Tíminn - 19.01.1955, Blaðsíða 7
14. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1955.
7.
Hvar eru skipin
Sambanússkip:
Hvassaíell íór frá Tuborg í gær
áleiðis til Grangemouth. Arnarfell
fór frá Rvík 10. þ. m. á’.eið'is til
Braziliu. Jökulfell fór frá Rvík i
gær áleiðis til Hamborgar og Vent
spils. Dísarfell er í'Keflavík. Litla-
fell er á leið frá Norðurlandi fil
Faxaflóahafna. Helgafell er í N. Y.
Ríkisskip:
Hekla fór frá Rvík í gærkveldi
austur um land í hringferð. Esja er
á Austfjörðum á suðurleið. Herðu-
breið er á leið frá Hornafirði til
Rvíkur. Skjaldbreið fer frá Rvík á
morgun vestur um land til Ákureyr
ar. Þyrill átti að fara frá Rvík á
miðnætti í nótt vestur um land til
ísafjarðar. Skaftfellingur íór frá
Rvík í gærkveldi til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Akureyri 17. 1.
til Siglufjarðár, Skagastvandar,
Hólmavíkur, Drangsness, ísafjarðar,
Patreksfjarðar og Breiðaf jarðar - -
Dettifoss fór frá Ventspils 16. 1. tii
Kotka. Pjallfoss fer frá Hamborg
20. 1. til Antverpen, Rotterdam,
Hull og Reykiavíkur. Goðafoss er
í Reykjavík. Gullfoss fer frá Rvík
19. 1. til Leith og Kaupmannahafn-
ar. Lagarfoss fór frá Rvík 15. 1.
til N. Y. Reykjafoss fór frá Hull 15.
1. til Rvíkur. Selfoss kom til Kaup-
mannahafnar 8. 1. frá Falkenberg.
Tröllafoss fór frá N. Y. 7. 1. til
Rvíkur. Tungufoss fór frá N. Y. 13.
1. til Rvíkur. Katla fór frá London
15: 1. til Danzig, Rostock, Gauta-
borgar og Kristiansand.
Ur ýmsum áttum
Flugfólag- íslands.
Millilandaflug: Gullfaxi fer til
Kaupmannahafnar kl. 11 f. h. í dag.
Innanlandsflug: í dag eru ráðgerð-
ar flugferðir til Akureyrar, isafjavð
ar, Sands, Siglufjarðar og Vesr,-
p\annasyja. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Fá
skrúðsfjarðar, Kópaskers, Neskaup-
staðar og Vestmannaeyja.
Loftleiðir.
Hekla, millilandaflugvél Loftleiða
var væntanleg til Rvíkur kl. 7 i
morgun frá N. Y. Gert var ráð fyrir
að flugvélin færi kl. 8,30 til Stat'-
angurs, Kaupmannahafnar og Ham
borgar.
Gestir í bænum.
Haukur Jörundsson, kennari,
Hvanneyi'i. Sigfús Hallgrímsson,
■bóndi, Vogum, Mývatnssveit. Sturla
Jóhannesson, hreppstj., Sturlu-
Reykjum. Pétur Jónsson, verkstj ,
Reynihlfð.
Styrktarsjóður
munaðarlausra barna, simi 7967.
Kvenfélag Hallgrímskirkju.
Skemmtifundur í Röðli (niðri) í
kvöld (miðvikudag) kl. 8,30. Félags
mál, einsöngur og upplestur. Takið
með ykkur spil.
Bjarni Ásgeirsson sendiherra
íslands í Osló verður til viðtais
í utanríkisráðuneytinu í dag kl. 2-4
síðdegis.
Leiðrétting.
Ungfrú Eve Dutton, unga,
malayska söngkonan, sem kunn-
gerði hjúskaparheit sitt með Is-
lenzkum pílti á dögunum, hefir kom
ið að máli við blaðiö og beðið að
geta þess, að það sé á misskilningi
b.vggt, að hún hafi verið trúlofuð
áður landa sínum, sem leikur á
trommurnar í hljómsveitinni á
Hótel Borg. Þau séu aðeins góðir
kunningjar og hafi unnið saman
í tvö ár. Er ungfrú Dutton hér með
beðin velvirðingar á þeim mistökum.
Þykkvbæingar
vestan heiðar hafa kynnikvöld I
Edduliúsinu við Lindargötu laugav
daginn 22. jan. kl. 8,30 stundvíslega.
Skemmtiatriði.
Heimsókn þáttarins
,Já eða nei”
í Borgarnes
Laugardaginn 15. þ. m. var
þátturinn „Já eða nei“ aug-
lýstur í samkomuhúsinu í
Borgarnesi kl. 8,30 e. h. (að-
gangseyrir kr. 25,00). Hús-
fyllir var en hljótt á leiksviði
fyrstu 45 mínúturnar. Eftir
þessa 45 mínútna bið var
tjaldiö dregið frá. Sátu þá
umhverfis borð á leiksviðinu
Sveinn Ásgeirsson, hagfræð-
ingur og þrír „hagyrðingar",
er hann nefndi svo. Helming
ur hópsins leit út eins og eft
irlegukindur úr reisugilli.
Sveinn sleppti því aö afsaka
við áheyrendur, að hann
hafði látið þá bíða í 45 mín.
Hófst svo þátturinn eftir
allþvælukennda kynningu á
„bagyrðingunum“, þar sem
tveir þeirra komust að því
er virtist, aldrei að niðurstöðu
um, hvort þeir væru hálf-
bræður, albræður eða drykkju
bræður.
Sveinn las þá fyrir hagyrð
ingana fyrri hluta af vísum,
og voru þeir nær eina klst.
að reyna að hnoða einhverju,
sem þeir kölluðu skáldskap,
saman í vísubotna. Áheyrend
ur gerðu tilraun til að klappa
þá niður, en þeir létu sér
aldrei segjast, heldur sátu
sem iastast viö iðju sína.
Þar næst hófust spurning-
ar er svara skyldi já eða nei.
Spurðir voru aðeins 10
rnenn, og var þá gert hálf-
tíma hlé. Eftir hléið hófst
nýr spurningaþáttur: „Ann-
að hvort eða“. Spurðir voru
fimm menn. Báðir þessir
spurningaþættir voru góðir
eins og venjulega.
Síðan komu hagyrðingarn
ir í annað sinn, lágreistari og
lítt snjallari en fyrr. Dvöldu
þeir nú í tæpan hálftíma á
leiksviði.: . Almenn óánægja
ríkti meðal áheyrenda. Nokkr
ir gengu út, en aðeins vonir
um að þátturinn batnaði í
lokin, olli. því, að samkomu-
húsið tæmdist ekki alveg með
an á þættinum stóð. Sveinn
sleit svo þættinum án þess að
afsaka við áheyrendur og án
þakka þeirra.
Sigwrður Guðbra?idsson.
Örugg oá ánægð með
tryééinéuila hjá oss
BALDUR
Tekið á móti flutningi til
Stykkishólms, Grundarfjarð
ar og Ólafsvíkur í dag.
I»i*ír riassiieskfr
valcfamcim
(Framhald af 5. síðu).
talar hann meira. Hann horfir beint
í andlit þess, sem hann talar við,
með stórum, bláum og hreinskilnis-
legum augum, og erlendur sendi-
maður sagði eitt sinn: „Það munaði
minnstu, að hann fengi mig til að
trúa að hann væri eins heiðarlegur
og opinskár og hann virtist vera“.
En af æðsta ráðinu er þó Molotoff
settastur og virðulerastur. Samt hef
ir hann mildazt talsvert síðan Stalin
féll frá, enda er hann ekki lengur
aðeins verkfæri til að framkvæma
skipanir, heldur sá maður, sem
mest völd hefir á utanríkisstefn-
unni og á ríkastan þátt í mótun
hennar. Enda bera félagar hans
greinilega virðingu fyrir honum.
Róðrar í Eyjiam
(Framhald af I. slðu).
manna í Eyjum, en von mun
á samninganefnd til Eyja frá
L.Í.Ú. í Reykjavík. í nefnd-
inni eru Sverrir Júlíusson,
Sveinn Benediktsson, Ingvar
Vilhjálmsson frá Reykjavík,
en af heimamönnum munu
taka þátt í samningum af
hálfu útgerðarmanna Jó-
hann Sigfússon og Jónas
Jónsson.
Dulles
(Framhald af 8 síðu).
trúlega við hlið bandamanna
sinna. Reynt yrði að hraða
fullgildingu þingsins á varn-
arsamningi Þjóðernissinna
og Bandaríkjanna. Áformuð
væri veruleg fjárhagsaöstoð
við Asíuríki, sem skammt
eru á veg komin.
Mverfaheppnin
í handUimttleih
Hverfakeppni í handknatt-
leik hélt áfram s. 1. sunnudag.
Leikar fóru þannig, að kvenna
flokkur Vesturbæjar vann út
hverfin með 12:4. Karlaflokk
ur Vesturbæjar vann Klepps-
hyltinga 29:26. Austurbær
vann Hlíðar 21:18. Staða 115
anna í keppninni nú er þvi
Vesturbæingar 2 stig, Austur
bæingar 2 stig, úthverfin ekk
ert stig og Hliðarnar ekkert
stig.
Keppnin heldur áfram ann
aö kvöld kl. 8.
IIMtUllllllllMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIII*
Blikksmiðjan
GLÓFAXI
ÍHRAUNTEIG 14. — Síml 7236 1
Elokkur í fötum
veiðimaims
(Framhald af 5. síðu).
þá, ef þessi einokun yrði rof-
in.
Afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins til samkeppninnar er m. ö.
o. þessi: Samkeppnin er góð,
ef hún hentar gæðingum okk
ar. Annars er hún óþolandi
og hættuleg. Þá er einokunin
miklu betri, ef hún er í hönd
um réttra aðila.
Þetta sést á afstöðu Sjálf-
stæðisflokksins til skipulags
útflutningsverzlunarinnar.
Þetta sést á afstöðu heirra til
brunatryggingamálanna í R-
vík.
Fátt sýnir betur, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fylgir ekki
neinni ákveðinni þjóðmála-
stefnu, bótt hann látist aðhyll
ast frjálsa samkeppni og fram
tak einstaklingsins. Afstaða
hans markast af því hverju
sinni, hvað hentar bezt þeim
fáu stórgróðamönnum, sem
ráða flokknum. Sjálfstæðis-
flokkurinn er því eins og veiði
maðurinn, sem klæðir sig eft
ir landslaginu hverju sinni.
Verkefni hans er að ná sem
mestri bráð fyrir gæðinga
sína, en um veiðiaðferðina er
minna skeytt. Þetta er nauð-
synlegt fyrir þá að skilja, sem
hafa blekkzt til að álíta, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé allra
stétta flokkur, sem berjist fyr
ir frelsi og sé andvígur höft-
um og einokun. Einokun út-
flutningsverzlunarinnar og
brunatrygginganna ætti að
nægja til að svipta þeirri
hulu frá augum þeirra.
[ hinn bratg&hreinifi
svalandi
ávaxtadrykhur \
| H.f. Ölgerðin Egill f
I Skallagrímsson f
IIIIIMIIIMIIIIIM'IIIMIItlllMIIIIIIIMIIIIMIIMÍIIMIIIIIIMMIII
liilllllMMIIMIMIIIIIIMMIIMMMMIIIIIIIIMIIIIMIMIMIIIMMMI
VTÐ BJÓÐUM
YÐUR
ÞAÐ BEZTA
Olíufélagið h.t.
SÍMI 81600
Framsóknarvistin er í kvöld kl. 8,30 á Hótel Borg. Húsið opnað kl. 8. — Til
skemmtunar verður:
1. Framsóknarvist.
2. Afhent vönduð verðlaun til sigurvegaranna.
3. Ræða: Hannes Pálsson frá Undirfelli.
4. Dans til kl. 1. Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar.
Það Framsóknarflokksfólk, sem vill vera öruggt með að fá miða á þessa
skemmtun, er beðið að panta miða fyrir hádegi i dag á skrifstofu Fram-
sóknarfélaganna í Edduhúsinu, sími 5564. — Allari pantaðir aðgöngumiðar
verða að sækjast fyrir kl. 6 í dag, annars seldir öðrum. — Áriðandi er að
fólk komi tímanlega á skemmtunina svo að allir verði komnir að spila-
borðunum kl. 8,30, en þá veröur byrjað að spila. Munið að hafa blýanta með.
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN.