Tíminn - 11.01.1955, Qupperneq 8

Tíminn - 11.01.1955, Qupperneq 8
39. árgangur. Reykjavfk, 11. janúar 1955. 7. blað. Síefna Elsenliowers í viðskiptamálimi: Tollar lækki um allt að 15% aukiu Washington, 10. jan. — í boðskap sinum til Bandaríkja- ings í dag um stefnu ríkisstjórnarinnar í vi'ðskiptamálum, lagði Eisenhower forseti til, að tollar á innflutningsvörum í Bandaríkjunum yrðu lækkaðir um allt að 15% á næstu þrem árum. Hann vill eínnig, að bandarískum fyrirtækjum, sem veita einhverju af veltufé sínu til fjárfestingar erlendis verði veitt skattaívilnun. Þá leggur hann tzl að halt ið verði áfram tæknilegri aðstoð við ríki, þar sem þróun atvnnuvega er skammt á veg komin. Þá fór hann fram á að lög þau, sem veita forsetanum heimild til að semja um tolla lækkanir við erlend ríki verði framlengd til þriggja ára. Bandaríkjunum sjálfum í hag. — Forsetinn studdi þessar til lögur sinar um lækkun tolla og fjárfestingu erlendis eink um þeim rökum, að með þeim væri bezt tryggt öryggi Banda ríkjanna sjálfra og áfram- haldandi velmegun ríkisins í fjármálum og atvinnumál- um. Öruggasta leiðin til að tryggja þetta væri að draga úr hömlum í alþjóðaviðskipt um. Hernaðarbandalög milli lýðræðisþjóðanna væru ekki einhlít til að tryggja sam- vinnu þeirra, að baki þeim yrði að standa sameiginlegir hagsmunir í viðskipta- og atvinnumálum. Andstaða í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lengi ver ið treg til að slaka á tollmúr um sínum. Truman, forseti, gerði ítrekaðar tilraunir í þá Heil þorp á Englandi umflotin vatni London, 10. jan. — Miklar rigningar voru víða um Bret landseyjar sl. sólarhring, einkum í Norður-Englandi og Wales, en í Skotlandi var sumsstaðar snjókoma. — í Thumberland-héraði hækk- aði um 10 fet í ánni Tyne á 4 klst. Flæddi áin yfir bakka sína og erú mörg þorp við ána undir alldjúpu vatni. í einu þeirra urðu slökkviliðs- menn að aðstoða fjölskyld- ur við að komast úr húsum sínum. Stigar voru reistir við svefnherbergisglugga sumra húsanna og fólk flutt á bif- reiðum. Við skosku landa- mærin eru stór flæmi af ræktuðu landi undir vatni og hefir þetta valdið stór- skemmdum. Skr@íðark|aIIar til Paíreksfjarðar Frá fréttaritara Tímans á Patreksíirði. Togarinn Ólafur Jóhann- esson fór héðan til Vest- mannaeyja um áramótin og sótti þangað efni í skreiðar hjalla. Er ráðgert að setja þá hér upp og verka nokkuð af vertíðaraflanum sem skreið ef sæmilega aflast. Hingað inn kemur alltaf nokkuð af erlendum togur- um, annað hvort til að fá eitt eða annað viðgert, sækja sér vistir eða með sjúka og meidda menn. \tt, en án árangurs. Mörg- um sýnist nú að Eisenhower ’iafi tekið upp stefnu hans í þessum málum. Hans eigin flqkkur, sem nú er í minni hluta hefir einkum verið and ’dgur þessu máli, en svo er únnig um marga demókrata og því er alls óvíst, að steína stjórnarinnar nái fram að ganga. Síld gengin á miðin, en veður hamlar veiðum NTB—Ósló, 10. jan. — Bú- izt var við að fyrsta síldin, sem Norðmenn veiða á þess ari vetrarvertíð, mundi ber ast á land í dag. En slæmt veður hamlar því, að ski’p- in geti byrjað veiðar, þótt síldartorfurnar séu gengn- ar á venjuleg mið að því er hafrannsóknarskipið G. O. Saars tilkynnti í gær- kvöldi. Er strekkingsvindur á míðunum og ýlgdur sjór. Síldarflotinn, sem lagði úr höfn í gærkvöldi, er nú kom inn aftur í höfn annað hvort á Sunnmæri eða Álasundi. G. O. Saars hefir orðið að hætta síldarleitinni og leít að landvars. Tafir sem þess ar jafngilda milljónatjóni á dag, þar eð venjulega veið- ist mest fyrstu dagana eða 2—3 hundruð þúsund hektó Iítrar á dag. Eriendar fréttir í fáum orðnm □ í dag hefjast í Rómaborg við- rœður þeirra Mendes-France og Scelba, forsætisráöherra ít- ahu. □Kínyerjar geröu í dag loftárásir á Taichen-eyjar, en þær eru á valdi þjcðernissinna á For- mósu. Var varpað um 100 sprengjum, sem margar féllu þó í : jóinn. □ Kínverska kommúnistastjótn- in og Jú; óslavar hafa tekið upp stjórnmálasamband og skiptast á sendiherrum. □ Japanska ríkisstjórnin segist undirbúa drög að íriðarsamn- ingum við Rússa, svo að þau séu til, ef á þarf að halda. Costa Riea óttast f nnrás f rá Nicaragua Washington, 10. jan. Ráð sambands Ameríkulýðvelda kom saman til fundar í dag til að ræða kæru ríkisstjórn ar Costa Rica á hendur ná- grannaríki sinu, Nicaragua, sem undirbúi innrás í landið. Fulltrúi Costa' Rica flutti á- sakanir stjórnar sinnar fyrir ráðinu og krafðist þess að til einhverra ráðstafana yrði gripið, þar eð innrásin væri yfirvofandi. Ráðið heldur fundum sínum áfram. Fór Hammarsklöld er- indisleysu til Peking? Ncw York, 10. jan. Þeir Dag Hammarskjöld og Chou En- lai forsætisráðhervá Kínverja, gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu, sem birt var samtímis í aðalstöðvum S. Þ. í New York og Peking. Ekki er þar minnst einu orði á banda físku flugmennirnir 11, sem sitja í fangelsi í Peking sak- aðir um njósnir, én för sína fór Hammarskjöld í því skyni að fá þá látna lausa. Fundur þeirra Hammar- skjölds og Chou En-lai í dag stóð eina og hálfa klukku- stund og var sá fjórði í röð- inni. Ræddu horfur í alþjóða- málum. I yfirlýsingunni segir, að þeir hafi rætt horfur í alþjóða málum og hverhig draga mætti úr deilum í heiminum. Margt gagnlegt hafi borið á góma og muni það samband, sem með þeim hafi skapazt, ekki látið niður falla. En um hin eiginlegu erindislok er allt á huldu og getgátum fréttaritara ber illa saman. Nokkœr snjór kom- iim á Anskrlandi Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Kominn er svolítill snjór í byggð hér austan lands, en færi er samt allgott enn yfir Fjarðarheiði og Fagradal. Fór póstbíll yfir Fagradal í gær og lét vel af færð.. ES. ðsvif bílstjóra olli harkaiegum árekstri Ma’SíEi* og' kona í öSríiæa Siílnum slösnSssst Aðfaranótt sl. sunnudags varð mjög harður árekstur milli tveggja bifreiða skammt fyrír sunnan Fossvogskirkjugarð á móts við Slétíuvcg. Stórskemmdust báðar bifreiðarnar, og maður og kona í annarri þeirra slösuðust talsvert. Tildrög að árekstrinum voru þau, að bifreiðastjóri sex manna bifreiðar, sem kom frá Hafnarfirði, fékk skyndilega aðsvif og ók yfir á Útgefendur bjóða hátt handrit ungs i IVý skáldsaga eftir ImSrsða €«. I»ersíeins- son væntanleg á Isókamarkaölnn IsráSIega Innan skamms mun vera væntanleg á bókamarkað- inn ný skáldsaga eftir Ind- riða G. Þorsteinsson. Nefn- ist hún Sjötíu og níu af stcð inni. Er hún rituð á sl. haustmánuðum og geríst nú á dögum. Það virðist svo sem þessa skáidsögu skorti ekki út- gefendur, því að um hana hefir átt sér stað eins kon- ar uppboð milli tveggja út- gáfufyrirtækja. Fyrst fékk Iðunnarútgáfan handritið í hendur og bauð 12—15 þús und fyrir útgáfuréttinn. Mun höfundi hafa þótt það heídur lítið, og fékk bóka- útgáfan Helgafell handrit- ið næst til álita. Vildi sú útgáfa gefa 20 þús. kr. fyrir það. Koni >á á daginn, að Ið- unnarútgáfan vildi' ekki missa af því og bauð nú all- mikið yfir 20 þús. kr. og fékk þar með handritið til útgáfu. Það mun töluvert óvenju- Iegt, að ungur og óráðinn höfundur fái siík boð í stutt skáidsögusandrit og ætti' að mega af því marka, að út- gáfurnar telji söguna all- væniega til útgáfu. Efitir Indriða G. Þorsteins son hefir áður komið út smásagnasafnið Sæluvika fyrir um þrem árum og vakti það töluverða athygii á hinuni unga höfundi. Einníg hafa birzt eftir hann smásögur, ljóð og greinar í blöðum og tímaritum, og hann vann fyrstu verðlaun í samásagnasamkeppni, er tímaritið Samvinnan efndi' til fyrir nokkru. hægri vegarkant, með þeim afleiðingum, að hann ók á fjögurra manna bifreið, sem var á leið til Hafnarfjarðar. Var áreksturinn mjög harð ur, því báðar bifreiðarnar óku greitt. Bifreiðastjórinn í minni bifreiðinni, Eggert Ólafsson, skarst á enni, og farþegi í sömu bifreið, Þóra Þorvaldsdóttir, til heimilis í Hafnarfirði, skarst mikið í andliti, og hlaut einnig aðra minni áverka. Voru þau bæði fiutt til læknis til aðgerðar. Bifreiðarnar skemmdust það mikið, að ekki var hægt að aka þeim, og'varð að fá kranabifreið til þess að koma þeim af staðnum. levkjavíkariiiót í bpidge hcfst í kvöld í kvöld hefst í Skátaheimil- inu sveitakeppni í bridge, og er keppt um meistaratitil Reykjavíkur. 12 sveitir hafa rétt til þátttöku í keppninni en það eru sveitir Harðar Þórðarsonar, sem er núver- andi Reykjavíkurmeistari, Gunngeirs Péturssonar, Vil- hjálms Sigurðssonar, Ró- berts Sigmundssonar, Hilm- ars Ólafssonar, Einars B. Guðmundssonar, Brynjólfs Stefánssonar, Halls Símonar sonar, Jóns Guðmundssonar, Elísar Jónsdóttur, Ólafs Ein- arssonar og Kristjáns Magn ússonar. Sftilaðar verða 11 umferðir á þriðjudögum og sunnudögum, unz keppni lýkur. Ylsmmguiriim féll á mímer 17676 Þann 22. desember síðast- liðinn var dregið í bílhapp- drætti Bandalags æskulýðs- félaga Reykjavíkur. Vinn- ingur féll á númer 17676 og ber handhafa númersins að snúa sér til Stefáns Runólfs sonar, Gunnarsbraut 34. Bif reiðin, sem dregið var um, er Fíat, fjögurra manna og var miðinn seldur síðasta kvöld- ið, sem sala fór fram. Norslíi ritssmisiBi 166 ára NTB—Ósló, 10. jan. — í dag var minnst 100 ára aímælis norska ritsímans. Var af því tilefni haft mikið boð inni í Ósló og þangað boðnir 350 gestir. Óskar Thorp, forsæt isráðherra hélt ræðu. og minntist hins mikla hlut- verks, er síminn hefir í lífi þjóðarinnar. Samgöngumála- ráðherrann rakti síðan sögu símans og þróun til þessa dags. Afhragðsafli Horna Frá fréttaritara Tímans í Hornafirði í gær. Verííffarbátar eru nú búnir að fara noklsra róðra héffan eftir áramótin og hafa aflaff ágætiega og gæftir hafa veriff hvern dag. Mun báturínn, sem fyrst byrjaffi, vera búinn aff fá um 100 skippund síffan um nýár. Er þaff Gissur hvíti. I dag voru fjóxir bátar á sjó og fengu jafnan og góð an afla, 12—13 skippund. Búizt var við að fimmti bát urinn hæfi róðra í kvöld. Verða þeir fimm um sinn, en síðar bætist sjötti bát-' urinn við, nýr bátur, sem ver ið er að Ijúka smíði á á Fá- skrúðsfirði. Ekki munu aðkomubátar verða hér að staðaldri á ver tiðinni, en búast má við að útilegubátar frá öðrum ver- stöðvum leggi hér upp afla endrum og eins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.