Tíminn - 22.09.1954, Qupperneq 6

Tíminn - 22.09.1954, Qupperneq 6
TÍMINN, miðvikudaginn 22. september 1954. 212. blað. Æ)j PTðDLEIKHtíSID NITOUCHE óperetta í þrem þáttum. Sýning í kvöld kl. 20,00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönc- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Venjulegt leikhúsverð. Aðeins örfáar sýningar. Hœttulegur andstasðingur Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Uppþot Indíánaima Spennandi og bráðskemmtileg amerísk mynd í litum. George Montgomery. Sýnd kl. 5. NYJA BIO — Ih44 — fffeð söng í hjarta CWith a song in my lieart) Heimsfræg, amerísk stórmynd í iitum, er sýnir hina örlagaríku sevisögu söngkonunnar Jane Froman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBIO 8iwi UH. Maðurinn í hvltu fötunum Mynd hinna vandlátu (The Man in the White Suit) Stórkostlega skemmtileg ,g bráð fyndin mynd, enda leikur hinn óviðjafnlegi Alec Guinness aðalhlutverkið. — Mynd ' essi hefir fengið fjölda verðlauna Jg alls staðar hlotið feikna vin- sældir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. »♦♦♦♦♦< BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Undir dögun Skemmtileg og viðburðarík am- erísk mynd er lýsir baráttu Norð manna gegn hernámi þjóð- verja, gerð eftir skáldsögu W. Woods. Aðalhlutverk: Errol Flynn, Ann Sheridan. Sýnd kl. 7 og 9. Simi 9184. M ’X SERVUS GGLD ny>Ji__ Irxyu—w— 0.10 HOLLOW GROUND 0.10 . |> mrn YELLOW BLftDE ’ m ni cj~' AUSTURBÆJARBlÓ Ópera betlarans (The Beggar’s Opera) Stórfengleg og sérkennileg, ný, ensk stórmynd í litum, sem vak- ið hefir mikla athygli og farið sigurför um allan heim. Aðalhlutverk leikur af mikilli snilld: Sir Laurence OUver ásamt Dorothy Tutin, Daphne Anderson. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. NÝTT TEIKNIMYNDA- OG SMÁMYNDASAFN Sýnd kl. 5. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< GAMLA BIO — 1471 — Úlfurinn frá Sila Stórbrotin og hrífandi, ftölsk kvikmynd með hinni frægu og vinsælu Silvana Mangano aðalhlutverkinu. Sýnd aftur vegna áskoranna. Bönunð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Bimi 1183. Fcgurðardlslir næturlnnar (Les Belles de .la Nult) Ný, frönsk, úrvalsmynd, er hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðakvik- myndahátíðinni f Feneyjum, árið 1953. Þetta er myndin, sein valdið hefir sem mestum deil- um við kvikmyndaeftirlit Ítalíu, Bretlands og Bandaríkjanna. Mynd þessi var valin til opin- berrar sýningar 'fyrir Elísabetu Englandsdrottningu árlð 1953. Leikstjóri: René Clair. Aðalhlutverk: Gérard Philipe, Gina Lollobrigida, Martine Car- íol og MagaU VendueU. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Isl. liandrltin (Framhald af 4. síðu). lands sök, að þau samskipti urðu ekki konungssambandið eitt. Nú eru bæði löndin sjálf- slæð, og Danmörk hefir eng- 2 an yfirráðarétt yfir íslandi, en við varðveitum þjóöardýr gripi íslendinga. Það væri virðuleg norræn athöín að gefa hinu frjálsa íslandi þau handrit, sem flutzt hafa það an hingað með tímans straumi, sumpart að kon- ungsboði. Það er á íslandi og af fslendingum, sem bezt er hægt að fjalla um þau, og þar eiga þau heima, ef menn leggja ekki allt of þröngsýn- an, iagalegan eða þjóðrétt- arlegan dóm á málið. Það verður ekki auðvelt að ganga á svig við bók Bjarna M Gislasonar í framtíðar- umræðum um lausn handrita málsins. Jens Marinws Jensen. Kyrraliafsbrautm Afar spennandi, ný, amerísk mynd í litum, er fjallar um það, er Bandaríkjamenn voru að leggja járnbraut frá Kansas til Kyrrahafs. Sterling Hayden, Eve Miller, Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HAFNARBÍÓ — Bíml 8444 — Laun dgggðarinnar (Le Rosier de Madame Husson) Afbragðs, ný, frönsk skemmti- mynd eftir sögu Guy de Maupas sant, full af hinni djörfu en fín- legu kímni, sem Frökkum.er svo einlæg. Aðalhlutverk: Aðalhlutverk leikur hinn frægl franski gamanleikari Bourvil. Sýnd kl. 5, 7 og 9. $ Stáiajte^t Skátdsaga eftir llja Ehrenburg Viðskiptajöfnuðiii* (Framhald af 5. síðu). 469 þúsund krónum, en inn var flutt fyrir 96 milljónir og 122 þúsund krónur. Fyrstu áttá mánuði ársins hefir vöru skiptajöfnuðurinn orðið óhag stæður um 213,8 milljónir kr. Út hafa verið fluttar vörur fyrir um 500 milljónir króna, en inn fyrir rúmlega 714 milljónir króna. Enska knattspyrnan Cemia-Desinfector er vellyktandl íótthreinsandi vökvl nauSsynlegur t hverju heimili til eótthreinflunar 4 munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmsloftl e. s. frv. — Fæst í öllum lyfjabúB- um og snyrtivöruvenluntun. (Framhald a; 3. BÍSU.) Manch. C. 9 5 2 2 15-14 12 Preston 9 5 1 3 25-12 H Newcastle 9 5 1 3 22-18 11 Bolton 9 5 1 3 17-13 11 Chelsea 9 3 4 2 10-10 10 Cardiff 9 3 3 3 14-18 9 Portsmouth 9 3 3 3 13-13 9 Huddersfield 9 3 2 4 14-16 8 Charlton 8 3 1 4 14-17 7 Leicester 9 2 3 4 13-17 7 Burnley 9 2 3 4 8-11 7 Arsenal 9 3 0 6 14-15 6 Tottenham 9 2 2. 5 13-18 6 Aston Villa 9 2 2 5 14-21 6 Sheff. Wed. 9 2 1 6 16-22 5 Sheff. Utd. 9 2 1 6 10-23 5 Blaekpool 8 1 1 6 11-18 3 1. deild. Luton Town 9 7 0 2 18-10 14 Fulham 9 6 1 2 25-18 13 Hull City 9 5 2 2 12-6 12 Rotherham 8 6 0 2 22-13 12 Blackburn 9 6 0 3 29-20 12 Birmingham 9 4 3 2 14-8 11 Stoke City 9 5 1 3 12-8 11 Bristol Rov. 9 4 2 3 19-17 10 Notts County 9 4 2 3 15-14 10 West Ham 9 4 2 3 19-20 10 Doneaster 8 4 1 3 17-17 9 Port Vale 8 3 3 2 8-10 9 Lincoln City 9 4 1 4 13-16 9 Bury 8 4 0 4 19-20 8 Swansea 9 3 1 5 22-19 7 Liverpool 9 3 1 5 21-23 7 Leeds Utd. 9 3 1 5 16-19 7 Ipswich 9 3 0 6 17-19 6 Plymouth 9 2 4 3 11-16 6 Nottm. Forest 9 2 1 6 12-17 5 Derby County 9 2 1 6 14-27 5 Middlesbro 9 0 1 8 7-25 1 Spaak telur endur- vopnun V-Þýzka- lands nauðsyn Strassborg, 18. sept. Spaak utanríkisráðherra Belgíu, hélt ræðu á ráögjafarþing- inu í morgun og kvað end- urvopnun V-Þýzkalands ó- hjákvæmilega nauðsyn, enda myndu Bandaríkin hætta að styrkja varnír V- Evrópu, “ef hún kæmi ekki til framkvæmda. Hann á- sakaði Frakka fyrir að eyði leggja Evrópuherinn. Samn inga við Rússa eins og nú stæði, taldi hann tilgangs- lausa með öllu. og hann Mér virðist, að höfundurinn hafi freistazt til að bjóða spennandi frásögu í stað þess aö þjóna sannleikan- um. Því. að sannleikurinn er þó sá, að tilfinningalíf sovét- borgaranna er miklu hreinna og alvöruþrungnara. Ást Snbzovs virðist tekin beint frá háborgaralegum rithöfund um og sett í sovétskáldsögu. Þetía þótti góð ræða, og áheyrendur klöppuðu ákaft. ívan Wasiljason, sem sat við borð fundarstjóra, sagði hátt við Maríu: — Dimitri er ágætur. Þarna fékk höfundurinn góða leksíu. María Iljinisna þagði. Lena, kona Ivans, sem kenndi við æðri skóla bæjarins, auk þess að gæta barns og heimilis, var víst eini áheyr- andinn, sem ekki klappaði. Hún er alltaf þver, vill alltaf vera cðruvísi en aðrir, hugsaði ívan. Dimitri hneigði sig og gekk til sætis. Hann hugsaði með sér. Mér líður illa, það er líklega inflúensa. Eg hefði ekki átt að tala. Það er heimskulegt að tala um það, sem er eins alkunnugt og stafrófið. Eg hefi höfuðverk. Þessi hiti er óþolandi. Næsti ræðumaðúr var Katja, ung, broshýr og Ijóshærð stúlka. Dimitri þekkti hana, en hann hlustaöi ekki á hana. Það var ekkj fyrr en áheyrendur hrópuðu heyr, að hann lagði eyrun við. Hún var alveg á öndverðum meið við hann. — Þótt þessi skáldsaga geti ekki talizt á borð við meist- araverk okkar, er hún athygli verð. Hún á ekkert skylt við borgaralegar bókmenntir. Að mínu áliti er þetta mjög auð- skilið. Manneskjan hefir hjarta, og þess vegna þjáist hún, þegar örlögin eru henni hörð. Og hvað er rangt við það? Ég segi það- hreint og beint, að í mínu lífi hafa verið stundir.. í stuttu máli, það er ekki hægt að strika þetta út eins og félagi Dimitri gerir. Hver skyldi hafa ímyndað sér það, að jafnvel Katja litla hefði lifað sorgir, hugsaði Dimitri. Já, manneskjan hefir hiarta. Dimitri var aíiur á valdi hugsana sinna og sá hvorki né heyrði það, sem umhverfis hann var. Þjáningar síðustu mánaða nístu hann á ný. Lena hafði ekki litið á hann eitt einasta skipti allt kvöldið, og hann vissi það ekki sjálfur, hvort hann þráði eða óttaðist tillit hennar. í hvert sinn, sem hann sá hana; greip þessi óvissa hann. í fyrstu hafði það verið meö öðrum hætti. Jafnvel í sumar höfðu þau get- að talazt hispurslaust við. Þá hafði hann verið tíður gestur á heimili ívans, þótt honum væri annars fremur lítið um þennan mann gefið. En það var gaman að tala við Lenu. ;Hún var skynsöm -kona, og jafnvel í Moskvu höfðu slíkar konur ekki verið á hverju strái. Það var raunar kynlegt, (að hún skylcli geta búið með Ivan. En þau virtust þó kunna vel sambúðinni,- og dóttir þeirra var bráðum fimm ára. Fyrst í stað hafði Dimitri getað dáðst að yndisleik Lenu, án þess að bifast. Sawtsjenko, verkfræðingurinn ungi, sagði eitt sinn: „Hún er í raun og veru fegurðardís“. Dimitri 1 hafði hrist höfuðið:. „Nei, en andlit hennar er sérkenni- legt.“ Lena hafði gullið hár, og í sólskini sló á það rauðum bjarma. Augun voru græn og slikja yfir þeim, og augna- ráðið var ýmist ögr-andi eða blíðlegt, en þó oftast fjarrænt. Þegar maður horfði í þessi augu, greip mann ótti um, að hún væri að svífa hrott frá manni. En hvað allt hafði þá verið dásamlegt, hugsaði Dimitri, er hann stóð úti í hríðarfjúkinu. Hann gekk sem í svefni og veitti storminum enga athygli. í snjómóðunni fannst jhonum sem hann„sæi móta fyrir Lenu, hinni miklu þján- jingu, skipbroti líf^ síns, hinum tryllta draumi síðustu vikna, sem var að kenna honum það, sem hafði verið honum áður óþekkt: Tilfinninguna um vanmátt sjálfs sín. Að vísu álitu félagar hans, að hann væri fæddur undir heillastjörnu, vegna þess að störfin léku i hendi hans, og vegna þess að honum hafði tekizt að vinna sér almenna viðurkonningu. En hann hafði meira að baki, hann var vanur baráttunni. Hann var langleitur og magur, ennið hátt og hvelft, augun grá og ýmist köld eða Iýst innri mildi. Rvipur hans, og ekki sízt harður munnsvipurinn, vitnaði um viljakraft. Hann var í efsta bekk menntaskólans, þegar fyrsta reið- arslagið dundi yfir hann. Haustið 1936 var stjúpfaðir hans handtekinn. Samaonorgun hitti hann bezta vin sinn á götu. Misja, kallaði hann, því að hann vildi tjá vini sínum sorg. sína og spyrja hann ráða. En Misja gretti sig og vék sér þegjandi undan. Skömmu síðar var Dimitri rekinn úr fé- lagi ungkommúnista. Móðir hans grét. Hvers vegna láta þeir big gjalda þess? En hann tók fram í: Þú skalt ekki hugsa illa um þá, bað^þann. Dimitri gerðist verkamaður í verk- smiðju án beiskjú og hefnigirni og eignaöist nýja félaga. Störfin fóru hoxrúm vel úr hendi, og á kvöldin las hann. Eftir nokkur ár' vérð ég kannske stúdent, þrátt fyrir allt, hughreysti hann móður sína. Nökkrum áriHn síðar þrammaði Dimitri heitan ágúst- da.g yfir þurra steppuna með herdeildinni, sem flúði und- an óvinunum. Hann var dapur, því að liðsforinginn hafðí jlátið reiði sína bitna á honum. Hann hafði verið brenni- merktur sem huglaus hundur í allra áheyrn. Stuttu síðar 'særðist hann af sprengjubroti. Sjúkrahúsvistin varði sex mánuði. Síðah'' fór hann aftur til vígstöðvanna og barðist unz stríðinu lauk. Þá var hann ástfanginn af Natasu, síma- stúlku ; herskrifstofunni. Herdeild hans var þá við Breslau,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.