Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, miSvikudaginn 19. janúar 195$. 14. blað. Talaði upp úr svefni um ýmislegt, sem henni hefði verið hulið í vöku í nýútkomnum Morgni er eftirtektarverð frásögn úr riti Þórhalls biskups Bjarnasonar, Nýju Kirkjublaði, sem nefn- ist Svefntal Solveigar. Nýtt Kirkjublað var afar vinsæit og birti m. a. allmargar frásagnir um dulræn efni. Liðnir eru nær fjórir tugir ára síðan blaðið birti eftirfarandi frásögn, sem Þórhallur biskup segir sjálfur. Hún gerðist að nokkru á æ«,kuheimili hans, Laufási við Eyjaf jörð. Morgun hefir fengið leyfi til að birta nokkrar þessara sagna úr Nýju Kirkjublaði í framtíðinni. Þórhallur biskup segir svo í upp- haíi, að sagan sé af gáfaðri og guð- rækinni konu, sem var helming 'langrar ævi á heimilum afa hans og iöður. Sjálfur man hann ekki eftir henni, nema hvar rúmið hennar stóð í gömlu baðstofunni á Laufási, og telur sig líklega muna það fra láti hennar. Kona þessi hét Solveig Samsonsdóttir. Gáfuð og bökvfs. Um ættir Solveigar er biskuni ekki kunnugt. Fara fyrst sagnir af henni um tvítugt hjá séra Ólafi Þorleifssyni á Kvíabekk í Ólafsfirði. 'Er í húsvitjunarbók látið mikið af gáfum hennar og bókvísi. Virðist 'nún talin fósturdóttir þeirra hjóna séra Ólafs og Katrinar dóttur Gunn irs prests Hallgrímssonar í Laufási. Fram um þrítugt er Solveig á Kvía- bekk. Kemst hún þar í ástarraunir og elur barn. Segir biskup, að hún muni hafa búið að þeim raunum. í íkræðu, sem faðir biskups flutti yfir henni, talaði hann um ástúð hennar og frábærar gáfur, hve öng :rödd hennar hafi verið yndislega skær og hve mikið hún kunni af ijóðum, og svo er talað um hina rilfinninganæmu byggingu sálar hennar og líkama, og lúta þau orð að því, sem hún átti við sig, fram yíir flesta aðra menn, og geymít hefir í sögum. Solvcig flyzt úr Ólafsfirði. Biskup telur, að Solveig hafi far ÚtVClTDÍð :ío,50 :íi,05 Ultvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. í!0,30 Erindi: Börnin og tízkan (Arngrímur Kristjánsson skólastjóri). Tónleikar (plötur). „Já eða nei“. — Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur stjórn ar þættinum. :i2,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Upplestur: Smásaga (Baldur Pálmason þýðir og les). Harmonikan hljómar. — Karl Jónatansson kynnir harmon- ikulög. Dagskrárlok. :>2,35 i3,10 Útvarpið á morgun : Fastir liðir eins og venjulega. .50,30 Kvöldvaka: a) Kjartan Ragn ars stjórnarráðsfulltrúi flytur þátt af Hafnarbræðrum. b) | íslenzk tónlist: Lög eftir Emil Thoroddsen (plötur). c) Þor- grímur Einarsson les kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. d) Sigurður Jónsson frá Brún flytur frásögu af hestinum Þokka. 12,00 Fréttir og veöurfregnir. 12,10 Upplestur. 22,25 Tónleikar (plötur). >3,10 Dagskrárlok. Ámað heilla Fimmtugur er í dag Hallgrímur Guðmunds- ;on bifreiðastjóri, Bjarkargrund 9, ákranesi. Hann hefir alið mestan ;inn aldur á Akranesi og er maður dagfarsprúður. Trúlofun. S. 1. laugardag opinberuðu tru- ofun sína ungfrú Unnur Ásmunds dóttii', Hólakoti, Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu, og. Einar Valdi- narsson, Leysingjastöðum, Hvamrns sveit í Dalasýslu. ið úr Olafsfirði af ástæðum, sem áður getur. Fór hún þá til vina- fólks í Laufási, þótt hún hafi dvaiið fremur stutt þar þá. Með Halldóri Björnssyni, afa biskups, flyzt hún að Skarði í Laufássókn og verður fóstra föður biskups. Hún fer svo að Eyjadalsá með séra Halldóri, og er óslitið á heimi'i hans fast að þrjátíu ár. En ekki fer hún með honum noröur að Sauðanesi, og er hún þá um hríð í Víðikeri í Bárð ardal hjá Þorkeli bónda Vernharðs syni, og kenndi hún syni hans að stafa, séra Jóhanni dómkirkjupresti. Upp úr því að faðir Þórhalls bisk- ups fær Laufás og fer að búa þar, flytur hún til hans. Hjá honum and ast hún svo vorið 1860 og er hún þá um sjötugt. Svefntal. Sögurnar af Solveigu snúast um svefntal hennar. Hún talaði við menn í svefni alllengi í einu með fullri skynsemd. Það var öllum Ijóst, að eigi var þar um uppgerð eða leik að ræða af hennar hálfu. Átti hún ýmist sjálf upptökin að sam- talinu eða hún tók undir, þegar á hana var yrt. Rómurinn var skýr og seinn, en það kom fram hjá henni, að hún gat verið dáiítið aí- undin og háðsk í svefntalinu, sem aldrei kom fyrir í vöku. Nálhúsið. Oft var reynt að ná upp úr henni í svefntalinu, sem hún annars vildi ekki segja. Varðist hún sem hún gat að svara, en henni var angur að slíku og bað hún stundum vinkonu sína að setjast á stokkinn hjá sér og verja sig fyrir spurningunum. Það var einhvern tíma fyrir sumar daginn fyrsta, að stúlka á bænum vildi fá hana til að segja sér, hvaða sumargjöf hún fengi. Stúlkan vissi, að Solveigu var það kunnugt. Stúlk an ól á spurningunum, en Solveig varðist: „Ég má ekki segja þér það — — „Þú mátt ekki spyrja mig“ — -----„Það er ósköp lítið" — — „Ég get falið það í lófa mínum“, og um leið kreppti hún hnefann. Meira fékk stúlkan ekki, en gjöfin var nálhús. Einhver var svo ónærgætinn við Solveigu, að fara að rifja upp raunvr hennar og spyrja hana um faðerni að barninu sem hún eignaðist. Hun komst þá ákaflega við í svefninum og varð þá sköruleg og einbeitt í svarinu: „Ég á að standa öðrum reikningsskap á því en þér“. Tristansrímur á föstunni. Eitt var það í háttum Solveigar. að hún stóð í föstunni af mikilli alúð og alvöru. Var þrásækilegá reynt að fleka hana til þess í svefni að brjóta föstuna, en aldrei mun hafa tekizt að fá hana til að nefna kjöt eða flot. Einu sinni var henri bruggað mjög lævist ráð. Hún söng og kvað ekki síður í svefni en í vöku og kunni undrin öll af andleg- um og veraldlegum ljóðum. Og nn voru Tristansrímur uppáhaldið hennar. Það eru siglingavísur í einni rímunni, þar sem eitt erindið byrj- ar svo: „Alfons sér hvar flotinn fer“. Á þessu átti hún að flaqka og nefna „flot“. Siglingavísurnar á undan er vel yfirhafandi hjá Sigurði og gleymdi Solveig sér alveg við kveð- skapinn. Þá tók við erindið með „flotinu". „Alfons sér hvar....“ Þá stóð í henni. Það var veggur fyrir: „Sér var....“ Svo fór hún að umla í sveíninum og öll gleöin var farin yfir Tristransrímum og hún þagnaði. Flandrarinn og bókin. Söguheimildum ber saman um eftirfarandi: Það mun hafa verið á Skarði í Dalsmynni vor eða fyrri hluta sumars. Hart var orðið maima á milli og engin komin siglingin. Þá sigldi skip inn Eyjafjörð. Strax var brugðið við og fariö sjóveg í kaupstaðinn. Solveig var í bátnum. Hún fékk sér lúr og fer að and- varpa í svefninum, og svo kallar hún upp: „Æ, þetta er þá ólukkans Flandrari" (ekki kaupskip eins og menn héldu). Reyndist það' satt. Hin sagan gerist á Eyjadalsá. Sol veig las dönsku, og hafði hún spurt það, að til væri á einhverjum bæ í dalnum tiltekin dönsk bók, sem hana langaði mikið til að lesa. Nokkrum sinnum haföi hún beðið séra Halldór að nálgast bókina en það hafði jafnan gleymzt og var hún hætt að tala um það. Svo kem ur að því, að Halldór man eftir bók- inni í einhverri sóknarferðinni og þegar hann kemur heim í baðstof- una er Solveig sofandi. Er prestur heilsar, ókyrrist Solveig og segir með mikilli gleði í raustinni: „Nei, ertu þá komin“. Og svo fer hún aö þylja dönsku upp úr sér. Skilur séra Halldór að það muni vera eitt hvað úr bókinni og leitar að kaflan- um og finnur hann. Stendur það heima, að hann les kaflann með sjálfum sér og hún þylur hann upp úr sér í svefninum og hafði þó a»drei séð bókina áður. ' CTi'.-scæa* ftufíijJið í Tmanum KÁPU-ÚTSALAN Tökum fraau nýjjar kápur í dag. Allt injöfí góð cfui. Ath.: Útsölukápurnar fást sendar í póstkröfu H. TOFT Skólavörðustíg 8 — Sími 1035 Nýlegur Deutz traktor með sláttuvél lítið notaður, 8 mánaða gamall til sölu hjá Sigurgeir Jónssyni, aðaldal, Nýbýlavegi, Fossvogi, sími 5906, á- samt nokkru af varahlutum, alla á hagkvæmu vefði, GARÐRÆKTENDUR í Reykjavík Áburðar- og útsæðispantanir fyrir næsta vor af- hendast skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, fyrir 15. febrúar n. k. Rækíunarráðunautur Reykjavíkurbæjar E.B. MALMQUIST. Uflllllllllllllllllllllllllf II ||||||||l|||||,|, Óskil s c I Bleikur hestur 8—10 I § vetra, ómarkaður, járnað | [ ur, er í óskilum á Selfossi. i 1 Verður fljótlega seldur ef | | eigandi gefur sig ekki | I fram. | 1 Hreppstjóri. = 111 ■ 11 ■ 111111111 11111111111111111111111111.11111111111111111111111 Hafþór Guðmundsson | dr. jur. Málflutningur — lögfræði | leg aðstoð og fyrirgreiðsla. | I3 Austurstræti 5, II. hæð. | Simi 82945. ■fiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiniiiniiitiiniiiiiiinniiiniiiliiiiiiu Ötgerðarmenn Útvegum eins og áður frá A/S FREDRIKSSUIYDS SKIRSVÆRFT og öðrum fyrsta flokks skipasmíðastöðvum í DANMÖRKU FISKIBÁTA ©g TRÉSKIP af öllum stærðum og gerðum, byggða eftir íslenzkum eða dönskum teikningum, eftir ströngustu íslenzkum skipa- smíðareglum. VÉLAR og tæki í báta útvegast eftir óskum kaupanda. Verð oí/ ejreiðsluskilmálar mjjöfi hatistœðir. Áratuga reynsla okkar í þessum viðskiptum tryggir yður hagstæð og örugg viðskipti. Teiknintfar oi/ allar upplýsinfiar á skrifstofu okkar. Eggert Kristjánsson & Co. h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.