Tíminn - 01.12.1954, Blaðsíða 6
13
TÍMINN, miðvikudaginn 1. desember 1954.
Hvað er að gerast á milli
þess sem morðvopnin glymja
og drynja? Við heyrum glöggt
miklar sprengingar hernaðar
aðgerða. Við verðum þess var
ir, er landskjálftar hrista jörð
ina undir fótum okkar. Við
finnum einnig þegar stormur
inn öskrar og æðir, en gefum
við gaum hinum milda. aæga,
en máttuga anda Guð i, þegar
hann andar á hjör*- i milljón
anna á meðal þjr'o'anna og
hreyfir við tilf; iningalífinu
iíkast því, er .eitur sumar-
blær andar h’vtt en þétt á há
gresið á víðiendum ekrum.
í Engi' idi gerðu sumir
menn g’ s, er þeir heyrðu, að
maður að' nafni Billy Graham,
mikil vakningaprédikari,
vær. leið til hinna rólyndu
F.ng ndinga til þess að ræða
\ ið já um Guð. Eins og þeir
. isiu kannske ekki allt um
3uð, sem Ameríkumenn eða
aðrir vita? En hvað skeði? Við
hlið þessa prédikara stóð erki
íbiskupinn af Canterbury og
flutti hin „indælustu blessun
arorð, sem ég hef heyrt“, seg
ir frú Graham, er maður henn
ar, Billy Graham hafði predik
að yfir 120 þús. manna á
Wemþlf / Stadium, og var það
meiri jöldi en Olympíuleik-
arni drógu til sín 1948. Má
seg a, að áður en Billy Gra-
ham sneri heimleiðis frá Eng
andi hafi heilt stórveldi hyllt
hann. — Hver er leyndardóm
urinn við þetta? Er maðurinjr
einhver kraftaverkamaður?
Alls ekki. Er hann frábær pre
dikari? Ekki heldur. En hitt
mun vera satt, að hann er all
ur vígður þessu verki, er vafa
laust bænarinnar maður, ein
huga, óskiptur og innblásinn
anda og krafti trúarinnar.
Leyndardómurinn mesti í
sambandi við þetta er þó fólk
ið sjálft. Þar er vaknað eitt-
hvert hungur sálarinnar, ein
hver þorsti eftir öðru og meira
eh síðustu áratugir hafa boðið
sálum manna, þar sem her-
gnýrinn hefir verið sú draugs
rödd, er mest hefir borið á,
kvalið sálir manna, en skapað
þar um leið hungur eftir hugg
un, eftir Ijósi, eftir friði, eftir
nærveru og krafti Guðs.
Áður en fleira er hér sagt
um Billy Graham, skal minnzt
á annan viðburð, er sannar
þetta, er hér var sagt, að kraft
ur Guðs andar nú sterkc og
vekjandi á hjörtu mannanna.
Fimmtánda ágúst s. 1. var
opnuð í Evanston í Illinois í
Bandaríkjunum annað al-
þjóðaþing Alheimsráðs krist-
inna kirkna — the World
Council of Churches. Sjónar-
og heyrnarvottur lýsir því á
þessa leið:
„Næturhimininn var að
hvelfast yfir Chicagoborg. Ein
stök stjarna horfði niður á hið
mikla „stadíum“ í „Soldier’s
Field“. Ég gat ekki varizt
þeirri hugsun, að uppi í dimm
unni hlyti englagrúi að hafast
við til þess að virða fyrir sér
hina einstöku sjón þar niðri.
Aldrei áður í sögu mannkyns
ins höfðu jafnmargir kristnir
menn frá jafnmörgum þjóð-
um og trúarfélögum safnazt
saman á einum stað, með ein
um hug til þess aö ákalla
Drottinn sinn.
Lögreglan, sem oft hafði
gætt mikils mannfjölda á þess
um stað, sagði, að aldrei hefði
hún séð neitt líkt þessu —
hinn þrotlausa stra,um af bíl
um, er þöktu hvern hektara
lands af öðrum, og þá tugi þús
unda manna, sem ekki kom
ust inn.
Minnsta kosti voru 125 þús.
manna samankomnir í stadí
um, er rödd dr. Marc Boenger,
sem er einn af forsetum Al-
Kraftur guðs andar sterkt og
vekjandi á hjörtu mannanna
272. blað,
m —s
þjóðaráðs kirknanna, hljóm-
aði:
„Hverjir eruð þér, sem hér
eruð komnir“?
„Vér erum kristnir menn“
var svarað, „tilheyrandi mörg
um mismunandi kirkjum og
trúarfélögum“.
„Hvað er það að vera krist
inn“? spurði röddin aftur.
„Það er að trúa á Guð föður
og son hans, Jesúm Krist, sem
er von heimsins og heilagan
anda“.
„Hvaðan hafið þér komið“?
spurði röddin ennfremur.
„Frá fimm álfum, fjörutíu
og átta löndum“ var svarið og
úr 161 kirkjufélagi".
„Til hvers hafið þér kom-
ið“? var enn spurt.
„Til þess að tilbiðja frammi
fyrir Guði“, var svarað.
Greinarhöfundur heldur
svo áfram að lýsa þessu ein-
staka kirkjuþingi, hvernig
menn af sértrúarflokkum og
grísk-kaþólskir rétttrúnaðar
prelátar tókust í hendur sem
játningabræður. 600 blaða-
menn voru við opnun þings-
ins, og hefir frásögn þeirra
allra náð til margra. Greinar
höfundur gerir ráð fyrir, að
þing þetta hafi ef til vill ekki
verið fjölmennasta kirkjulega
samkunda sögunnar, ef talað
sé um fulltrúa og aðra, er voru
fastir þátttakendur þingsins,
en það hafi verið hið einstak
asta í einhug og samstarfi.
Þetta Alþjóðaráð kristinna
kirkna er enn ekki nema sex
ára. Það var stofnaö í Amster
dam í Hollandi. Þing þetta var
því aðeins annað í röðinni.
„Að sjá svo marga preláta“
segir í frásögninni, „frá svo
mörgum löndum, svo mörgum
trúar og kirkjufélögum, sitja
saman og ræða í vinsemd og
bróðurhug áhugamál sín, og
krjúpa við sama bekk í bæn
til Guðs, var í sannleika und
ursamlegt. Það var, eins og
Oxnam biskup sagði: Bylting
innan kristninnar“.
Þetta sýnir nú eins og áður,
að enginn einn, hvorki Billy
Graham, Frank Buchman, né
einhver annar hefir fengið
einkaleyfi hjá yfirstjórn til-
verunnar á slíkum fram-
kvæmdum á sviði trúarlífs og
ræktunar siðgæðis, en á bak
við allar andlegar vakningar
og byltingar er ávallt hinn
„mikli, eilífi andi, sem í öllu
og alls staðar býr“. Milliliðirn
ir eru samt eigi að síður oft
ast mjög athyglisverðir. —
Snúum aftur að Billy Graham
í Englandi.
„Þrír stuttir mánuðir hafa
gerbreytt afstöðu brezku þjóð
arinnar", skrifaði ritstjóri
blaðsins Intelligence Digest.
„Erkibiskupinn af Canterbury
varð gagntekinn, forsætisráð
herrann sendi eftir dr. Gra-
ham, æðsti maður flotans
gekk til samtalsfundar, ásamt
öðrum leitandi sálum, er
hann hafði hlustað á Billy
Graham, og hið sama gerðu
þúsundir allra stétta manna.
Áhrifin virðast vera: friðsæld,
öruggleiki, vistaskipti frá hús
inu, sem á sandi er byggt, til
hins, reist á bjargi. Þetta er
einn hinna stórkostlegu og
þýðingarmiklu viðburða sög-
unnar“.
Á þessari tilvitnun í brezka
ritið Intelligence Digest hefst
næstum lo blaðsíðna forustu
ritgerð í Reader’s Digest, nóv.
1954, en þetta ameríska úrval
er gefið út á 12 tungumálum í
Billy Graham
flytur ræðw í London
17,5 millj. eintaka.
Samkomustaður var Billy
Graham valinn íþróttaskáli
eða höll — Harringay Arena.
Þar rúmuðust 12 þúsundir
manna. Samstarfsmönnum
dr. Gramham var bent á, að
slíkt húsrúm fylltu naumast
nokkrir íþróttaviðburðir, og
aðeins einn maður í Englandi,
Churchill, kynni að geta feng
ið þar húsfylli eitt kvöld, en
68 kvöld fylltu tilheyrendur
Grahams þetta húsrúm, stund
um tvisvar sama kvöldið. Um
leið var þessum ræðum hans
útvarpað til 400 safnaða í
landinu, og 38 þúsundir ját-
uðu að hafa gengið Kristi á
hönd.
Billy Graham hafði með sér
30 manna starfslið, og í þeim
hópi var kona hans og ekki
lakasta aðstoðin. Hún skrifaði
foreldrum sínum, sem eiga
heima í Norður-Carolína
mörg og ýtarleg bréf frá Eng
landi, og á þeim byggist frá
sögnin í Reader’s Digest aðal-
lega.
Þegar dr. Graham og fylgd
arlið hans var að koma til
Englands, skrifuðu blöðin um
hann af andúð og fyrirlitn-
ingu. Hann var kallaður „Hot
Gospeller“ — hinn heiti guð
spjallaskraffinnur, og um
starf hans var talað sem „guð
spjalla Circus“, og trú hans
talin fimmtíu ára úrelt. í
Daily Mirror var sagt: „Nú
kemur útflutningur frá einka
eignarlandi Guðs til þess að
segja okkur, hvernig við eig-
um að hugsa og trúa“.
í slíkum huga munu sumir
hinna 25 blaðamanna og 11
Ijósmyndara hafa komið til
móts við skip Grahams, ein
hvers staðar á milli Wight eyj
unnar og Southampton. Með
skipinu var einnig ein Holly-
wood stjarna. Einn blaðamað
ur ræddi við hana, hinir réð
ust allir að Billy Graham og
konu hans. Einn þeirra sagði
við frúna: „Ég hef orðið fyrir
vonbrigðum með mann yðar“.
„Er það svo“, svaraði frúin,
sem ekki getur hugsað sér
neinn verða fyrir vonbrigðum
með hann.
„Já“, sagði blaðamaðurinn,
„við bjuggumst við að sjá
mann í uppnámi, með glossa
legt handmálað hálsbindi og
í skrautlegum sokkum, en
hann er aðeins venjulegur
náungi".
Er á land kom, var Billy
Graham spurður frétta í sjón
varpi. Fyrir hann voru lagðar
ókurteisis spurningar eins og
þessar: „Heldur þú, að þú get
ir frelsað England"? „Held-
urðu ekki að meiri þörf sé fyr
ir þig i heimalandinu“? Hann
gaf viturleg og hárbeitt svör.
Á Waterloo-stöðinni í Lon
don tók á móti honum slíkt
mannhaf, sem ekki hafði sézt
þar síðan fyrir 30 árum, er
þau komu, Mary Pickford og
Douglas Fairbanks. Þar var
fagnað, hrópað og sungið.
Blaðamaður spurði dr. Gra-
ham síðar, hvort honum hefði
ekki fundizt fólkið á Waterloo
stöðinni vera „fanatískt"?
„Ekki nema þér viljið kalla
suma forustuklerka þjóðarinn
ar, helztu herforingja, þing-
menn og mikinn fjölda góðra
manna, er hafa beðið fyrir
starfi mínu, „fanatíska“.
Það voru þúsund söfnuðir,
þar af tveir þriðju tilheyrandi
Kirkju Englands (Church of
England), sem stóðu að boði
Grahams til London. Formaö
ur nefndar þeirrar, er sá um
þetta andlega áhlaup á Lon-
don, var herforinginn Wilson
Haffenden, og einn helzti
stuðningsmaður Grahams var
dr. H. R. Gough, biskup af
Barking, en slíkt þótti Daily
Herald hryggilegt uppátæki
hjá manni, sem hafði lifað
alla tíð slíku sæmdarlífi.
Hvað svo sem trúaðir menn,
vantrúaðir menn, gárungar
og galgopar vilja segja um slík
ar vakningar, og þá,* sem þeim
valda, er eitt vist, að þar er
ekki gengið að verki í léttúð.
í einu bréfinu segir frúin frá
því, að eitt kvöld hafi átta
hundruð manns verið knéfall
andi á bæn allt kvöldið og beð
ið fyrir starfinu. Reader’s
Digest segir, að síðan á dögum
Dwight L. Moody hafi ekki
slík vakningaralda risið eins
og þessi. Eitt kvöldið stóðu
30—35 þús. fyrir utan sam-
komuhúsið og biðu þess að
hleypt væri út úr því, svo að
síðari hópurinn kæmist inn.
Um þetta vitnaði lögreglan.
Af þessum voru 1100 komin
frá Wales og höfðu ferðazt
fjórar klukkustundir með eim
reiðinni til þess að hlusta á
predikarann.
Stórblaðið Times komst svo
að orði, að „ofsagt væri ekki,
að Billy Graham og starfslið
hans, og einnig trúað fólk í
Englandi væri undrandi yfir,
hversu glæsilega þetta allt
hafi heppnazt.
Blaðamaður einn skrifaði í
Daily Express: „Billy Graham
er enginn afburða predikari,
en það kom ekki að sök. Ekki
var það heldur söngflokkur
né hljómsveit er skipti miklu
máli, en hvað var þaö þá? Að-
alatriðið var, að hér voru sam
an komnar þúsundir brezkra
borgara, er fundu, hversu þeir
þörfnuðust Guðs. Stutt hafði
verið á kveikjara i hugar-
fylgsnum manna og viðbragö
ið var stórkostlegt (fantastic)
— viðbragð, er leysti úr læð
ingi slíka krafta, að atomork
an getur talizt hégóminn einn
til samanburðar. Hér var að
verki sá andlegi kraftur, sem
ávallt hefir valdið breytingun
um fram á við í heiminum.
„Látum oss sameinast í
bæn“, sagði Graham. Allir
lutu höfði með afturlukt
augu. „Nú ætla ég að biðja yð
ur að koma hingað, standa
hér hljóð og játa á þann hátt
að þér gangið Kristi á hönd“.
Og strax tók að marra og
braka 1 gólfinu undan fóta-
taki mannfjöldans. Ég mun
aldrei til hinztu stundar
gleyma marrinu undan þv!
fótataki. Sumir flýttu sér. AðC
ir stigu fram hægt og gæti-
lega. Söngkórinn söng sama
sálmaversið upp aftur og afti
ur. Karl og kona héldust f
hendur, er þau gengu fram„
Maður einn gekk á eftir þeim
og var grátinn. Allir stigu
fram undir söng, líkt og píslar
vottarnir á dögum Neróa
gengu brosandi fram á svið
hins blóðuga leiks, og ásjón
ur þeirra ljómuðu af himnesK
um unaði.
„Þetta er verk Guðs“, sagðl
Graham. „Önnur skýring er
ekki til“.
Sannara sagði hann aldrei".
Þetta er lýsing blaðamanna
ins, eins og hún birtist í Daily
Express. Vafalaust væri órétt
mætt að gefa dr. Billy Gra-
ham dýrðina fyrir allt hið
furðulega, sem gerðist við
heimsókn hans til Englands.
Boð bárust frá Kína, að þac
bæði söfnuður fyrir starfi
hans. En ekkert af þessu hefði
gerst, ef Billy Graham hefði
ekki helgað sig þessu verki
heill og óskiptur af lífi og sál,
og sagt við drottinn sinn:
„Hér em ég, sendu mig“
eins og spámaðurinn forðum.
Ágætur læknir einn í Lon
don fór með tvo sjúklinga sina
á samkomu til dr. Graham.
Þeir fundu þar báðir nýtt líf,
mikilvægt og dásamlegt mál-
efni til þess að unna og þjóna.
Læknirinn losnaði við sjúkl-
ingana, þeir komu ekki fram
ar til hans. Meistarinn talaði
máttarorð sitt til þeirra, eina
og til sjúka mannsins í Gyð-
ingalandi: „Ég vil, verðir þú
hreinn“.
Á engan hátt er unnt áð
hjálpa mönnum betur en að
örva hjá þeim og efla þá trú
og það guðstraust, sem gerij
getur manninn heilan and-
lega og líkamlega. Þetta
mætti orða á annan veg og
líkja því við það, að leggja
hlýja og mjúka hönd á höfuð
sofandi barns, sem þarf að
vekja. Guðsbarnið er í öllum
mönnum, en sefur oft. En þeg
ar andvari frá Guði strýkur
um vanga guðsbarnsins í sái
mannsins, þá vaknar það fagn
andi, vex og verður mikila
ráöandi, já oft, sem betur fer,
alls ráðandi.
Það er álit margra á íslandi,
að við séum fálátir menn I
trúmálum, og okkur er svo
borið á brýn trúleysi. Ég eu
sannfærður um, að guðsbarn
ið er engu síður í sálum íslend
inga en annarra þjóða, um
það hef ég sannfærzt af einka
samtölum við allra stétta
menn um langt skeið. Við er-
um fámenn þjóð, sem var kúld
uð um aldir. Við reynum þvl
að bera okkur mannalega. Við
viljum ekki að neinn skuli
brosa að okkur fyrir einhvers
konar blíðlyndi og trúar-
klökkva, það væri ekki nægi-
lega karlmannlegt. Þá látum
við guðsbarnið í okkur heldur
blunda rólegt framvegis, en
þetta er mikil sóun á dýrmæt
asta og afleiðingasælasta lífa
aflinu.
Það væri áreiðanlega sið-
gæði og allri menningu þjóð
arinnar að sýnu leyti eins mik
ill vinningur, ef guðsbarnið I
okkur gæti glaðvaknað, vaxið
og orðið helzt alls ráðandi,
eins og vorið er mikill vinning!
ur fyrir alla gróðursæld og allti
líf á jörðu.
Þurfum við að flytja inn ein
hverja siðgæðisvakningu?,
Þuríum við að fá einhvern
Billy Graham til þess að
þrýsta á kveikjarann í hugar
fylgsnum okkar, til þess að
vekja guðsbarnið í okkur eða’
getum við milliliðalaust opn-
Framh&id 6 10. <IQU. :