Tíminn - 01.12.1954, Blaðsíða 11
272. blað.
TÍMINN, miSvikudaginn 1. desember 1954.
11
Hvar eru skipin
Ríkisskip.
Hekla var vænlanleg til Reykja-
víkur í nótt að vestan .úr hring-
ferð'. Esja fór frá Akureyri í gær
á austurleið. Herðubreið er á Aust
fjörðum á norðurleið. Skjaldbreið
er í Reykjavík. Þyriil var i Ham-
borg í gærkvöldi. Skaftfellingur fór
frá Reykjavík í gærkvöldi til Vest-
mannaeyja.
Flugferðíí’
Loftleiðir.
Hekla millilandaflugvél Loftleiða
er væntanleg til Reykjavíkur kl.
7,00 ái'degis í dag frá New York.
Flugvélin fer kl. 8,30 til Stafangurs,
Oslóar, Kaupmannahafnar og Ham
borgar.
Úr ýmsum áttum
Tímaritið Samtíðin,
desemberhefti, er nýkomin út,
vönduö og fjölbreytt. Ritstjórinn
skrifar snjalla forustugrein, er
hann nefnir: Ljósaskilti á Hafnar-
slóð. Þá eru mjög fjölbreyttir og
fróðlegir kvennaþættir eftir Freyju.
Grein um Silfurtúngl Laxness.
Gr.ein um Nehrú, vökumann Asíu
í þættinum Mikilmenni. Leynilög-
reglusaga og smásaga. Víðsjá.
Bridgeþáttur eftir Árna M. Jóns-
son. Skopsögur. Maður og kona
íástarjótningar), auk fastaþátta
ritsins. Samtíðin hefir nú lokið 21.
árgangi Eínum.
Kristilegt stúdentafélag
gengst fyrir almennri samkomu
í kvöld kl. 8,30 í húsi KFUM og K
við Amtmannsstíg. Öllum er heim-
ill aðgangur.
Starfsfólk á Lanlakoti.
Undirritaður, sem lá á Landa-
koti síðustu sex vikurnar, vill hér
ineð þakka öllum læknum og öðru
starfsfólki fyrir sérstaklega alúð-
lega og glaðlega framkomu, sérstak
lega gagnvart mér og öðrum stofu
félögum. Einnig sendi ég stofufé-
lógum mínum kveðju, bæði þeim,
sem enn eru á spítaianum, svo og
þeim, sem þaðan eru farnir.
Starfsfólk spítalans vinnur mik-
ið og fórnfúst starf, sem ekki er
alltaf þakkað sem skyldi, og finnst
mér það koma of sjaldan fram op-
inberlega.
Gunnlaugur Magnússon.
Minningarkort
Krabbameinsfélags íslands fást
hjá öllum póstafgreiðslum lands-
ins, öllum lyfjabúðum í Reykjavík
og Hafnarfirði (nema Laugavegs
og Reykjavíkur Apóteki), Remedía,
verzl. Háteigsveg 52, Elliheimilinu
Grund og skrifstofu krabbameins-
félaganna, Blóðbankanum, Baróns
stíg, sími 6947. Minningarkortin eru
aí'greidd í síma 6947.
Happdrætti Víkings.
Þessi númer hlutu vinning:
44 96 315 498 561 578 633 694 908
948 1034 1145 1324 1373 1532 1614
1663 1765 1881 1959
Vinninga skal vitja til Ingvars
Pálssonar hjá Björgvin Frederik-
sen h. f., Lindargötu 50.
Hlutaveltuhappdrætti Fóstbræðra.
Þessi númer hlutu vinning:
22920 14454 15902 13583 12270 17182
24658 7009 14467 1840 17962 8262
28557 22877 25291 5806 5402
Vinninga má vitja í verzlun Árna
B. Björnssonar, Lækjargötu 1.
Mæðrafélagskonur.
Fundur í Grófin 1 fimmtudaginn
2. des. kl. 8,30. Stefanía Sigurðar-
dóttir segir fréttir af fundi Banda-
lags kvenna. Skemmtileg kvikmynd.
Félagskonur, takið með ykkur gesti
og fjölmennið.
Ríkisskattanefnd
hefir auglýst í Lögbirtingablað-
inu lausa stöðu fulltrúa hjá nefnd
inni. Laun samkvæmt 7. fl. launa-
laga. Umsóknir eiga aff sendast
skrifstofu nefnctarinnar fyrilr 20.
des.
Hljómsveit varnarliðsins
veð fagnað í Austurbæjarbíói
Hljómsveit varnarliðsins efndi til jazzhljómleika á sunnu
dagskvöld og í gærkvöléíi í Austurbæjarbíói til ágóða fyrir
barnaspítalasjóð Hringsins. Hljómsveitar stjóri var Patrick
F. Veltre og einsöngvari Phiíip Celia.
í hljómsveit þessari er val
'inn maður i hverju rúmi,
mega allir kallast meistarar,
iiver á sitt hljóðfæri, enda
leikur svo að segja hver mað"
ur sinn einleikskafla. Mesta
athygli vöktu einleikararnir
Custer Ruley (básúnu), Stan
Piwnica (trompet), John O’
Donnell (saxófón) og Róbert
Grauso, sem er afburða
trumbuslagari, hárviss og hug
kvæmur.
Einsöngvaranum, Phillip
Celia, var ákaflega vel fagn-
að. Hann hefir fallega rödd
og karlmannlega, góðan fram
burð og örugga framkomu.
Mikill fögnuður.
Kristján Kristjánss. hljóm
sveitarstjóri kynnti atriðin
hvert um sig mjög fjörlega.
Fögnuður áheyrenda var
mikill, hlj ómsveitinni bárust
blóm, og varð hún að leika
aukalög.
Bannað að hella
. #
olíu í sjóinn við
strendur Bretlands
London, 30. nóv. — í hásæt-
isræðu sinni sagði Elísabet
drottning, að brezka stjórnin
myndi vinna að því að efla
samstarf hinna vestrænu
þjóða jafnframt því sem reynt
yrði að ná samkomulagi við
Rússa. í sambandi við land-
varnir gat drottningin þess,
að komið yrði upp forðabúri
ýmiskonar hergagna í Bret-
landi, svo að landið væri ekki
óviðbúiö, ef til styrjaldar
skyldi koma. Einnig yrði lagt
fram á þessu þingi lagafrum-
varp, þar sem bannað er að
hella oliu í sjóinn kringum
Bretland, nær ströndum en
svarar 80 km.
Strijdom forsætis-
ráðherra S-Afríku
Pretoria, 30. nóv. — Á seinasta
ráðuneytisfundi, sem Malan,
forsætisráðherra S-Afríku
hélt fyrir skömmu, var ákveð-
ið, að Havenga, fjármálaráð-
herra, skyldi verða eftirmað-
ur hans. En nú hefir keppi-
nautur hans og „hinn sterki
maður flokksins“, Strijdom,
landbúnaðarráðherra, reynzt
lionum ofjarl. Havenga dró
sig til baka, er hann sá að
hann naut ekki stuðnings
ineirihluta miöstjórnar þjóð-
elnissinnaflokksins og mun
hætta að skipta sér af stjórn-
málum. Strijdom er miklu rót
tækari í skoðunum en Hav-
enga, m.a. í kynþáttamálinu
og ákafur talsmaður þess, að
S-Afríka segi sig úr brezka
ríkjasambandinu og verði
lýðveldi. ___
uiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiin
| Blikksmiðjan
I GLÖFAXI
í HKAUNTEIG 1«- HS3.!
nuuammuainiiniiiiiiii
Verzlanir lokaðar
frá hádegi
Verzlanir í Reykjavík eru
iokaðar frá kl. 12 á hádegi
miðvikudaginn 1. desember.
Mj ólkurbúðir og brauðbúðir
eru lokaðar frá sama tíma,
nema aðalútsölur brauðgerð-
arhúsa loka kl. 4 e.h.
j,—Tru -------ii ...nii
Verður Rokossow-
sky yfirmaður alls
herafla A-Evrópu?
Moskvu, 30. nóv. — f ræðu,
sem Grothewohl, forsætisráð-
herra A-Þýzkalands, hélt á
Moskvuráðstefnunni, lýsti
hann yfi^, að A-Þjóðverjar
sæju sig tilneydda að stofna
her sér til varnar, ef V-Þjóð-
verjum yrði leyft að vígbúast.
Molotov hélt veizlu í dag fyrir
þátttakendur, en ekki var
blaðamönnum frá vestrænum
þjóðum boðið. Kunnugir telja,
að unnið sé að því á ráðstefn-
unni' að koma upp varnar-
bandalagi A-Evrópurikja og
sameina heri allra þessara
ríkja undir einni yfirstjórn.
Verði Rokossowsky, yfirhers-
höfðingi pólska hersins, gerð-
ur að æðsta stjórnanda hins
sameinaða herafla.
Mjólk flutt til
Seyðitfjarðar
af Héraði
Frá fréttaritara Tímans
á Seyðisfirði.
Góð tíð er á Seyðisfirði og
snjólaust. Er bilfært yfir
Fjarðarheiði, sem heldur er
óvenjulegt á þessum tíma árs
og eru mjólkurflutningar of-
an af Héraði tvisvar í viku.
Þurfa Seyðfirðingar að fá um
2000 lítra af mjólk á viku of
an af Héraði. Á vetrum, þeg
ar ófært er venjulegum taíl—
um yfir fjallið er mjólkin sótt
á snjóbíl, sem nú er til á Seyð
isfirði.
Stiidentablaðið
Stúdentablaðið 1. des. 1954
er komið út og er 50 blaðsíður
að stærð. Hefst það á ávarpi
stúdentaráðs. Auk þess rita
í blaðið Alfrfeð Gíslason lækn
ir, Björn Þorsteinsson, sagn-
fræðingur, Magnús Már Lár
usson, prófessor, Þorbjörn Sig
urgeirsson, mag. scient., Skúli
Benediktsson, form. stúdenta
ráðs, Sigrún Árnadóttir, stud.
mag., Vilhjálmur Þórhallsson
stud. jur., Sigurður V. Frið-
þjófsson, stud. mag., Jón
Hnefill Aðalsteinsson, stud.
theol., Jóhann Lárus Jónas-
son stud. med., Björgvin Guð-
mundsson, stud. oecon, Stefán
Karlsson, stud. mag., Volter
Antonsson, stud. jur., Einar
K. Laxness, stud. mag., og
ýmsir fleiri.
Tónlcikar
(Framhald aí 3. síðu).
ljóðrænt og litrænt, þá er það
fyrst og fremst skyldara mynd
höggvara- og húsameistara-
listinni. Hann byggir upp tón
myndir og hljómlistarhallir,
sem eru svo hlaðnar þrótti og
lífsorku að þær eru nærri á-
þreifanlegar. Allur saman-
burður við aðra meistara miss
ir að verulegu leyti marks,
því að þeir eru yfirleitt á öðr
um sviðum.
Áheyrendur voru mjög
hrifnir og þökkuðu listamann
inum, hljómsveit og hljóm-
sveitarstj óra með dynjandi
lófataki.
E. P.
Hannibal
Framhald af 12 síffu.
Alþýðusambandsins með þátt
töku stærstu verkalýðsfélaga
landsins, án tillits til stjórn
málaskoðana forustumanna
þeirra.
Auðvitað höfðu báðir aðil-
ar jafnan rét ttil þessarar
afstöðu sinnar og starfsemi.
Minnihlutastjórn Alþýðu"
flokksins yfir verkalýðssam-
tökunum taldi ég í senn ó-
lýðræðislega og máttlausa.
Miðst j .samþykktir stj órn-
málaflokka um, að það skoð
ist sem flokksleg hollustu- og
trúnaðarbrot, ef fulltrúar á
alþýðusambandsþingi taki
þessa eða hina afstöðu til
mnn eð málefn, tel ég óvið-
urkvæmileg tilraun til skoð-
anakúgunar, og mótmæli slík
um afskiptum st j órnmála-
flokkanna.
Samstarf við pólitíska and
stæðinga Alþýðuflokksins um
stjórn A. S. í. er ekki að hefj-
ast nú, og hefir ekki þótt víta
ver til þessa.
f alþýðusambandinu er fólk
í öllum stj órnmálaflokkum,
og kemur mér því mjög á ó-
vart, ef nauðsynlegt þykir,
að forseti sambandsins, starfi
aðeins á ábyrgð eins stjórn-
málaflokks.
Það er þing A. S. í., sem
með röskum meirihluta at-
kvæða hefir falið mér for-
ustu samtakanna næstu tvö
ár, og verður sú ábyrgð að
nægja, hvað sem stjórnmála
flokkarnir segja. Gefst þeim
óefað tækifæri til að sýna
í verki, hversu heilir verka-
lýðsflokkar þeir séu, þegar til
þeirra verður leitað um stuðn
ing við mál vekalýðssamtak-
anna.
Með þökk fyrirbirtinguna.
Virðingarfyllst,
Hannibal Valdimarsson
(forseti A. S. í.).“
Maiinfuiidir
(Framhald af 12. síðu).
lenzkrar ræðugerðar frá upp-
hafi. Bókin á að sýna nokkuð
sögulega þróun ræðunnar að
efni, formi og stíltegundum.
Ræðurnar eru teknar mjög
víða að, úr prentuðum og ó-
prentuðum heimildum. Þær
fjalla um stjórnmál, trúmál,
réttarfar, sjálfstæðisbarátt-
una, kvenréttindi, atvinnu-
og fjármál, bókmenntir og
listir, skóla- og menningar-
mál. Þá eru einnig ræöur frá
ýmsum mannfagnaði o.fl. Með
al ræðumannanna eru margir
áhrifamestu menn íslandssög
unnar og fjöldi annars fólks
úr ýmsum stéttum og stöð-
um þjóðfélagsins.
Bókin hefst á ritgerð um
íslenzkar ræður eftir Vilhjálm
Þ. Gíslason. Hann hefur einn-
ig ritað skýringar með ræð-
unum. — Prentun og bók-
band annaðist Prentsmiðja
Hafnarfjarðar.
VIÐ BJÓÐCM
TÐUR
ÞAÐ BEZTA
Olíufélagið Iuf.
SÍMI 81600
Tengill h.f.
| HEIÐI V/KLEPPSVEG
Raflagnir
Viðgcrðir
Efnissala
aiiuiiiinnumiiiiiiiiimiiMmMuiuiiiiiuiiiniiininnA
( Dansæfing
1 Verður haldin í Skáta-
| heimilinu 1. desember kl.
| 9. — Gömlu dansarnir. —
ÍHljómsveit jenna Jóns
I leikur. Æskilegt að mæti
| flestir í íslenzkum búning
i um.
Þjóðdansafélagið.
1 Reykjavík.
•niiuiiiitiiiiiiiiiiiiiiiuimiiimiiiiuiiriiiiuiiiuuiiiiiiiii
| Frímerki
| Mismunandi frímerki, er
l kosta 1000 franka eftir
| Yvert & Tellier 1953. Selj-
| ast fyrir 30 kr. Kaupi öll
| íslenzk frimrki hæsta
| verði.
Oli Karlsson
| C.C.A. Skála 57, Seaweed
I Keflavíkurflugvelli
■IIUUUUIIIIIIIIUIUUUnUUIIUIIIUIIIIIUUIIUIUIUIIIIUIB
Öruéá oé ánægð með
trýééinéuila hjá oss
lUIIUUUIIIIIIIIIIUUUIIIIIIIIIIIUUIUUIIUUUUIIUIII