Tíminn - 30.12.1954, Síða 6
t
* -1
TÍMINN, fimmtudaginn 30. desember 1954.
295. blaff.
íW);
PJÓDLEIKHÖSID
ÓPERURNAR
Pagliacci
Og
Cavaíería
Rusticana
Sýningar í kvöld kl. 20.
Sunnudag kl. 20.
[ María Markaii syngur sem gest-
ur sunnudaginn 2. jan.
| Aðgöngumiðasalan opin írá kl
j 13.15—20. Tekið á móti pöntun- j
um. Sími 8r2345, tvær línur.
í Pantanir sækist daginn fyrir sýn j
jingardag, annars seldar öðrum. j
Töfratcppið
Stórglæsileg íbur'öarmikil j
! og spennandi ný amerísk æfin j
jtýramynd í eölilegum litum.J
jbyggð á hinum afþekktu og|
j skemmtilegu æfintýrum úr j
„Þúsund og ein nótt“.
Lueille Baíl,
John Agar,
Patricina Medina.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJARBIO
Asturljóð til þín
(Lullaby of Broadway)
♦>
Bráöskemmtileg og fjörug j
j ný, amerísk dans- og söngva- j
j mynd í eðlilegum litum.
Aðalhlutverk:
Hin vinsæla dægurlaga-
söngkona:
Doris Day
hinn bráðsnjalíi dansarl:
Gene Nelson
og hinn skemmtilegi
gamanleikari:
S. Z. Sakall
í myndinni er fjöldinn all-i
iur af mjög þekktum og vin-|
; sælum dægurlögum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Síml 1475.
Jólamynd 1954:
Ævintýraskáldið
H. C. Andersen
Hin heimsfræga litskreyttaj
jballett- og söngvamynd gerðj
j af Samuel Goldwyn.
Aðalhlutverk leika:
Danny Kaye,
Farley Granger,
og franska ballettmærin j
Jeanmaire.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ jTJARNARBÍÓ
— 1544 —
„Call Me Madam“
Stórglæsileg og bráðfjörug
óperettu gamanmynd í litum.
í myndinni eru sungin og
leikin 14 lög eftir heimsins
vinsælasta dægurlagahöfund,
IRVING BERLÍN.
Ethel Merman,
Donald O’Connor.
Vera Ellen,
George Sanders,
Billy de Wolfe.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍO
— HAFNARFIRÐI -
JggT "5
Vanþakklátt
hjarta
ítölsk úrvalsmynd eftir sam!
nefndri skáldsögu, sem komið j
hefur út á íslenzku.
Carla del Poggio
hin fræga nýja ítalska kvik-j
myndastjarna.
Frank Latimore
Hinn vinsæli dægurlaga-
söngvari:
Haukur Morthens
kynnir lagið „I kvöld“ úr
myndinni á 9 sýningu.
Myndin hefur ekki veriðj
sýnd áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARBIO
Síml 6444
Eldur í æðum
(Mississippi Gamler)
Glæsileg og spennandi nýj
[ amerísk stórmynd í litum, um J
iMark Fallon, æfintýramann-
j inn og glæsimennið, sem kon- j
j urnar elskuðu en karlmenn j
j óttuðust.
Aðalhlutverk:
Tyrone Povver,
Piper Laurie,
Julia Adams.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hérna koma
stálkurnar
(Here come the girls)
Afburða skemmtileg ný am 1
j erísk mynd í litum. Söngva og j
[ gamanmynd.
Aðalhlutverk:
Bob Hope,
Rosemary Clooney
Tony Martin
Arlene Dahl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Síml 1182
MELRA
Stórfengleg, ný, amerísk j
söngvamynd í litum, byggð áj
ævi hinnar heimsfrægu, ástr-
ölsku sópransöngkonu, Nelliel
Melbu, se mtalin hefur veriðj
bezta „Coloratura“, er nokkru \
sinni hefur komið fram.
í myndinni eru sungnir I
þættir úr mörgum vinsælumj
óperum.
Aðalhlutverk:
Patrice Munsel, frá Metro- J
politanóperunni í New York. j
Robert Morley,
John McCalIum,
John Justin,
Alec Clunes,
Martita Hunt,
ásamt hljómsveit og kórj
Covent Garden óperunnarj
í London og Sadler Wells!
ballettinum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Banibo
á maiuiaveiðiim
Sýnd kl. 5.
Gæfa fylgir hringwnum
frá SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
Margar gerðir
fyrirliggjandi.
Sendwm gegn póstkröfu.
í skólum N.Y.borgar
(Pramhald af 5. síðu).
geri á götunni með hógværð,,
en þarna ætti alls ekki að
vera neinn heragi, það væri
dauðadæmt í þessum skólum.
Víðast í skólastofunum er
borðum oft raðað í skeifu eða
í tvær samhliða raðir, og sitja
börnin hvort á móti öðru, en
þó er hitt líka tíðkað, að borð
in séu þannig sett, að nem-
endur snúi að kennara, þegar
þau sitja í tímum. Víðast raða
börnin sér upp á leikvelli áður
en þau ganga til kennslustofu
og má sjá strik á leikvelli, sem
sýna hvar börnin eiga að
standa, hver bekkur. En þó
er þetta ekki algeng regla.
Börnin fá ókeypis bækur í
skólunum og ferðir með stræt
isvögnum til og frá skóla.
Það, sem hér hefir verið sagt
á aðeins við um opinbera
skóla. En fjöldi einkaskóla er
rekinn í New York. Er það
einkum katólska kirkjan eða
önnur sértrúarfélög, sem ann
ast um þá. Virtist mér strekk
ingur milli opinberu skólanna
og einkaskólanna meðal fólks
ins. Heyrði ég sagt, að einka
skólarnir nytu sums staðar
meira álits en hinir. Þar væri
meiri og fastari agi og börnin
lærðu þar meira en í þeim op
inberu. Það er mjög mikil að-
sókn að einkaskólunum.
Heyrði ég nefnd dæmi um
það, að foreldrar sæktu um
skólavist fyrir barnið sitt þar
um leið og þaö fæddist. Ég
kom í tvo einkaskóla. Annar
þeirra virtist mér með því
bezta, sem ég sá hér. Og þar
hefði ég viljað hafa mín börn.
Þann skóla stofnaði kona fyr
ir 26 árum og byrjaði að
kenna í tjaldi. Nú á skólinn
landflæmi mikið vaxið skógi
og grænum grundum á milli.
Og skólabyggingar eru dreifð
ar milli trjánna. Þetta er að
nokkru leyti heimavistarskóli
og er sjáifseignarstofnun, svo
að skólanefnd er þar æðsta
ráð. Hann er rekinn af Christ
ian Science-trúflokki, en þó
er kennslan ekki látin ein-
göngu mótast af þeirri trúar
stefnu. Þar var siðferði kennt
í eins konar sértíma meðal
annars. Daglega er haldinn
Daníelstími í 10 mínútur.
Daníel er auðvitað spámaður
inn. Og ef börnin brjóta eitt
hvað af sér, þá er haldinn
Daníelstími yfir þeim. Skóla
stjórinn sagði mér mörg
dæmi um Daníelstíma, og virt
ust þir gefast vel. En komið
geti þó fyrir að allt verði
árangurslaust, og er þá barn
inu vísað úr skóla um stundar
sakir eða fyrir fullt og allt,
en það sé mjög sjaldgæft.
Mér var sagt, að eitt sinn
hefðu þau frú Roosevelt og
katólski kardínálinn hér leitt
saman hesta sína út af einka
skólum og opinberum skólun
um. Hún var með þeim opin
beru, en hann hinum. Deilan
snerist meðal annars um
gjöld til skólanna. Ríkið greið
ir ekkert til einkaskóla. For-
eldrar barnanna verða að
greiða hátt kennslugjald og
standa straum af barninu í
skólanum, en verða þó að
greiða alla sömu skatta og
foreldrar hinna barnanna,
sem njóta þar hlunninda, eins
og áður segir.
Washington, 20. 12. 1954.
Jón Kristgeirsson.
HJONABAND
kettir umhverfis okkur, ef við förguðum þeim ekki.
— Já, auðvitað, sagði hann. Hann leit upp og starði á
iðandi kettlingapokann. Hún sá, að honum var óglatt.
— Líttu á, Wiiiiam. Ég ætla að hleypa þeim út.
— Ætlarðu að gera þa'ð? Svipur hans hýrnaði. — Það er
gott, við skulum hlejrþa þeim út, ég skal hjálpa þér. Iíann
hljóp til og losaði um bandið, og allir kettlingarnir skriðu út.
Bleyðan heyrði til þeirra og kom þjótandi. Svo hringaði
hún sig um hópinn og þeir tóku spenana. Um stund nutu
móðir og börn þessarar sælu, og kisa malaði ánægjulega
og lygndi augunum.
— Sérðu, hvað hehni þykir vænt um þá, sagði hann hlæj-
andi. L
Rut svaraði engu. Einhver varð a'ð stytta þessum kettl-
ingum aldur, hugsaði hún. Hjá því varð ekki komizt. Það
var ekki hægt að hafa hundrað ketti á heimilinu. Hún
varð að gera það seinna, þegar William væri ekki viðlátinn.
Þegar hún hafði lokið þessu, var henni nokkur forvitni
á því, hvort hann mundi veita hvarfi kettlinganna athygli
eða taka eftir kisu, sem æddi mjálmandi og leitandi um
bæinn. En hann tók ekki eftir því, virtist hafa gleymt
þeim. Hún undraðist þetta. Þetta stafaði þá ekki af því, að
hann bæri nokkra umhyggju fyrir köttunum. Hann gaf
þeim aldrei, gældi áldrei við þá e'ða skipti sér af þeim. Hún
komst að raun um, aö hann þoldi ekki að sjá nokkra lifandi
veru drepna, og eftir það gætti hún þess að framkvæma
slik verk ætíð, er hann var ekki nærstaddur, jafnvel hænsni,
sem liún sneri úr hálslið til málsverðar. Hún gat snúi'ð hænu-
unga svo snöggt úr hálslið, a'ð vart varð -auga á fest, og.
fyrst gerði hún þettá í hugsunarleysi að honum viðstöddum.
Þá sá hún sama angistarsvipinn á andliti hans og sagði:
— Hvernig gætum við etiö ket, ef við deyddum aldrei neina
skepnu, Wiiiiam?
Hann blygðaðist sín. — Ég veit það, sagði hann, en ég
gct ekki að þessu gert, ég þoli ekki að sjá nokkurt dýr drepið.
Og mér finnst allra sízt, að þú getir gert þetta, Rut, þú, sem
gefur öllu líf, sem lifir.
Hún skildi hann ekki fyllilega og gat engu svarað. En
frá þeim degi gætti hún þess, að hann sæi hana ekki einu
sinni snúa fugl úr hálsliðnum.
Nú Ieit hún á býfluguna. — Kannske get ég hreinsað
vængi hennar með terpentínu, sagði hún.
— Já, reyndu það, sagði hann ánægöur. — Þetta heíir
aldrei komið fyrir mig áöur.
Hann var nú niðursokkinn í verk sitt, og hún sá, að það.
var gagnslaust að tala meira við hann. Hún hélt af stað
ni'öur hæðina með býfluguna í lófa sér.
Þegar Hall kæmi heim um kvöldið, ætlaði hún að hirta
hann duglega, hugsaði hún með sér. Einhver varð a'ð aga
hann.
En uppi á hæðinni stó'ð Wiiliam og gat ekki málað meira.
Hann hafði séð á andliti Rutar þann svip, sem ætíð olli
honum heilabrotum. Það var svipur markaður þoHnmæ'ði og
viðurkenningu, en um leið votti af uppreisnarhug, þegar
eitthvað, sem hann sagði eða gerði, var ofvaxið skilningi
hen.nar. Það hvarflaöi stundum að honum, að hún mundi
fyrirlíta hann. Þessi umhugsun olli honum stundum ein-
urðarieysi. En aldrei brást samt heilhugur hennar. Af hon-
um stafaði mikilleiki hennar. Þar mundi hann ætíð eiga
athvarf. Þótt hann hyrfi frá henni, átti hann jáfnan örúgga-
afturkomu til hennar, og hann vissi, að hún mundi vera
óbreytt. Hann hvarf til hennar, gleymdi þar sjálfum sér,
létti af sér því sjálfi, sem var honum svo oft til byrði. Hún
skildi hann ekki. en hann vænti heldur ekki skilnings og
þarfnaðist hans ekki. Þegar hann hitti Elise síðast í húsi
fööur síns í febrúar, haföi hún spurt hann í þeim hálfkær-
ingi, sem þau ræddust oft við í eftir giftingu þeirra: —
Hefir þú fundið nokkurn skilning í lífi þínu?
Hann hafði hugleitt spurningu hennar mjög og sagt svo:
— Við skulum heldur orða þa'ð svo, að ég hafi fúndið það,
sem ég þarfnast.
Hann þarfnaðist ekki skilnings annarra eða samú'ðar,
heldur ekki félagsskapar. Það var langt síðan honum varð
það fullljóst, að hann var hamingjusamastur, þegar hann
var einn, hamingjusamastur af þvi að þá var hann frjáls-
astur. Hugur hans þarfna'ðist ekki samstöðu með ö'ðrum,
Hefði hann gifzt Elise, mundi líf hans hafa orði'ð barátta
við að finna einveruna, flótti frá henni. En Rut þurfti hann
ekki að flýja, því að hann gat gengið brott frá henni hve-
nær sem hann vildi, hugur hans var frjáls og gat horfið á
braut frá henni hvenær sem var, líkami hans líka. Hann
þurfti ekki einu sinni a'ð fara út af heimilinu. Hann þurfti-
ekki annað en að fara inn I herbergi sitt eða ganga hérna
upp á hæðina, hann þurfti ekki annað en lyfta penslin-
um, og þá var hann kominn mílur vegar brott. En það hefði
verið öðruvisi, ef hann hef'ði kvænzt Elise. Hún hef'öi jafnan
staðið við hlið hans, og hann hefði ekki getað losnað við
hana. • •
En þegar að því kom, a'ð hann var'ð þreyttur á einverunni,
hræddur við hana af því að hann hafði ekkert vald yfir
himingeimnum, þurfti hann ekki annað en leggja frá sér
pensilinn, ganga út úr herberginu e'ða ofan hæðina til Rut-
ar. Þá var hann kominn inn í annríkan iöandi heim, þar sem
ilmur af nýbökuðu brauði fagnaði honum og hlátur barna