Tíminn - 23.07.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1954, Blaðsíða 8
38. árgangur. Reykjavík, 23. júlí 1954. 162. blað Albert hættur knattspyrnu Reykjavík, 22. júlí. NTB. — Þekktasti knattspyrnumaður íslands. Albert Guðmunds- son, sem síðustu 10 árin lief ir verið atvinnuknattspyrnu- maður hjá enskum og frönsk um félögum, hefir nú ákveð- ið að hætta knattspyrnu. — Síðast var Albert hjá franska liðinu Nice. Áður hefir hann leikið fyrir Arsenal og var m. a. í liðinu, er það fór í keppnisför til Argentinu fyr- ir nokkrum árum. Hér gætir nokkurra mis- sagna hjá fréttastoíunni. Al- bert hefir verið atvinnumað ur í sjö ár. Fyrst lék hann með franska liðinu Nancy, en siðan með ítalska liðinu Milan. Frá því fór hann aft- ur til Frakklands. Albert hóf knattspyrnuferil sinn erlend is með skozkum og enskum liðum (Rangers og Arsenal) og lék með þeim sem áhuga- maður. Með Arsenal fór hann til Braziliu, ekki Argentínu, en þá hafði hann gerzt at- vínnumaíður fyrir nokkrum árum. Var hann einasti leik- maðurinn hjá Arsenal, sem stóð Brazilíumönnum jafn- fætis hvað getu snerti. Ferðir Ferðaskrif- stofunnar n.k. helgi Um næstu helgi efnir Ferðaskrifstofa ríkísins til skemmtiferða, eins og hér segir: Á föstudaginn verður far- ið að Geysi og Gullfossi. Á austurleið ekið um Mosfells- heiði og stanzað á Þingvöll- um, síðan ekið suður með Þingvaliavatni og niður í Grímsnes. Þaðan liggur leið- in upp að Stóra-Geysi í Haukadal og verður hann lát inn gjósa. Frá Geysi liggur leiðin til Gullfoss. Á heim- leið verður komið við í Hvera gerði og síðan ekið um Hell- isheiði til Reykjavíkur. Á laugardaginn hefst 2ja daga ferð til Þórsmerkur. Lagt verður af stað eftir há- degi á laugardag og ekin Suðurlandsleið allt til Fljóts hhðar og síðan inn á Þórs- mörk um Krossáraura allt inn í Langadal og þar tjald- að. Daginn eftir, sunnudag, verður svo Mörkin skoðuð, gengið inn á Stórenda, í Stakkholtsgjá og víðar, eftir því, sem tími vinnst til. Um kvöldið komið aftur til Rvík- ur. Sama dag hefst og tveggja daga ferð til Kerlingafjalla (Framhald á 7. siöu). Landsvæði til skotæfinga Samkvæmt varnarsamn- ingnum hefir varnarliðinu nú verið afhent landssvæði í landi Voga á Reykjanesi til skotæfinga. Æfingar munu hefjast nú þessa dagana og standa i næstu 6 vikur. (Frá utanríkisráðuneytinu) Borgarísjakar á siglingaleið íslendinga Mcndes-Frtmec í franskst þinginu. Skilmálarnir harðir en ekki verri en til stóð París, 22. júlí. — Mendes-France, forsætisráðherra Frakk- lands, flutti í kvöld franska þinginu skýrslu um samningana í Genf. Hann kvað sér vera fuhljóst sjálfum, að skilmálar þeir, sem Frakkar hefðu orðið að sætta sig við í Indó-Kína, væru þungbærir, en það væru þeir vegna þcss, að þeir endurspegl- uðu ástand, sem væri ömurlegt. Þegar Goðafoss var á heimleið frá Air.eríku á dögunum var óvenju míkið af stórum borgarísjökum á leið skipsins aust- ur af Nýfundnalandi. Voru þessir miklu risar norðurhaf- anna þarna á siglingarleið og fór skípið skammt frá mörg- um beirra. Þótti skipverjum það tilkomumikil sjcn að sjá þessar fsborgir á hafffetinum. Guðbjartur Ásgeirsson mat- sveinn á Goðafossi tók þessa mynd af borgarísjaka einum | miklum, er skipið sigldi hjá honum. Kommúnistar kiófesta með valdi yfirmann leyniþjónustuV.Þýzkal. Berlín, 22. júlí. — Vfirmaður leyniþjónustunnar 1 Vestur- Þýzkalandi, dr. Otto John, er hvorfinn að því er cpinberlega var tiikynnt í morgun. Bendir allt til að hann hafi verið numinn á brott með valdi af kommúnistum og fluttur til Austur-Berlínar. undanfarið þjáðst af þung- lyndi. Strax er þessi tilkynning hafði verið birt, gaf innan- ríkisráðherrann út tilkynn- ingu þá, sem áður er nefnd. Er þar fullyrt, að Otto John hafi s. 1. þriðjudag heimsótt gamlan kunningja, dr. Wohl gemuth í V-Berlín. í íbúð hans hafi verið ráðizt á hann og hann síðan svæfður með klóróformi og fluttur í bíl Wohlgemuth til Austur-Ber- línar. Ennfremur segir, að fundizt hafi bréf frá Wohlgemuth til konu þeirrar, er hann bjó hjá í Vestur-Berlín. Segir í bréf- inu, að hann verði af sérstök- um ástæðum að fara til sjúkrahúss nokkurs í Austur- Berlín og jafnframt tekið fram, að Otto John muni ekki koma aftur til Vestur-Þýzka- lands. Innanríkisráðherrann sagði í lok skýrslu sinnar um málið, að allt yrði gert, sem unnt er til að draga úr afleiðingum þeim, sem það gæti haft í för; með sér, ef Otto John er á valdi leyniþjónustu kommún- ista, en slíkur maður á að sjálf sögðu ekki svo fá leyndarmál í fórum sínum. Fregnir um hvarf Otto Johns eru annars mjög ósam- hljóða og óljósar. Síðast sást til ferða hans í Vestur-Berlin s. 1. þriðjudag. Var hann þá í bifreið ásamt manni að nafni Wohlgemuth, en hann er kunnur kommúnisti. Voru þeir Otto John og hann gaml- ir kunningjar. Staðgengill Otto Johns birti fyrst tilkynn ingu um hvarf hans og segir þar, að hann muni hafa farið til Austur-Berlínar, en þess jafnframt getið, að hann hafi Gríðarlegur mannfjöldi hafði safnazt saman við göt- ur þær, sem Mendes-France ók um, er hann hélt til þing- hússins. Meira en fjögur þús- und manns hafði reynt að tryggja sér sæti á áheyrenda pöllum þingsins, en þar eru aðeins sæti fyrir 435 manns. Þingmenn fögnuðu forsætis- ráðherranum ákaflega, er hann hóf ræðu sína. Aðeins örfáir íhaldsmenn og fáeinir úr þjóðflokknum klöppuðu ekki. Mendes-France byrjaði á því að hrósa Anthony Eden fyrir þann mikla skerf, sem hann ætti í árangri Genfar- ! ráðstefnunnar. Síðan rakti , hann gang samninganna eftir að hann varð forsætisráö- herra. 11. júlí hitti hann utan ríkisráðherra Viet-Minh í i fyrsta sinn, en hann setti ' fram þá skilmála, að Viet Nam' skyldi skipt um 13 brgr., ' kommúnistar skyldu halda landsvæðum sínum í Laos og Cambodia og kosningar 'skyldu haldnar eftir hálft ár. Öllum þessum skilmálum [ fékk Mendes-France breytt ' Frökkum í vil. Mendes-France sagði, að á- kvæði hefði verið sett inn í (Framhald á 7. siðu). Fyrisíestur í há- skólanum í kvöld Dr. Henry Goddard Leach, heiðursíorseti American- Scandinavian, flytur fyrir- ‘ lestur í hátíðasal háskólans kl. 6.15 í kvöld. Fyrirlestur- linn nefnist „The American- Scandinavian Foundation: a experiment in international Education“. Stjórn íslenzk- ameríska félagsins hvetur 1 meðlimi sína til að sækj a fyrirlesturinn og taka með. sér gesti. Ekki hægt að bjarga járni á Dynskógafjöru um sinn Sjór flæSir iiú yfir yíaðimi þar sem iim 4O®0 lestir aí jánii liggur grafið 3—4 111 í sarnli Ekki mun reynast unnt að bjarga nokkru járni á Dyn- skógaf jöru i sumar. Sjór flæðir nú yfir járnið og telur Bergur Lárusson, sem nýlega fór austur á fjöru til þess að athuga staðhætti, að járnið muni vera 100—200 metra út í sjó. Það var árið 1952, sem stæður mjög góðar. Var járnið Klaustursbræður hófu björg- þá allt á þurru landi. Eftir un á járninu en þá voru að- að bjargað hafði verið 40 lest ___ um setti sýslumaðurinn í Vík lögbann við frekari björgun Þegar mánudagsblaðið kemur ekki út er spurt: Hver var hneykslissagan? Mánudagsblaðið lifir á því að flytja hneykslissögur, sem stundum eru allmikilfengleg ar, en þegar útkomu blaðs- . ins er aflýst, fá enn stórkcst legri hneykslissögur byr und ir báða vængi hjá aimenn- ingi. Og um síðustu helgi gerðist það, að Mánudags- blaðið kom ekki út. Sögu- sagnirnar, sem gengið hafa í bænum síðan um ástæðurn ar til þess eru hreint engar smásmíðar. Skýrir Alþýðu- blaðið frá því, að ritstjóri Mánudagsblaðsins hafi stöðvað útgáfuna, eftir að; lögfræðingur hans hafi gert honum Ijóst, að hann myndi dæmdur til skaðabóta- greiðslna og til fangelsisvist, ar, ef hann birti aðalfregn j blaðsins. Fjallaði sú fregn um mál, sem mikið hefir ver 1 ið rætt um hér í bænum og víðar um land. Ilvert er þetta mál? Þessi afturköilun á Mánu dagsblaðinu og dylgjur um ástæðurnar fyrir afturköll- uninni hafa að vonum orðið til þess, að alls konar sögu- sagnir hafa þróazt. Þegar ekki hafa fengizt greið svör um það, hvert þetta mál, sem blaðið sprakk á, hafi ver ið, hafa sögur verið búnar til í snatri, allt frá eitur- lyfjaneyzlu hjá vissum hópi fólks í Reykjavík til siðferðis brots gagnvart telpu vestur í bæ. Bræðramál. Sú saga, sem oftast er nefnd í sambandi við stöðv- un Mánudagsblaðsins, er um viðskipti bræðra nokkurra á Vestfjöðrum. Bræðurnir eru sagðir miklir athafnamenn og fyrirtæki þeirra standi víða fótum. Hafi þeir til skamms tíma haft stjórn á sex fyrirtækjum varöaiidi sjávarútveg og verzlun. Fýlg ir sögunni, að fyrirtæki þeirra megi óhætt meta á þrjátíu milljónir króna, og nú séu þeir bræður komnir í liár saman. Hafi annar þeirra hætt skyndilega að veita fyrirtækjum bræðr- anna forstöðu, en hinn tók við stjórn að undangengn- um aðalfundi hluíhafa. Sögusagnir um fjárdrátt. Hermir sagan, að þegar að alfundi lauk, hafi sá, er við tók afhent löggiltum endur- (Framha)d á 7. aiðu). þá. Síðastliðið sumar eftir að hæstaréttardómur hafði geng ið í málinu og staöfestur var björgunarréttur Klausturs- , bræðra og þeirra er með þeim voru í félagi hófust björgunar aðgerðir á ný. Var þá bjargað um 400 lestum við mjög slæm ar aðstæður. Sjór flæddi þá stundum yfir holuna, sem grafin hafði verið fimm metra niður í sandinn og fyllt ist hún þá af sandi á skömm- um tíma. Tók þá einn til tvo sólarhringa að gi’afa holuna upp aftur og var til þess not- aður stór vélkrani. Fjaran, þar sem járnið lig'g ur, er mjög breytileg, straum ar bera fjörusandinn til og frá og getur því fjaran stytzt á skömmum tíma eins og raun hefir nú orðið á. j Eftir munu nú vera um 4000 lestir af járni í sjónum við Dynskógafjöru og er alveg ó- víst, hvenær eða hvort hægt verður að bjarga einhverju af i því magni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.