Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 2. desember 1954.
5
273. blað.
Nærtækasti kosturinn,sem mörgum gefst til þess aðvaxa
upp úr sjálfum sér, er að elska byggð sína og vinna henni
Rœfla Rorarins Björnssoiiar, skólameistara á Akureyri á full-
veldisfag'naði Stádentafélags Reykjavíkur
Það er með hálfum hug, að
ég stend hér, og hefði mér þó
sennilega ekki veitt af hon-
unl fullum. En ég he'fi aldrei
fyrr setið stúdenta-samkvæmi
í Reykjavík, hvorki sem ung-
ur háskólastúdent né síðar
sem ráðsettur borgari. Veit ég
þvi ógerla, hversu ég á að
haga hér orðum. Má vel svo
fara, að ég taki skakkan tón
og vérðí hjárómá. Raunar hef
ir mér skilizt, að sú sé venjan
að vera hér andríkur og
skemmtilegur, en til slíks hefi
ég enga sérstaka köllun, og
því mun ég velja þann kost-
inn, sem ég tel áhættuminni,
en það er að'vera (bara) leið-
iníegur, blátt áfram og eðli-
lega.
Annars vil ég byrja á því
að þakka forráðamönniim
Stúdentafélags Reykjavíkur
fyrir þá vihsemd og þann
sóma, er þeir hafa gert mér
með því að bjóða mér hingað
i kvöld og trúa mér fyrir þeim
vanda að ávarpa svo virðu-
lega, samkomu, Hafði ég neit-
að þeim í fvrra, en þóttist
ekki hafa efni á að neita slík-
um heiðri tvívegis. Ég þarf og
varla að taka fram, að mér
er sönn ánægja að vera hér,
og.þykist ég vita, að það verði
mér noltkur lærdómur og lífs-
reynsla. Og það vermir þegar
geð mitt að sjá hér gamal-
kunn norðan-andlit, sem
minna mig á liðnar og Ijúfar
stundir i fóstra okkar margra,
Menritásk. á Akurevri.
Sú virðist hafa verið stefna
Stúdentafélags Reykjavíkur
undanfarin ár að.sækja ræðu-
menn út á landsbyggðina i til
efni þessa dags, og munum vér
sízt lasta það. Sennilega er
þáð stuðningur við þá við-
leitni hæstvirtrar ríkisstjórn-
ar að auka jafnvægi í byggð
landsins ,eins og það er kallað
og nú er á hvers manns vör-
um. Er ég þeirri stefnu fylli-
lega samþykkur, og má vinna
að framgangi hennar á ýmsan
hátt. Ein leiðin er sú að kapp
kósta að vekja metnað hvers
héraðs og hverrar sveitar.
Æitti það að líkindum að vera
efnna aúðgerðast á Norður-
laindi, enda veitir Norðlend-
iljgum nú ékki af öllu sínu.
Þégar síldm, þessi duttlunga-
fulla séiðkona hafsins, sem
Iflklega hefði eih verið fær um
að keppa við ameríska dollar-
inn, hefir brugðizt Norðlend-
ipgum ár eftir ár, og jafnvel
norðlerizka sólskinið, blessuð
súmarsólin, virðist vera að
flýtja suður, þá eru góð ráð
dýr. Því þá ekki að reyna
norðlenzka metnaðinn og
norðlenzka montið? Þó að það
kunni að reynast rýr kostur
til lengdar, eins og guðsbless-
unin Magnúsi sálarháska forð
um, er það samt andlegur
kraftur, sem ekki má missast
— og sízt nú. Eins og hver
kona verður að eiga sitt stolt,
ef hún á ekki að dragast í
sVaðið, og hver þjóð sinn þjóð
armetnað, ef hún á að halda
réisn sinni, þá verður hvert
byggðarlag og helzt hvert býli
að eiga sinn staðarmetnað.
Annars er voöinn vís og upp-
gjöfin ein framundan. í út-
löndum segi ég það ávallt með
nokkurri sjálfsánægju, að ég
sé íslendingur. Hér heima er
mér það ámóta ánægja að
segja, að ég sé Þingeyingur
— og er ég þó ekki Suður-Þing
eyingþ?! En þannig á það að
vera, að hverjum þyki sinn
fugl fagur. Það stækkar hvern |
mann að drýgja sína dáð í
nafni einhvers, sem er meira
en hann sjálfur. Og nærtæk-
asti kosturinn, sem mörgum
gefst til þess að vaxa upp úr
sjálfum sér ,er að elska byggð-
ina f.ína og vinna fyrir hana.
Og það er manndómsskilyrði
fyrir þjóðina. Vér státum rétti
lega af því, íslendingar, að
hér sé ekki til menningarlaus
skríll. Ein ástæðan til þess að
svo er, er sú, að hér heíur
aldrei ákapazt ábyrgðarlaus
múgur, eins og löngum vill
verða í þéttbýli stórra borga.
í ftrjálbýlinu hér hefir hver
orðið sem mest að sjá um sjálf
an sig, og þó að það kunni að
þykja harðir kostir, er þó eng-
in önriur leið til að verða að
manni en að hafa ábyrgðina
á sjálfum sér. Það vill stund-
um gleyma.st í nútímaþjóð-
félagi, og þess vegna er hætt
við, að þroskinn vaxi ekki að
sama skapi og þægindin. Leið
in til þroska þjóðarinnar er
ekki sú, að láta einstaklinginn
hverfa í fjöldann, heldur að
gera hvern einstakling að lif-
andi verðmæti í sjálfu sér,
með ábyrgð á sjálfum sér. Og
fámenni strjálbýlisins kveður
hlutfallslega fleiri til ábyrgð-
ar en þéttbýlið, og því elur það
meiri mainndómsþroska. í
þéttbýlinu hugsa of fáir fyrir
of marga. Að vísu geta þessir
fáu vaxið — og vaxa eflaust
— af því að hugsa fyrir marga
en við það minnka svo marg-
ir, að mig uggir, að útkoman
verði tap fyrir heildina, fyrir
varðveizlu kj arnans, sem
þjóðin verður að sækja sina
frumorku til. Ég ætla, að
þetta séu veigamestu rökin
fyrir því, að það borgi sig ekki
aðeins, heldur sé að síðustu
þjóðargróði að því að varð-
veita hinar dreifðu byggðir
landsins, þorpin við ströndina
og bæina í „dalanna skauti“.
En nú læt ég nægja þennan
stuðning við hæstvirta ríkis-
stjórn og sný mér að stúdent-
unum. Þeim mun það flestum
sameiginlegt, að þeim þyki
ljúft að minnast stúdentsár-
anna. Það mun jafn-alþjóð-
legt og stúdentsmenntunin
sjálf. Þv miður get ég engar
stúdentsminningar rakið héð-
an úr Reykjavík. Ég dvaldist
hér aldrei á stúdentsárum. Ég
hefi aldrei reikað hér suður
með Tjörn með prófskrekk í
maga og ástarsting í hjarta,
en þá súrsætu tilfinninga-
blöndu munu margir stúdent-
ar kannast við, og sumir jafn
vel -enn finna eiminn fyrir
vitum sér, þótt árum hafi
fjölgað og hárum fækkað. En
ég hefi setiö úti í Luxemborg-
argarðinum í París í maí, „í
vorsins græna ríki“, þegar
skólasystur minar urðu að létt
klæddum skógardísum, en
latneska málfræðin hvíldi í
gaupnum mér. Og ég hefi
hlaupið á harðaspretti eftir
götunum í París, af því að ein
skólasystir mín hafði tekið ó-
eðlilega þétt i hönd mér, þeg-
ar við kvöddumst. Já, þá voru
enn til nægjusamir menn! En
heima biðu min bælcurnar,
blessaðar bækurnar, sem allt-
af voru nú kjölfestan. En er
það ekki einmitt þessi spenna
milli lífs og lærdóms, sem (
| meðal annars gefur stúdents- j
árunum sitt sterka seiðmagn? j
Þyrkingslegar fræðibækur og
kvöldhýrar meyjar þreyta þá
oft örlagaglímu um lítt ráðnar
sálir. Holdið og andinn eigast
við í bókstaflegri merkingu,
en hjartað, blessað hjartað,
þetta rómantíska kjötr tykki,
togast á milli — og fylgir þó
líklega fremur holdinu.
En fleira skapar fyllingu
lífsins á stúdentsárum en
konur og bækur. Það eru líka,
og ef til vill ekki hvað sízt,
félagarnir, jafnaldrarnir, er
standa á sama menntunar-
Þórarinn Björnsson,
skólameistari
stigi, hafa sömu áhugamál,
oft þó með ólíku viöhorfi,
svo ag aldrei þrýtur umræðu
efni, enda framtíðin eins og
óráðinn draumur, sem rúm-
ar hinar furðulegustu skýja-
borgir. Lífið allt lyftist af
þrá hins ókomna, jafnvel af
hinni göfugu þrá þess, sem
aldrei skal nást, en er þó
jafnfiamt farið að kenna rót
íestunnar í viðfangsefninu,
náminu, sem vér höfum val-
ið. Það eru þessi tímamót,
sem eru ein hin skemmtileg-
ustu ævinnar, þegar viljinn
til staðfestu og heillandi dul-
úð hins óráðna mætast og
renna saman. Hér langar
mig til að gera þá athuga-
semd, að mig uggir að þessi
þrá hins ókomna sé ekki jafn
ríkur þáttur í fari ungra
stúdenta nú sem áður. Ung-
ir stúdentar, eins og raunar
annað ungt fólk, keppist
of mikig við að lifa. Það gef-
ur sér ekki tima til að bíða
eftir lífinu, hlusta á það
kcma, ef svo mætti segja.
Auðlegð draumsins er að
glatast úr lífi æskunmanns-
ins.Þaðan sprettur tómleik-
inn. Bikarinn er tæmdur, áð-
itr en hann fyllist, maturinn
gleyptur ótugginn, og allir
vita, hvað Náttúrulækninga-
félagið segir um það. Vel má
svo fara, að allt andlegt lif
þjóðarinnar verði fátækara
fyrir, er fram líða stundir.
Draumurinn. draumur skálds
ins og draumur þjóðarsálar-
innar, hefir verið auðlegð
hennar í fátækt sinni. En ef
til vill erum vér nú orðnir
svo ríkir, að vér þurfum ekki
lengur slikan hégóma.
Þó að stúdentar hafi oft
búið við þröngan kost, losna
þeir við ýmsa mæðu, sem
suma aðra hrjáir. Hugsið ykk
ur t. d. að þeir þurfa ekki að
greiða skatta og útsvör. Og
stúdentar eiga sjaldnast nokk
ar eignir, sem þeir þurfa að
haífci áhyggjúr af. Eg var
svo heppinn að fá hinn svo-
nefnda 4 ára. styrk til náms
erlendis, hundrað krónur
danskar á mánuði, en þessi 4
ára styrkur er nú illu heilli
lagður niður. Þessar hundrað
krónur nægðu mér fyrir fæði
og húsnæði mánuðinn, ef
sparlega var með farið, og
ég man það enn, hvað vel
mér leið með aleiguna í vas-
anum. Mér fannst ég hala
minn deilda verð, sem heilög
ritning talar um.
Þá langar mig til að víkja
ofurlítið að háskólastúdent-
um nú, og endurtek ég þar að
mestu það, sem ég sagði við
skólaslit í Menntaskólanum á
Akureyri í vor sem leið.
Síðastliðirin vetur voru há-
skólinn og stúdentar allmjög
á dagskrá hjá þjóðinni, og
var ekki laust við, að stund-
um andaði fremur kalt í
þeirra garð. Stafar það éf-
laust sumpart af því, að allir
hópar, sem eru út af fyrir sig
vekja riokkra tortryggni og
stundum óvild hjá þeim, sem
utan við standa. En að öðru
leyti mun ástæðan sú, að fólk
gerir — og á líka rétt á að
gera — meiri kröfur til stúd-
enta en annarra, sem þjóð-
íélagið hefir ekki lagt eins
mikið í sölurnar fyrir. Marg-
ir ætlast til þess, að stúdent
ar séu öðrum fremur til for-
ystu um það, sem betur má
fara, en á því þykir nokkur
misbrestur. Þó að gagnrýn-
endur hafi án efa eitthvað
til síns máls, ætla ég, að oft
sé ekki fullrar sanngirni gætt
í dómum né nægrar at-
hugnunar. Skal hér einkum
vikið að tvennu. __________
Annað er það, sem mikið
var talað um í fyrra, að meira
en helmingur stúdenta, sem
skráðir eru í háskólann, ljúki
aldrei prófi. Hefir alloft verið
gefið í skyn, að stúdentar
þessir séu strandmenn vegna
ómennsku og þá helzt drykkju
skapar. Því miður er slíkt til.
En sannleikurinn mun þó
betri hér en ýmsir vilja vera
láta. Staðreyndin er sú, að
fjöldinn allur þeirra stúd-
enta, sem skrá sig í háskól-
ann og hætta námi, hafa
aldrei ætlað sér að halda á-
fram námi til lengdar eða
þreyta embættispróf. Á þetta
einkum við um kvenstúdent-
ana, sem hefir farið sífjölg-
andi undanfarin ár. Þær
byrja margar þegar að vinna
fyrir sér, gjarna á skrifstofu,
en vilja ýmsar lesa heimspek
ina, jafnframt eða auka
kunnáttu riina í erlendum
málum. Þess vegna skrá þær
sig í háskólann um sinn.
Þegar þær hætta. er því ekki
um neina uppgjöf að ræða,
né neina sóun á tíma og
verðmætum. Annars týna
stúdínurnar blessunarlega
tölunni af eðlilegum ástæð-
um, líkt og hjúkrunarnemar.
Þess vegna, þegar frá er
dreginn allur sá hópur, sem
hættir, án þess að ódugnaði
qé um að kenna, skerðist
drjúgum sá lélegi helmingur
stúdenta, sem svo oft var tal
ag um í fyrra.
Þá er það ánnað, sem oft
kveður við um háskólastúd-
enta, að þeir séu óheilbrigð-
ir og öfgafullir í skoðunum.
Þeir hafi lítinn menningar-
áhuga. Helzta áhugaefnið séu
ómerkilegar stúdentaráðs-
kosningar, þar sem menn séu
dregnir í dilka eins og sauð-
ir á haustdegi. Því miður er
þetta ekki með öllu tilhæfu-
laust og skal nú athugað nán
ar.
í fyrsta lagi er það svo um
öfgahneigðina, að stúdentar
eru ekki einir um hana.
Fjöldi ungra manna í öllum
löndum á og hefir átt sitt
öfgaskeið. Á meðan þeir eru
að venja sig af pelanum, ef
svo má segja, á meðan þeir
eru að losa sig undan of
sterkum áhrifum uppeldis og
umhverfis, gerast þeir upp-
reisnargjarnir og öfgafullir.
Það er svo mikið átak að
verða sjálfstæður maður, að
margir geta það ekki nema
með einhverjum ósköpum.
En gott er að hugleiða það,
að raunverulega er það ekki
styrkleikavottur að þurfa að
fara þannig að, heldur veik-
leika. Ofsinn er aldrei styrk-
leika vottur. Annars tekst
árum og aldri oft furðanlega
að koma mönnum í jafnvægi
aftur. En í taili geta af þessu
sprottið margvísleg manna-
læti, bæði í háttum og skoð-
unum. Sumir drekka sig fulla
í víni, aðrir drekka frá sér
ráð og vit í ofstækisfullum
skoðunum, og þeir verst förnu
jafnvel í hvort tveggja.
En öfgahneigð á sér fleiri
rætur en þann eðlilega upp-
reisnarhug, sem býr í mörg-
um ungum mönnum. Margir
í stúdentahópi eru rótslitnir
menn. Þeir eru komnir í nýtt
umhverfi. Þeir hafa flutzt af
þeim hólmi, sem forfeður
þeirra hafa, oft um aldarað-
ir, barizt á. Synir bænda,
handverksmanna og erfiðis-
manna gerast andlegrar iðju
menn, með innisetum og lík-
amlegu áreynsluleysi. Venjur
v.mhverfis og heimilis, sem
stundum hafa þróazt marga
kynliðu, eiga ekki lengur við
á nýjum vettvangi. Umskipt
in eru snögg og erfiö. Sumir
verða hálf-utanveltu, en
stundum bætist jafnvel við
óróleg samvizka af því að
hafa hlaupið af hólmi for-
íeðranna, svikið fortíðina.
Þetta skapar óþægindi og
vanmáttarkennd, öryggis-
leysi. Þessum mönnum er
þörf á nýrri fótfestu í tilver
unni. Og er þá ekki fljótleg
ast og auðveldast að fleygja
sér í faðm nýrrar trúar, sem
býður upp á ráð við flestum
vanda? Það veitir þeim styrk
sem vantar. Rótslitnir stúd
entar leita gjarna þessa at
hvarfs, og það getur stund-
um verið ótrúlega skammt
frá blámóðukenndri sveita
rómantík yfir í stjórnmála
lega ofsatrú.
Þá er ótalið enn eitt, sem
stuðlar að því, að stúdentar
aðhyllist öðrum fremur ýms
ar kenningar, oft óraunsæj-
ar. Stúdentar eru oft, eins og
vera ber, „intellectuellir“, er
Framh. á 9. síðu.
i