Tíminn - 24.12.1953, Side 27

Tíminn - 24.12.1953, Side 27
JDLABLAÐ TIMANS 1953 27 SÖGULEG SJÖFERÐ Framh. af bls. 21. Allt í einu kemur skipseigandinn, sem var einhver ríkasti og aösóps- mesti bóndinn undir Útfjöllunum, i meira lagi ölkær og stórorður, en í rauninni bezti drengur, og for- maöurinn meö miklum asa og ira- fári. Eru þeir orönir alldrukknir og hafa hátt um sig. „Eruö þið allir sofnaðiir, helv. loddarnir ykkar? Gátuö þiö ekki verið tilbúnir og búnir aö bera á?“ segir skipseigandinn, og tekur for- maöur í sama strenginn. Einhver hafði orö á því, að okk- ur hefði aldrei verið sagt að gera þaö, enda væru margir á því, að 'sjórinn væri orðinn vondur. Þá gellur formaöurinn við og segir þetta, sem síöan er nafn- frægt orðið: ) „Hvern djöfulinn er áð marka brimið.“ Er ekki um það að orðlengja, að okkur var þarna með harðri hendi og stóryrðum skipað að bera á. En þótt formaöurinn væri drukkinn, leit hann samt eftir, aö það væri forsvaranlega gert. Skal ég þá í fáum orðum lýsa fermingunni. Svo að segja allur farangur var þegar úti í Eyjum bundinn i klyfj- ar, bæði til þess, að sem minnst skyldi fara fyrir honum, og svo að hann væri betri átaks, þegar af var borið í lendingunni. Öll þunga- vara, sem helzt mátti blotna, svo sem kol, tros o. fl., bar látið í botn- inn og þá helzt um róðurinn. En þar varð þó að vera svo rúmt, að hægt væri að njóta sín við árina. Annars varð að koma öllum aöal- farminum fyrir í báöum endum skipsins, barka og skut. Oftast var tveimur laghentustu skipverjun- um falið að ganga frá farminum, því að afar miklu gat munað, hve haganlega honum var fyrir kom- ið. Því, sem allra sízt mátti blotna, svo sem sykurkössum og ööru því líku, var reynt aö koma fyrir fram á, því að venjulega var ekki farið í því veðri, að óttast þyrfti ágjöf, sízt að framan. AÖalhættan var, að sjór gengi yfir í lendingunni og þá auövitað helzt aftan yfir. Mest- ur vandinn var aö foröast háferm- ið. En höröu hausabaggarnir, sem síöast eða efst komu, voru fyrir- feröarmiklir og gerðu mest til að auka það. Ég man eftir axlarháum hlaða, þegar staöið var á þóftun- um. Möstrin voru venjulega reist áð- ur en fermt var og seglin bundin upp með möstrunum eöa lögð aft- ur og fram milli háfermis-hlað- anna. Sama var gert við borðviö, ef hann var með í förinni, þaö er að segja, ef það var ekki nema lítið eitt. Annars var trjáviöur ávallt hafður í „flota“ á eftir og létti það ekki beinlínis róöurinn, ef logn var. Barning þýddi ekki að reyna. Þá vik ég aftur aö störfum okk- ar hásetanna við ferminguna. Allt gekk sæmilega og gerðist fátt sögu- legt. En þegar langt var komið því starfi, kom formaðurinn hlaupandi með hausabagga í fanginu, en var þá ekki orðinn fótvissari en þaö, að hann steig niöur á milli skips- ins og bryggjunnar og steyptist á kolsvarta kaf með baggann í fang- inu. Bagginn flaut ofan á honum, en hélt honum a'o hckkru leýti up'pi og ekki sleppti hann. tökum á.hon- um fyrr en búiö var ao drasia hvcru tveggja upp í skipið. Xokkuð mun það hafa hlíft honum vio bleytu, að hann var korainn í fcrókina og skinnstakkinn og bakbundinn. En ekki trúi ég öðru en að skyrtan hafi orðið köld og óholl i hálsmálið. Og eitthvað mundi okkur, nú á dögum, þótt hafa aílagast „hálstauið“ við sundæfingu þessa. En ekki !:rá honum sérlega mikið. Hann ök sér lítið eitt, yppti öxlum, hió hátt og sagöi: „Þetta er eln.i ónýtt til að drepa á sér helv. lúsin . " Ég skal geta þess, að þetta var aöeins gaman, því heimili hans var hreinlátt í bezta lagi. Nú var okkur ekkert að vanbún- aði, nema hvao einstaka maður þúifti að skreppa upp í búðina og fá sér viðbót á ílöskuna. Þá voru allir látnir fara upp í og aögætt, hvort ekki væri oíhiaðið. Sjórinn lék um naglfar á öðru borði og var það dæmt hæfilegt, en háfermi var töluvert. Loft var nú orðið allþykkt, en logn. Allir aörir voru hættir vi'ö að leggja til lands vegna útlitsins og safnaöist því mikill fjöldi, bæði Landmenn og Eyjamenn, niður á bryggju til þess að telja úr og vara okkur við ferðalagi. Heldur var þeim aðvörunum ó- kurteislega svarað, sérstaklega af hendi stórbóndans, sem áður er nefndur. Síðast kom Þorsteinn læknir Jónsson alveg niður á bryggjusporð og sagði: „Það þýðir ekkert fyrir ykkur að fara. Annaðhvort verðið þið að snúa aftur eða þið drepið ykkur.“ Læknirinn var alþekktur að því a'ð hafa mjög vel vit á sjó og láta sér annt um að ekki væri lagt út í r.eir a ófæru, enda var hann upp- alinn rétt við brimgarðinn — á S;c kkseyri. Aðvörunum læknisins svaraði fyrrnffndur skipseigandi þannig: „Kaltu helv. kjafti. •— Snáfaöu heim og farðu að þjónusta kerling- una þína.“ Reyndar var síðari setn- ingin töluvert mergjaðri en þetta. Eí-.'.ir þetta var okkur með harðri hendi skipað að leysa frá bryggj- unni og leggja út. Ekki var áralagið beinlínis fallegt til a.b byrja með, eitihvað af -árun- i’n i sjó en hinar uppi í háalofti. En smám saman lagaöist það samt. Kvað sem öðru leið, var samt haldið venjunni, að lesa „bænina,“ þegar komið var almennilega á stað, endá sjálísagt ekki vanþörf á því eins og allt var í garðinn búiö! En smeykur er ég um, að hugur einhverra hafi ekki verið sem fastastur við bænagjörðina, því að upp úr miðjum lestrinum kvað við rám og há rödd: „Þarna fór helv. tapþinn í aust- urinn — en róið þið samt eins og rnenn og hættið þessu bölvuðu blaðri.“ Þegar kom austur í Flóa, fór að kaltía úr hafi. Voru þá sett til segl cg róið undir. Kaldinn fór vaxandi eftir því sem lengra kom .og færð- ist meira til austurs. Var siglt næsta vindi og róið á kulinn með- an gagn var að, því að þá þótti taka betur. Sjór var sæmilega slétt- ur, en engum duldist, að allþung undiralda gekk af hafi. Með því aö sigla næsta vindi, sem fyrr seg- ir, mátti búast við að ná þangað, sem skipin höfðu verið og bezt var að lenda. Dimmt var í lofti og komin töluverð rigning og því skuggsýnt um lágnættið. En svo mikið sást, þegar „innundir“ kom, að engum duldist, að ekkert viðlit væri að lenda, jafnvel þó að al- I t Raltsírarvél. Sláttuvél eg snúningsvél, 11 h.a. loftkæld dieseldráttarvél Víxlplógur, Deutz-drátfarvélar með loftkældum dteselvélum Kartöfluupptökuvél, Áhugi bænda fyrir dráttarvélum með dieselvélum heíur glæðzt mikið með hækkandi verði á benzíni og er það eðlilegt, þar sem olíukostnaður dieselvéla er aðeins um fjórði hluti af benzínkostnaöi við sömu aíköst. Beutz-dráttarvélarnar eru með loftkældum dieselvélum og hefur loftkælingin í för með sér einfaldari byggingu vélanna, viðkvæmt kælivatnskerfi hverfur, auk þess sem slit og olíu- eyðsla minnkar. Samkvæmt opinberum skýrslum orsakast fimmta hver mótor- truflun af bilun í vatnskælikerfi. Deutz-dráttarvélarnar eru framleiddar í stæröunum 11 h.a., 15 h.a., 30 h.a., 42 h.a. og 60 h.a. 11 h.a. Deutz-dráttarvélin er mjög hentug til heyvinnslustarfa, við, garðræktun og við létta jarðvinnslu. 15 h.a. Deutz-dráttarvélin er hentug til allra heyvinnslustarfa, jarðræktar og annara landbúnaðarstarfa. Útsöluverðið er kr. 29.800.00. Fiutningskassi með sturtu, Skriðbelti. Leitið upplýsinga um Deutz-dráttarvélarnar með loítkældu ílieseívélunum. wm#* £Ti ÍMri \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.