Tíminn - 01.12.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, miðvikudaginn 1. desember 1954. 272. blað. Tæknin gerir kleyft að halda lifi í börnum sem fæðast ,fyrir Hjá flestum okkar hefst . lífið ekki fyrr en 9 mánuð- um eftir hinn raunverulega fæðingardag. Við hugsum sjaldan út í þá nákvæmni, sem frá náttúrunnar hendi ríkir í sambandi við þetta tímabil, nema þá sjaldan að breytingar verða á því — barn fæðist fyrir tímann, sem kallað er. En oft veldur minnisleysi o. fl. því, að tíma bilið er ekki rétt reiknað, og fáir vita betur en læknar, hve sumar konur eru kæru- lausar hvað það snertir. Það er ekki fyrr en á seinni timum að börn, sem komu í heiminn fyrir hinn eðlilega tíma, lifðu af hina ótímabæru komu sína í vora grimmu ver öld. Nú hefir þetta breytzt, og af hverjum fimm börnum, er fæðast fyrir tímann, tekst oft ast að halda lífinu í fjórum. Hitatæki, sem bjargar barnslífum. Aðalbjargvættur þeirra barna, sem fæðast fyrir tím- ann, er tæki, sem tekið hefir mörg ár og mikla vinnu sér- fræðinga að gera að því, sem Utvarpíð IJtvarpið í dag (1. desember): Fastir liðir eins og venjulega. 11.00 Hátíð háskólastúdenta: Hessa í kapeliu Háskólans. (Prestur: Séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri.) 14.00 Hátíð háskólastúdenta: 1) Ræða frá svölum Alþingis- hússins (Jón Helgason próf.) 2) 15.30 Samkoma í hátíðarsal Háskólans: a) Ávarp: Form.: stúdentaráðs, Skúli Benedikts son stud. theol. b) Ræða: Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra. c) Einsöngur: Kristinn Halls- son syngur. d)Ræða: Sigur- björn Einarsson prófessor. 18.55 íþróttaþáttur(Atli Steinars- son blaðamaður). 19.15 Tónleikar: Stúdentalög (plöt- ur). 20.30 Dagskrá, sem Stúdentafélag Reykjavíkur sér um: a) Ávarp (Guðmundur Bene- diktsson lögfræðingur, formað ur Stúdentafélagsins.). b) Ræða (Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra). (■ c) Glúntasöngur (Kristinn Hallsson og Friðrik Eyfjörö syngja). d) Ræða (Þórarinn Björnsson skólameistari). e) Visnasöngur (Lárus Pálsson syngur). 22.10 Útvarpssagan: „Brotið úr töfra speglinum" eftir Sigrid Und- set; VI (Arnheiður Sigurðar- dóttir). 22.35 Harmoníkan hljómar. 23.10 Danslög (plötur). 01.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son cand. mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Ólafur Þorvaldsson þing- vörður. flytur frásögu: Jóla- ferð. b) Tónlistarfélagskórinn syng- ur; dr. Urbancic stjórnar. c) Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn „úr ýmsum áttum“, d) Þórarinn Grímsson Víking- ur les bókarkafla: „Farið að heiman". 22.10 Erindi: Bændadagur (Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxa- mýri). 22.30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23.10 Datskrárlok, þaS nú er. Oftast mun það vera svo, þegar kona elur barn fyrir tímann, að fæðing una ber bráðar að en ella. Það er því stundum lítill eða eng inn tími til að flytja konuna á sjúkrahús, og kemur það sér því vel að tækið er afar handhægt, miðað við það hlut verk, sem því er ætlað að gegna, og venjulega ekki stærra en meðal barnarúm. Tæki þetta lítur út eins og kassi og er skúffa í öðrum enda þess. Barnið er látið í skúffuna og henni síðan rennt inn i kassann, og er hægt að fylgjast með barn inu gegnum nokkurs konar glugga, sem er ofaná kassan um. Síðan er stillt á það hita stig, sem æskilegast er fyrir barnið, og einnig er hægt að stilla súrefnismagnið, sem inn í kassann fer. Margar vikur í kassanum. Oft er nauðsynlegt að hafa barnið í margar vikur í tæki þesu, áður en óhætt þykir að bjóða því líf hins venjulega barns, og oftast eru þau börn, sem byrjað hafa líf sitt í tæk inu, langtum gjarnari á að fá alls kyns umferðarkvilla, og þar af leiðandi vandmeð- farnari en önnur. Þessa veik leika barnannai, sem fæðst hafa fyrir tímann, gætir oft þar til þau hafa náð 4—5 ára aldri. En að þeim tíma liðn- um er enginn munur á heilsu þeirra og annarra barna. Or- sakir þess að börn fæðast fyr ir tímann, eru enn ekki kunn ar, en við getum hrósað happi yfir því að aðferðir til að halda þeim á lífi eru okkur nú kunnar. Það er okkar sann færing, að öllum mannslífum verður að bjarga, hvort sem þau eru fædd á eðlilegan hátt eða ekki. Og ef við lítum yfir spjöld sögunnar, komumst við að raun um að margir frægir menn eru fæddir fyrir tím- ann, og virðist það ekki hafa oröið þeim til trafala, ef mið að er við afrek þeirra. Má þar til dæmis nefna Newton og Darwin, hinn fræga málara Renoir, og frönsku rithöfund ana Victor Hugo og Voltaire. Einnig Napóleon, og að ó- gleymdum Winston Churchill sem eins og menn vita, átti áttræöisafmæli í gær, og virð ist ekkert vera farið að förl ast, þrátt fyrir langan og erf iðan vinnudag. Jöklafélagið (Framhald af 1. elðu). ur þarft starf, því ekki veitir af að efla rannsóknir á ís- lenzku jöklunum og þurfa ís lendingar að hafa um það forustu og framkvæmd og leggja skerf til vísinda á al- þjóðlegum vettvangi. Á inn- lendum vettvangi er starf þess líka þarft því það mið- ast að því að auka kynni þjóðarinnar á hrikalegri og fagri náttúru íslands og jökl um. Voðaskot (Framhald af 1. siðu). meðvitundar og engin skýr- ing fékkst á því, hvernig slys þetta hefir viljað til, en aug Ijóst að um slysaskot hefir verið að ræða. Riffillinn var gamall. Unnsteinn var sonur bóndans á Litluvöllum, Krist jáns Péturssonar. Snjólaust í Frá fréttaritara Tímans á Hofsósi. Snjólaust er í Skagafirði og akfært um alla vegi að kalla. Þó er ekki fært frá Hofsós til Haganesvíkur og Siglufjarð- arskarð er alveg lokað af snjó. Tið er svo mild, að sauðfé er mikið úti, en ekki langt frá húsi. Hafnarf jörður vann Akranes í bridge Á sunnudaginn fór fram bæjarkeppni í b’ridge milli Akranes og Hafnafjarðar, og var þetta í sjöunda skipti, sem þessir bæir mætast í slíkri keppni. Keppnisstjóri var Ró- bert Sigmundsson, Reykjavík, en spilað var á Akranesi. Leik ar fóru þannig, að á 1. borði vann Hafliði Stefánsson, Ak., Jón Guðmundss. með 54—45 stigum. Á 2. borði varð jafn- tefli hjá Ólafi Guðmundssyni, Hf. og Óla Erni Ólafssyni 28— 31. Á 3. borði varð jafntefli milli Reynis Eyjólfssonar, Hf. og Harðar Jóhannessonar 48 —47. Á 4. borði vann Árni Þor valdsson, Hf. Jón Árnason 55 —39 og á 5. borði vann Sig- mar Björnsson, Hf. Sigur- björn Jónsson með 40—33. Hlutu Hafnfirðiiígar því þrjá vinninga gegn tveimur. Eftir þessa sjöundu keppni bæjanna er staðan 3,5 vinn- ingar gegn 3,5. Amarfell tekur síld til Rússlands Frá fréttaritara Tímana á Akranesi. Arnarfell hefir verið hér undanfarna daga og tekið saltsíld á Rússlandsmarkað, Hefir skipið tekið hér 8—9 þús. tunnur. Lítið er róið hér núna og afli tregur. GB. •SSSSSSSSSSSSSS £ Höfum til sölu nokkrar jeppabifreiðar og eina sjúkrabifreið. Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Arastöðinni við há- teigsveg kl. 10—3 fimmtudaginn 2. des. Tilboðum sé skilað í skifstofu vora fyrir kl. 4 sama dag. Sala seluliðseiíSiia ríkisius. WUW/AM/VVVVWVVWSVWAMAAA WWWVWWAVWVX HJARTANLEGAR ÞAKKIR fyrir sýnt kærleiksþel hinn 27. nóvember. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsæl komandi ár. Hildur og Þorvaldur Kolbeins. V.'.W.W.VAW.^SVAVAfVAWAW.VAVAVWAV.V) Jarðarför JÓNS ÚLFARSSONAR frá Fljótsdal fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. des. n. k. Blóm og kransar afbeöin. Guðbjörg Auðunsdóttir ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftirWalter Scott. Myndir eftir Peter JacksonllG „1 sannlcika sagt — þvi' | að ég v>t tikki ljúfín ‘dðj jicr konungur — cru I stcikur okkar ' fcngnar ... af villidýrum skóf{arins. Já, cn hai cru eign. konungsins, svo aft t>að cr vcl fall- ið að bjóða honum borði.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.