Tíminn - 16.01.1955, Side 5

Tíminn - 16.01.1955, Side 5
12. blað. TÍMINN, sunnudaginn 16. janúar 1955. 5 Matt. 25,1—13. Sr. Jakob Jónsson: Þáttur kirkjunnar i. Þegar vér heyrum þessa dæmisögu lesna upp af blöð- um biblíunnar, vekur hún al- varlegar hugsanir hjá oss. Þó er ég ekki viss um, að .svo hafi verið í upphafi hjá þeim, sem fyrstir heyrðu sagt frá meyjunum tíu. Vera má, að sagan sé sönn í bókstaf- legri merkingu. Annað eins og þetta gat vel átt sér stað i Gyðingalandi, að einhverj- ar af brúðarmeyjunum hefðu orðið sér til skammar, og gleymt að kaupa olíu á lampa sína. Síðap þotið burtu um miðja nótt,,til þess að vekja upp einhvern kaupmanninn í bænum, og við það orðið of seinar til bess að taka á móti brúðgumapum. Og vér getum vel hugsað oss, hvern- ig þær hafa litið út í augum sveitunga sinna, sem ef til vill höíðu safnast saman á- lengdar, til þess að horfa á, þegar brúðurin með fylgdar- lici sínu tarki á móti brúð- gumanum. — Það var ofar- lega í fcrnþjóðunum að gera gys að þeim, sem urðu fyrir skammariegum óförum. Gam an þeirra tíma var oftast nær fremur grátt og gróft. Það er því ekki ólíklegt, að úr einhverju skotinu hafi gollið við hæðnishlátur eða fyndni fokið, þegar skartbún ar stúlkur stóðu um hánótt úti fyrir veizlusalnum börðu utan dyrnar og hrópuðu: Herra, herra, Ijúk upp fyrir oss. Svo hefir sagan flogið um alla sveitiná, og hláturinn soðið niðri í fólkinu. Loks þerst ,sagan. til eyrna Jesú frá' Názárét. Í méðferð snill- ínganna getur ómerkileg slúðursaga,. prðið að perlu, hversdagslegt óhapp orðið að opinberun hárrar speki, sund urlaus alþýðusögn að meitl- uðu meistaraverki. Og sagan um meyjarnar tíu verður í munni .Tesú að alvöruþrungn um boðskap til allra hans ját enda, hvar og hvenær s&in er. Þessi dæmisaga er ein þeirra, sem sett hefir verið í samband við endurkomu Krists og hinn efsta dóm. Hún er ævagömul, sú trú, að einhvern tíma komi að enda lokum hins skapaða heims Alllöngu fyrir daga kristin- dómsins var farið að gera ráð fyrir því, að samfara endin- urn færi fram dómur yfir mannkyninu, bæði lifendum og dauðum. Hvað var eðli- legra cn það, að maðurinn væri \eginn og metinn við lok ævi sinnar, sakirnar gerð ar upp, og hinn dáni krafini\ reikningsskapar, þegar hann skilaði af sér dagsverki sinn ar jarðnesku ævi? Og hlaut þá ekki eitthvað svipað að eiga sér stað, þegar allur hinn skapaði heimur dæi, yrði að engu, frumefnin leyst ust sundur, formið hyrfi og hið sýnilega og áþreifanlega eydtíist, eins og timbrið brenn ur, járnið bráðnar, lífið slokknar. Var það ekki bein afleið’ing at hinu fyrra, að einmitt þá yrðu gerðir upp reik.nm.gar aliiar veraldar- innar? Hitt var nýtí, og fylgdi á- trúnaði kristinna manna á Drottinn sem heimsdómar- ann, að hann sjálfur mundi þá koma að nýju fyrir sjón- ir mannanna, sem hvort tveggja í senn sigurvegari og dómari. Þessi von kristninn- ar um endurkomu Krists hef ir geíið mannkynssögunni sérst.akt innihald. Menn kom Eftirþankar eftir 1. desember Predikun flutt 2. sunnudag í aðventu ust ekki hjá því að lita á það sem rntgintakmark mannlifs ins aö stsndast prófið fynr hástóli Krists. Hann varð tak mar k m annky ns sögu n nar, hvort sem úm var að ræoa sögu heMdarinnar, eða cin- stakra þjóða. Þegar jesús var spurður að því hvenær endirinn yrði, kvaðst hann ekki vita það. En harm bað menn að vera viðbiina, eins og brúðarmeyj ar. sem gætu átt von á ’orúð- gumanum á hverri stundu. Hann ællaðist til þes.s, að hvert augnablik hverrar mannsífevi, livert tímabii sög unnar, væri vaka og viðbún- aður. Þannig varð boðskapur ínn mn heimsendi og endur- komu hars að eggjan til v.'.k andi athygli hverrar líðandi stuntíar. Enginn vissi, nema einmitt það augnablik, sem var að líöa, fæli í sér uppfvll ing hinnar miklu og íögru vonar. Enginn vissi, nema einraítt dagurinn, sem var ab líða, mundi heyra kallið álengdar. að brúðgumhin væri að koma, — eða sá, sem svaf vært við drauma sina, yiði kvatídur til þess að taka á móti honum, og tenclra lampa sína, honum til heið- urs. En saman við 'cilhlökkun- ina, vonina, fögnuðinn, bland aðist hin sára tilfinnirg ef- ans um það, að mennirnir yrðu raunverulega hæfir til að taka við hmu-mi-klar'tæki- færi, — hvort þeir af öllu hjarta og öllum hug gætu fylgt drottni sínum inn í brúðkaupsfögnuð eilífðarinn ar. Það er engin furða, þott það hafi oft orðið áhyggju- efni kristinna manna, hvern- ig þcir ættu að búa sig untíir hið' mikla tækifæri, sem hm- ir trúuðu mundu fá í lok tfm anna til bess að fagna frels- ara sínum Sumir hafa gert það með því að vera með ei- líf heilabrot og spádóma u.m það, að nú væri heimsentíir á næsta leiti. Þeir hræða fólk ið með halastjörnum og drep sóttum, eldgosum og styrjöld um, og upprifjan alls konar teikra, sem þeir vita ekki meira um en aðrir menn. — Aðnr hafa farið réttari leið, sem er í því fólgin að sýna alvarlega viðleitni til þess að veita Kristi viðtöku, bjóða hann velkominn á hvern þai.’.n hátt, sem hann kemur til vor á líðandi stundu, — því hvernig skyldi sá maður vera við því búinn að kveikja á lömpum sínum á brúðkaups daginn, sem er honum mót- snúinn, þegar hann kemar í venjulega vitjan? Til er smásaga eftir vest- ur-ísienzkan - rithöfund, er fjallar um samsæti, sem halda skyldi fyrir frægan rit höfund. Enginn veizlugesta þekkti stórmennið í sjón. En þá kom maður að dyrunum og óskaði þess, að mega taka þátt í veizlunni. Honum var vísað á brott, vegna þess, að hann þótti ekki nógu fínn íil þess að eiga sæti meðal sam- kvæmisgestanna. Þeir þekktu ekki sjálfan heiðursgestinn, af því að hann var ekki al- veg eins og þeir bjuggust við. Þannig gæti farið fyrir oss mörnunum, hvenær sem er. Kristur kemur til vor á tíegi hverjum í klæðum, sem talin eru hversdagsklæði. Það er ofur hversdagslegur hlutur, að messað er í kirkjunum, til þess að flytja orð hans og boðskap. Það er einnig venju legt, að biblían sé til á heim ilunum. Og hversdagslegt er það einnig, að andi Krists knýji á dyr hins biðjandi manns, hvort ’sem hann er stadtí.ur i svefnherbergi sínu, bða úti á víðavangi, eða á saínaðarguðsþjónustu með safnaöarsystkinum sínum. Enginn af oss veit, hvenær heimsendir kemur, en hict veit hvert mannsbarn, að á hverjum einasta degi kemur brúðguminn til þín og mín. Áminning tíæmisögunnar er því ekki sú, að vér eigum að biða til hins efsta dags eftir því að eignast olíu á lamp- ana. Það var einmitt liin stóra synd fávísu meyjanna, að gleyma líðandi stund, II. Einhverjum kann nú að finnast, sem þetta komi ekki mikið við því ræðuefni, sem ég hefi auglýst. Ekki eru þetta neinir eftirþankar eft- ir fyrsta desember, sem nú er fyrir skömmu liðinn hjá. Og þó er það ekki eins fjar- lægt og sumum kann að virð ast. Hinn fyrsti desember er upphaflega haldinn hátíðleg ur til minningar um það, að ísland varð stjórnarfarslega sjálfstætt, enda þótt það hefði erlendan konung. Sá konungur var íslenzkur em- bættismaður. Þegar ísland fékk sjálf- stæði sitt, mun allur almenn ingur hafa litið svo á, að full veldið væri svo að segja ein- göngu samningsatriði milli tveggja þjóða, íslendinga og Dana. — Þegar sú þjóð, sem ráðið hafði landi voru um nokkurra alda skeið, hafði gefið eftir af frjálsum vilja þann rétt, sem fortiðin hafði eignað henni, virtist í raun- inni allt fengið, og ekki þurfti framar neins að spyrja. Síðan þetta gerðist, eru nú liðin 36 ár, og á þessum ár- um hefir viðhorfið breytzt á nokkuð einkennilegan hátt. Það kom berlega í ljós hjá flestum ræðumönnum við síð ustu hátiðahöldin, að þeir töldu sjálfstæði íslands og framtíðarfrelsi ekki fyrst og fremst undir þvi komið, að um semdist með hinum tveim norrænu bræðraþjóðum, Dön um og oss. Hættan, sem landi voru er búin, stafar ekki af neinni einni þjóð, heldur þeim ragnarökum, þeim heimsendi í vissum skilningi, sem yfir heiminn kann að koma, ef mannkynið heldur áfram á þeirri braut, sem íram að þessu hefir verið far in. Kætt var um mál íslend- inga i sambandi við þróunina í austri og vestri, og þar með er komið inn á heimsmálin sjálf. En ef vér athugum þau mál nánar, og berum það- saman við hinar gömlu kristnu kenningar um heims endi og dóm, komumst vér að nokkuð einkennilegri nið u"stöðu. Mannkynið er aftur fariö að vænta heimsendis, en það er ekki heimsendir, sem kem ur yfir mennina sem æðri ákvörðun, heldur hrun, sem mannkynið leiðir yfir sig sjálft. Það er heimsendir, sem kemur eins og spreng- ingin, þegar neistinn hefir borizt hæfilega langt eftir tundurþræðinum, eins og bál ið, þegar kösturinn hefir ver ið hlaðinn að fullu. — Það er ekki heimsendir. sem hefir í för með sér sig- uríör að minnsta kosti ein- hvers hluta mannkynsms inn í fagra eilífð, heldur dóm ur til allsherjar tortímingar. Það er sigurför djöfulsins, en ekki guðs. Það er ekki heimsendir, sem birtir dóm yfir réttu og röngu, göðu og illu, heldur fullkomin tortíming alls, livort sem það hefir verið gott eða illt í jarðnesku lífi. Það kann að vera hægt að gera athugasenjdir við heims slitakenningar gamla tím- ans, en þær fluttu þó ein- hverja vön, — einhverja skímu af gleði, — og sumar hvorki meira né minna en fyrirheit um allsherjarsigur hins góða í tilverunni. En heimsslitakenning nútímans er annars eðlis. Hún skapar alveg sérstakt hugarástand hjá mannfólkinu, ekki sízt hinum yngri. Vér erum orðn ir eins og maður, sem geng- ur við hliðina á trölli og veit ekki, hvenær eða á hverri stundu loppan þrífur hann á loft og fleygir honum lengst á haf út. Hvernig liði þér, ef þú vissir af slíkri ófreskju með hramminn á lofti, hvar sem þú værir staddur, þegar þú gengir um göturnar, þeg- ar þú sætir til borðs,þegar þú værir að skemmJa þér, eða þegar þú færir til kirkju? — Um slikt þarf ekki að spyrja. En er það ekki einmitt þetta, sem er að gerast? Það er bú- ið að hóta oss heimsendi eða að minnsta kosti lífsendi á hverjum einasta degi árum soman, og það er engin furða, þótt það verki að lokum á sálarástand vort. Þetta er ekki glæsileg lýs- ing, og þó hygg ég, að hún sé sanni nær. Þannig er hug arástand mannkynsins, ekki sízt meðal hinna smærri þjóða, sem vita, að þser verða marðar undir hæl, í troðning um orrustunnar. Þannig er aðstaða hinna frjálsu smá- þjóða, að ég ekki tali um ein stakiingana á þessari jörð. Og þurfum vér nú að untír- ast það öfugmæli, að hinir yngri eru orðnir svartsýnnl en hinir eldri, kviðnari og dapurri í huga? Er þá heiminum ekkert tækifæri gefið framar? spyrja menn. Er nú lokað öll um dyrum? Höfum vér nú loksins hlotið þann dóm, að allt sé úti? Ef þetta er rétt, sem hér hefir verið haldið fram, er aðeins til ein von — sinna- skipti mannkyíisins, nýr hngsunarháttnr. Skelfing er þetta hvers- dagsleg kenning. Það liggur við, að ég sé feiminn við að hafa ekki upp á neitt nýrra að bjóða, — einhverja spenn andi kenningu um ný úrræði út úr ógöngum veraldarinn- ar. En ég hefi það mér til af- sökunar, að ég er enginn spá maður, heldur aðeins prest- ur, sem hefi tekið að mér að flytja yður —?~ekki nýtt fagn aðarerindi, heldur nokkurra alda gamalt. En einmitt þær aldir, sem liðnar eru, siðan það kom fyrst fram, hafa í mínum augum stutt sann- indi þess, en ekki hið gagn- stæða. Og hin gamla kirkja, sem boðar yður þetta fagn- aðarerindi, vill segja við yð- ur hvern og einn: Enn er tækifæri fyrir heiminn. Enn er tækifæri fyrir þjóð þína. Enn er tækifæri fyrir sjálf- an þig. — Sumir af ræðumönnunum fvrsta désember komu mjög ýtarlega inn á þessa hluti, ýmist beint eða óbeint. Og hver sá maður, sem hlustaði af einlægni og íhugaði vanda málin, hlaut í raun og veru að komast að þeirri niður- stöðu, að ef heimurinn færi af fullri alvöru að fylgja Kristi einnig í skipun al- þjóðamálanna, væri hnútur- inn leystur. Ef allar þjóðir gætu sameinast um trúna~-á réttlátan guð, sem hærri og lægri yrðu að lúta, kærleiks- ríka?z guð, sem elskaði smá- þjóðir jafnt sem stórþjóðir, Mmbwrðarlyndajz guð, sem gæfi mönnum frelsi til að sanna guðsbarnarétt sinn, vztran guð, sem gefið hefði mönnunum skynsemina, til að hugsa sjálfstætt, máttug- an guð, sem hefir stjórn til- verunnar áfram, þótt nokkr- ir vísindamenn kunni skil á sprengiefnum, og loks ezlífan guð, sem gefur eilíft líf, þótt sjálfur heimurinn farist með cilu, sem í honum er. — — Ef mannkynið næði því stigi, að skoða sig sem þegna í ríki slíks guðs, þá mundu skipiin millz hinna jarðnesku ríkja fá allt annan blæ, og engin smáþjóð vera í hættu. Slíkar hugsanir sem þess- ar hafa vaknað hjá mér og mörgum öðrum eftir hinn fyrsta desember. Og þessir „eftirþankar“ mínir eftir há- tíðisdaginn hafa aftur og aft ur beinzt að dæmisögunni um hinar tíu meyjar. — Þær (Framhald á 8. síðu.) Liitarbönd flestar tegundir rit- og reikni- Ottó A. Michelsen Laugavegi 11 — Sími 8 13 80

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.