Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 8
Margvíslegur þjófnaður og föisun - nauðgun
fjögurra ára stölku - innbroi erlendra manna
Náttúruhamfarir valda eigna-
og manntjóni í ýmsum löndum
1*rír dómar í salmdómi Reykjavíkur:
Nýlega hafa verið kveðni'r upp í sakadómi Reykjavíkur
þrír dómar, tveir yfir íslenclingum, en einn yfir erlendu
sjómönnunum, sem brutust inn í tvær verzlanir aðfaranótt
s.I. mánudag. Annar íslendi'ngurinn var dæmdur í 15 mán-
aða fangelsi fyrir nauðgun á fjögurra ára stúlkubarní, en
hinn í sex mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og skjalafölsun.
Rín og þverár flæða yfir hnkka sína. Tugir
manna farast. Matarskortur á Orkneyjum
London og París, 18. jan. — Veðrahamur hinn versti er nú
um mikinn hluta Evrópu. Er sums staðar hríð og gaddur,
en annars staöar stórrigningar og stormar. í Frakklandi:
hafa 11 manns farizt af þessum sökum og margir í V-Þýzka
landi og Póllandi. Stórflóð er í mörgum ám, t. d. Rín og
Signu. Flæða þær yfir bakka sína og hefir af þessu hlotizt
bæði manntjón og eigna. Flóðín voru enn vaxandi í kvöld.
Einn dómurinn var yfir
Hafsteini Björnssyni ,verka-
manni í Kamp Knox. Þessi
maður er 31 árs að aldri.
Sejnast í nóvember 1953 lokk
aði hann fjögurra ára telpu
inn á salerni í skálunum og
hafði við hana kynferðis-
mök. Geðveikralæknir rann-
sakaði geðheilbrigði manns-
ins og komst að þeirri niður-
stöðu, að hann væri sakhæf-
ur. Maður þessi hafði verið
dæmdur fjórum sinnum áð-
Ur fyrír þjófnað.
í þetta skipti var hann
dæmdur í 15 mánaða fang-
elsi, óskilorðsbundið. Maður-
inn sat í gæzluvarðhaldi í
tæpar fjórar vikur, og sú
vist skal koma til frádrátt-
ar refsingunni. Þá var hann
einnig sviptur kosningarétti
og kjörgengi og gert að greiða
allan kostnað sakarinnar.,
Mau-raau-mönnum
Iraðin sakarnppgjöf
Nairóbí, 17. jan. — Brezki
landstjórinn í Kenía, Sir
Evlyn Barning, hélt í dag
ræðu á fjöldafundi inn-
fæddra í Nyeri-héraði og boð
aði sakaruppgj öf öllum þQÍm
Mau-mau-mönnum til
handa, sem gæfu sig fram
innan tiltekins tíma. Mætti
einu gilda hvaða illvirki þeir
hefðu framið. Hann kvað sér
kunnugt um að mörgum
Mau-mau-mönnum væri
ljóst, að ofbeldisverk myndi
ekki vinna málstaö þeirra
gagn og vildu því hætta
þeim, en óttuðust refsingar.
Flugvélar hafa dreift mið-
um meðal innfæddra, þar
sem skýrt er frá tilboði þessu
um sakaru.ppgjöf.
Forn mynt frá
bökkum Volgu
Nýlega fannst fjársjóður,
jtuttugu þúsund silfur- og
gullpeniugar í landi sam-
yrkjubús nærri þorpinu Ma-
liye Atryasy í Tatar í Rúss-
landi. Fjársjóðurinn vóg
meira en fimmtán kíló. Við
Itannsókn hefir komið í ljós,
að myntin var slegin á þrett-
ándu og fjórtándu öld í borg
um á Volgusvæðinu, sunnan-
vert í Mið-Asíu og Iran. Sér-
staka athygli hafa vakið ind
verskir gulldinarar, slegnir í
Delhi á fyrra hluta fjórtándu
aldar.
Þessir peningar og aðrir
fyrri fundnir fjársjóðir sýna,
að viðskipta- og menningar-
leg tengsl hafa verið milli
íólksins á Voigusvæðinu og
þess, sem byggði Kákasus,
Mið-Asíu og Iran.
Þjófnaður og fölsun.
Annar dómurinn var yfir
manni austan úr Skaftafells
sýslu. Var hann dæmdur fyr
ir þjófnaði og skjalafölsun,
eða nánar tiltekið fyrir þessa
verknaði: í nóv. 1953 stal
hann tékkhefti frá bónda
einum, sem hann vann hjá,
og falsaði þrjá tékka úr heft
inu í nafni bóndans, samtals
að upphæð 1053 krónur og
fékk peningana greidda.
Á s. 1. sumri tók hann or-
lofsbók með 780 kr. í og hlífð
aráklæði á fólksbifreið svo
og vindlinga frá mönnum
hér í bænum. Hann falsaði
undirskrift vinnuveitanda
orlofsbókarinnar og einnig
nafn eiganda hennar í því
skyni að ná út fjárhæð bók-
arinnar.
Ennfremur gerðist þessi
maður sekur um þrjá aðra
þjófnaði á s. 1. sumri, þar
sem hann tók ýms verðmæti
frá mönnum hér í bænum,
meðal annars ritvél, úr, sjálf
blekung og föt. Þessi verð-
mæti seldi hann og eyddi
peningunum í slark.
Maður þessi var dæmdur
í sex mánaða fangelsi, óskil-
orðsbundiö, og sviptur kosn-
ingarétti og kjörgengi. Þá
var hann dæmdur til að
greiða skaðabætur mönnum
þeim, sem orðið höfðu fyrir
tjóni af afbrotum hans kr.
3760,00. Þá var hann einnig
dæmdur til að greiöa kostn-
að sakarinnar. Maður þessi
er 21 árs.
Erlendu sjómennirnir.
Eins og skýrt var frá í blað
inu í gær brutu tveir erlend-
ir sjómenn af skozka veður-
athuganaskipinu, sem hér er
statt, tvo sýningarglugga
verzlana hér í bænum og
stálu verðmætum úr glugg-
unum. Var annar þeirra
handtekinn við aðra verzlun
ina, en hinn við skipið. Voru
þeir dæmdir í sakadómi Rvík
ur í fyrradag. Hlutu þeir sex
mán. fangelsi skilorðsbundið.
Þá voru þeir dæmdir til að
greiða * Skartgripaverzlun
Jóns Dalmannssonar og Sig.
Tómassonar, Skólavörðustíg
21, 210 krónur, en Liverpool
1750 krónur, sem er andvirði
rúðanna, sem þeir brutu.
Einnig var þeim gert að
greiða sakarkostnaö. Báðir
þessir menn eru tvítugir að
aldri.
Brengur á reiðlij«>li
varð fyrir jeppa
Um hálf-þrjú leytið í gær
varð drengur á reiðhjóli fyr-
ir jeppa neðst á Hverfisgötu.
Féll hann í götuna og var
fluttur í lögreglubifreið í
Landsspítalann. Meiösli hans
voru rannsökuð þar, en þau
reyndust ekki alvárleg, og
fékk hann að fara heim að
rannsókn lokinni.
Mikil sáld,
ers BffII veiði
NTB-Osló, 18. jan. — Veiði'-
veður var gott á norsku síld
armiðunum í dag, en lítið
veiddist. Kl. 6 í kvöld voru
aðeins 7 eða 8 bátar komn-
ir til Álasunds með samtals
um 5 þús. hektólítra. Mikil
síld virði t á hafinu, en
köstin mistókust hjá flest-
um bátunum. Snurpunætur
skemmdust hjá mörgum
bátum, rifnuðu undan síld
armagninu. Síldarvertíðin
hefir gengið mjög illa til
þessa vegna ógæfta og má
þetta teljast fyrsti dagur-
inn, sem veiðin er stunduð.
Gerhardsen lýkur
stjórnarmyndun
Osló, 17. jan. — Gerhardsen,
formaður norska Verka-
mannaflokksins, hefir nú að
mestu lokið stjórnarmyndun
sinni. Verða 7 nýir ráöherr-
ar i stjórn hans, þeirra á
meðal Jens Chr. Hauge, sem
verður dómsmálaráðherra, en
hann var mjög umdeildur, er
hann gegndi embætti land-
varnamálaráðherra í fyrri
stjórn Gerhardsen. Halvard
Lange verður áfram utanrik
isráðherra og Birger Berg-
ersen fer sem fyrr með em-
bætti kirkju- og mennta-
málaráðherra. Torp, fráfar-
andi forsætisráðherra, tekur
nú við af Gerhardsen sem
forseti Stórþingsins.
í Skotlandi, Orkneyjum og
öðrum nálægum eyjum hafa
undanfarið gengið eindæma
vetrarhörkur með snjókomu
og frosti. Veldur þetta ekki að
eins óþægindum, heldur er
víða beinn voði fyrir dyrum,
þar eð samgöngur hafa teppzt
bæði á sjó og landi.
Matarskortur í Orkneyjum.
í Orkneyjum hefir matar-
skortur gert vart við sig og
er nú reynt að flytja þairgað
matvæli og aðrar nauðsynjar
í helikoptervélum. Sama ef að
segja um margar aðrar eyjar,
svo og einstök þorp og lands
hluta í Skotlandi sjálfu, sem
einangrazt hafa. í kvöld /ar
tilkynnt, að brezka stjórnin
hefði sent herskipið Glory til
Skotlands til aö flytja nauð-
synjar til eyianna og aðstoöa
á annan hátt.
Vatnsflaumurinn vex enn.
Ofsarok og rigningar ganga
um mestan hluta Frakklands,
Þýzkalands og Ítalíu. í Pól-
landi var veðurofsinn svo mik
ill, að járnbrautarlest fauk af
teinunum. Mest eru flóðin i
Rín og þverám hennar. Voru
árnar enn að vaxa í kvöld.
Heil þorp eru umflotin vatni
og fólk flýr hrönnum saman
af hættusvæðunum. Enn er
ekki vitað nákvæmlega um
manntjón, en allmargir hafa
farizt. Eignatjónið er þegar
gífurlegt og er þó enn óget-
ið þeirra hörmunga, sem þess
ar náttúruhamfarir valda
þeim, er fyrir ósköpunum
verða.
---- «1 » l»-
Sérfræðingur valdi
mjólkina fyrir
Mendes-France
Þegar Mendes-France ogr
Adenauer kanslari héldit
fund sinn í Baden-Baden á
dögunum voru gcrðar sér-
stakar ráðstafanir til að fá
góða mjólk handa franska.
forstæisráðherranum, en
hann er sem kunnugt er
mikill mjólkurvinur. Ríkis-
stjórnin í Baden-Wúrtem-
berg sendi sérfræðíng frá
landbúnaðarráðuneytinu til
Baden-Baden, svo að tryggt
væri að einungis úrvals
mjólk væri borin fyrir ráð-
herrann.
(Úr Politiken).
Gerði tvær lendinga
tilraunir en varð
BuHes og Hammarskjöld ræða
Fekiiigfcrina og fangamálið
Kínvei'skir komimiiiislar liertaka smáeyjw
Washington, 18. jan. — Ilermenn kínversku stjórnarinnar
í Peking hertóku í dag eyna Yikiangshan, sem er utarlcga
í Tachen-eyjaklasanum, um 320 km. noröur af Formósu.
Dulles ræddi við blaðamenn í dag og kvað töku þessarar
eýjar litla hernaðarþýöingu hafa. Hann kvaðst mundu
ræða við Hammarskjöld á morgun um Pekingförína og
fangamáliÖ.
Bandaríkin fagna því, ef S.
I-Iermenn Pekingstjórnar- gætu komið á vopnahléi
innar gengu á land á Yiki-
angshan eftir að 60 flugvél-
ar höfðu varpað um 200
sprengjum á eyna. Þjóðern-
issinnastjórnin á Formósu
segir aðeins fáeina skæru-
liða hafa verið þar til varn-
ar.
Ræðir við Hammarskjöld.
Dulles kvaðst mundi ræða
við Hammarskjöld á morg-
un. Ekki kvaðst hann telja
að árangur hefði orðið af för
framkvæmdastjórans fyrr en
fangarnir væru sloppnir heil
ir á húfi úr fangelsinu í Pe-
king. Yrði enginn árangur af
milligöngu S. Þ. í þessu máli,
sæju Bandaríkin sig tilneydd
að grípa til sinna ráöa til að
bjarga mönnunum.
og friði milli þjóðernissinna
og Pekingsstjórnarinnar, en
þar væri þó margs að gæta
og Bandarikin myndu standa
(Framhald á 7. síðu)
Asíumálin.
Aðspurður
kvað Dulles
Námsstyrkur við Iiá-
skúlann I Miinster
Rektor háskólans í Mún-
ster í Westfalen hefir tilkynnt
Háskóla íslands, að ungum
íslenzkum lækni standi til
boða námsstyrkur til fram-
haldsnáms í eitt ár þar við
háskólann, helzt við barna-
cteild háskólaspítalans. Styrk
urinn er 3000 RM.
Umsóknir um styrk þenna
skal senda skrifstofu Há-
skóla íslands fyrir lok febrú-
armánaðar.
frá að hverfa
Lítið hefir verið um flugferð'
ir til Vestmannaeyja að rxnd'.
anförnu. í gáer íagði flugvél
frá Flugfélagi íslands af stað
til Eyja og komst þangað en
varð að hætta við lendin,gu
vegna þess hva/ð misvinda var
á flugvellinum í Eyjum. Flaug
vélin tvo eða þrjá hringi yfir
flugvellinum • en 1 hélt síðan
aftur til Reykjavíkur, án þéss
að geta lent- í 'Eyjum,
Prestaköll laus til
umsókúar
««• * f 15 5 ;?• .
Eftirtalin prestaköll hafa
veriö auglýst laus til umsókn
ar: Hofteigsprestákall í Norð
ur-Múlaprófastsdæmi, Kol-
freyjustaðaprestakall í Suður
Múlaprófastsdæmi, Hofs-
prestakall í Öræfum, Staðar-
hólsprestakall í Dalaprófasts
dæmi, Brjánslækjarprestakall
í Barðastrandarprófastsdæmi,
Sauðlauksdalsprestakall í
sama prófastsdæmi, Hrafns-
eyrarprestakall í V.-ísafjarö-
arprófastsdæmi, Staðarpresta
kall í Grunnavík í Norður-ísa
fjarðarprófastsdæmi, Ögur-
þing í sama prófastsdæmi og
Grímsey í Eyjafjarðarpró-
fastsdæmi.