Tíminn - 05.11.1954, Side 10

Tíminn - 05.11.1954, Side 10
10 TÍMINN, föstudaginn 5. nóvember 1954. 250. blað. PJÓDLEIKHÚSIÐ Silfurtiiiuglið Sýning í kvöld kl. 20.00 LOKAMit DYR Sýning laugardag kl. 20.00 Pantanir sækist daginn fyrir sýningard., annars seldar öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.0. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær íunr. Tíu sterkir meim Glæsileg, skemmtileg og spenn- andi ný amerísk sótrmynd í eðli legum litum, úr lífi útlendinga- hersveitanna frönsku, sem eru þekktar um allan heim. Myndin hefir alls staðar verið sýnd við fádæma aðsókn. — Aðalhlutverk ’eikur hinn snjalli I Burt Laneaster og Jody Lawrance. Bönnuð börnuin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ íA44 - Andrína og Kjell Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆ JAFBÍÓ — HAFNARFIROI - Þín fortíð er gleymd (Dln fortid er glemt) Djörf og vel gerð mynd úr lífi gleðikonunnar, sem vakið i.efir mlkið umtal. Bodil Kjær, Ebbe Bhode, Ib Shönberg. Myndln hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. íslenzkur skýringatexii. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ 81mi IIB Bajazzo (PAGLIACCI) ítölsk stórmynd byggð á hinnij heimsfrægu óperu „Pagliacei" I eftir Leoncavallo. Þetta er önn- ‘ ur óperan, sem flutt verður í Þjóðleikhúsinu á annan í jól- um. — Aðalhlutverkin eru frá- bærlega leikin og sungin af: Tito Gobbi, Gina Lollobrigida, Afro Poli og Pilippo Morucci. Hljómsveit og kór konunglegu óperunnar í Róm leikur, undir stjórn Giuseppe Morelli. Sjáið óperuna á kvikmynd, áður en þér sjáið hana á Ieiksviði. Sýnd aðeins í nokkra daga vegna fjölda áskorana, kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ - Bfml HM — Eriðaskrá Dr. Mabusc (Das Testament des Dr. Mabuse) f Heimsfræg þýzk kvikmynd, gerð af meistaranum Fritz Lang, um j brjálaðan snilling, sem semur ; áætlanir um afbrot er miða að. því að tortíma siðmenningunni. Myndin er talin ein bezta saka- málamynd, er gerð hefir verið. Otto Wernicke, Oskar Beregi, Wera Liessem. Bönnuð börnum innan 16 ára. ‘ Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■" ‘ ~ mmm* # Frœnfca Cfcarleys Gamanleikurinn góðkunni með Árna Tryggvasyni í hlutverki „frænkunnar“. Sýning á morgun, laugardag kl. 5. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 2. Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Ósýnilegi fíotinn (Operation Pacific) Mjög spennandi og viðburðarik, ný, amerísk kvikmynd, er fjallar um hinn skæða kafbátahernað á Kyrrahafi í síðustu heimsstyrj öld. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5. Siðasta sinn. SKEMMTANIR, kl. 7, 9 og 11,15. GAMLA BÍÓ - 1476 - Námur Salómous konungs (King Salomons’s Mines) Stórfengleg og viðburðarrík amerísk MSM-litkvikmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu eítir Rider Haggard. Mynd- in er öll raunverulega tekin í frumskógum Mið-Afríku. Aðalhlutverkin leika: Stewart Granger Deborak Kerr. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 10 ára fá ekki aðgang. Sala hefst kl. 2. BæSslofuhjal (Framhald af 6. síðu.) þess, að stjórnin myndi þrengja öðru og máske lakara stjórnlaga- frumvarpi upp á íslendinga. Grímur lét þaö ótvírætt uppi þessi árin, að hann treysti ekki löndum sínum, hvorki til sjálfsforræöis né íjárfor- ræðis. — Þótt Grímur breytti að nokkru um stefnu eftir að lands- höfðingjastjórnin settist á laggirn ar, stóð hann ávallt öndveröur gegn öllum breytingum á stjórnarskránni, vildi enga rýmkun í þeim cfnum. í verklegum efnum var Grímur líka óframsýnn og tregur í taumi. Þegar rætt var um að byggja brú yfir Ölíusá óg þjngmenn Árnesinga fluttu frumvarp um brúargerðina á A'þingi 1833, reis Grímur öndverður gegn því, taldi það gersamlega of- vaxið fjárhag landsins. Hann var líka mjög tortryggur gagnvart stofn un Landsbankans. Nú munu ýmsir spyrja og það með nokkrum rétti: Hvað koma þjóömálaafskipti Gríms Thomsen við skáldskap hans? Auðvitaö getur ■hann verið mikið skáld og er það raunar, hvað sem því sýsli hans líður. , En margir líta svo á, að skáld- skapnum, ljóðunum ekki sízt, sé jafnframt ætlað það hlutverk að hrinda hugsjónamálum áleiðis, Jist in í þjónustu lífsins. — Og nú er spurt: • Mundi langþráð fullveldi íslands og þar á eftir lýðveldi nokkru sinni haía .áunnizt, ef hugsunarháttur og stefna Gríms hefði náð tökum á meirihluta þings og þjóðar? Munu ekki hvatningakvæöi Hann esar Hafsteins, magnþrungin kvæði Einars Benediktssonar, hugljúf *jóð Steingrims, jafnaðarmennskuhvatn ingar Þorsteins Erlingssonar og hin sárbeittu en fimlegu ádeiluljóð hans hafa mótað meir hugsunarhátt bjóð arinnar en ljóð Gríms, þótt vel séu ort? Hér skal staðar numið. Þetta átti hvorki að vera ritdómur né deilu- grein, heldur athugasemd um það, sem ég tel Sn. J. hafa ofmælt um eitt af vorum góðu ljóðskáldum frá síðustu öld“. K. hefir lokiö rabbi sínu við Sn. J. Starkaður. TJARNARBÍÓ Marteinn Lúther Heimsfræg amerísk stórmynd um ævi Marteins Lúthers. Þessi mynd hefir hvarvetna hlotig metaðsókn jafnt í löndum mótmælenda sem annars staðar, enda er myndin frábær að allri gerð. Þetta er mynd, sem allir þurfa að sjá. AÐALHLUTVERK: Niall MacGinnis — David Horns — Annette Carell rw 40. Skáldsaga eftir llja Ehrenburg reyndi árangurslaust að geta sér til, hvað honum væri í huga. Hann sagði aðeins öðru hverju: — Bíddu hægur, snúðu því svolitið, ljósið fellur skakkt á það. Þau settust að lokum að borðinu, en Valdimar var eiin þögull, hann sagði ekki einu sinni orð, er harin lyfti glasinu. Það var ekki fyrr en hann hafði tæmt það, aö hann virtist átta sig á því, að hann hefði átt að segj a eitthvað sém gestur í tileíni þessa dags, og þegar Saburov/ hafði fyllt glas hans á ný, reis hann á fætur og sagði alvarlegur í bragði: — Þína skál, vinur, og þína skál, Glasha. Ég hefi séð þig eins og þú.ert og eins og hann hefir málað þig. Ég hefi séð verk þín, Saburow. Hamingjan veri ykkur holl. Hann tæmdi glasið í einum teyg. Stuttu síðar spurði Glasha. — Vertu hreinskilinn við okkur, Valdimar Andrésson. Gazt bér vel að málverkunum hans? Vaidimar fann, að hann komst ekki hjá því að svara. Eftir iitla stund sagði hann hugsandi við Saburow: — Ég veit, að öfund er ill hvöt, en samt öfunda ég þig. Þegar Valdimar hélt heim á leið að áliðinni nóttu, og brauzt fram gegn hríðarfjúkinu og froststorminum, undraðist hann sjálfan sig vegna þessara orða. Þau hlutu að hafa hljómað heimskulega. Látum vera, að Saburov? lifi hundalífi, en verra er það, að enginn þekkir verk hans Hann sagði, að ég væri fyrsti listamaðurinn, sem hefði heimsótt sig. í lista- mannasambandinu er hann álitinn einskis nýtur. Það er nokkuð til i því, og sá maður hlýtur að vera ruglaður eða gripinn þráhyggju, sem vinnur eins og hann, beygir sig aldrei fyrir neinu, heldur málar aðeins það sem hann einn skynjar og lifir sig inn í. E þótt kynlegt sé, öfunda ég hann. Nú gæti ég vel snúið aftur til Moskvu, gerzt auðmjúkur þiónn, verið mjúkur í máli. Svo gæti ég komið á sýningu og jafnvel hlotið verð- launin Þá yrði nú aldeilis eftir mér tekið. En jafnvel þá mundi ég öfunda þennan sérvitring. Tanja hafði á réttu að standa. Það var honum mikil hamingja að kvænast þessari höltu stúlku. Þessa mynd af henni hefði hann ekki getað málað eftir pöntun. Slikt listaverk er ekki hægt að skapa með kunn- áttu einni, til þess þarf heitar tilfinningar, sanna ást. Nú eru hugsanir mínar aftur komnar á fleygiferð um allt og ekkert. Það er upphaf vitfirringarinnar. En þótt ég yrði sturlaður, mundi ég ekki geta málað eins og Saburow. List- gáfa mín er ekki svo mikil, og hið litla sem mér var gefið, hefi ég ávaxtað illa. Jafnvel í geðveikrahælinu mundi ég vafalaust halda áfram að mála hvít hænsni eftir forskrift. Var það þannig, sem þú vildir hafa það, Valdimar Andrésson? Já, þá er undn engu áð kvarta. Hann hló hæðnishlátri. Morguninn eftir kom móðir hans inn til hans og benti himinlifandi glöð á dagblaöið: — Hér er skrifað um þig. Þar stendur: Maður kemst ekki iijá því að taka eftir nokkrum raunsæjum veggmyndum, gerðum af Valdimar Andréssyni málara með listrænum drátt- um og vandvirkni eins og við mátti búast. Valdimar var kominn á fremsta hlunn meö að hreyta út úr sér blótsyrðum, en hann stillti sig til þess að særa ekki móður sína. Hann ræksti sig nokkrum sinnum og sagði svp: — En hvað það er gott, að pabbi skuli nú vera betri. Ég var svo kvíðinn vegna hans. Nadjeshda Jegorsdóttir brosti hrærð og kyssti son sinn. Hún hugsaði með sér: Valdimar hefir viðkvæmt hjarta, en hann leynir því oftast. Það er slæmt, að Andrés skuli ekki koma auga á það. Valdimar gekk út að glugganum. Sniór og aftur snjór hvert sem litið var. Það var þó hlýtt í hérberginu. Samt fannst honum kuldinn læsast um sig innan frá og hertaka allan líkamann. Hann sótti frakka sinn fram í anddyrið og sveipaði honum um sig. Það fór hrollur um hann. X. Dimitri Sergejsson sa.t í klúbbsalnum og las i blaði. Af- greiðslu var lokið. Hann var að lesa langa grein um fjór- veldafundinn í Berlín, og hann var svo niðursokkinn í lest- urinn, að hann leit snögglega upp, þegar Sawtsjenkó kom inn og sagði: — ívan hefir í hyggju að reka bezta smiðinn okkar, hann Semjonov. Þó afhenti forstiórinn sjálfur honum verðlaun fyrir vel unnin störf fyrir aðeins mánuði síðan. Semjonov er maður með sjálfstæðar skoðanir og hiklaus í framkomu, og það þolir ívan ekki. Raunar er það aðeins tilviljun, að Semjonov er fórnarlambið að þessu sinni. ívan er í illu skapi, og hann verður að láta það bitna á einhverjum. — Hefir hann nokkra sérstaka ástæðu til að vera reiður? — Veiztu það ekki? Konan hans er hlaupin frá honum. Dimitri var snillingur að gæta svipbrigða sinna, en í þetta sinn brást honum sjálfsstjórnin. Hann sneri sér í snatri undan ng sagði ergilegur: — Hvers vegna eru engar hlífar fyrir þessum ljósum. Það sker svo í augun, að mann kennir til. Sawtsjenkó veitti svipbrigðum hans enga athygli. Dimitri leit á klukkuna og sýndi á sér fararsnið: — Jegorow bíður eftir mér, ég var nærri búinn að gleyma því, sagði hann og lagði blaðrð frá sér. Samtalið við Jegorow varði í þrjár stundir, Þegar Dimitri fór, sagði þess eldri félag hans:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.