Tíminn - 30.12.1953, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1953, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 30. desember 1953. 295. blaff. Járnbrautarslysið í Nýja Sjálandi: Eldfjallalón tæmdist, flóðið svipti brúnni af, aðvörun árangurslaus TaliS er, að milli 180 og 190 manneskjur hafi farizt í hinu segilega járnbrautarslysi, sem varð á jólanóttina í Nýja Sjá- landi. Þetta er mesta járnbraut- arslys, sem orðið hefir í sögu Nýja Sjálands og eitt hið mesta, se morðið hefir í heiminum fyrr og síðar. Hraðlest þessi var á leiðinni frá Wellington, höfuð- borg landsins, til Aucklands, sem er önnur stærsta borg þess og stendur á norðurodda eyjarinn- ar. Slysið varð í nánd við bæinn Wadouru. Járnbrautarbrú hafði fallið í ána Wangwaehu, og ók lestin beint í árgljúfrið með 90 km. hraða. Einvagninn og fimm fremstu farþegavagnarnir fóru fram af. Þegar tengslin milli fimmta og sjötta vagnsins brustu, varð lestarstjóranum, sem staddur var í farangurs- vagni aftast í lestinni fyrir að grípa í neyðarhemlana, svo að síðustu vagnarnir staðnæmd- ust á barmi tortímingarinnar. Sjötti vagninn vó salt um stund á bakkanum en steyptist svo í djúpið á eftir hinum, en öllum farþegunum tókst að bjargast út áður. Eldgos gerði smá á að stórfljóti. Wangwaehu-áin er venjulega aðeins smáspræna, en þegar slysið varð, var vatnsborð henn- ar sjö metrum hærra en venju- lega. Formaður Alpaklúbbs Nýja Sjálands, J. H. Rose, sem er tengdafaðir Hillary Everest- kappa, segir að flóðið stafi frá eldgosum eldfjailsins Ruapehu árið 1945. Við þetta eldgos stífl- aðist afrennsli gígvatns eins al- gerlega. Eins og við Grímsvötn. Síðan hefir vatnsborð þessa gígvatns verið að hækka þar til það brauzt fram gegnum jökulhaft á Þorláksmessu og fann sér framrás í farvegi Wangwaehu-árinnar. Vatnið tæmdist algerlega á þennan hátt á skömmum tíma. Virðist þarna hafa átt sér stað svipað náttúrufyrirbrigði og gerast við Grímsvötn og hin miklu Skeiðarárhlaup stafa frá. Eldfjallið Ruapehu er þrjú þúsund metra hátt og hæsta íjall landsins. Björgunarmenn Útvarpið Étvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Barnalög (plötur). 20.30 Hávamál, — upplestur og tón- Jeikar. 22.10 Sinfóníuhljómsveitin; Rudolf Ganzhorn stjórnar. 22.40 Sinfónískir dansar (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Árnað heilla Hjónaefni í Borgarnesi. Um jólin kunngerðu hjúskap- arheit sitt ungfrú Gunnfríður Ólafsdóttir verzlunarmær hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og Helgi Runólfsson bifreiðarstjóri, einnig hjá kaupfélaginu. Eiinnig ungfrú Sigrún Guð- bjarnardóttir frá Straumfirði og Steinar Ingimundarson bifreið- arstjóri. Trúlofanlr. Sunnudaginn 20. þ. m. opin- beruðu trúlofun sína, ungfrú Sig urlaug Bjarnadóttir frá Vigur, blaðamaður og Þorsteinn Thor- arensen, blaðamaður. Á jóladaginn opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sigurbjörg Björnsdóttir frá Drangsnesi og Jón Sturluson, rafvirki, frá Suð- ureyri við Súgandafjörð. eftir slysið sögðu, að vatnið í ánni hefði verið volgt eins og frá heitum lindum og af því lagði megna brennisteinssvækju. 2G7 farþegar í hraðlest. Slysstaðurin nvar 270 km. norð ur frá Wellington. Hraðlestin ók þar með 90 km. hraða á klukku- stund og 267 farþega í vögnum sínum. Aðeins 103 þeirra um- flúðu dauðann og um 30 þeirra svo meiddir að þeir urðu að fara í sjúkrahús. Margir þessara far- þega voru að fara til Auckland til þess að fagna drottningunni og manni hennar við komuna til Nýja Sjálands. Þarna voru og heilar fjölskyldur á leið til ætt- ingja og vina, sem þær ætluðu að dvelja hjá um jólin, og mæð- ur höfðu sofandi börn í fangi. Farþegar þeir, sem lífs komust af úr ánni, segja, að engu hafi verið líkara en lestin tæki allt í einu flugið. Svo heyrðist brak í gleri og járni og síðan yfirgnæfði allt yfirþyrmandi óp kvenna og barna, er vatnið fossaði inn í vagnana. Árangurslaus aðvörun. A. C. Ellis, póstmaður í smá- bænum Wadouru rétt við ána, hafði séð er flóðið svipti stöpl- unum undan járnbrautar- brúnni og brúin féll niður. Hann vissi, að Iiraðlestin var á næstu grösum. Það var liðið frám yfir miðnætti, og hann vildi gera ýtrustu tilraun til að stöðva lestina. Hann greip neyðarveifu og stökk út á brautarteinana með lukt í hinni hendi. Þessu veifaði hann esm óður væri, er hann sá ljós lestarinnar nálgast, en sá sem stjórnaði Iestinni virtist ekki sjá það eða þá að lestin var á of mikilli ferð ti lað geta heml- að. Ellis varð á síðasta andar- | taki að stökkva út af brautinni j til þess að verða ekki undir lestinni. 1 — ÞaS er ekki gott að lýsa því sem skeði, þegar lestin kom að hinni föllnu brú nokkur hundruð metrum framar, en eimvagninn hentist út í loftið og stakkst síðan á nefið niður í ár- flauminn. Fyrsti vagninn fylgdi þegar á eftir, annar riðaði sem snöggvast á brúninni og dró síð- an þrjá aðra með sér í djúpið. jVagnarnir stungust hver inn í annan. I Trúðu ekki, að slys væri skeð. Þar sem sjötti vagninn vó salt á brúninni kom Ellis hlaupandi að. Farþegar og vagnþjónn skildu ekkert í því, hvers vegna lestin hafði numið svo skyndi- lega staðar, og ekkert sást í myrkrinu. — Komið farþegunum þegar út, hrópaði Ellis. — Láttu ekki svona maður, sagði vagnþjónninn. Hvað er á seyði? Hann vildi ekki trúa því sem Ellis sagði fyrr en hann stóð sjálfur á brúninni og sá vagna- brakið í ánni. Nokkrum mínut- um síðar tók þessi vagn einnig að þokast fram af og steyptist síðan, en þá voru allir farþeg- ' arnir komnir út. Ellis fór þó fram af með vagninum, en bjarg aðist. | Ellis sagðir síðar: — Ég sé .þetta enn fyrir augum mér, og ég held, að ég muni heyra skelf- ingarópin meðan ég lifi. „Við erum í vatni“. Frú Margaret Anderson var í fimmta vagninum, sem fram af fór. Hún komst lífs af og segir: — Það hvað allt í einu við ægilegt brak. Við hjónin þrýst- um okkur saman, þar sem við sátum, og maðurinn minn sagði: „Þetta er hræðilegt, vatnið belj- ar inn“. Það var orð að sönnu. ÍFólkið æpti af skelfingu og að jandartaki liðnu var ég í vatni lupp í háls. Straumurinn hreif S. K. T. S. K. T. mann minn brott frá mér, og ég tók að biðja. En einhvern veg- inn tókst okkur að mynda keðju og komast upp á þak vagnsins okkar. !' Sjötti vagninn barst um 100 metra niður ána í blóðlituðum straumi. í honum voru 123 far- þegar og fyrir snarræði Ellis, sem þegar hafði ráðizt á glugg- ana og brotið þá marga, björg- uðust allir úr honum nema ein stúlka. i Björgunarstarf Iiefst. i Björgunarstarfið hófst er her- menn frá nærliggjandi herstöð komu á vettvang stundu síðar og lýstu upp hinn hroðalega vig- völl. Vagnarnir í straumflaumn- ' um voru þá sem dyngja járns og trés. Björgunarstarfið var erfiðara en lýst verði. Svo grán- aði fyrir degi. i Nær kílómetra neðan við slys- ' staðinn fannst kona grafin í efju upp í háls en bjargaðist þó. Straumurinn bar líkin til hafs. Menn hafa fundið dána og deyj andi menn úti á sjó um 150 km. frá slysstaönum. I _ Um 70 lík hafa alls fundizt. Áin bar sífellt fram trjáboli og grjót, sem dundi á lestarbrakinu. Þjóðarsorg ríkti í Nýja Sjá- landi um jólin. Elísabet drottn- ing flutti samúðarboðskap sinn í jólaávarpi sínu til þjóðarinnar. Fyrri stórslys. Þetta er eitt mesta járnbraut- arslys heims fyrr og síðar. Mesta slysið á friðartímum varð í Skot landi um aldamótin og fórust þá 250 manneskjur. í júlí 1901 fórust 101 maöur í járnbrautar- slysi í Nashville í Tennessee. Mesta járnbrautarslys á stríðs- árum varð við Balvana á ítalíu 1944 og fórust þar 251 maöur. Svart arinband sorg armerki í Persíu London, 5. des. Stjórnmála samband komst á í dag milli Bretlands og Persíu. Fregnir frá Teheran herma að all- mikil ólga sé í Persíu vegna þeirrar ákvöröunar stjórnar innar aö taka upp stjórn- málasamband á nýjan leik viö Breta. Einn trúarleið- togi hefir skorað á fylgis- menn sína og aðra, aö bera svart armband um handlegg sér og láta í ljós önnur sorg- areinkenni vegna þessa at- ' buröar og til þess aö láta í :ljós vanþóknun sína. Sagði 'hann, að íranska stjórnin heföi aö lokum oröiö aö láta i undan endurteknum þvingun urn og hótunum Bandaríkja manna í þessu máli. I ARAMOT A-DANSLEIKUR í G. T.-húsinu á gamlárskvöld kl. 9. Danshljómsveit Garls Billich. ♦ Söngvarar: Ingibjörg Þorbergs og Sigurður Ólafsson. Karl Guðmundsson leikari, skemmtir með nýjum gamanþætti. Kynnt verða ný danslög eftir Carl Billich og Svavar Benediktsson. ÁSADANSINN verðlaun verða veitt. Aögöngumiðar seldir í G. T.-húsinu í dag kl. 5—7. Sími 3355. Tryggingarstofnun ríkisins tílkynnir: Tryggingastofnun Ríkisins. Skrifstofur Tryggingarstofnunar ríkisins Laugaveg 114 veröa lokaöar laugardaginn 2. janúar. Síðar verður auglýst hvenær bótagreiðslur fyrir janúarmánuð hefjast. H. f. Eimskipafélag Islands. Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 12. júní 1954 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæöum fyrir henni, og legg- ur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikn- inga til 31. desember 1953 og efnahagsreikning meö athugasemdum endurskoöenda, svörum stj órnarinn- ar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktúm fé- lagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræöur og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum veröa afhentir hluthöf- um og umboösmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 8.—10. júní næstk. Menn geta fengið eyöublöð fyrir umboö til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir aö ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síöar en 2. júní 1954. Reykjavík, 22. desember 1953. Stjórnin. WAW.V.VV.,.V.,.V.V.V.VAV//.VAWAV.V.,WW.V. ;• Alúðar þakkir færi ég þeim, sem með heimsóknum, gjöfum og skeytum sýndu mér vinsemd á sextugsaf- ;• mæli mínu 7. des. s.l. I; Stanley G. Melax. CwAVAW.V.%-.'.V.V.V.V.'.V.V.%W/A’.VAV.W.VWV Gætið varúðar í umferðinni Greiðið blaðgjaldið Munið, að blaðgjald þessa árs er fallið í gjalddaga. Injabelmta Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.