Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 2. descmber 1954. 273, blað. Mcifínús Finnbogason: Ér aiistnrvegi II. Þrjú stórbýli í Skaftártungu Skaftártungan hefir frá öndverðu, verið talinn bezta sveit Vestur-Skaftafellssýslu. Ekki er það vegna þess, að slæjulönd væru þar meiri eða betri enn annars staðar, held- ur var það vegna skóganna og hagbeitarinnar, sem sialdan brást, og ágætra upprekstrar- landa. Plöguengj ar voru 1 taldar beztu slægjuönd sveitarinnar. En þær láau milli Hrífunes- lieiðar og Flögulóns (Tuneu- fljóts) og Eldvatna. Þar áttu einnig Hrífunes og Hemra engjastykki. En þessar engjar tók algjörlega af í síðasta Kötlugosi 1918, auk þess stór- skemmdust túnin af öskufalli Mundu þersar jarðir naumast hafa þótt byggilegar eftir þetta áfall, ef ekki hefði not- ið við skóganna og þar af leið- andi vetrarbeitarinnar. Myndarlegt býli. Nú er þarna orðið öðruvísi um að líta, Hrifunes stóð nið- ur við Hólmsá^en hún tók að brjóta neðan ' af túninu, svo að bærinn var í hættu stadd- ur, en þau Hrífuneshjón, Jón Pálsson og Elín Árnadóttir, voru ekki á því að gefast upp og yfirgefa óðal sitt. Upp frá ánni gengur dalur, sem nær upp að þjóðveginum og hallar móti suðri, var nú bærinn fluttur upp að vegin- um, og stendur þar nú eitt af myndarlegustu svc’tabýlum, sem reist hafa verið á síðari I árum. Nú er búið að rækta allan dalinn, og var 10.—12. j september, þegar ég var þar á ferð, langt komið að hirða síðari sláttinn af túninu. Ekki veit ég hvað taðan var mikil, en ég leit svo til, að ekki mundi Jón þurfa að kviða komandi vetri. Ekki mun Jón láta hér staðar numið, hann mun fljótlega finna annan dal í Hrífunesi til að leggja undir plóginn sinn. Fyrir þrem eða fjórum ár- um var steypt fjárhústóft vel mikil á holtinu vestur af bæn um, mun hún taka 4—5 hundr uð fjár. Síðan hefir þar ekki verið aðhafst En Árni sonur þeixra hjónanna hvarf til starfa íuður á Keflavíkur- flugvelli, og hefur unnið þar lengstum s'ðan. Þetta þótti sumum ekki góðs viti. Óttuð- ust, að hann væri að yfirgefa föðurhúsin, eins og svo marg- ir aðrir. En íslendingar hafa fyrr farið í „hernað“ og kom- ið aftur. Svo fór einnig um Árna í Hrífunesi. Þegar ég fór þarna um, var hann kominn heim, og tekinn að reisa þak hins mikla fjárhúss, og sýnd- | iít mér ekki neitt numið við neglur. Árni fór ekki til að j afla fjár og eyða því jafnóð- um. Hann fór til að afla fjár til að koma fótum undir enn- þá stærri búrekstur í Hrífu- nesi. en þar hefir áður verið. Margt mætti fleira segja um fyrirmyndar biiskap þeirra Hrifuneshjóna. Þó hér verði staðar numið nð sinni. Ég gat. ekki komið við að koma að Hrífunesi i bessari ferð. bið því afsökunar á ef hér er eitthvað rangt með far- ið. bar sem margt af því er haft eítir ðrum. Eyðilegging í KötTugosi. Þegar kemur upp á Hrifu- nesheiðina, blasa við ítórbýl- inn Flaga og Hlíð sitt hvoru megin við Túngufljót. Á Flögu hefur lengi verið mikill og rausnariegur búskapur. For- eldrar Vigfúsar Gunnarsson- ar ,sem nú er að iáta af bú- skap þar, meira en áttræður, bjuggu þar stórbúi og komu þar upp stórum og traustum barnahöp. Ekki mun þó hafa átt fyrir þeim að liggja að staðfestast í Skaftártúngunni, nema Vigfúsi or Valgerði, sem giftist Guðjóni Jónssyni í Hlíð og bjó þar rausnarbúi til dauðadags. Eins og áður getur, fóru all- ar Flöguengjar í sand og vatn í Kötlugosinu 1918. En sama sagan hefir gerzt þar eins og í H-rífunesi. Nú breiðir nýrækt in sig út með heiðinni. Og stór fjárhús og heyhlöðu var verið að ljúka við að steypa sunnan við bæinn. Eins og kunnugt er, er Vig- fús í Flögu giftur Sigríði Sveinsdóttur prests í Ásum. Hafa þau hjðnin verið sam- hent í dugnaði, rausn og skör- ungsskap, þó margt misjafnt hafi fyrir þau komið, svo sem að missa son sinn og fóstur- son í einu í Túngufljót, hús- bruni og missir engjanna. Hafa þau afborið það með þreki og stillingu. Geta þau nú Iitið yíir langan og giftusam- an starfsdag. Þriðja jörðin, sem missti engjar sínkr, eins og áður get- ur, er Hemra. Ennþá er eins umhorfs og á áðurnefndum jörðum. Stór nýræktartún var verið að hirða þar í annað sinn, með síbreiðugrasi. Mér hefir orðið skrafdrjúgt. um þessar 3 jarðir og er það af því að líklega hafa þær goldið mest afhroð allra jarða í gosinu í sýslunru, þegar frá eru skildir Sandar í Meðal- landi og svo Búlanc_sel og Svartinúpur, sem algjörlega fóru í eyði. En þar kom einn- ig fleira til (einangrun). Það er ánægjulegt að sjá svona brugðizt við erfiðleik- um og tjóni eins og hér tiefur verið gert. Atírjörfisfélk. Guðjón heitinn í Hlíð, var ronur Jóns Eiríkssonar þónda í Hlíð og Guðnýjar konu hans. Kona Eiríks var Sigríður Sveinsdóttir læknis,. Paísson- ar. Bræður Jóns í Hlíð voru Bj örn í Svinadal ög séra Sveinn í Ásum. Er þetta köll- uð Hlíðarætt. í henui er margt atgjörfis manna, til l.fs og sálar Synir Jóns í Hlíð voru Guðjón. eins og áður ér getið, og Svemn, er giftist Hildi Jónsdóttur í ^vkkvahæ í Veri. Flutti:t hann bangað og bjó þar lengi. Fleiri kunná' þau systkini að hafa veríð. bó mér sé ekki kunnugt um það. Svnir Björns í Svínadal urðu allir þjóðhaga smíðir og munu Skaftfellingar lengi njóta hugvits þeirra og handa verka. Börn séra Sveins voru með- al annarra Sigríður á Flögu, Sveinn bóndi á Fossi, Gísli Framh. á 11. síðu. Ilýjar bækur frá ísaf olda r prents mið ju Værisigjasaga eftir sigfús biöndal. Dr. phil. Sigfús Blöndal er framar öllu kunnur vegna hins mikla orða- bókarstarfs síns, sem eitt út af fyrir sig nægir til þess að tryggja honum heiðurssess meðal merkustu fræðimanna íslenzkra; þó fer því fjarri að hann hafi ekki við annaö fengizt. Hann kom víða við í ís- lenzkum fræðúm eins og margir vita, en hitt er síður á almanna vit- orði að háskólanám hans var klassísk málfræði og að hann hélt alla ævi tryggð við fornar menntir, þó að störf hans væru lengst af á öðr- um sviðum. Staðgóð þekking hans á klassiskum fræðum kom honum þó að góðu haldi bæði í ævistarfi hans á konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn svo og í undirbúningi bókar þeirrar, sem hér birtist íslenzkum lesendum. — Á íslenzku hefur fátt eitt verið um Væringja ritað í samhengi fram að þessu, en hér er í fyrsta sinni dreginn saman í eitt allur fróðleikur, sem máli skiptir úr fornum heimildum um Vær- ingja og afrek þeirra í Miklagarði og víðar um Suðurlönd. I augum Islendinga hefur löngum leikið ævintýrabjamii um Væringja, en þekking á sögu þeirra hins vegar verið af skornum skammti. Hér gefst nú íslenzkum lesendum kostur á að kynnast því á eínum stað, hvað um þá er vitað, ekki aðeins úr íslenzkum fornritum, heldur og úr erlendum samtímaheimildum, rituðum af mönnum, sem umgengust þá og þekktu af eigin raun og höfðu sannar sagnir af afrekum þeirra. Tmas’barögð mamtkyhs eftir SIGURBJÖRN EINARSSON prófessor Á síðari tímum hafa flest mannaból verið könnuð. Hvar sem menn hafa orðið fyrir: á úthafseyjum, í auðnavinjum, í frumskógum hita- beltisins og á heimsskautaþröm, hafa þeir reynst trúmenn með eín- hverjum hætti. Ferðalangar hafa stundum þótzt finna fólk í ein- hverjum afkymum, sem ekki hefði neinar trúarhugmyndir. Nánari athugun hefur einlægt hnekkt slíkum fregnum. — I bókinni Trúar- brögð mannkyns segir prófessor Sigurbjöm Einarsson frá öllum átrúnaði, sem menn þekkja, fram að kristinni trú, og skiptir bókinni í þessa kafla: Frumstæðar þjóðir; Egyptar; Kaldear; íranar; Hell- enar; Rómverjar; Indverjar; Kinverjar; Japanar; Arabar. — Þetta; er bók, sem hver hugsandi maður hefur bæði gagn og gaman af að lesa, og varla er hægt að hugsa sér betri jólagjöf en einmitt þessa bók. Ljéðasafn Sigui’öaE' BieiSfjerS II Sveinbjörn Sigurjónsson magister hefur búið undir prentun. Þetta er annað bindið af þremur, en hið síðasta mun koma út að ári. Ljóð- um þessa bindis hefur verið skipt í flokka, líkt og stefnt var að í Ljóðasmámunum Sigurðar Breiðfjörðs hinum fyrri. — Flokkamir eru þessir: Skáldið og umhverfið, Ljóðabrcf, Stökur og smákviðling- ar og Formannavísur. Sérstaklega má benda á, að lausavísunum fylgja oft nokkrar frásagnir í óbundnu máli um tildrög þeirra, og eru vís- urnar fyrir það miklu skemmtilegri og bregða upp skýrum svipmynd- um af lífi höfundar og samtíð. SlefiðÍS'eka eftir HELGA hálfdanarson. I bók þessari tekur Helgi sér fyrir hendur að skýra kvæði og vísur í nokkru af fornsögunum: Sonatorrek, Árinbjarnarkviðu, Höfuðlausn,. Lausavísur í Eglu, Vísur í Gunnlaugssögu, Visur í Bjarnarsögu Hít- dælakappa, Vísu í Heiðarvíga sögu, Vísur í Eyrbyggja sögu, Vísur í Gísla sögu, Vísur í Hallfreðar sögu, Vísur í Kormákssögu. — Þeir, sem unna fornsögum vorum þurfa að lesa þessa bók. ókaverzlun ísafoldarprenftsmiðju - Simi 4 527

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.