Tíminn - 16.01.1955, Qupperneq 8

Tíminn - 16.01.1955, Qupperneq 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 16. janúar 1955. 12. bla& -i Hjónin á Löngumýri Eftirþankar eftir 1. desember Á Löngumýri í Skagafirði lézt bóndinn og mannkosta- maðurinn Jóhann Sigurðsson hinn 21. ágúst sl., 78 ára að aldri. Hann fæddist á Marbæli í Seyluhreppi hinn 10. apríl 1876. Foreldrar hans voru Guðbjörg Björnsdóttir og Sigurður Jónsson bóndi og oddviti á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) í Skagafirði. Þegar í æsku kom fram sterk þrá hjá Jóhanni eftir miklum þroska og auknu manngildi. Þessi þrá fylgdi honum alla ævi. Þess vegna nam hann í æsku við gagn- fræðaskólann á Möðruvöll- um og bændaskólann á Hólum og lauk prófi frá báð um. Hann greiddi sjálfur námskostnaðinn af því fé, sem hann vann sér inn. Þetta var þrekvirki á þeim tíma, enda fór þar enginn aukvisi sem hann var, heldur maður vel á sig kominn bæði and- lega og líkamlega. Sterkur vilji, brennandi áhugi, góðir vitsmunir, heilsteypt skap- gerð, sem náði snemma mikl um þroska. Til líkamans var hann hraustrrienni, meðal- hár en rekinn saman, þó vel vaxinn og fríður sýnum. Að loknu námi kenndi hann börnum nokkra vetur og vann að jarðabótum á sumr in. Áríð 1903 kvæntist Jóhann Sigurlaugu Ólafsdóttur frá Húst-y, .se>n þá var taþr í fremstu röð ungra kvenna í Skagafirði. Vorið eftir fóru þau að búa á Löngumýri og bjuggu þar rausnarbúi á fimmta áratug. Þau flúttust ekki þaöan fyrr en þau lögðu upp í síðustu ferðina. Árið 1913 er þinglesið kaup samningi um kaup Jóhanns á jörðinr.i Löngumýri og Krossanesi báðum í Vall- hólmi. Um skeið nytjaði hann báðar jarðirnar og lengi hafði hann nokkur af- not af Krossanesi, enda bjó hann stórbúi og var lengi talinn með ríkari bændum í Skagafirði. Hjónin voru bæði afburða dugleg, áhugasöm og hyggin, mun Jóhann oft hafa skilað tveggja manna verki á með- an þrekið var óbilað. Hann byggði upp öll hús á T.öngu- mýri og gerði miklar jarða- bætur á báðum jörðunum. Þótt skólaganga Jóhanns 7, j ði ekki lergri en fyrr seg- ir, þá lagði hann ekki árar í bát i þroskaleit sinni, held- ur sótti sífellt á. Hann var alla ævi vakandi og leitandi sál, en dulur og hlédrægur og forðaðist alltaf að halda sjálfum sér fram. Þess vegna var minna tekið eftir hon- uin en ástæða var til. Þó kcmst hann ekki hjá því að taka þátt í opinberum störf um, enda var hann prýði- legur starfsmaður að hverju • sem hann gekk, sökum góðra hæíileika og mikilla mann- kosta. Hugsun han.s va-r skýr og framsetning skipuleg, hann gat t. d. flutt ágætar reðður á mannfundum alveg óviðbúinn, en gerði þó mjög lítið að því. Hann hafði ein- lægan áhuga á framfaramál um samtíðarinnar og varð stundum §,ð fara þar í far- arbroddi. Hann var t. d. lengi í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga auk nokkurra opinberra starfa innan sveit arinnar. Öli þessi störf leysti lrann vel af hendi eins og Sigurlaug Ólafsdóttir annað, sem hann tókst á hendur. Um og eítir miðjan aldur fer Jóhann að fá æ meiri áhuga á andlegum málum, á andlegum þroska einstak- lingsins og heildarinnar. Hann talai, að enginn grund völlur væri öruggari, undir miklum og varanlegum and- legum þroska einstaklings og þjóða og sannri siðmenn- ingu, en lifandi kristindóm- ur og vakandi trú. En til þess oð öðlast þetta, yrði að kristna æskuna, og meira en í orði. Leiðin til þess væri, meðal annars, kristileg æsku lýðsfélög undir leiðsögn dug legra og áhugasamra presta (Sbr. grein eftir Jóhann í Kirkjuritinu fyrir nokkru). Á síðast liðnu sumri var gerð tilraun með stuttan sumarskóla á Löngumýri, er ætlaður var ungum stúlkum og sém rekinn var á kristi- legum grundvelli. Tiiraun þessi tó^st mjög vel. Jóhann fylgdist með þessari tilráun af einlægum áhuga og varð hún honum mikill gleðigjafi, eins og raunar allt skóla- slarfið á Löngumýri. Þetra sýnir glöggt að andinn var enn hinn sami, vakandi á- 'nugi til síðustu stundar á öllu, er til mannbóta horfði og sem var líklegt til að efla andlegan þroska, trú og sið- gæði. Enda hélt hann sér vel andlega, eftirtekt glögg, minni skýrt og frásögn ljós, þegar hann gerði grein fyr- ir því, sem fyrir hann bar. Hann hélt mjög vel sjón og heyrn til síðasta dags, þrátt fyrir lamaða líkamskrafta, einkum starfsemi hjartans. Sumurin 1927 og 1928 var ég, sem skrifa þessar línur, kaupamaður hjá Jóhanni á Löngumýri. Heimilið var gott, þar var samvalið gæðafólk og hjónin ágætir húsbændur. Dagfar Jóhanns var frábært, alltaf jafnhlýtt og vingjarn- legt, það bar glöggt vitni göfugum manni. Við urðum þá góðir vinir og síðan hefir sá þráður á milli okkar alar ci slitnað. Eg er mjög þakk- látur fyrir það, að ég fékk náin kynni af þessum prúða, hjartahlýja og bjartsýna drengskaparmanni. Það var alitaf bjart og lilýtt í návist hans. Það er ein mesta gæfa hverjum manni að mæta góðu fólki á lífsleiðinni. Það var mannbætandi að kynn- ast Jóhanni á Lcngumýri. Saga Jóhanns á Löngumýri verður vart sögð nema til hálfs, sé lífsförunautar hons, frú Sigurlaugu Ólafsdóttur, hvergi getið. Hún fæddist 26. maí 1882 í Hamarsgerði i Skagafirði, en fluttist síðan að Húsey í Vallhólmi með foreldrum sínum. Móðir henn Jóhann Sigurðsson ar var Ingibjörg Einarsdóct- ir, hraðgáfuð kona, en íaðir Ólafur Guðmundsson bóndi og trésmiður, mikill íþrótta- og hestamaður og vel hag- mæltur. Sigurlaug virðist hafa hlotið kosti beggja for eldra sinna í vöggugjöf, skarpar og öruggar gáfur móðurinnar og glæsimennsku föðurins. Hún bar gott skyn á skáldskap og var vel hag- mælt, en fór dult með. Hún kunni tök á að ná því bezta úr hverjum hesti og sat þá ágætlega. í sjón var hún fríð og fyrirmannleg, í framkomu hæglát og prúð. í viðræðum var hún glaðleg og skemmti leg svo af bar. Hún var tígu- legur fulltrúi íslenzkrar glæsi mennsku innan húsmæðra- stéttarmnar. Sigurlaug var mikil búkona og dugleg. Hún var trúuð, vel hugsandi og góðgjörn. Hún andaðist hinn 14. ágúst 1947, 65 ára að aldri. Löngumýrarhjónin Sigur- laug ög Jóhann, láta eítir 'sig þrjár dætur. Fröken Ing: bjórgu, sem stofnaði ágæú- an húsmæðraskóla á Löngu- mýri fvrir eigið fé og fram- tak og stjórnar honum sið- an lyiir þetta afrek er hún or'ún landskunn. Frú Ólöfu, giíta Sigurði Óskarssyni bónda í Krossanesi og frú Steinunni, gifta Hauki Vig- fússyni, bónda á Löngumýri. Þeir, sem höfðu náin kynni af Löngumýrarhjónunum, munu alltaf minnast þeirra með r iröingu og vinarhug. Guð bltssi þau og afi.com- endur þeirra. Á gamlaársdag. Jon Sigtrygg.-.icn. Skrifað og skrafað (Framhald af 6. slðu.) mun missa af henni. Fyrir vik ið býr þjóðin hins vegar við lélegri og óhagkvæmari fisk- sölu en ella. Það er kominn tími til að þessir einokunarmúrar séu rifnir niður. En það verður hins vegar ekki gert meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að- stöðu til þess að hindra það. Sýnir það vissulega vel, hví líkur einokunar- og hafta- flokkur hann er, þrátt fyrir allt skrumið um ást hans á frelsi og framtaki einstaklings ins. I amP€P ** | 1 Raflagnir — Viðgerðir I Rafteikningar Þingholtsstræti 21 I Sími 8 1556 1 uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiint (Framhald af 5. síðu). væntu brúðgumans. Þær vissu, að hann mundi leiða þær inn til gleðilegs lífs og mikils fagnaðar. Þær dreymdi sennilega drauma um það, sem þær ættu allar í vænd- um. En þær gleymdu hinni líðandi stund. Hefðu þær ver ið nógu hyggnar til að hugsa íyrst og fremst um verkefni líðandi stundar, að útvega olíu. á lampana, hefði úrslita stundin orðið þeim allt ann- að en varð. Þær hirtu ekki um tækifærið, meðan þær höfðu það. Þessir ræðumenn, sem ég gat um, að hefðu rætt um nauðsyn kristilegrar menn- ingar, eru að ég hygg, í meira samræmi við hugsun almenn ings, en vér skyldum ætla, ef vér miðum við það eitt, sem á yfirborðinu sést. Veilan í andlegu lífi þjóðar vorrar er ekki fyrst og fremst í því fólgm, að menn afneiti kristi legri hugsjón, heldur í hinu, sem einkenndi fávísu meyj- arnar, — að gleyma tækifæri hinnar líðandi stundar til að ganga þeirri hugsjón á hönd í verki. Vér lesum i blöðunum, að um eða yfir hundrað ungir stúdentar komu til dæmis að taka með þá tillögu að gera einmitt þýðingu kirkju og kristindóms að aðalræðuefni fyrsta desember. Ég efast ekki um, að í hjarta sínu eru það ekki aðeins hundrað, heldur þúsundir af fólki á öllum aldri, sem af fullri ein lægni óska þess, að málstað- ur kristindómsins sigri hel- stefnuna í heiminum. En flest þetta fólk gleymir því, að það sem mestu varðar fyr ir heiminn, er ekki það, hvern ig það dreymir um úrslitin, heldur hitt, að það muni eft ir því tækifæri, sem það hef- ir sjálft, á þessari stundu og þessu.m degi til að skipa sér um merki Krists og kirkju hans. — Ég efast um, að á mínum skólaárum hefði verið hægt að fá hundrað stúdenta til að greiða atkvæði með því að helga kirkjunni þjóð-hátiðar- daginn. Flestir ungir mennta- menn mundu í þá daga hafa talið annað nauðsynlegra. Og ég efast hreinlega um það, að allur þorri manna hafi þá haft eins mikinn skilning á gildi kristinnar menningar fyrir sjálfstæði landsins og menn virðast hafa nú. Að þessu leyti hefur orðið fram- för. En jafnvel þótt það sé mikils virði út af fyrir sig, að ræður séu haldnar á há- tíðisdögum, er hitt meira virði fyrir kristni landsins, að þótt ekki væri nema hundrað stúdentar tækju sig saman um að rækja kirkjuna, ekki aðeins við viss tækifæri, held- ur á venjulegum sunnudög- um. Svo svo margir af mennta- mönnum þjóðarinnar eru nú orðið farnir að láta vinsam- leg orð falla um kristna trú, þegar þeir tala og rita við ýms tækifæri. Sjálfsagt er meistarinn frá Nazaret þakk- látur þeim fyrir það. Hann átti því ekki að venjast, að fræði- menn hans eigin lands sýndu honum mikla lotningu. En ég get ekki að því gert, að ég sakna þeirrar venju frá Ame ríku, að þar gátu prófessorar, frægir læknar, rithöfundar, lögfræðingar og þingmenn verið þektir fyrir að láta sjá sig á hverjum sunnudegi í kirkju með oss hinum, og virtust jafnvel eiga þangað eitthvað að sækja. — Ég hugsa stundum um það, hve mikið gagn einmitt þessir menn gætu gert söfnuði sín- um, ef þeir vildu tileinka sér hugsunarhátt hyggnu meyj - anna, að nota það tækifæri, sem þeim gefst, sem mennt- uðum áhrifamönnum, til þess að ljá góðum málstað lið, —< á meðan þeir hafa það tæki- færi. Aðeins eitt dæmi enn. — Þegar íslenzkir stjórnmála- flokkar gefa út stefnuskrár, sjáum vér stundum dálitla klausu, oftastnær lítið áber- andi, þess efnis, að flokkur- inn lýsi hollustu sinni við þjóðkirkju íslands. — Ég er ekki að segja, að þetta sé al- veg út í bláinn. Kristur verð- ur að vera lítilþægur, þegar hin pólitisku átrúnaðargoð eru keppinautar hans. — En ég hefi stundum látið mér detta í hug, að það gæti hafti töluverða þýðingu fyrir þetta land, ef allir þeir, sem greiddu atkvæði með þessum smá-at- riðum hinnar pólitísku stefnu- skrár, greiddu kristindómin- um einnig atkvæði á öðrum vettvangi, þar sem þörf er fyrir þá í kristnum söfnuði, og notuðu þar þau tækifæri, sem gefast. Og loks, — kristn- ir bræður og systur — vér sem viljum og vonum, að kristin trú og kærleikur komi í veg fyrir heimsstyrjöld, hvernig notum vér sjálf þau tækifæri, sem vér höfum á liðandi stund, til að stilla til friðar meðal mannanna, með því að vera sjálfir fúsir til sátta og fyrirgefningar. Einn af ræðumönnum fyrsta des- ember vítti stjórnmálablöð- in fyrir að viðhafa ofstækis- fulla málfærslu. Var það á- reiðanlega orð í tíma talað. En af hverju falla blaðamenn- irnir fyrir þeirri freistingu, nema af því að þeir finna, að þannig þóknast þeir les- endum sínum og floklcs- mönnum. Og í þeirra hópi erum vér einríig. — Þegár þeir finna, að vér lesendurnir viljum ræða málin af um- burðarlyndi, víðsýni og kær- leika hver til annars, — þá munu þeir ekki lengur láta sinn verri mann vera við völdin. Hér kem ég því enn að því sama. Það erum vér ein- staklingarnir, og þá fyrst og fremst hinir kristilega hugs- andi rnenn,, sem hér verða að ganga á undan. Og einnig vér verðum spurðir, hvernig tækifærin hafi verið notuð. Vinir mínir. Enginn af oss veit, hvenær heimsendir kemur eða lifsendir þessarar jarðar á sér stað. Enginn af oss veit heldur, hvenær kem- ur að endalokum eigin lifs. En eitt vitum vér þó fyrir víst: að þá er lokið tækifær- um þeim, sem jarðlífið gefur oss til þess að kveikja á lömp- unum, Kristi til dýrðar. Ég er ekki þar með að segja, að ekki gefist önnur tækifæri á öðru sviði tilverunnar. — En þegar vér erum þangað komin og lítum til baka til hinnar jarðnesku tilveru, er þá ekki hætt við að það fari fyrir oss eins og sumum full- orðnum mönnum, sem líta til baka til æskuára sinna, og virða fyrir sér, hvernig þeir fóru með þau tækifæri sem þeir höfðu þá — tækifærin, sem ekki voru notuð? Munu (Framhald & X0. giðu). (

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.