Tíminn - 24.12.1953, Qupperneq 39

Tíminn - 24.12.1953, Qupperneq 39
JDLABLAÐ TÍMAN5 1953 39 Sökum þreytunnar hefi ég enga matarlyst, svo að ég hátta tafar- laust og fell brátt í væran, círaum- lausan svefn. Þetta hefir verið erf- iður og langur starfsdagur, svo að hann verður mér minnisstæður ævilangt. Þótt þessi ömurlega jólanótt sé liðin og hinu erfiða dagsverki lok- ið og sögu minni 'raunar þar með líka, var ég alls ekki búinn að ljúka mínu hlutverki. Á jóladaginn lá ég að mestu fyrir og naut því engrar jólagleði sökum þreytu og lasleika. En á annan jóladag var ég aftur á móti mun hressari, enda hafði ég hvílt mig vel. Og nú var mér lika skylt að fara niður á pósthús eftir hádegi og skila þeim bréfum, sem höfðu ekki komizt til viðtakenda, annað hvort vegna þess, að heim- ilisfangið var beinlínis rangt eða það hafði mislesizt og átti því að fara á annað- útburðarsvæði. — Þegar þangað kom, tóku hinir fast- ráðnu bréfberar til við sundurlest- urinn á ný og leiðréttu villur eftir föngum, því að það er næstum sem þeir viti skil á hverju mannsbarni í þessum stóra bæ og geti sagt til um hið rétta heimilisfang. Nokkur vanskilabréf verða þó eftir, þar sem enginn maður veit, hvar viðtak- endur er að finna. Nokkuð hefur enn borizt af bréf- um einhvers staðar að, og eru þau lesin í sundur, ásamt vanskilabréf- unum; síðan fær hver maður sinn skammt, og við bréfberarnir höld- um af stað. Þessi bréf eru ekki fleiri en það, að útburður þeirra tekur ekki nema tvo til þrjá tíma, en milliferðir og töfin á pósthúsinu, á meðan við biðum eftir bréfunum, tók um eina klukkustund. — Þó að Jjetta sé raunar ekki strangt dags- verk, er það þó nóg til þess, að dagurinn fer allur forgörðum fyrir mér, og ég nýt engrar jólagleði að þessu sinni. Á gamlársdag endurtekur sig sama sagan, nema nú tekur þetta allt mun styttri tíma. Við erum til staðar á pósthúsinu á tilsettum tima og tökum á móti áramóta- póstinum. En nú eru bréfin næst- um því helmingi færri en á a'5- fangadag, svo að það tekur ekki meira en sjö til átta tíma að bera þau út til viötakenda, enda þótt útburðarsvæðið sé heldur stærra, því að bréfberunum hefur víst fækkað eitthvaö. Og á gamlárs- kvöld er þessu öllu lokið. Kaupið mitt sæki ég kringum miðjan janúar, og reynist það vera 220 krónur. Mér finnst, að ég hafi áreiðanlega unnið fyrir þeim, þar sem vinnutíminn var samtals kringum 25 klukkustundir. Heiit ár líður. Efnahagsástæður minar hafa ekkert batnað, svo að ég neyðist til þess að sækja um sama starfið aftur, án þess að ég sé búinn að gleyma þeim þjáning- um, er ég varð að líða um síðustu jól. — Nú endurtekur sig sama sag- an, nema hvað nú eru bréfin enn þá fleiri og útburðarsvæðið dálítið stærra en árið áður. En það sem gerir gæfumuninn er, að nú er ein- muna tíð og unaðsleg veðurblíða, svo að á betra verður ekki kosið. Það er þessu dásamlega veðri að þakka, að mér tekst að Ijúka út- burðinum klukkan ellefu á jóla- nóttina að þessu sinni. En þegar ég sæki kaupið mitt laust fyrir miðj- an janúar, verð ég sem þrumu lost- inn af undrun, því að ég kemst að raun um, að það hefur lœkkað um tuttugu krónur frá því árinu áður Og þó hefi ég þurft að greiða far- gjaldið sjálfur fyrir allar ferðirn- ar fjórar og báðar leiðir, eða átta feröir alls, því að blessað pósthús- ið lagði mér til enga farmiða að þessu sinni. — Það verður þvi ekki sagt, að kaupið beinlínis freisti manns til’ þess að gerast bréfberi á jólanótt. Svipmyndir... (Frumhald af 2. síðu) Þorlákur steig af baki. Hann minntist við mömmu og bað um leið guð þess að þurrka úr huga hennar allar raunir þeirra ára, sem hann hafði verið erlendis. Ragn- heiður og Eyvara, Jón Loftsson og allir hinir fylgdu henni eftir. Jón bauð þeim öllum inn í bæinn. Þor- lákur leiddi mömmu. Fátt var tal- að. Falslaus elska og heilagleiki Þorláks hafði snert þá alla. Við borðið skröfuðu þau ýmist margt eða þögðu. Nýtt og gamalt bar á góma. Þorlákur og Halla urðu fyrst til að þakka fyrir sig og fara út. Öll- um þótti það sjálfsagt. Svo margt áttu þau ótalað eftir öll þessi ár. Þögn varð í salnum, er þau géngu út. Liðnu árin stóðu nokkrum þeirra, sem eftir voru við borðið, allt i einu mjög skýrt fyrir augum. En þau þekktu Þorlák. Þótt hann kynni að segja beizkan sannleik, þá var hann alltaf góður, hann mátti segja hann. „Hann Þorlákur er ekki eins og hinir, sem lengi hafa dvalizt er- lendis,“ sagði einn úr hópnum. l

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.