Tíminn - 05.11.1954, Qupperneq 8

Tíminn - 05.11.1954, Qupperneq 8
8 TÍMINN, föstudaginn 5. nóvember 1954. 250. bjaff. Normans-kvartetí «íí söngvararnir Marion Sundh og Ulf Carlén Hljómleikar í Austurbæjarbíúl FöstHdafiur kl. 7. Föstudagur hl. 11,15 FPPSELT Laufiardafiur kl. 7. Laufiardagur kl. 11,15 LPPSELT. Sunnudaf/ kl. 7. Sunnudafi kl. 11,15. AðgöngumiSar seldir í skrifstofu S.Í.B.S. Austwrstræti 9 frá kl. 9. árd. til 6 síðdegis. Ósóttar pantanir á alla hljómleikana verða seldar á skrifstofu S.Í.B.S. frá kl. 12—4 og eftir kl. 4 í Austurbæjarbíói. (SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSCSSSSSSSSS ÍSLENZKIR TÓNAR halda hátíðakvöldskemmtun í Austurbæ.jarbíú í kvöld kl. 9. Hylltir verða helztu brautryðjendur íslenzkra dægur- laga og dægurljóðagerðar og aðrir er unnið hafa braut ryðjendastarf á því sviði. Kynnt verða ný íslenzk og erlend dægurlög. SOFFÍA KARLSDÓTTIR og SIGURÐUR ÓLAFSSON syngja gamanvísur. SVAVAR LÁRUSSON syngur ný þýzk dægurlög. SIGFÚS HALLDÓRSSON syngur nýtt lag eftir sjálfan sig, er nefnist AMOR og ASNINN. Ennfremur sungin dægurlög eftir Ágúst Pétursson, Jenna Jónsson, Olíver Guðmundsson, Jónatan Ólafs- son, Guðmund Jóhannsson, Steingrím Sigfússon o. fl. EFTIRHERMUR — SKOPÞÆTTIIR — BALLETT Skemmtunin verður ekki endurtekin. Aðgöngumiðar í DRANGEY, sími 3311 og 3896 og eftir kl. 6 í Austurbæjarbíó s. 1384. C33SS3333$3SS355SSS3SggS3$$ÍS33S£5a33SSSý$S3SS$SSS33«3$SS3gf36SSSSS$3SSSSSS;ssSS3S3SS3SSSSSSSSSSSSS5SSC$SS3SI Kaupmenn og kaupfélög! Kynnið yður KOBOLD undravélina þýzku, sem er í senn hárþurrka, ryksuga, bón- vél, úðar fljótandi bóni, flugnaeitri og ilmvatni. Einnig bjóðum við yður ljósakrónwr, borðlampa, vegglampa og allsk. skerma með mjög hagstæðu verði. — Gjörið pöntun yðar tímanlega. RAFLAMPAGERÐIN Suðurgötu 3 —; Sími 1926. — Egyjitaland (Framhald af 5. síðu). far þeirra kom dráttarvélin, og þegar hún skrönglaðist yf- ir svæðið kvað við ógurleg sprenging. Sex sprengjur sprungu í einu, dráttarvélin tókst á loft og hlutar úr henni þeyttust framhjá höfðum hinna framtakssömu olíuleit- armanna, sem upp frá því voru á þeirri skoðun, að sprengju- eyðing væri verkefni fyrir sér- fræðinga. Söngelskir Bedúínar. Olíuleitarfélögin hafa í þjónustu sinni bæði egypzka verkamenn og menn af Bedú- ína-þjóðflokknum, sem þeir þjálfa til hinna ýmsu starfa. Þótt ókunnugum kunni að virðast undarlegt, þarf ekki að gera neinar sérstakar ráð- stafanir til að halda uppi aga meðal þessara manna. Ame- ríkumönnunum, sem þarna vinna, likar sérlega vel við Bedúínana, sem eru leiðsögu- menn yfir hina vandrötuðu eyðimörk, fúsir til allra verka og síkátir. Þeir eru afar söng- elskir og raula við vinnu sína. Uppáhalds lagið þeirra heitir „Ást mín hefir mistekizt, eins og Mússólíni mistókst í Ethi- óþíu“. Eitt af vandamálum olíu- félaganna er, hvernig eigi að fæða hina 5000 amerísku, hollenzku, brezku og' inn- fæddu olíuleitarmenn í eyði- mörkinni. Þetta starf hefir á hendi Ný-Sjálendingur nokk- ur, Collins að nafni, sem kom til Egyptalands sem hermað- ur, líkaði vel og varð kyrr. Hann hefir í þjónustu sinni 200 manns og margar sérstak- lega útbúnar birfeiðir, og all- an sólarhringinn er unnið að matartilbúningi. Collins hefir einnig . séð mörgum öðrum flokkum, sem leið hafa átt um eyðimörkina, fyrir fæði, t.d. kvikmyndaleiðangrinum, sem tók myndina „Boðorðin tíu“. Greiða ekki Ieigíí. Egypzk-ameríska olíufélag- ið sér að mestu um olíuleitina í vesturhluta eyðimerkurinn- ar. Hin nýja stjórn Egypta- lands er áfjáð í að hafa Ameríkumenn við hlið sér í leitinni, og hefir þessvegna boðið þessu olíufélagi til um- ráða 75 þús. fermílna lands- svæði án endurgjalds. Áætlað er að félagið muni eyða a.m.k. 8 millj. dollara í leitina, en vafalaust verður sú upphæð mikið hærri. Þótt ekki sé tímabært að segja um, hvort léitin muni bera árangur, bendir þó margt til þess. Og ef svo verður er óhætt að full- yrða að hagnaðurinn verður gífurlegur, eins og átt hefir sér stað á öðrum stöðum í landinu, þar sem olíuleit hefir þegar borið árangur, eins og í Sinai og austurhluta eyði- merkurinnar. Alls er hráolíu- framleiðslan um það bil 2,4 millj. smálestir. Ferðamenn til landsins forna. Egyptaland hefir verið eitt mesta ferðamannaland heims ins í margar aldir. En á ríkis- stjórnarárum Farúks minnk- aði ferðamannastraumurinn verulega, mest vegna þess hve Egyptum var lítið um útlend- inga gefið. Stjórn Nassers, sem nú er við völd, hefir í hyggju að auka ferðamanna- strauminn á ný. Tollþjónust- an og útlendingaeftirlitið hafa nú verið endurbætt svo, að hvergi fá ferðamenn eins lipra og kurteislega afgreiðslu og í Egyptalandi. Yfirmaður ferðastofunnar egypzku opn- aði fyrir skömmu glæsilega ferðaskrifstofu í New York og fór þar að auki í sex vikna ferðalag um Bandaríkin til þess að gera ráðstafanir varð- andi aukningu ferðamanna- straumsins. Það, sem dregur útlendingá til Egyptalands, eru hinar fornu rústir, pýramýdarnir, smábæirnir við Níl o.fl. Nú geta ferðamenn farið mtlli bessara staða í fullkomnum flugvélum og skoðað þá á fáum döeum, sem nítjándu aldar ferðamenn urðu að láta sér nægja að gera á mörgum mánuðum. Kaíró er einnig vinsæl meðal þeirra, er koma í heimsókn til Egyptalands. Söfnin, elzti háskóli veraldar, gistihúsin við Níl og svo næt- urklúbbarnir, sem bjóða upp á austræna dansa og yfirleitt allt það bezta í egypzku samkvæmislífi. En brátt fyrir allt þetta, er bað þó iðnaðurinn ,sem Egypt ar setja allt traust sitt á. Hann ætla þeir að efla og treysta eftir megni. og það er bann, sem á að lvfta landinu forna yfir tímabil bróunar- levsisins ng skina bví aftur á bekk með mestu menningar- bjóðum veraldar. Stúrt «ií smátt (Framhald af 7. S’ðu.) hafa komið þessum málum fram. Er iilt til íþess að vita, að stjórnarflokkarnir, sem báðir eru stærri og ríkari að mál- um, skwli hegða sér þannig. Að sögn Þjóðviljans, minnir hlutverk kommúnista í þessM sambandi mest á konuna f kvæði Davíðs Stefánssonar „Konan, sem kyndir ofninn minn“. Kommúnistar hafa kveikt uuu í ofnihum en svo koma aðrir og njóta hlýjun ai. —- ~ ---nw-xvjrg Érsllt bandarískn kosniiig'anna (Framhald af 7. s'ðu.) Guy Gillette í Iowa. Paul Douglaa demokrati skreið inn sem endur- kosinn i Illinois, og hinn gamli Leverett Saltonstall republikani hélt naumlega velli í Massachus- ettþ. ' Þótt Eisenhower fullyrði, að ekki vecði um breytta stjórnarstefnu að raéða við kosningar þessar og hann telji að góð samvinna geti teicizt milli síri og þingmeirihlut- arijs, eru stjórnmálamenn almennt þérrrar skoðunar, að óbein áhrií verði allmikll. Demokratar munu nú hafa virk áhrif á stjórnarstefn una, og 1 innanlandsmálum hljóta þeir nú að marka stefnuna veru- lega, þar sem þeir hafa löggjafar- starfið að mestu í hendi sér. Almennt er álitið, að þessi sigur sé undanfari sigurs í næstu forseta kosningum, en fullvíst talið, að Adlai Stevenson verði þá í kjöri. Einnig er talið vist, að breyting- unni hafi valdið atkvæði bænda og fiskimanna, en þær stéttir eru yfirleitt mjög óánægðar með sinn hlut undir stjórn Eisenhowers. •itatiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiiitiiiiaiflaiO . s | =HÉÐINN = ! 1 Rafmagns- I mótorar I 220 volta á stignar sauma f | vélar, jafnt fyrir jafn-| i straum og riðstraum. —| í Kr. 270,00. 1 HEÐINN uiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiuiMiiiuiiiiiiuiiiiiiuiii<|iiNM«Ui

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.