Tíminn - 05.01.1955, Qupperneq 5
2, blaö.
TÍMINN, migvikudaginn 5. janúar 1955.
5
Loftlagsbreyting á hnettinum getur
haft víðtæk áhrif á líf jarðarbúa
Á Grænland eftir að verða grænt land?
Dr. Benjamín Eiríksson:
Athugasemd um
spariféð
Brottför
Hamiltons
Eins og frá var skýrt í til-
kynningu frá utanríkisráðu-
néytinu, ér birtist í blaðinu
í gær, er sú skipan nú að kom
ast til frámkvæmda, að ís-
lenzkir verktakar annist að
öllu leyti þau vérk, sem hér
eru unnin í þágu landvarn-
anna.
Nú um áramótin hættir nær
öll útivinna á vegum Hamil-
tonfélagsins. Hamilton mun
eftir það ekki hafa annað með
höndum hér á landi en
viðgerð vinnúvéla, sem því ber
að skila í góðu ástandi, og eft
irlit með verkum, sem byrjað
var á fyrir febrúar 1954 og
það hafði falið innlendum
vérktökum að framkvæma. Er
þar einkum áð ræða um rad
arstöðvarnar á Austur- og
Vesturlandi.
Að öllu öðru leyti munu ís
lenzkir verktakar annast milli
liðalaust þær varnarfram-
kyæmdir, sem hér verða unn
ar á þessu ári. Þó mun verk
fræðingadeild varnarliðsins
fyrst um sinn annast flugvall
argerðina, en hún mun verða
aðeins lítill hluti varnarfram
kvæmdanna á þessu ári. Við
hana munu vinna um 200—
300 manns og verða þar á með
al nokkrir útlendir sérfræð-
ingar, sem ekki fá dvalarleyfi
nema til skamms tíma. Jáfn-
framt munu íslendingar
verða þjálfaðir við flugvalla-
gerð, svo að þeir verði færir
Um að annast lagningu og við
hald flugbrauta í framtíðinni
en skortúr íslenzkra kunn-
áttumanna varð þess vald-
andi, að íslenzkir verktakar
vorú ekki færir um að taka
þessi verk að sér nú þegar.
Það, sem rakið er hér að
framan,. gefur það vissulega
tii kynna, að mikið hefir á-
unnizt í þessum efnum síðan
núv. utanríkisráðherra tók
við stjórn varnarmálanna. Þá
var Hamiltonfélagið eini að-
alverktakinn og annaðist
framkvæmdirnar að miklu
leyti sjálft. Það hafði mikinn
fjölda útleiídra verkamanna i
þjónustu sinni og voru þeir
mjög misjafnlega þokkaðir.
Sámbúð þess og íslenzkra
verkamanna var á margan
hátt erfið, eins og m. a. mátti
marka á því, að íslenzkir
verkamenn áttu inni hjá fé
laginu vangoldið kaup, sem
nam mörgúm hundruðum þús
unda króna, þegar núv. utan
ríkisráðherra tók við stjórn
þessara mála og rétti hlut
verkamannanna.
.Sú skipan hefir nú komizt
á.þessi mál, að Hamiltonfélag
ið er úr sögunni sem aðalverk
taki og er nú að ljúka sein-
ustu verkum sínum hér á
landi,.. Er þar eingöngu að
ræjða um verk, sem búið var
að.'semja um og byrjað var
aðtrinna að áður en hinir nýju
samningar voru gerðir á síð
ast liðnu árí. Aðalverktakinn
er ;tú íslenzkt félag, sem felur
íslgnzkum aðilum að annast
framkvæmdirnar að svo mikiu
leyti, sem þeir eru færir urn
það. Verið er að þjálfa íslend
lnga til að ánnast þau tækni
leg störf, ■ sem útlendingar
unnu áður, og munu næstu
mánuðina aðeins dvelja hér
tiltöluiega -fáir erlendir sér-
„Það er kominn tími til að við
förum að gefa gaum að Ioftslags-
breytingunni, sem nú er að ske
í heiminum“, segir dr. Svend Fred-
riksen, sem er danskur Amerikani,
fætldur á Grænlandi, en starfar nú
í Washington. Dr. Fredriksen held
ur því fram að heit og köld tíma-
bil komi á jörðinni á víxl á um
1800 ára fresti, Fyrir síðasta kulda
tímabil var Grænland í raun og
veru grænt land, og hafið milli ís-
lands og Grænlands að mestu is-
laust, a. m. k.. gátu víkingarnir
siglt hirmm litlu skipum sínum
milli Iandanna án venilegmr ís-
hættu. Dr. Fredriksen álítur einn-
ig, að slikt tímabil sé nú í vænd-
um. „Næsta tímábil er jafnvel þeg-
ar skollið á“, segir hann, og í eftir-
farandi grein, sem þýdd er og sam
andregin úr stórblaðinu Life, gerir
Robert Coughan nokkra grein fyrir
þeim skoðunum, sem fram hafa
komið um þetta mál.
Augljós breyting.
Loftslagið hér á jörð er að taka
breytingum. Það fer hlýnandi, og
mælingar síðast liðinna 100 ára
hafa sýnt fram á að meðalhiti hefir
stigið víðs vegar um heim um frá
0,5 og allt að 2 gráðum.
Margt bendir til að þessi hita-
auking sé ekki einungis einstakt
fyrirbrigði á hverjum stað, Til dæm
is hefir það komlð í ljós að ísbreið-
ur Norðurþólsins dragast saman
um rösklega 150 metra á ári hverju.
Hið sama álíta menn að eigi sér
stað á Suðurpólnum, þótt regluleg-
ar mælingar hafi ekki farið þar
fram nógu langan tíma til að það
geti talizt sannað. Á fýrri tímabil-
um jarðsögunnar hefir ekki verið
neinn ís kringum pólana, og ef til
vill mun það nú endurtaka sig.
Enskur sérfræðingur í þessum mál-
um, C. E. P. Brooks, heldur því fram
að ísbreiðurnar hafi nú náð því
stigi, að vera hættar að kæla loftið
nóg til þess að nægur snjór falli til
að halda ísbreiðunum við. Bráðnun
íssins muni því halda áfram og auk
ast ár frá ári. Ef allur ísinn bráðn-
ar, mun yfirborð hafsins hækka um
30 metra um allan hnöttinn, og
kemur það til með að breyta stór-
um útliti flestra hafnarborga,
Styttri vetur og
hlýrri sumur.
Jafnvel þótt hitaaukningin hafi
ekki verið veruleg fram að þessu,
hefir hún haft í för með sér tals-
verðar breytingar á loftslagið, sér-
staklega í löndum, sem liggja að
Norður-Atlantshafinu. Afar okkar
og ömmur hafa rétt fyrir sér, þeg-
ar þau halda því fram, að veturn-
ir séu styttri en þegar þau voru
ung, og sumrin lengri og hlýrri.
Það, spm skeð hefir, svarar í raun
inni til þess, að Norðurhvelið hafi
færst nær Miðbaug. Til dæmis er nú
svipaS loftslag í New York og var
í Baltimore fyrir 100 árum. Balti-
more er nokkrum hundruðum kíló-
metra sunnar. Og borgin Montrcal
í Kanada, þar sem snjókoma hefir
minnkað úr 330 sentímetrum í 200
sentímetra frá 1880, hefir aftur á
móti erft hið fyrra loftslag New
York-borgar.
Ef undanskildir eru áhugamenn
um vetraríþróttir, má fullyrða að
þessari breytingu sé tekið með fögn
uði af íbúum norðlægari landa. En
áhrifanna gætir ekki eingöngu í
því hvort mönnum er kalt á tán-
um eða ekki. Þegar lofthitinn vex,
minnkar notkun líkamans á hita-
gjöfum, og brennslan verður minni.
Afléiðingin er sú, að lífsþróunin
gengur hægar. Vöxturinn minnkar
— venjulega er fólk, sem býr í heit
ari löjidum minna vexti en fólk
frá norðlægari slóðum. Húsdýr eru
einnig minni, og tekur tvisvar til
þrisvar sinnum lengri tíma að ala
þau til þeirrar þyngdar, að hæft
þyki að slátra þeim.
Qrari þroski í kaldari
Ipndum.
Ameríski prófessorinn dr. Clar-
ence Mills hefir varið miklum tíma
til að rannsaka áhrif loftslags á
menn. Hann hefir haldið því fram
að konur í heitari löndum verði
kynþroska einu eða fleiri árum
seinna en konur í kaldari löndum.
Vitanlega eru undantekningar, og
dr. Mills segir að það séu þessar
undantekningar, ásamt þeirri stað-
reynd að fólk í heitu löndunum
gengur oft mjög ungt í hjónaband,
sem komið hafa þeirri skoðun á
kreik að menn þroskist fyrr í heit-
ari löndurn. Á rannsóknarstofum
hafa menn sannað, að dýr, sem
búa við heitt loftslag, þroskast
seinna en önnur, og eru þar að auki
ekki eins frjósöm og þau, sem í
köldu loftslagi búa.
Jafnvel mikill hiti um stuttan
tíma getur haft geysileg áhrif á frjó
semina. Til dæmis er alltaf nóg af
auðum rúmum á fæðingarspítölum
í Flórída níu mánuðum eftir að
hitabylgja hefir gengið yfir.
Margt er það einnig, sem bendir
til þess, að hitinn hafi ekki að-
eins áhrif á líkamann, heldur einn
ig á hið andlega, t. d. minnið, hugs
anaganginn og námshæfileikana.
Það er þó í rauninni ekki svo und-
arlegt, því að starfsemi heilans er
fullt eins líkamleg og blóðrásin og
andardrátturinn. Prófessor Mills
hefir til dæmis framkvæmt gáfna-
próf og líkamlegar prófanir á nem
endum amerískra háskóla, sem
liggja á 40. breiddargráðu, og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að um mitt
sumar stóðu þeir sig 40% lakar en
á veturna. Og jafnframt því sem
gáfnatalan lækkar, verður líkam-
inn veikari fyrir. Ameríski land-
fræðingurinn Huntington heldur
því fram að í kaldari löndum nái
andlegur kraftur manna hámarki
í marzmánuði, en líkamlegur í
byrjun vetrar, en uppreisnir og ann
að slíkt háttalag sé algengast um
mitt sumar — í júlímánuði. Einn-
ig nái siðferðisafbrot, geðveiki og
sjálfsmorö hámarki í ma{ og júní.
Hin mörgu siðferðisafbrot standa
vafalaust í sambandi við aukna
kynorku einmitt í þessum mánuð-
um, sem ef til vill gefur einnig skýr
ingu á aukningunni í hinum flokk-
unum, þar sem bæði sjálfsmorð og
geðveiki standa oft í sambandi við
kynferðismál.
Hliðstæð saga menningar
og loftslags.
Ef hitaaukningin heldur áfram.
mun fjöldi manna koma til með að
búa við loftslag, sem mun veikja
andlegan og líkamlegan kraft
þeirra. Ef til vill þurfum við ekki
að fletta blöðum sögunnar svo ýkja
langt aftur til að finna hliðstætt
dæmi. Englendingurinn Brooks
bendir á það, að á þeim tíma, þeg-
ar ríki Rómverja stóð á hápunkti
(um 200 e. Kr.), kom hitabylgja
svipuð þeirri er nú hefir skollið á.
Bylgjan stóð um þúsund ár og
hafði sín áhrif: Vínþrúgur uxu í
Englandi, og íbúar Nprðurhvelsins
hugsuðu til hreyfings, sigldu í norð
ur og vestur og fundu ísland, Græn
land og Ameríku. En í öðrum hlut-
um heims staðnaði þróunin, og
hafa menn gefið þessu timabili
nafnið „hinar dimmu miðaldir" En
svo fór ísinn aftur að vinna undir
sig land og loftslagið kólnaði — og
Evrópa stóð í blóma á ný. Vitan-
lega er margt annað en loftslagið
sem hér kemur einnig til greina.
En samt er það hugvekjandi að
líta yfir hina hliðstæðu sögu menn-
ingar og loftslags í Evrópu.
Ef sú er raunin að loftslagið hafi
svo mikil áhrif á sögulega þróun,
eru Bandaríkin það land, sem
einna harðast mun verða úti í hinni
væntanlegu hitabylgju, því að þar
hefir loftslag verið eitt hið jafn-
asta í heimi hingað til. Ef til vill
verða það Kanadamenn og Rússar,
sem næstir lifa við hitabeltislofts-
lag. Á mörgum stöðum í Kanada er
nú hægt að rækta hveiti 3—500 km
norðar en áður var mögulegt. Hita-
stigið í Úralhéruðunum hefir far-
ið hækkandi á síðustu hundrað ár-
um, og í Síberíu færast endamörk
hins botnfrosna lands norður á bóg
inn með 60 metra hraða á ári. Það
sannast m. a. á því að oft rekast
menn á hræ af mammútum, sem
geymzt hafa óskemmd í frosinni
jörð í þúsundir ára. Hægt er að
sigla um Hvitahafið næstum mán-
uði lengur á ári en fyrr, og þegar
rússneski ísbrjóturinn Sedof fór
þvert yfir íshafið árið 1939, sömu
leið og Nansen hafði farið 1893—6,
tók feröin aðeins sex mánuði, í stað
nítján áður. Einnig mældist hita-
stigið 11 stigum hærra.
Bezta Ioftslagið.
Hvaða loftslag er í rauninni
bezt? Um það eru skiptar skoðanir.
Enski veðurfræðingurinn Markham
álitur vera bezt loftslag, þegar hit-
inn' er frá 15—25 stig, og rakastig
loftsins í samræmi við það, og þar
sem sólskin er nóg og léttur and-
vari. í slíku loftslagi mundu flestir
menn una sér vel og líða dásam-
lega, segir Markham.
Með öðrum orðum ætti hið æski-
legasta loftslag ekki að vera storma
samt. En aftur á móti má halda
því fram, að maðurinn missi mik-
inn kraft, ef hann er ekki við og
við tugtaöur til af hressilegum
stormi. Því að það er ekki einungis
hið langa og brennheita sumar, sem
dregur þrótt úr Suðurlandabúum.
Heldur hafa loftstraumarnir úr
(Framhald á 7. slðu).
Seinustu vikurnar hefir
talsvert verið skrifað í blöð
og tímarit um efnahagsmál;
ennfremur hefir verið vikið
að þeim í opinberum ára-
mótahugleiðingum manna.
Yfirleitt er látin í ljós mikill
uggur um framtíðina. Það
sem menn óttast er almenn
hækkun kaupgjalds og þau
vandræði sem myndi leiða af
henni, eins og eðlilegt er. En
auk þess sjá menn vofur í
hverjum krók og kima, eins
og titt er þegar hræðslan á
annað borð nær tökum á
hjörtum. mannanna. Þrátt
fyrir það þótt hagfræðing-
arnir dr. Jóhannes Nordal og
dr. Gylfi Þ. Gíslason séu í
töhi höfundanna, er áber-
endi hversu alvarlega athug
un á f taðreyndum og sam-
hengi þeirra vantar í þessi
skrif. En það er fyrst og
fremst þjónusta af því tagi,
sem hagfræðingarnir eiga að
láta í té. Til þess eins að stíga
í stólinn eru stjórnmálamenn
prestar og kennarar eins vel
faDnir. Eg varö að láta mcr
nægja aðeins að benda á
þctta atriði í þessari stuttu
athugasemd. En það er að
sjá aö ein af hinum mörgu
yfirborðskenndu, fullyrðing-
um, sem mikið ber á í ofan-
nefndum skrifum, sé um það
bil að verða að „staðreynd“,
sem hver tekur upp eftir öðr-
um. Þetta er sú fullyrðing
að nú stefni í öfuga átt með
sparifjársöfnunina frá þvf
sem verið hefir. Þessi at-
hugasemd er skrifuð í þeim
tilgangi að fá menn til að líta
á síaðreyndirnar sjálfar, þótt
ekki sé nema í þessu cina ar-
riði.
Dr. Jóhannes telur það
„alvarlegt merki“ um að
spariinnlög séu farin að
minnka, að þau minnkuðu
um 12 millj. kr. í nóvember
(í bönkum). Dr. Gylfi segir
að undanfarna mánuði hafi
„sparifjáraukningin sifellt
farið minnkandi". (Menn taki
eftir því að það er aukn-
ingin, sem minnkar, ekki
sparjféð). Nú sýna tölur sein
ustu 10 árin að aukning
sparifjárinnstæðna hefir nær
undantekningarlaust farið
minkandi þá mánuði, sem
um er að ræða (og oftast ver
ið negativ þar að auki) í
rauninni hefði átt að nægja
að greindir höfundar hefðu
litið á kápu Fjármálatið'nda
því að þar er línunt fy’-lr
1952— 54, sem sýnir þetta
greiniJega.
En það eru fleiri tölur, er
taka þarf tillit til þegar draga
á víðtækar ályktanir um
þetta mál. Meginhluta spari-
innstæðnanna er hægt að!
hefja fyrirvaralaust. Að þessu
leyti eru þaer því eins og
veltiinnstæðurnar. Af þeim
eru greiddir 5V2% vextir; af
veltiinnstæðunum 2%. Það
má því almennt gera ráð
fyrir að spariinnstæðurnar
muni eiga að standa lengur
en hinar fyrri. En þegar um
stutt tímabil er að ræða eins
og örfáa mánuði, geta verið
einhverjar þær kringumstæð
ur, sem breyta þessu, í bili
a. m. k. f fyrsta lagi er mjög
erfitt að draga áreiðanleg-
ar ályktanir af tölum fyrir
örfáa mánuði, í þessu tilfelli
aðeins tveim — þrem tölum,
sem þar á ofan breytast stöð
(Framhald á 6. síðu)
fræðingar í stað þess, að áður
vory hér nálægt 2000 erlendir
verkamenn. Sú kunnátta, sem
íslendingar öðlast á þennan
hátt, mun ekki aðeins gera
þeim kléift að annast varnar
framkvæmdirnar, heldur
koma að margvíslegum not-
um við uppbyggingu landsins
og endurbætur á samgöngum
þess.
Stjórnárandktæðingar gera
sér það ljðst, að hér hefir mik
ið áunniztTÞví reyna nú Þjóð
viljinn og AÍþýðublaðið að
halda uppi nbkkru óánægju
nöldri. Hélzt reyna þau að
blekkja með því, að ekki sé
í þessum éfnum staðið við
fyrri yfirlýsingar utanríkisráð
herrans í' B'ámbandi við Ham
ilton. Slikt er þó fullkomin
blekking. Utanríkisráðherr-
ann hefir alltaf sagt, að Ham
ilton myndi hætta útivinnu
nú um áramótin, en öðrum
framkvæmdum eins fljótt og
hægt væri. Við þetta er stað-
ið, eins og lýst er hér að fram
an.
Þessi útúrsnúningur stjórn
arandstöðublaðanna sýnir
bezt, hve lítið þau telja sig
geta fundið aðfinnsluvert í
þessu sambandi. En þó margt
merkilegt hafi þannig áunn-
izt að undanförnu, mun það
ekki draga úr þeirri viðleitni
Framsóknarmanna að vinna
að frekari endurbótum á þeim
sviðum, þar sem þeirra er
þörf.