Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 5
TÍMINN, miSvikudaginn 19. janúar 1955. 5. 14. blað. Miðvikud. 19. jaii. Þrír rússneskir valdamenn Sainandreginn Iiwkarkafli eftir ameríska bla^amaimiim Slarri' son E. Salisbury, sem dvaldi í Sovétríkjunum í sex ár er nuv. stjórnarsamstarf • neyðarúrræði? Morgunblaðið gerir sér nú mjög tíðrætt um þau ummæli ÍTímans, að stjórnarsamstarf- ið við Sjálfstæðisflokkinn sé neyðarúrræði, þar sem ekki hafi verið möguleiki fyrir ann að samstarf og um það hafi því verið að velja eða að láta stjórnleysi skapast í landinu. í framhaldi af þessu varp ar Mbl. fram þeim spurning- um í annarri forustugrein sinni í gær, hvort það séu ney arúrræði að komið hafi verið fram 29% skattalækkun, sparifjársöfnun hafi verið örfuð, dregið hafi verið úr höftum og hafizt hafi verið handa um stórfelldar raforku framkvæmdir í dreifbýlinu. í tilefni af þessum útúr- snúningi Mbl. þykir rétt að fcenda á eftirfarandi: í fyrsta lagi skal athygli vakin á því, að þegar Mbl. tel ur upp verkin, sem það telur bezt hjá núv. ríkisstjórn, hefnir það fyrst og fremst þau verk, sem komið heíir verig fram fyrir forgöngu Framsóknarflokksins og undir forustu ráðherra hans, eins og bætta fjármálastjórn rík- isins og raforkumálin. Bættri fjármálastjórn ríkisins er það nefnilega að þakka, að unnt hefir verið að lækka skatta, .örfa sparifjár söfnun og draga úr höftum. í öðru lagi skal svo bent á, að það eru einmitt þessi verk og málefni, sem Tíminn hefir jafnan taliö réttlæta það, að Framsóknarmenn kusu held- ur þann kost að vinna með Sjálfstæðisflokknum, þótt neyðarkostur væri að öðru leyti, en að láta skapast hér stjórnleysi og öngþveiti, eins og ella myndi hafa orðið. Þessi útúrsnúningur Mbl. hittir því ekki mark, heldur sýnir þvert á móti, hve erfitt er fyrir Mbl. að verja málstað Sjálfstæðisflokksins, því að ella þyrfti það ekki að grípa til slíks málflutnings. í tilefni af þessum skrifum Mbl. er hins vegar rétt að skýra nokkuð nánara hvað það er, sem gerir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn neyð arúrræði, enda þótt ýmis um bótamál fáist fram á þann hátt, sem hins vegar myndu hafa stöðvazt, ef stjórnleysi hefði skapazt í landinu. Skýringin er einfaldlega sú, að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst flokkur nokk urra stórgróðamanna, þótt honum hafi tekizt að blekkja fólk til fylgis við sig sem „allra stétta flokk.“ Sérhags munir þessara manna eru flokknum fyrir öllu. Þessir menn hafa hreiðrað um sig í sambandi við ýmsa milliliða- starfsemi og gert hana miklu dýrari og þungbærari fyrir ajmenning en ella þyrfti að vera. Þjóðarheildinni er það mikið hagsmunamál, að þessi sérnagsmunaaðstaða sé brot- in á bak aftur. Slíkt verður hins vegar ekki gert meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnaraðstöðu. Þess vegna veröur samvinna við hann alltaf neyðarúrræði, þótt ein stökum umbótamálum megi / erlendum blöSum er nú mikið um þaff rætt, aff viffsjár fari vax- andi milli æffstu manna Sovét- ríkjanna og standi einkum um það samkeppnin milli þeirra Kruscheffs og Malenkoffs, hvor skuli hljóta sæti Stalins sem ein- valdur Sovétríkjanna. Þá cr taliff að herinn fylgist vel meff þessu valdatafli og vilji gjarnan koma manni frá sér í þcssa stöðu og er þá einkum tilnefndur Zukoff marskálkur. í tilefni af öllu þessu umtali þykir ekki úr vegi að birta hér útdrátt úr nýkominni bók eft- ir Harrison E. Salisbury, þar scm cinkum er rætt um þcssa þrjá mcnn. Salisbury var fréttaritari New York Times í Moskvu 1948— 54. Iteit hann bókina cftir lieim- komu ,sína þaffan á s. 1. liausti. Á ensku licitir hún Kussia Re- Viewtd. Staðfesting á hlutverki liersins, og þó sérstaklega á þátttöku Zhu- koffs marskálks í Bería-málinu fékkst, þegar uppvíst varð að á sama ailsherjarfundi miðstjórnar- innar, sem kærði Bería, var Zhukoff gerður að fullgildum meðlimi. Enda þótt herinn hefði i raun- inni aldrei verið hlutlaus í stjórn máiunum á Stalín-tímabilinu, keyrði nú um þverbak, og hann virtist láta til sín taka jafnt í inn- anlands- sem utanríkismálum. Það er t. d. enginn vafi á því að herinn gerði árangursríkar tilraunir, sem miðuðu að því að kippa í lag ýms- um gönuhlaupum í utanrikismálum og að því að bægja frá stríðshættu. Herinn studdi líka eindregið stefnu stjórnarinnar varðandi neyzluvörur og þær framkvæmdir, sem stuðluðu að bættum innanríkisfjárreiðum. Enda var herinn vafalaust í beztu aðstöðunni til að dæma um nið raunverulega ástand fjármálanna og hugarfar þjóðarinnar almennt. / nóvembermánuði hvatti herinn hina borgaralegu leiðtoga til að láta til skarar skríða varðandi Bei> ía, og búa honum þau örlög er hann ætti skilið. Hvatning þessi var opinber, og í hinni miklu opin- beru móttöku, er fram fer 7. nóv. ár livert, varð Zhukoff til að koma henni fram í dagsljósið á áhrifg- mikinn hátt. Flestir stjórnmála- leiðtogar voru viðstaddir, þegar Molotov bauð Zhukoff til sín að háborðinu. Þar voru einnig margir sendimenn erlendra ríkja, svo sem Charles E. Bohlen, sendiherra Bandaríkjanna, og að rússneskum sið, voru veitingar ekki skOrnar við nögl. Bohlen, sem kallast mátti nýliði í slíkum málum, hafði nýlokið við að biðja menn að skála fyrir rétt- lætinu. Þá var kallað á Zhukoff. Hann kvaðst vilja taka þátt í skál- inni, og bað menn skála enn á ný „fyrir réttlætinu". Þetta var ó- venjulegur atburður. Það er föst venja í Rússlandi að stinga sjálfur upp á því, hveriu skála skuli fyrir, og Mikoyan minnti Zhukoff á MALENKOFF þessa staðreynd með þjósti nokkr- um. En Zhukoff sat viff sinn keip, og endurtók reiðilega að hann óskaði þess að skálað væri fyrir réttlæt- inu. Það var siðan gert. Þýðing þessa atburðar fór ekki framhjá neinum viðstöddum. Rétt lætið, sem Zhukoff talaði um, gat ekki átt við annað en ákvörðun hans varðandi Bería-málið. Þetta var í rauninni opinber áskorun hans til stjórnarinnar að flýta máli Beria. Ekki er vitað, hvers vegna hon- um þótti nauðsynlegt að láta til skarar skríða. Ef til vill hefir ein- hver stjórnarmeðlimur viljað draga málið á langinn. En eitt er vist, að áskorun Zhukoffs varð árangurs- rík, því að innan sex vikna frá þess um atburði voru Bería og nokkrir aðstoðarmenn hans teknir af lifi af aftökusveit, er stjórnað var af herforingja. Fimm dögum síðar birtu blöðin fregn þess efnis, að stytta af Zhu- koff marskálki hefði verið reist í fæðingarborg hans. Sú er venjan á flokksfundum, að þeim lýkur, þegar Malenkoff rís úr sæti og heldur til dyra. Það er samt ekki óalgengt að Khrusheff sitji sem fastast og eigi eitthvað ósagt, þótt Malenkoff gangi til dyra. Þegar þeir Malenkov, Khru- scheff og Molotoff héldu til brezka sendiráðsins í ágúst siðast liðnum til að snæða hádegisverð með Att- lee, fyrrv. forsætisráðherra, Var klukkan orðin næstum hálftvö, áð- ur en Malenkoff loks bjóst til burt- farar, og reis Molotoff þá einnig úr sæti og tók aö kveðja viðstadda. En Khruscheff sat sem fastast, nið- ursokkinn í samræður við Bevan. Malenkoff var nú kominn fram að dyrum, brosti þreytulega, er hann horfði á Khruscheff veifa höndum til áherzlu orðum sínum, og sagði: „Po’‘yekhali“ — „Við skul um fara“. Að loknum kurteislegum kveðj- um hélt Malenkoff niður stigann, ásamt Molotoff. Stuttri stundu -,íð- ar flýtti Khruscheff sér á eftir þeim þoka áleiðis á þann hátt. Af þessum ástæðum er það, sem Framsóknarmenn myndu helzt kjósa, að hægt væri að koma á samstarfi ihaldsand stæðinga, sem starfa á lýðræð isgrundvelli. Slíkt hefir hins vegar ekki verið mögulegt sið an kommúnistar efldust hér til áhrifa og hafa haft odda- aðstöðu á þinginu. Með til- komu Þjóðvarnarflokksins var enn aukið á þessa sundr- ungu vinstri aflanna. Framsóknarmenn harma þesa sundrungu vinstri afl- anna. Á meðan hafa þeir ekki aðra kosti en að velja milli samstarfs við Sjálfstæö isflokkinn og stjórnleysis. Þótt knýja megi Sjálfstæðis flokkinn til þess að fallast á viss umbótamál, verður aldrei ráðizt nógu einbeittlega gegn ýmiss konar milliliðaokri og fjárplógsstarfsemi meðan unn ið er með honum. Þess vegna er það þjóðarnauðsyn að sundrung vinstri aflanna minnki og Framsóknarflokk- urinn eflist svo, að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði ekki eini kosturinn, annar en stjórnleysi. KIIRUSCHEFF meðan hann hélt samræðunum á- fram aí kappi. Er hann kom að dyrunum, höfðu félagar hans þeg- ar tekiö sér sæti í Zis-bifreiðinni, með skotheldum gluggum og sprengjuheldu þaki, og skömmu síð ar rann bifreiðin úr hlaði með æðsta ráð Sovétríkjanna innan- borðs. Þcssi frásögn er einkennandi fyr- ir hegðan æðsta ráðsins í Moskvu og áhrif hegðunarinnar á útlend- inginn, sem fær tækifæri til að hitta þetta þriggja manna ráð, sem með öruggri hjálp hersins hefir öll völd í sinni hendi. Því oftar, sem ráðið hefir haft samneyti við Vestur-Evrópubúa, því berlegar hefir það komið í ljós, að ráðið virðist vinna saman af ein- ingu. En þrátt fyrir það getur hver útlendingur, sem séð hefir þá Malen koff og Khruscheff saman, borið um það, að þótt Malenkoff sé uppstillt- ur sem „æðsti prestur", hefir Khrus cheff ekki svo lítið að segja og er ekki allur þar sem hann er séður. Reyndur maður úr utanríkisþjón- ustu vestræns ríkis, sem hefir átt margar stundir með æðsta ráðinu, segir: „Báðir eru þessir tveir æðstu menn slungnir og mikilhæfir menn. En það er eitt, sem á milli ber. Þeg ar Khruscheff byrjar setningu, veit hann ekki hvernig hún á að enda, og hefir enda ekki svo miklar áhyggjur af því heldur. En Malen- koff byrjar aldrei setningu án þess að hafa lagt gerla niður fyrir sér, hvernig hún skuli vera“. Annars eru þessir tveir rnenn mjög svo ólíkir. Malenkoff er átta árum yngri en Khruscheff og hefir virðulega og aðlaðandi framkomu, sem myndir teknar af feitum, óásjá legum manni megna ekki að draga fram í dagsljósið. „Malenkoff er einstaklega aðlaðandi maður", sagði brezkur maður, sem oft átti tal við hann. „í rauninni hefi ég meiri áhyggjur af honum en liinum félög um hans, af því að hann er svo innilegur". Hvorki Malenkoff eða Khruscheff kunna ensku. Malenkoff talar dálít ið í frönsku, Khruscheff smávegis í þýzku, en framburður Malenkoffs á rússneskunni er fullkominn, það, sem Rússar kalla menntaðra manna framburð. Andstætt þýðleika Malenkoffs er Khruscheff fremur ruddalegur i fasi. Hann er opinn fvrir og hrein- skilinn og gloprar oft út úr sér ýmsu, sem Malenkoff væri allt of kurteis til að minnast á. Malenkoff biður menn sjaldan að skála, en drekkur skálina í hvítvíni, þegar það kemur fyrir. Khruscheff skálar hins vegar oft og alltaf í vodka, Hann virðist mjög hlynntur þeirri rússnesku hefð að drekka í botn, og eftir því sem hann drekkur meira, (Framhald á 7. sfðu). Flokkur í fötuin veiðimanns Morgunblaðið birtir í gær forustugrein, sem það nefnir: Kostir samkeppninnar. Efni greinarinanr er að boða nauð syn þess, að Sjálfstæðismenn stofni kaupfélög út um land, líkt og þeir hafa gert í Vest- ur-Skaftafellssýslu, til þess að halda uppi samkeppni viff þau kaupfélög, sem fyrir eru. Mbl. heldur því fram, aff slík samkeppni myndi hafa mjög heppileg áhrif á verzlun við- komandi byggðarlaga. í tilefni af þessum skrifum Mbl., er í fyrsta lagi rétt aff vekja athygli á því, aff þau lýsa næsta mikilli ótrú á fram taki einstaklinganna, sem Sjálfstæðismenn telja þó meginkjarna stefnu sinnar. Hér er því m. ö. o. yfirlýst, aff einstaklingar þ. e. kaupmenn séu ekki færir um að keppa við kaupfélögin. Slíkir séu yfirburðir samvinnuskipu- Iagsins. Þess vegna verði aff stofna ný kaupfélög til þess að keppa við þau kaupfélög, sem fyrir eru, ef samkeppnin eigi ekki alveg að líða undir lok. Það mun þó vera taliff sjálf sagt af Sjálfstæðisflokknum, að þessi nýju félög hafi ekki sameiginlegt innkaupasam- band, heldur skipti viff heild salana. Þau eiga m. ö. o. að vera til þess að koma í veg fyrir að heildsalarnir missi af viðskiptunum. Hitt gerir minna til, þótt smákaupmönn um fækki, ef heildsalarnir halda sínu. Fátt sýnir betur, að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst flokkur fárra stórkaupmanna og gróða- manna í Reykjavík, sem vill viðhalda aðstöðu þeirra og lætur sig einu gilda meff hvaða aöferöum þaff er gert. Annað atriði er svo ekki síff ur athyglisvert í þessari grein Mbl. Ef samkeppnin er svona nauðsynleg á takmörk uðum verzlunarsvæðum út uni land, þá hljóta kcstir sam keppninnar þó að njóta sín betur, þar sem verzlunarsvæff ið er miklu stærra og viðskipt in mörgum sinnum meiri. Þetta á t. d. ekki sízt við út flutningsverzlunina, þar sem viðskiptasvæðið getur verið flest lönd heimsins og við- skiptamagnið skiptir mörgum hundruðum millj. króna. Þrátt fyrir þaff berjast for kólfar Sjálfstæðisflokksins fyrir því að viðhalda einokun inni á þessu sviði og telja hana lífsnauðsyn fyrir þjóð- ina. Hvers vegna er samkeppnin orðin allt í einu svona hættu leg? Er það kannske af því, að Sjálfstæðismenn van- treysti einstaklingum til að halda henni uppi — eins og í Vestur-Skaptafellssýslu? En því þá ekki að hafa hana í höndum félaga útvegsmanna og sjómanna? Er ekki gott að Iáta tvö eða fleiri samvinnu félög keppa á þessu sviði alveg eins og í Vestur-Skaftafells- sýslu? Hvað veldur því að ein okun er betri en eðlileg samkeppni á sviði útflutnings verzlunarinnar ? Skýringin er fljótsögð. Ein okunin á sviði útflutnings- hefir komizt í hendur nokk urra fárra útvaldra gæðinga Sjálfstæðisflokksins. Það myndi verffa mikið áfall fy?ir (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.