Tíminn - 08.01.1955, Síða 3

Tíminn - 08.01.1955, Síða 3
5. blað. TÍMINN, laugadaginn 8. janúar 1955. Ársritið Hlín Þess væntir mig, að flestir muni láta sig einu gilda hvort ég þakka eða vanþakka, en þó vil ég geta þess, að þeim manni skal ég af alhug þakka, er segir mér og sannar, að nú komi út hér á landi það tíma rit, sem hollara sé þjóðinni til lesturs en Hlín hennar Hall- dóru Bjarnadóttur. Ekki mundi Hlín verða að lakari fyrir það, að annað reyndist enn betra. Það held ég mér sé óhætt að segja, að hún er ólík öllum hinum. Hún er lang líkust því, ;sem Ársrit Fræða félagsins var, en um það sa*,ði Þorsteinn Gíslason við mig litlu áður en Bogi Melsteð, rit stjóri þess, féll frá, að það væri að sínu viti bezt ís- lenzkra tímarita. Um Hlín er óhætt að segja það, að hvert það heimili, er lætur hana fram hjá sér fara, gerir sjálfu sér illan greiija og er fátækara fyrir. Annað mundi auðveldara en að svara þeirri spurningu um sum tímaritin núna, hvaða hlutverki þeim væri ætlað að gegna. Eh á hverri síðu Hlín- ar blasir við svarið við því, hvað henni sé ætlað að gera. Henni er svo bersýnilega ætl að að manna þjóðina. Og eigi að gera það, verður að byrja á kvenþjóðinni; menning karl 'manna verður þá óumflýjan- lega að fylgia, hvort sem þeir vilja eða ekki:; í 36 ár er Halldóra nú búin að halda úti þessu merkilega riti, tii ailrar hamingju studd af fjölda ágætra kvenna, en líká hartnær eingöngu studd af konum. Ekki kemur það til hokkurra mála, að allt þetta mikla starf hennár hafi orðið ávaxtalaust,'-1 og með engu móti geta ávextirnir hafa orð ið aðrir en góðir. Jafnvel þó að ekki væri dagsverk henn- ar annað én þetta, væri það samt mikið, en allir vita að ekki er þetta nema einn þátt ur þess. Eitt hefi ég aldrei getað, skiiið og fæ sennilega aldrei skilning á. En það er, hvernig unnt er. að selja Hlín, auglýsin.galaust rit, því verði, sem fyrir hana er tekið. Hún er tíu a.rkír (í'-sama broti og Eimreiðin og Sjcírnir) og kost ar tíu krónur, núna þegar hóf 'jegt verð á-örkinni þykir fimm krónur. Hún var seld á eina krónu meðan ein króna var annars arkarverð. Nei, þetta -er ekki fyrir mína reiknings gáfu, enda,varðar mig um það 'éitt, að ég er.ekki látinn borga nema einar tíu krónur. ií Það er fjölbreytt efnið í þessum 36. árgangi, og allt mundi ég kalla það gott. En ekki mun ég gera hér neina skrá yfir það. Vænt þótti mér um að sjá nokkru rúmi varið til þess að minnast tveggja kvenna, sem ég mat mikils: Þeirra Elínar Briem og Hólm fríðar Gísladóttur. Ég held að íslenzk þjóð standi í mik- illi þakkarskuld við minningu beggja — svo mikilli við minn ingu Elínar, að sú skuld verði aldrei goldin. Sú frábæra kona er alveg óumdeilanlega í hópi þeirra örfáu, sem „hrundu vorum hag á leið með heillar aldar taki.“ Og ekki veit ég hvað gæfa er, ef það er ekki gæfa að hafa lifað til slíks. Margt er það í þessu hefti, sem yljar hjarta lesarans. Enginn mun lesa svo það, sem Margrét Jóhannesdóttir hjúkr unarkona segir af hinu mesta yfirlætisleysi um sitt merki- lega starf, að hann finni eng an yl við lesturinn. Ekki get ur hjá því farið að greinin sú sái í hjarta einhverrar ungrar stúlku því fræi, er síð ar verði að fögru blómi í verk um hennar, og svo gengur þetta koll af kolli. Þannig, og einungis þannig, kemur það, sem beðið er um í annarri bæn faðirvorsins. Einörð kona hlýtur Hall- dóra Bjarnadóttir að vera, að hún skuli þora að hafna hinni staurkarlslegu stafsetningu, sem nú er með trésleggjum barin inn í höfuð vesalings skólabarnanna. Og alltaf er eitthváð hressandi við það, að sjá merki einurðarinnar; hún er svo fjarskalega sjald- gæf. En ósköp er það gamaldags þetta fólk sem skrifar í Hlín; það er engu líkara en að það trúi allt á fornar dyggðir og jafnvel handleiðslu guðs. Sumt af því játar það berum orðum. Jæja, það eru alltaf einhverjir, sem ekki fylgjast með tímanum. Sn. J. iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiuiiiiiiuiiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiii) EF ÞÉR HAFIÐ HUG Á AÐ | EIGNAST MIÐA I í f IVÖRUHAPP-| 5 DRÆTTI I Hlýjar skammdeg- isnætur á Aust- fjörðum Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Óvenjuleg janúarveðrátta er búin að vera síðustu viku á Austurlandi, Jörð er alveg auð og 7—8 stiga hiti á degi hverjum og stundum líka um miðnættið. Verður ekki ann að sagt en það séu mildar skammdegisnætur. Vegir eru allir auðir að kalla, nema Oddskarð, sem er lokað alla vetur. Fé hraust og vænt í Gnúpverjahreppi £ Guðjón Ólafsson bóndi á Stóra-IIofi í Gnúpverjahreppi leit jnn til Tímans í gær. Lét hann vel af högum og líðan manna austur jþar. Sauðfé væri nú orðið álíka margt þar eystra og fyrir niðurskurð. Þó kom aðflutta féð ekki fyrr en haustið Í952 ög þa áðéins iömb. Féð hefði allt verið flutt norðan :ún Kelduhverfi. Væri það miklu. betra fé heldur en verið hefði hjá bændum 'þarna eystra áður. Hæglátt, féíagsíynt, spakt og gott að fóðra það. Vænleiki þess væri ágætur. Til dæmis hjá sér, sagði Gúð jón, að tvævetla hefði vigtað 1 haust 68 kg. sjálf, en tví- lembingar undan henni: hrút ur 50 kg. og gimbur 49 kg. Aðrir tvílembingar undan tvævetlu, ef hann slátraði, hefði annað haft 17,5 kg., en hitt lambið 16,5 kg. kjöts. Samt væru ýms dæmi til um enn þá meiri vænleika fjár, af hinum nýja stofni, hjá nágrönnum sínum, sagði Guð jón. Væri mikill hugur og bjart- sýni meðal manna, að fjölga fé að mun enn þá. s. I. B. S. ER ENN TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA. DREGIÐ Á MÁNUDAGINN 7000 VINNINGAR AÐ FJÁRUPPHÆÐ Kr. 2,800,000,00 SKATTFRJALSIR VINNINGAR Verð endurnýjunar- miða er 10 krónur. i ARSMIÐI 120 KRONUR. Ýmislegtfrá NewYork Eftir Jón Kristjánsson. kennara. HÆSTI VINNINGUR í HVERJUM FLOKKI : ER 50 til 150 þús. kr.! 20.12. 1954. Mér finnst ástæða til að geta nokkurra kvenna, sem léttu mér sporið í New York. Ég bjó hjá Guðmundu Elías- dóttur, söngkonu, og manni hennar. Það var ódýr gisting, 10 dalir á viku með morgun- kaffi, eða réttara sagt morgun mat. Hún hefir nokkur her- bergi, sem hún leigir íslend- i ingum, sem eru þar á ferð. Þar verða gestir heimilismenn á íslenzku heimili. Guðmunda er orðin kunnug í borginni, og eru leiðbeiningar hennar fyr- ir alókunnugan ferðamann mikils virði. Heimili hennar er 202 W. 107 Street, hæð 6E. Néw York. Sími Ac. 2-9301. Kona heitir Eyja Henderson búsett í borginni. Hún giftist Henderson, amerískum, fyrr- verandi hermanni og fluttist hingað með honum fyrir nokkrum árum. Þau reka hér verzlunarfyrirtæki og verzla einkum við íslendinga. Þau hafa samband við íslenzku skipin og flugvél Loftleiða. Þau eru sem óðast að vinna sig upp hér. Hvergi er eins gott fyrir okkur að verzla og hjá þeim. Eyja, sem raunar líkist meir íslenzkri smala- stúlku en harðsvíraðri kaup- konu, sem hún er að verða, veit allt um viðskipti í New York. Og nafn hennar og þeirra hjóna hefir hlotið sæti í bönkum heimsborgarinnar. Verzlun þeirra er: 195 Front Street, Cor. Fulton Street, New York 38. Sími Wh 3-2876. Foreldrar Eyju eru á Nönnu- götu 1 í Reykjavík. Allir ís- lendingar, sem spara vilja dal iná sína og leið eiga þangað í borg, ættu að leggja leið sína til þessara kvenna. Hjá þeim eru tvær alíslenzkar nýlend- ur. Og leiðsögn þeirra og alls- konar fyrirgreiðsla er ómetan ieg, og er það í té látið með ljúfu geði og yfirlætisleysi. Og eru menn þeirra þeim sam- hentir í því. Þegar ég kom hingað, vissi ég eiginlega ekk- ert um þær. Tel ég það skort á íslenzkri fréttaþjónustu frá New York, að ég og mínir lík- ir, sem leggja leið okkar til beirrar borgar, skuli ekki vita deili á þeim áður en þeir fara af stað heiman að. Síðast liðinn vetur gerðu telpurnar í bekk, sem ég kenndi, 12 ára C í Miðbæjar skólanum, stóra brúðu klædda íslenzkum búningi. Allar kvenhandavinnukennslukon- ur skólans lögðu þar sitt til, svo að þessi brúða varð hrein asta meistaramynd. Brúða þessi var því næst send til einnar greinar af UNESCO í New York, sem hefir það tak mark að efla kynningu og vin áttu allrar æsku. Brúðan var sett á sýningu eða bazar, sem sambandið hélt þar í borg á munum frá fjölda þjóða. Hún fékk þar verðlaun sem einp i Umboðin í Reykjavík og i | Hafnarfirði verða opin i til kl. 10. ÍÍlllllllllllllllllllllllllllllllMIMHflllllllllHf llllllUlllllllltr af 10 beztu munum sýningar innar. í vor skrifaði ég til þessa sambands og sendi mynd af bekknum mínum, og var ég á þeirri mynd með börn unum. Tvær konur hafa dag lega framkvæmd þessa fyrir- tækis og skrifuðu þær mér aft ur. Ég heimsótti skrifstofu þess. Önnur frúin var þá við stödd. Þekkti hún mig af myndinni, er ég hafði nefnt ísland, og mundi nafnið mitt. Ég sýndi henni engin með- mæli. En hún reyndist mér hin mesta heilladís í borginni. Fór með mig til Sameinuðu þjóðanna og kynnti mig fyrir ýmsum menningarfrömuðum, og veitti mér aðgöngu að mörg um menningarstofnunum. Eig inlega hefði ég ekki þurft nein meðmælabréf hingað. Litla brúðan var mér næg með- mæli, þótt ég hefði raunar ekkert til hennar lagt. Svona fer heimurinn oft að því að útdeila verðlaunum sínum. Kennslukonurnar og telpurn- ar höfðu borið veg og vanda af henni, en ég ekki. Samt hlýt ég launin, en þær fá ekk ert. Sá uppsker, sem ekki sáir en hinn, sem ber hita og þuga verksins, er settur hjá. Margir menntaðir Ameríku menn, sem ég hefi átt tal við, hafa nefnt óvinsældir her- mannanna á íslandi. Og telja það bera vott um óvináttu okkar í þeirra garð, hversu þeir eru einangraðir heima, öðruvísi en í öðrum löndum. Ég geri þeim skiljanlegt, að þessi einangrun stafi alls ekki af óvináttu okkar, heldur sé það gert af nauðsyn að ein angra hermennina frá þjóð- inni. Við séum það fámennir, að við þolum ekki svo víðtækt sambýli við fjölmennan her, og auk þess bendi ég á, að her menn í fjarlægu, afskekktu landi hafi þar annan móral en þeir hafa heima hjá sér. En hins vegar myndi meiri hluti okkar viðurkenna Vest urheim sem voldugasta út- vörð vestrænnar menningar og frelsis. Ég hitti tvisvar þýzkættað- ann lækni frá Okinawa í Jap- an í hópi nokkurra manna og bárust þessi mál þá á góma. Hann sagðist hafa fylgzt með málum íslands, og það hefði vakið athygli sína, hversu skynsamlega íslendingar hefðu tekið á þessum málum frá upphafi og sett þau skil- yrði í byrjun, að við hefðum að mestu losnað við þau vandamál, sem ætíð fylgja dvöl hermanna í erlendu landi. Nefndi hann nokkur þeirra. Sagði hann, að munur væri þegar landið er hernum ið, þá réði herinn, en á ís- landi gæti stjórn landsins sagt: Hingað og ekki lengra. Hann túlkaði mitt mál betur en ég. Hann er hér á vegum S.Þ., en er á leið heim til sín. Ungling vantar til blaðburðar á ÓÐINSGÖTUHVERFI. Afgreiðsla Tímans Sími 2323.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.