseygur), þol- inmóður og stilltur og þó dálítið glettinn. Öruggt var ekki að hafa lykilinn i skránni í Guttormshaga- skemmu, því að Steðji sneri lykl- inum með kjaftinum og opnaði og fékk sér fisk eða annan glaðning, ef svo bar undir. Nærri því alla ævi hló faöir minn, sr. Ófeigur, er hann mundi eftir Steðja við eftirfarandi atvik: Steðji stóð á hlaði og lét höf- uö síga og lygndi aftur augum. Virtist alveg horfinn í sjálfan sig eins og indverskur Yogi i stjarfa. Köttur reikaði þarna um hlaðið, grábröndóttur og gersemi mikil og virtist ekki vera í heimspekilegum hugleiðingum. Kisa trítlaði að fót- um Steðja og nam þar staðar. Allt í einu vaknar Steðji úr dval- anum, þrífur með kjaftinum (þið fyrirgefið svona óvirðulegt orð um munninn á þessum vitra hesti) í bakið á kisu og hefur hana á loft. Svo óvænt var þetta tilræði, að kötturinn áttaði sig ekki í fyrstu, en á næsta augnabliki vatt köttur- inn sér við og læsti klónum í sncppu Steöja, er sleppti þegar. Þessa kattargersemi þráðum við bræður að færa Landmönnum á- samt presti þeirra, en það gat nú ekki orðið, því að þegar taka skyldi kisu, hljóp hún eins og kólfi væri skotiö eitthvað langt suður götur og er því miöur úr sögunni. Svo var svarti Klói, gamall garmur, sígelt- andi og elliær. — Bróðir minn var að baki föður sínum, en eins og fyrr segir, sat ég á hesti fyrir aft- an Ólaf Brynjólfsson. En á baki honum var bundin gamla klukkan og þegar hann lét hestinn greikka sporið, hringdi klukkan og söng í henni við hvérja hreyfingu. Ég get því sagt, að klukkan hringdi mig upp til fjalla inn í hina fögru Land- sveit á því Herrans ári 1901. Mig minnir, að við kæmum árla dags að Fellsmúla. Veður var harla fagurt, maæíp verveour Ekki man ég gerla, hvernig fjöDin töluðu við mig, en bezt fannst mér Búrfell heil^a mér, eins og það hefði beð- ið eítir mér frá eilífð; ég fann á mér, að bað var eldgamait. Mar- grét, amma mín og Sigriður gamla fögnuð'u okkur við þröskuld og svo maður gamall, geysihár vexti, í hvítum strigafötum. Ég fékk brátt að vita, að hann hét Helgi Hann- esson og var fjármaður hins brott farna prests og átti að taka við því starfi hjá föð'ur mínum. Iíann var stórskorinn, með hátt nef og fas- mikill nokkuð. Brátt sáum við bræður, áð Helgi gamli rækti undarlega venju. Ef honum vár mikið i hug eða varð hýr af víni, rak hann tunguna milli vara sér og sleikti út um, ótt og titt. Var þetta kækur hans. Eitt sinn varð Helgi gamli hreifur af víni og sleikti duglega út um. Gengum við bræður þá beint fram fyrir hann og lékum eftir honum kækinn og spurðum: „Af hverju gerir þú svona, Helgi?“ Helgi svar- aði: „Ég geri svona greyin mín, ég geri svona.“ En eigi reiddist hann. Bróðir Helga var Þorleifur, er þá var niðursetningur í Stóra-Klofa, holdsveikur, og getur hans síðar. Eigi liðu langir tímar þangað til mjög tók að fjölga kringum mig af nýju fólki og í endurminningunni er jólabjarmi yfir þvi ölíu. Þegar ég rifja upp fyrir mér árdaga aldar- innar á hljööri stund, opnast hól- arnir og huldufólkið birtist mér, flest dáið og ég blessa það. Bók- staflega voru sumir bæirnir i Land- mannahreppi um aldamótin 1900 eins og hólar, grafnir innan, og þá minnist ég einna greinilégast kot- bæjar, er bar nafn hins forna stór- býlis, Stóra-Klofa, þar sem Torfi Jónsson sýsItxiaC:::* r"zli ;e::?*un og crottnaði yfir Rangár- og Ár- nessbingum. Það var 'fiann, er tók rökk á sig og iét crepa Lénharð' fó- geta. Nú var sandurinn búinn að herja : lönd Torfa cg bærinn flutt- ur á útjaðar, á græha. grund hjá niðandi læk. Þar var undurfagurt. Þegar hér er konxiö sögu bjó þar Heljar-Drafi, en þessu nafni nefndi hann sig, bóndinn í Klofa, Filippus Sæmundsson frá Fossi á Rangár- völium. Furðanlega var hann létt- lyndur, þótt hann væri bæklaður cg haltur, tröllriðinn af liðagigt og þrældómi æskuáranna. Varla var láandi, þótt „Fusi“ fengi sér stundum hressingu af víni til þess að liðka hin stirðu liðamót. Hætti honum þá stundum við að verða einnig i máli og henti sjálfur gam- an að, kallaði sig Heijar-Drafa. Hér segir frá Heljar-Drafa nokkru gerr. Hann var allhár vexti, ennismikill og fjöreygur, enda létt- ur í lunö. Þrekinn xnjög og hönd- in heit og þylck. Var og tálinn gild- ur að afli cg á yngri árum harla knár. Og enn var hann með beztu sláttumönnum, hvatti ljá sinn vel og dró ekki af sér. Á mínum fyrstu jólum í Lantísveit póttist ég eign- ast mynö.e'ða málvsrk aí Heljar- Drafa. Það var t;g':"-'óngurinn í HolmMaðssnUur1''*’'' ^mlú: Nefið var eins, og andlitið að mestu, en kóróna og veldissproti á spila- myndinrJ. var auðvitað of stór- kostlegt fyrir Heljar-Drafa, sem rikti að:ins yfir nokkrum sauða- skepnum og tveimur eða þremur hestum. Meðal þeirra var góði Skjóni, er honum þótti vænna unx en flest annað : þessum heimi. Ein af fyrstu endurminningum mínum í Landsveit er kirkjuganga að Skarði og heimsókn í höll Heljar-Draía konungs án kórónu og sproía, er réð ríkjum rétt hjá kirkjunni. Er við bræð.ur, tvíburarn- ir„ nærii fimm vetra, gerigum í kirkju, voru báðir feimnir og fannst okkur ærimx vandi að lifa þarna í guðs hú:i, þar sem ötal augu hvíldu á þessr.m litlu mönnunx. Gretar (Fells) tók það ráð að ganga inn með lokuö augu. Hugði hann, að enginn gæti séð hann, er hann sá ekkert sjálfur, eins og strúturinn, sem stingur höfðinu i sandinn. Ein- urð mín var engu meiri, þótt augu mín væru opin. Bar nú margt fyr- ir augu. Musterishvelfing mikil, þar sem daufar stjörnur glitra, en veggir rauðbleikir, mjög fagrir. Kristalshjálnxur með ljósbrotum. Á kórgafli málverk, dýrlegt snilldar- verk. Kristur með tólf postulum í litklæðum, sitjandi við kvöldmál- tíðarborð. (Dr. Jón Helgason segir löngu seinna í vizitasíugerð unx þetta málverk: Iila gerð stæling af málverki Leonardo da Vinci.). Og söngur og hljóðfærasláttur. Við orgelið situr ungur maður, íturvax- inn og sviphreinn, Guðlaugur frá Króktúr.i, og hjá honunx frændi hans, Filippus á Hellunx. Hann heldur á bók í lxendi sér og Guö- laugur lítur stöðugt á hana og syrigur um leið og hann spilar. Og margt fóik er umhverfis þá frænd- ur, ungt íólk og hamingjusamt. Það á svo gott, er orðiö stórt og kann að syngja þessi fögru lög frammi fyrir öllum lýðnum. Þessi kjarkur miklast mér og ekki skil ég, hvernig faðir minn getur það, sem hann gerir: Farið í svarta hempu og síðan í hvítan serk og þar utan yfir í rauða kápu með gylltum krossi á baki. Ég sárvor- kenndi honunx að standa frammi fyrir öllum og siðan að ganga upp í stólinn og tala einn um eitthvað ofar mínunx skilningi. Þótt ég sé einurðarlítill, litast ég samt um fram fyrir mig og út undan. Ég sé tóma karlmenn í kór, en veit af kvenfólki að baki nxér. Ég sit hjá mömnxu fremst í kvennastólum að norðanverðu. Við altarishornið að sunnan lít ég svipmikinn mann, Eyjólf í Hvammi. Enni hans er und- arlega hátt, hann er sköllóttur heyri ég að sagt er. Ég á eftir að sjá hann æci oft á heimili mínu og brátt fer mér að þykja vænt um hann, hann gefur mér og bróður mínum oft stóran silfurpening, 2 krónur, og það’ er rneira en lítið fé. í stólnum hjá mömmu situr Guð- rún Kolbeins, tengdamóðir Eyjólfs, gömul koua fríð sýnum. Hún kall- ar okkur bræður frændur og gefur okkur oft silfurpening, blessuð gamla konan. í kór út frá Eyjólfi, sitja nokkrir fremur smávaxnir menn. Ég veit, að befr eru a""'tax- frá Heklufjöllum. Ófeigur gamli og Ófeigur yngri frá Næfurholti. Enn fremur Jón Ófeigsson og svo frænd- ur þeirra, Árni í Helli og Jón bróð- ir hans. Ég sé að Næfurholts'oræður lit- ast mjög um i kirkjunni, augu þeirra reika og horfa upp og niður, til hægri og vinstri. En gamli Ófeig- ur horfir fast og virðist lítils leita. Og svo blasir við nxér á lausurn bekk býsna gildur drengur. Augu hans hlæja við mér. Ég fæ seinna að vita, að þetta er Heljar-Drafi. Ég endist ekki til að benda lesandan- unx á fleiri fornnxenn frá aldar morgni og læt huldufólkið mitt hverfa. Eigi löngu eftir þessa kirkjuferð færir manxma okkur í sparifötin og fer meö okkur í heimsókn til Heljar-Drafa. Mig minnir, aö veöur hafi verið vormilt og fuglasöngur í lofti. Leið okkar lá hjá Skarði. Þar voru börn á stétt- um, sum eldri en ég, litil, ljóshærð telpa yngri. Síðan höldum við austur fyrir kirkjuna og ein fyrsta torfæra ævi minnar verður á leið. Steinstíflur á Klofalæk. Þá kemur Heljar-Drafi haltur mjög og skakkur og leiðir okkur við hönd og ég finn, að ó- þarft er að vera hræddur með þess- um manni og því siður feiminn við hann. Síðan göngum viö fram fyr- ir grasi gróinn hól. Þar eru dyr til inngöngu og til hliðar afar þykk gluggatóft. Nú fer móðir min fyrir og við bræður komum á eftir. Dyr opnast inn í baðstofu. Þar er ekk- ert hallargólf, það er moldargólf og gegnt dyrum sé ég mann, er ég get aldrei gleymt síðan. Hann er geysi stór og hrikalegur og hálfrís upp af fletinu, er hann sér gestina koma inn. Mér sýnist hann allur skjálfa. Augnahvarmarnir eru allir mjög rauðir og undarlega dregið úr andlitinu. Mamma réttir honum hlýlega höndina. Mér sýnast fingur hans undarlega stuttir og suma vantar. Hann ætlar að rétta okkur bræðr- um þessa handarhryggðarmynd, en þetta þorum við ekki, að snerta þessa ófreskju. Hann lætur hönd- ina síga án svipbrigða, andlitið er svo undarlega tómlegt. Við hröðum okkur fram hjá honum og sjáum 2 konur, systur. Önnur er Sesselja, bústýra eða kona Heljar-Drafa, hin er Hildur systir hennar. Sesselja er ljúf í bragði, með mildan svip, fríS sýnum. Hildur er öll hrikalégri. Báðar komnar á efri ár. Þrifalegt er inni í bænum, skarsúð og þiljaður gafl. Lítið borð við gluggann. Eigi man ég, hvaða orð fóru á milli, en góður beini var veittur og sólskin var í bænum, en ömurlegur skuggi yfir fletinu gegnt dyrum. Þar situr eða hvílir holdsveiki maðurinn, Þorleifur Hannesson, niðursetningur hjá Heljar-Drafa. Aldrei myndi Heljar-Drafi hafa dæmt bróður sínum svona harðan dóm, aö rotna lifandi. En það hef- ur Drottinn gert eða örlögin — en hversvegna? Móðir mín talar hlý- lega við þennan auma mann og þegar hún fer, skilur hún einhverja gjöf eftir á rúmi hans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.