Tíminn - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1954, Blaðsíða 7
272. blaff. TÍMINN, miðvikudaginn 1, desembcr 1954. I ,4 Miðvikud, 1. des. Fyrsti desember 1. desember er í dag. í dag eru liðin 36 ár frá þeim degi, er íslenzki fáninn var dreg- inn að húni i fyrsta sinn sem fáni írjálsrar og full- valda þjóðar. Eftir meira en 650 ára ófrelsi, kúgun og harörétti rann sól frelsisins upp yíir ísland í skammdegi hins íslenzka vetrar, og vermdi hjarta hvers íslend- ings, og vakti í brjóstum þjóð arinnar nýjar vonir, nýjan metnað og vorhug i skamm- degismyrkri desemberdags- ins. Þjóðin fagnaði frelsinu á sinn hljóðláta hátt án ærsla en strengdi landinu heit sín, hver maður á sínum stað. 1. desember 1918 grúfði skuggi hinnar miklu drep- sóttar, spönsku veikinnar, yf ir Reykjavík og landinu öllu. Þrátt fýrir það fór staðfest- ing sambandslaganna fram með nokkrum hátíðabrag. Fáni hins fullvalda íslenzka ríkis var dreginn að húni við hátíðlega athöfn og forustu- menn hins unga ríkis ávörp- uðu þegnana. Meðal ræðumanna þennan dag var þáv. fjármálaráöhr. Sig. Eggerz. í ræðu sinni komst hann m. a. svo að orði: „Það eru ekki aðeins stjórn málamennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu, nei, það eru allir. Bóndinn, sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hhítc’,eild í þeirri sögu, dag- launamaðurinn, sem veltir steininum úr götunni, hann á hlutdeild í þeirri sögu, sjómaðurinn, sem situr við árahlunninn, hann á þar lilutdeild. Allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samvizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og sú er skylda vor allra.“ Þannig fórust hinum reynda stj órnmálamanni og mikla skáldi orð. Þau ár, sem siðan eru liðin hafa undirstrikað þessi orð hans. íslenzka þjóöin hefir unn- ið stórvirki að uppbyggingu landsins. Margt, sem þá var aðeins draumsýn og ósk er nú oröið að veruleika. Aukin ræktun, bættur húsa kostur og vaxandi tækni við störfin til sjávar og sveita eru þa.u atriði, sem fanga huga þess, er virðir fyrir sér íslenzkt þjóðfélag í dag. Starf bóndans, verkamannsins og sj ómannsins skapar mestan hlut þeirrar nýju sögu, sem gerst hefir síðan 1918. Framtíð íslenzkw þjóðar- innar byggist á því, að þjóð in verði framvegis fús til að taka á sig erfiði og áhyggj- ur brautryðjandans, þess manns, sem skapar landi sínu og þjóð nýja sögíí. Saga íslenzku þjóðarinnar frá 1918 er saga um marga sigra, en enginn sigur fæst án baráttu. Baráttan hefir verið hörð og oft hefir útlit- ið verið slæmt. En gæfan hefir haldið hlífiskildi yfir þjóðinni og ilún horfir x dag fram til ERLENT YFIRLIT: Finnar í vanda staddir Spnrnfiig livort þcir þekkjast lioð Elíassa uui þátttökíi í öryggisráðstefiia Evrófiuþj. Tiltaoði Rússa fra 13. nóv. s. 1. til 23 Evrópurikja um þátttöku í alþjóða öryggisráðptefnu, sem .mð- ar að því að koma, á sameinuðu ör- yggiskerfi í Evrópu, verður tæplega tekið af þeim ^íkjum, sem standa utan við valdífhring Rússlands. Meðal þeiri'a..ríkja, sem boðin hafa verið tíí^ráðstefnunnar er Pinnland, og hmir boðið haft í för meö sér erfiöa'aðstöðu fyrir Pinna. Pinland er samkvæmt friðarsátt- málanum 1947^1utlaust og afvopn að, og hefir þaf .af leiðandi engar ástæður til að. blanda sér f barátt- una milli austurs pg vesturs, enda eru flestir Pinnar því mótfallnir, og kjósa ekkert fremur en að fá að vera í friði. Að minnsta kosti hefir það viðhorf komið fram 1 finnskum blöðum. Blaðið Ilelsingin Sanomat heldur því til dæmis fram, að hið rúss- neska boð rnuni þvinga þau riki, sem ekki teijgst til stórveldanna, til að svara tilboðinu af eða á, og slíkt er tæplega-'gskilegt eins og heims- málunum er nú háttað. Slík spurn ing til smáríkjanna. um afstöðu að ef Danmörk og Noregur stað- festi Parísarsáttmálann, verði nauð synlegt að „ráðgast" nánar við Finna, og óneitanlega hljómar það sem dulbúin ógnun. Stjórnin í Hels inki hefir setið á fundum og rætt svar Finna við tilboði Rússa. í höf uðborg Pinnlands eru menn helzt á þeirri skoðun að svarið verði að fela í sér málamiðlun, að Finnar geti ekki neitað tilboöinu, og held ur ekki tekið því beinlínis. Það er álitið öruggt, að Finnar muni skír skota til fyrri samninga, og hinn- ar hlutlausu stcðu sinnar í bar- áttunni milli austurs og vesturs, og að Finnar muni e. t. v. einungis senda'‘ sTcl|iarfuIltrúa til Moskvu, eða Parísar, ef ráðstefnan verður haldin þar. Þegar Kekkoncn, forsætisráð- herra var spurður um það í utan- ríkisnefndinni, hver væri afstaða stjórnarinnar, neitaöi hann að svara á þeim forsendum að stjórn in hefði enn ekki fullrætt það mál. En strax og niðurstaða er fengin, KEKKONEN og svarið hefir verið sent til Moskvu, mun utanríkisnefndin fá. fulla vitneskju um málið. Pinnar hafa síðan friður var sam inn, uppfyllt skyldur sínar við hina rússnesku sigurvegara mjög ná- kvæmlega. Og Rússar hafa einnig gefið Finnum meira eftir en við var búizt í fyrstu. E. t. v. munu þeir einnig verða eftirgefanlegir í þessu máli, og kannske er það einmitt fyrirboði þess að svo muni verða, að sériegur sendifulltrúi afhenti Paasikivi forseta Lenin-orðuna þ. 18. nóv. s. 1. Lögregluþjónar kenna börnum umferðarreglur í skólunum í haust hafa einkennisklæddir lögregluþjónar heimsótt barnaskólana og átt kennslustundir með börnunum til að Jeiðbeina þeim um hætturnar sem þeim mæta í umferðinni þeirra felui' einungis í sér áróður, segir hið finnska blað. Það slær því einnig föstu, að réttur Pinna til þess að halda sér utan við stórvelda pólitíkina sé skýlaus, eins og komi fram í samningum, og ótrúlegt sé, að nokkur þjóð viiji ganga á þenn- an rétt þeirra með skírskotun til stríðshættu. Blaðið Ilta Sanomat lætur svip- aðar skoðanir f ljós, og segir, að hið rússneska tilboð hafi aðeins þýð- ingu fyrir örfá riki. En hin ríkin komist aftur aðeins í óþægilega að- stöðu við að vera neydd til að taka afstöðu til stórpólitískra málefn.i, sem þeim í rauninni komi ekkert við. Það cr ekkert vafamál, að leppriki Rússa í Austur-Evrópu muni taka þessu tilboði, enda hafa rússnask blöð þegar getið um 'það, að bæði Rúmenía og Búlgaría hafi þekkzt boðið. Og hin fylgja væntanlega í fótspor þeirra. En hvað Finnland snertir, er viðhorfið annað. Það hef ir slíka sérstöðu, að ef Finnar myndu taka boöinu, væri það mikill ávinningur fyrir Rússa, og myndi einnig gefa í skyn möguleika Rússa til áhrifa í Finnlandi. Eins og ástandið er nú, gæti það haft mikla þýðingu. Sænska blaðið Dagens Nyheter skýrir svo frá að við finnsk-rúss- nesku samningana s. 1. sumar um fimm ára verzlun ríkjanna, hafi einnig komið fram pólitísk yfirlýs- ing um„að halda áfram ráðstöfun um, sem miða að því að minnka þá spennu, sem ríkjandi er í alþjóða- málum“. Einnig höfðu komið frá Rússum óskir um beina samúðar- yfirlýsingu fyrir þann skerf, sem Sovótríkin hafa lagt fram til ör- yggismála Evrópu, en þeim óskum höfnuðu Finnar. Nú hafa Finnar aftur neyðst til að taka afstöðu til utanríkisstjórnmála Rússlands. Þetta minnir óneitanlega á spurningu þá, sem Hitl- er sendi nokkrum ríkjum fyrir síð- asta stríð, um það „hvort þeim fynd ist Þýzkaland vera ógnandi veldi" bjartari framtíðar, aukinna möguleika og betri lífskjara. Eftir 1944 hefir 1. desem- ber að nokkru horfið í skugga 17. júní eins og eðlilegt er. En íslenzk æska, háskólastúdent ar og skólafólk annarra á götunum. Er þetta framtak lögregl- unnar ágætur þáttur og þýð ingarmikill í skólastarfinu og eitt af því raunhæfasta, sem gert er f slysavörnum. Er þessi starfsemi öll í sambandi við Jón Oddgeir slysavarnafull- trúa Slysavarnafélags íslands En Ólafur Jónsson fulltrúi hefir stjórnað þessum málum fyrir lögregluna. Lögregluþjónarnir sex, sem annazt hafa kennslu þessa, eru nú í þann veginn að ljúka annarri umferö sinni um skólana. Hafa þeir eign azt marga vini meðal yngstu borgaranna, sem staðráðnir eru í því að hjálpa þeim til að koma meiri umferðarmenn ingu á í höfuðstaönum. Það eru þeir Ólafur Guð- mundsson og Sigurður Ágústs son lögregluþjónar sem lengst hafa sinnt þessu samstajrfi við kennarana og börnin. Þeir mæta í lögreglubún- ingi í skólanum og hafa 20 mínútna kennslustund með börnunum. Gefa þeir þeim lítinn fjórblöðung með mynd um, þar sem vakin er athygli á helztu umferðarhættunum. Meðal annars því, að ekki megi renna sér á sleðum eftir götunum, hanga aftan í bíl um, eða ríða ljóslausu hjóli í myrkri. Tilgangurinn með þessari heimsókn og kennslu er ekki einungis sá að fræða börnin um umferðarhætturnar, held ur einnig að fá foreldra og kennara til samstarfs og um hugsunar um þessi miklu vandamál hins nýja tíma í þéttbýlinu. f vor er svo ráðgert að skóla hefir tekið daginn á sína arma, sem sinn sérstaka dag, og vissulega er engum skyldara en æskunni að minn ast þessa dags og þeirrar sól aruppkomu frelsisins, sem varð þann dag. halda þessu samstarfi áfram og efna þá meðal annars til verklegrar samvinnu barn- anna og lögreglunnar á göt- um úti. Aðalfundur K.S.Í. 8. ársþing Knattspyrnusare bands íslands var haldið i Tjarnarkaffi s. 1. laugardag 27. nóv. Þingið sóttu 27 full- trúar með 35 atkvæði, auk gesta, er voru: Forseti í. S, í. framkvæmdastjóri og gjald- keri í. S. í., fulltrúi þrótta- bandalags Reykjavíkur, lands liösnefndar og landsdómara- nefndar. Formaöur Knattspyrnusam bandsins, Sigurjón Jónsson, flutti ýtárlega skýrslu um störf stjórnarinnar á liðnu starfsári. Á árinu voru leikn ir tveir landsleikir, annar við Norðmenn hér heima, sem ís lendingar unnu með 1:0, en hinn í Kalmar er Svíar unnu 3:2. Karl Guðmundsson, íþrótta kennari ferðaöist á vegum K. S. í. um landið og hélt nám- skeiö og æfingar fyrir knatt spyrnumenn og forustumenn þeirra á ýmsum stöðum á land inu. Tveir aðrir sendikennar ar ferðuðust og um og kenndu knattspyrnu. Var þessari ný breytni tekið mjög vel af sam bandsaðilum, enda áhugi mjög mikill fyrir knattspyrn- unni. Á næsta árj er ákveðinn landsleikur við Dani hér heima hinn 3. júlí, en ekki er enn ákveöið, hvort íslenzka landsliðið keppir erlendis næsta sumar. Auk danska landsliðsins munu koma hing að minnst 4 erlendir knatt- spyrnuflokkar næsta sumar, þar á meðal drengir frá Dan mörku og Þýzkalandi. Sigurjón Jónsson, sem verið Framh. á 9. síðu. í Moskvu hefir það komið fram, Tékkar ganga að kjörhorði Fyrir nokkrw bárust þær fréttir að eyrum íslenzkra útvarpshlustenda, að tékk- neska þjóðin væri í þann veg inn að ganga til kosninga. Jafnframt var skýrt nokkru nánar frá þeim aðferðum, sem viðhafðar eru þar eystra um kosningar. Þar í landi eru kosnir rúml. 360 þing- menn og fara kosningar fram með þeim hætti, að einn frambjóðandi er í kjöri f hverju kjördæmi. Verður sá að vera meðlim- ur stjórnarflokksins eða a. m. k. viðurkenndur af hon- um. Kjósendur eru skyldir að greiða atkvæði og þar sem að eins er einn maður í kjöri eiga þeir ekki annars kost en að greiða honum atkvæði eða gera seðilinn ógildan. En til þess að gera kosn- ingaathöfnina auðveldari hafa valdamenn þar eystra tekið upp þann sið að láta fólk alls ekki merkja á at- kvæðaseðilinn, ef það vill kjósa frambjóðandann og það þykir mjög grunsamlegt, ef menn eru að fáta eitthvað við skriffæri til þess að ó- gilda seðilinn. Er slíkt illa liðið og þykir hið mesta hættuspil. Af því sem fyrr er sagt, er auðskilið mál, að kjörsókn og fylgi frambjóðencla hlýtur að vera geysimikið, enda mun fylgi frambjóðenda Ieika frá 99,0% til 99,9% og dæmi munu til um 100% fylgi frambjóðenda. Er þetta mikil eining enda kenna margir þeirra flokka, sem slíkar starfsaðferðir hafa innleitt í löndum sín- um, sig mjög til einingar. Hér á okkar kalda landi er starfandi flokkur, sem berst fyrir því, að slíkar kosninga aðferðir verði teknar upp hér á landi. Sá flokkur fetar í fótspor frænda sinna og kennir sig til einingar og ekki aðeins einingar helckir sameining- ar — sameiningarflokkur al- þýðu. — Fylgismenn hans hafa lýst því yfir, að þeir telji þá kosn ingaaðferð, sem hér hefir verið iýst, hið eina sanna lýð ræði og muni standa við þá skoðun, þótt andmælendur hennar hristi blessaða koll- ana sína yfir slíkum fullyrð- ingum. Skoðanir manna eru skipt ar um marga hluti, en þó munu flestir íslendingar þeirrar skoðunar, að það sé því aðeins hægt að tala um lýðræði, að kjósendur hafi rétt til þess að velja á milli flokka og manna eftir mál- efnum í kosningum til trún- aðarstarfa. Þessi skoðun á ekki upp á pallborðið hjá „einingarmönnunum“ í Sós- íalistaflokknum. Eftir þeirra kenningu á yf‘ irstjórn flokksins eða ríkis- stjórnin að ákveða stefnuna og mennina, sem valdir eru til þings eða annarra starfa, en fólkið síðan að sýna ein- ingu með því að greiða þess- um mönnum atkvæði. Að öðr um kosti er það að sýna and- stöðu gegn stjórninni, slíkt kallast afbrot gegn ríkinu og er þeim er það fremja harð- lega refsað. íslendingar hafa löngum fengið orð fyrir að vera sjálf stæðir í skoðunum og vilja Framh. á 10. slðu. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.