Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1955,
14. blaff.
4.
Greinargerð og andsvar frá
Nýja mYndlistarfélaginu
Eins og Ijóst kemur fram
1 greinargerð Félags íslenzkra
myndlistarmanna hefir félag
inu með bréfi frá Stokkhólmi
dags, 17. febrúar 1954, bor-
izt fyrstu boðin um Rómar-
sýninguna, þá „ófullkomnu
hugmynd“, eins og komizt er
að orði. Þó stendur á öðrum
stað í greininni að tilboði
Itölsku ríksstjórnarnnar hafi
verið svarað játandi 13. júlí
í sumar og staðfest skömmu
síðar af Félagi ísl. myndlist-
armanna. Gæti þetta bent til
þess að nefnt Stokkhólmsbréf
hafi verið veigameira en lát
ið er í veðri vaka. Er því aug
ljóst og staðfest að Ásgrímur
Jónsson hefir hvergi hallað
réttu máli, og mátti öllum
vera það Ijófst. „Endanlegt
boð um samnorræna listsýn-
ingu í Róm lá þó ekki fyrir
fyrr en um miðjan nóvember
sl.“, segir ennfremur í grein
argerð Félags ísl. myndlistar
manna, en áður er sagt að
tilboði ítölsku stjórnarinnar
hafi verið svarað játandi 13.
júlí. Er þetta ekki dálítið ein
kennileg röksemdarfærsla og
fcending um að hér sé verið
að æfa sig í orðaleik, sem
ekki er að skaplyndi manna
eins og Ásgríms Jónssonar.
Bréf um sýninguna barst
Nýja myndlistarfélaginu ekki
fyrr en 6. desember sl. eins
og áður er vikið að, og eng-
ar formlegar umræður áttu
sér stað milli félaganna.
Norræna listbandalagið hef
ir víðtæku menningarhlut-
verki að gegna á Norðurlönd
um með samsýningu, sýning
um einstakra málara, fræðslu
starfsemi o. fl. Stjórnir þess
voru 1947, er ég þekkti til,
skipaðar einum manni, auk
starfandi málara, er var full
trúi í menntamálaráðuneyt-
um landanna, opinberum safn
vorðum, eða öðrum fulltrú-
um hins opinbera, og sýnir
það mjög greinilega að gert
er ráð fyrir samstarfi við
stjórnarvöld landanna. Jafn
Ijóst er af lögum félaganna
að almenn þátttaka er hugs
Uð þar í samsýningum, enda
deildirnar þannig upp byggð
ar, að gert er ráð fyrir al-
mennu samstarfi hinna ýmsu
féiaga, og er mér ekki kunn-
ugt um að útnefning fulltrú
anna í einstökum félögum
fari eftjr almenniri höfða-
tölureglu, enda erfitt að
koma slíkum „lýðræðishug-
myndum“ á framfæri í listum
þar sem margir eru kallaðir
en fáir útvalcHr.
Ekki er mér kunnugt um
hvort stjórn Norræna list-
bandalagsins veit hvernig
málum er hér háttað, þær
breytingar, sem orðið hafa í
samtökum málaranna hér frá
því að bandalagið var stofn-
að Eru það tilmæli okkar að
stjórn Félags ísl. myndiistar
manr.a upplýsi hvort sem er.
Að öðru leyti leyfi ég mér að
vísa til bréfs okkar til mennta
málaráðherra dags. 28. apríl
1953, og samrit var sent til
F. í. M., en sem er of langt
til að birta hér, þar sem var
að er við því að það félag
fari eitt með umboð Nor-
ræna listbandalagsins, og
gagnstætt væri því, sem er
á hinum Norðurlöndunum og
lögum bandalagsins.
Félag ísl. myndlistarmanna
flaggar mjög með fjölda með
lima sinna, enda vekur Ás-
grímur Jónsson athygli á því
í bréfi sínu að það félag sé
fjölmennara. Nýja myndlist
arfélagið hefir átt kost á að
fjölga meðlimum sínum, en
félagið er stofnað með því
markmiði að meðlimir þess
taki, helzt árlega, þátt í sam
sýningum þess með nýjum
myndum, er sanni að félags-
mern séu í raun og veru starf
andi málarar, er óhikað leggi
verk sín undir dóm almenn-
ings. Þetta hlýtur líka að
vera skilyrði fyrir inntöku í
félagið, auk þess að allir með
limir léJagsins samþykki inn
;ökuoe:ðnina. Nýja myndlU'a
iéJagið hefir birt opinber'ega
nöfn meðlima sina og mun
halda því áfram. Væri æski-
legt að Félag ísl. myndiistar
mar.na gerði siikt hið sanu,
ug er ] að eina sönnun b-_'ss
að í féiaginu séu ekki „gnr.d
meðlimir.“
Félag ísl. myndlistarmanna
virðist telja óheppilegt að
þessi mál séu rædd opinber-
lega. En þar sem leitað hefir
verið til Alþingis um opinber
an fjárstyrk til þess að
standa undir kostnaði við
þátttöku íslands í sýning-
unni, er hún ekki lengur
einkamál málaranna. Al-
menningur í þessu landi, sem
féð leggur fram, á kröfu á
að fá að fylgjast með mál-
unum. Og raunar hvort sem
kostuð er af opinberu fé eða
ekki. Frá hendi Nýja mynd-
listafélagsins fer hér ekkert
á milli mála, sem óæskilegt
er að íslenzkir blaðalesendur
fylgist með. Þessi mál eru
engan veginn komin á þann
vettvang að þau séu oröin
„viðkvæm.“ Drengilegar og
hreinskilnar umræður eru
rétta leiðin. Þeir aðilar, sem
hér ræða saman, eru margir
hverjir persónulegir vinir og
félagar ,og því ástæðulaust
að óttast að út af þessum
nauðsynlegu umræðum spinn
ist fjandsamlegar deilur, ef
báðir aðilar gæta hófs eins
og Ásgrímur Jónsson gerði í
sínu bréfi.
Nýja myndlistafélagið
gerði með áðurnefndu bréfi
til menntamálaráðherra, dag
sett 28. apríl 1953, tilraun til
þess að leysa eitt af höfuð-
vandamálum þessara tveggja
félaga, nefnilega þátttöku
þeirra í Norræna listbanda-
laginu. Það mun tæplega
orka tvímælis í augum rétt-
sýnna manna og greinar-
góðra um listmál, að óvið-
unandi sé að tveir úr hópi
stærstu málara okkar, Ás-
grímur Jónsson og Jón Ste-
fánsson, séu útilokaðir frá af
skiptum um þátttöku í opin-
berum sýningum erlendis á
íslenzkri málaralist, fyrir
það eitt að hafa kosið að
ganga úr félagi því, sem þó
fer áfram með umboð Nor-
ræna listbandalagsins, og ó-
líklegt að á meðan svo stend
ur, að Alþingi veiti styrk til
sýninganna á vegum Félags
ísl. myndlistarmanna án sér
stakra skilyrða, eins og líka
hefir komið mjög greinilega
í ljós með samþykktinni um
styrk til sýningarinnar í
Rómaborg. Það er engin fram
tíðarlausn þó að stjórn Fé-
lags ísl. myndlistarmanna
séu í svipinn ýmsir drengi-
legir menn, sem sýnt hafa
það lítilræði að telja sig fúsa
til að skipa sjálfir einn full-
trúa frá okkar félagi í sýn-
ingarnefnd, sem varla virðist
þó einu sinni lögleg eftir því
sem fram kemur í greinar-
gerð félagsins. Sams konar
háttvísi hafa þeir og sýnt
gagnvart einum utanfélags-
manni og er vonandi að ekki
verði tekið hart á því, enda
fara þeir ekki dult með á-
byrgðartilfinningu sína gagn
vart umbjóðendunum ytra,
og finnst ýmsum að hún
mætti öllum að skaðlausu
einnig ná nokkru nánar til
eldri félaga þeirra hér heima.
Eina hugsanlega framtíð-
arlausnin, sem viðunandi er
fyrir þjóðina ,sem kemur til
með að bera kostnaðinn við
allar meiriháttar sýningar
erlendis, er að fulltrúar við-
urkenndra, starfandi mál-
ara og hins opinbera, fari
með umboð Norræna list-
bandalagsins og skipi sýn-
ingarnefndir, eins og tíðkast
hjá hinum Norðurlandaþjóð
unum. Hvort þeir 10 menn
sem nú skipa Nýja mynd-
listafélagið og félagið Óháð-
ir listamenn, ættu þar 3 á
móti 12 frá Félagi ísl. mynd
listarmanna, skal ekki deilt
hér. Ef til vill verður hæg-
ara að átta sig á því er birt
hefir verið opinberlega með-
limaskrá Félágs ísl. mynd-
listarmanna eins og hin fé-
lögin hafa gert.
Frá því er sagt, að Jó-
hannes Kjarval og Tómas
Guðmundsson ,form. Banda
lags íslenzkra listamanna,
hafi brugðist vel við mála-
leitunum um meðmæli með
umsókn um styrk til sýning-
arinnar. Er það varla meira
en hver og einn annar mundi
hafa gert, gerandi ráð fyrir
að samkomulag yrði um val
myndanna, eins og þessir
menn munu vafalaust hafa
treyst, þar sem þá hafði ekk
ert komið fram opinberlega
um deilur félaganna.
Um val mannanna í sýn-
ingarnefndina er ástæðu-
laust að vera langorður þar
sem Þorvaldur Skúlason,
Gunnlaugur Scheving og
Svavar Guðnason eru allir
þekktir málarar, og sem
eins og réttilega er bent á í
greinargerð Fél. ísl. myndlist
armanna ,að við höfum oft
leitað til sjálfir til að að-
stoða okkur við myndaval og
annað. Hitt er jafnótvírætt,
að tveir þeirra af þremur og
tveir af fjórum, ef undirrit-
aður hefði tekið þátt í nefnd
inni eins og ráð var fyrir
gert, eru fulltrúar „abstrakt
málara“, og viljum við alls
ekki fallast á að yfirlitssýn-
ing síðustu fimmtíu ára eigi
að minnsta kosti helmingur
myndanna að túlka þá stefnu
í myndlist okkar, eins og val
nefndarmannanna gefur á-
kveðið til kynna.
Á það er bent óþarflega há
tíðlega, að Fél. ísl. myndlist-
armanna hafi kostað sýn-
ingu þeirra Jóns Stefánsson-
ar, Jóhannesar Kjarvals og
Ásgríms Jónssonar á sínurn
tíma til Stokkhólms. Þetta
boð frá Svíþjóð um að
sænska deildin sæi um sýn-
ingu verka þessara þre-
menninga er í fullu samræmi
við lög bandalagsins, og mun
Félag ísl. myndlistarmanna
ekki hafa átt frumkvæði um
þá sýningu heldur Svíarnir
sjálfir. Er næsta óviðfelldið
að minna elztu málara lands
ins, brautryðjandann í ís-
lenzkri málaralist og um fé-
Islendingabættir
Sextugur: Skarphéðinn Gíslason,
Vagnsstöðum
Skarphéðinn Gíslason,
Vagnsstöðum í Suðursveit, A-
Skaftafellssýslu, er sextugur í
dag. Hann er fæddur að Vagns
stöðum þann 19. jan. 1895.
Sonur hjónanna Halldóru
Skarphéðinsdóttur og Gísla
Sigurðssonar. Skarphéöinn,
faðir Halldóru var sonur Páls
í Arnadrangi, en móðurafi
Páls var séra Jón Steingríms
son, prófastur á Prestbakka,
en Gísli faðir Skarphéðins var
kominn af traustum bænda-
ættum úr Suðursveit og Mýr
um. — Skarphéðinn ólst upp
hjá foreldrum sínum í stórum
og myndarlegum systkina-
hópi. Fljótt bar á því, aö hann
var einkar hagur og útsjónar
samur um allt, er hann tók
sér fyrir hendur. Varð hann
brátt smiður góður á tré og
járn. Allt frá æsku hafði hann
áhuga á öllu því, er til fram-
fara horfði. Hann hafði brátt
forgöngu um vatnsleiðslur í
bæi og peningshús á flestum
heimilum þar eystra, og gekk
þar sjálfur að verki með dugn
aði og útsjón. Er þeim fram-
kvæmdum var að mestu lokið,
tók hann að viða að sér þekk
ingu á öllu því, er að rafmagni
og rafvirkjunum laut. Ferð-
aðist hann um sýsluna og víð i
ar og athugaði, eftir beztu
getu skilyrði til vatnsvirkj-
ana. Lét hann þar ekki sitja
við orðin tóm, heldur reisti
hann hverja sveitarafstöðina
eftir aðra, og sums staðar
bæði til ljósa, Jsuðu og hitun
ar. — í þessum efnum hugs-
aði hann aldrei um eigin hag,
að fráskildri þeirri ánægju
að koma að dimmum sveita-
bæ, en skilja við hann raf-
lýstan.
Um hann má með sanni
segja, að í sinni sýslu og raun
ar víða um land, hafi hann
unnið jafn nýtt og merkilegt
brautryðjandastarf sem
Bjarni heitinn í Hólmi afrek
aði í sínum byggðarlögum, og
báðir með samg hugarfari.
Skarphéðinn er maður ó-
venju traustur og heilbrigður
í skoðunum, kann hann
manna bezt, þrátt fyrir sívak
andi framfaraviðleitni sína,
að meta fornar dyggðir og
ann því, er bezt var í fari feðra
vorra.
Nú á síðari árum hefir
Skarphéðinn unað við það að
afla sér góðra bóka og lagt
stund á ýmislegan nýtilegan
fróðleik. Hann hefir ætíð un-
að hag sínum vel á æskuheim
ili sínu, fyrst hjá foreldrum
sínum og síðan hjá bróður sín.
um og fjölskyldu hans.
Eitt er víst, að'margir eru
þeir vinir hans, og ekki sízt
allir þeir, sem á einn og ann
an hátt hafa notið góðs af
störfum hans og for'sjá og er
ég einn í þeirra hópi, er munu
á þessum tímamötum senda
honum þökk ög áriiaðaróskir.
Jón Pétursson.
lagsmál íslenzkra málara, á,
að félag það, er hann hefir
öðrum fremur komið á ör-
uggan fjárhagsgrundvöll,
telji eftir að greiða kostnað
við sendingu á myndum hans
til Svíþjóðar, kostnað sem fé
laginu mistókst að fá greidd
an af opinberu fé, eins og
eðlilegast hefði verið. Að
sinni skal ekki um það rætt
hve brýn nauðsyn hafi ver-
ið fyrir núverandi meðlimi
Nýja myndlistarfélagsins að
grípa til þess ráðs að hverfa
frá öllum eignum sínum í
Félagi ísl. myndlistarmanna
og aðstöðu í Norræna list-
bandalaginu og stofna nýtt
félag. En er lesin eru niður-
lagsorð greinargerðar Félags
ísl. myndlistarmanna þar sem
dróttað er að alþingismönn-
um að þeir afgreiði óyfir-
veguð mál í ofboði, gæti þau
ummæli gefið til kynna um
aðdragandann aö því að fé-
lagið klofnaði.
Ég mun ekki draga einka-
bréf eða einkasamtöl inn í
þessar umræður, enda mundi
slíkt engin áhrif hafa á úr-
slit málanna, sem um er
deilt. Óviðurkvæmilegt orð-
bragð um afgreiðslu mála á
Alþingi teljum við ekki heppi
legt í þessum umræðum. En
sem betur fer hafa allir
menn hér ennþá rétt til þess
að tala sínum málum, og gild
ir það jafnt um okkur 7 og
hina 41 meðlim Félags ísl.
myndlistarmanna.
Mér hefir verið tjáð, að
sýningarveggir þeir, sem ætl
aðir eru íslandi á norrænu
sýningunni í Rómaborg séu
144 metrar að lengd- Nefnd-
in hefir nú byrjað starf sitt
með því að úthluta Ásgrími
Jónssyni, Jóhannesi, Kjarval
og Jóni Stefánssyni vegg-
rými fyrir 5 myndum hverj-
um, og sýnist það í fljótu
bragði ekki vera tiltakanleg
rausn ef vegglengd ísl. deild-
arinnar er eins og mér hefir
verið tjáð.
F. h. Nýja myndlistafélagsins
Jón Þorleifsson.
Aðalbókari —
verzlunarmaður
Stórt fyrirtæki í nágreinni Reykjavíkur óskar að
$ ráða strax aðalbókara og verzlunarmann, sem reynslu «
| hefir í innflutningi allskonar byggingarvöru. x
| Umsóknir ásamt kaupkröfu og upplýsingum um
| fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 23. þ. m. merkt I. A. V. a