Tíminn - 28.01.1955, Page 6

Tíminn - 28.01.1955, Page 6
6. TÍMINN, föstudaginn 28. janúar 1955. 22. blað. ÞJÓDLEIKHÚSID ÓPERURNAR Pagliacci OG Cavalería Rusticana Sýningar í kvöld kl. 20.00 og laugardag kl. 20.00 Uppselt. Síðasta cinn. Þeir koma í haust Sýning sunnudag kl. 20.00 Bannað fyrir börn innan 14 ára. Gullnakli&ið Sýning í kvöld kl. 20,00. Uppselt. Sýningar þriðjudag kl. 20.00 og fimmtudag kl. 20.00 Aðgöngumiðasalan opin frá 1 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Paula Afar áhrifamikil og óvenjuleg, ný, amerísk mynd. Um örlaga- ríka atburði, sem nærri koll- varpa lífshamingju ungrar og glæsilegrar konu. Mynd essi, sem er afburðavel leikin, mun skilja eftir ógleymanleg áhrif á áhorfendur. Loretta Young, Kcnt Smith, Alexander Knox. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Brotna örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný, amerísk mynd í litum, byggð á sannsögulegum heimildum frá þeim tímum, er harðvítug víga- ferli hvítra manna og Indíána stdðu sem hæst og á hvern hátt varanlegur friður varð saminn. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BIÓ 1544 — — HAFNARFIRÐI Ast við aðra sýn HMmmsm Síml 6444 Gnllna liðið (The Golden Horde) Hin spennandi ameriska litmynd um eina af herförum mesta ein- valds sögunnar, Djengis Khan. Ann Blyth, David Farrar. Sýnd kl. 7 og 9. Að tjaielalðaki Bönnuð innan 16 ára. (Coming round the Mountain) Sprenghlægileg, ný, amerisk gamanmynd með Bud Abbott, Lou Costello. Sýnd kl. 5. LEDŒÉL46 gEYKJAyÍKUK N Ö I Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhanncsson í aðalhlutverkinu. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. Frasnka Charleys Gamanleikurinn góðkunni. 65. sýning. á morgun kl. 5. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 og jeftir kl. 2 á morgun. — Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Stríðstrumbur indíánanna (Distant Drums) [Óvenju spennandi og viðburða- ! rík, ný, amerisk kvikmynd í ðli [legum litum. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Mari Aldon. Bönnuð börnum innan 16 ára.j Sýnd kl. 5, 7 og 9. '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»; GAMLA BÍÓ Síml 1475. Hjartagosinn (The Knave of Hearts) Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í Paris á s. 1. ári. — Á kvikmyndahátíðinni í Cann,.s 1954 var RENE CLEMENT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk: Gerar,d Pliilipe Válerie Iíobson Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPGLI-BÍÓ Bíml 1182 Limelight (Leiksviðsljós) Þessi einstæða mynd verður nú sýnd aftur vegna mikillar eftirspurnar, en aðeins örfá skipti. Aðalhlutverk: Charles Chaplin, Claire Bloom, Sydney Chaplin, Buster Keaton. Sýnd kl. 5,30 og 9. S Sala hefst kl. 4. Hækkað verð. TJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndln Gleðidagur I Róm ! PRINSESSAN SKEMMTIB SÉB (Boman Hollday) Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Golfmeistaramir (The Caddy) Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. Páll Y. G. Kolka (Framhald af 4. síðu). myndum. Þar er lýst Húna- vatnssýslu, farið um allar sveitir bæ frá bæ, getið fjölda manna og ætta þeirra, göml- um görpum lýst og sögur sagð ar af þeim. Það mun álit flestra dómbærra manna, að enn hafi ekki rituð verið snjallari héraðslýsing. Síðari hluti bókarinnar er afburða- snjöll lýsing á Húnvetningum fyrr og síðar, húnvetnsku lyndisfari, sérkennum þess, kostum og göllum og viðhorfi til vandamála lífsbaráttunn- ar, sem löngum hefir verið hörð íslenzkri þjóð. Menn geta verið höfundi ósammála um niðurstöður hans og ályktanir, en varla um- ritsnilli hans og stílfimi. Nokkru áður en hann hóf að rita bókina og samhliða því safnaði hann gömlum manna myndum um allt héraðið. Varð honum yfirleitt vel til í þeirri söfnun og er safn hans geysimikið. Hefir hann með söfnun sinni efalaust bjargað margri mynd frá því að glatast, eða gleymast af hverjum var. Margt af mynd um þessum er prentað í Föð- urtúnum og eykur gildi þeirr ar bókar. Ritlaun sín fyrir Föðurtún, Gissur jarl og ýms ar ritgerðir gefur hann hér- aðsspítala Húnvetninga. — Fáir menn munu bundnari af starfi sínu og óvissari um tómstundir og frídaga en hér aðslæknar í sveitum fslands. Hvort sem er á virkum degi eða helgum, jafnt á nótt sem degi getur læknirinn búizt við að vera kallaður til skyldu starfa, ef til vill í langt og erfitt ferðalag, jafnvel um vegleysur og í illskuveðrum. Páll hefir ekki farið varhluta af þessu, fremur en stéttar- bræður hans úti á landsbyggð inni. Því meiri undrun vekur það, hverju hann hefir af- kastað, utan við skyldustörf- in, ekki sízt í ritstörfum. Ungur festi Páll ráð sitt. Hann kvæntist haustið 1916 Guöbj örgu Guðmundsdóttur frá Hvammsvík í Kjós, syst- ur hinna kunnu bræðra Gísla gerlafræðings og Lofts ljós- myndara. Þau hafa eignast fjögur börn, son og þrjár dætur. Frú Guðbjörg er mæt kona. Hún hefir örugg stað- ið við hlið manns síns og ver ið honum stoð og styrkur í blíðu og stríðu. Bæði eru þau hjón frábærlega gestrisin og margan mann og víða að ber aö garði þeirra. Þar er gott að koma. Húsbóndinn við- ræðugóður, margfróður og skemmtilegur og húsfreyjan hin skaplétta rausnarkona er öllum vill gott gera og geng ur um beina eins og menn gætu hugsað sér höfðings- konur fornaldar. Ég heyrði einu sinni harðskeyttan and stæðing Páls læknis segja: „Ég öfunda ekki Pál af neinu nema konunni.“ Sú setning segir meira en mörg orð. Þau hjón hafa notið mik- illa og vaxandi vinsælda í héraðinu. Jafn einbeittur maður og ákveðinn í skoðun- um og Páll, getur ekki með öllu komist árekstralaust leið sína, ekki sízt í fylgd með Húnvetningum. En manndóm ur hans og hjartaþel sléttar fljótt yfir allar misfellur og því er hann svo vinmargur sem raun er á. Og nú, á þess- um tímamótum í ævi læknis vors, munu þeir ótaldir, er hugsa hlýtt til þeirra hjóna, bæði hér heima og víða um land og senda þeim heils hugar kveðjur. 46. Pearl S. Buck: HJÓNABAND á þetta andlit. En hve hún unni honum heitt. Það skipti engu máli, þótt hann hefði ekki reynzt henni hjálpsamur við uppeldi barnanna. Hún gat alltaf spurt Henry Faust- hauser um það, sem hún kunni ekki skil á í búskapnum. Hann hafði keypt næstu jörö við þau og reynzt góður ná- granni, þótt hann hefði kvænzt duglítilli stúlku, sem gat ekki haldiö húsinu hreinu eða alið honum falleg og heil- brigð börn. — Við hefðum átt að giftast, Rut, sagði hann stundum við hana, þegar þau voru að tala um sáningu eða hvernig haga skyldi plægingu svo að akurinn skilaði regnvatninu sem bezt af sér. — Hættu þessari vitleysu, Henry, sagði hún alltaí. —Já, en mér er alvara, hafði hann sagt einmitt daginn áður. — Þú hefur duglausan mann og ég duglausa konu. — Hættu þessu, sagði hún aftur. Hún mundi aldrei hafa getað elskað þennan stóra, gróf- gerða mann, að minnsta kosti ekki eftir að hún kynntist William. Og engin kona mundi hafa getað elskað William eins heitt og hún. En samt hefðu aörar konur að sjálfsögðu getað elskað hann, til dæmis kona eins og sú, sem hún hafði séð í New York fyrir löngu. Var það kannske kona, sem olli því, að hann vildi nú fara að heiman? Það hlaut að vera, því að ekkert nema önnur kona gat gert líkama hans svo kaldan við hana. Hún haföi heyrt eiginkonur tala saman eitthvað á þessa leið: Þegar hann þarfnast þín ekki lengur reglulega, skaltu fara að líta í kringum þig og aðgæta, hvað er að gerast. Hjarta hennar barðist nú ákaft í kvöl afbrýðisamrar ást- ar. Já, þær gátu svo sem litið í kringum sig, en hvernig átti hún að fara að því? Hann hafði komið til hénnar líkastur engli af himni sendur, og hvernig átti hún að fara að því að fylgja honum eftir, ef hann færi héðan? — Elskan mín, hvíslaði hún. Hann átti svo mörg ástar- orð.til að gleðja hana með, en hún gat ekkert annað sagt. Og þegar hún hafði sagt þetta, var sem hjarta hennar ætl- aði að springa eða ástin að kæfa hana. Hún vildi ekki láta hann fara. Næsta morgun var sunnudagur. Þau biðu eftir Hall til morgunverðar. Telpurnar voru komnar í sunnudagakjólana reiðubúnar að fara í sunnudagaskólann, og 'Rut var í brún- um kjól með svuntu til að halda honum hreinum. William vildi aldrei fara í kirkju. Hann unni þessum sunnudags- morgnum einn heima í bænum, þegar aðrir voru farnir í kirkju. Þennan mörgun hafði hann vaknaö með vitund þess,: sem beið hans, og hann fagnaði því að eiga nokkrar klukku- stundir einn til að hugsa máliö. Við rísandi sól var hann enn ákveðinn að hlýða ráði föður síns og fara. — Ef ég á að tengjast að eilífu þvi, sem ég elska, hugsaðl hann, verö ég að reyna að komast að raun um, hvað ég get gert annars staðar, Rut hafði farið snemma á fætur eins og hún var vön og gengið niður í eldhúsið, meðan hann svaf enn. Hann var einn í herbergi þeirra, en lífiö bærðist í húsinu umhverfis hann. Hann unni þéssu lífi, það fann hann nú. Hér var ör- yggi, þægindi og fegurð í einfaldleik þess. Ilmur af kaffi og fleski barst að vitum hans, og hann heyrði raddir telpn- anna, fremur lágværar unz hann birtist. Hann lá í gamla og breiða rúminu, léttur í huga og frjáls. Hann hafði brotið af sér ok, hafði fundið það gerla síöast- liðna nótt. í fyrsta sinni í samlífi þeirra hafði Rut leitað árangurslaust ástar hans. í ljósi þess nýja viöhorfs gat hann metið ráðleggingu föður síns. Hefði faðir hans sagt honum, að hann ætti að hverfa á ný til þess heims, sem ól hann, hefði hann neitað því þverlega þegar í stað. En faðir hans sagði, að hann yrði að leita aftur til sjálfs sín áður en það væri um seinan. Það var ekki um það aö ræða að velja á milli tVeggja heima, heldur aö leita að sjálfum séf. Og í gær hafði þessi týndi persónuleiki hans sjálfs risið upp sem vofa úr heimi dauðra. Að lokum fór hann á fætur, baðaöi sig og Idæddi og gekk niður stigann til morgunverðar. Þótt hann kæmi seint, lét Rut börnin ætíð bíða hans. Þaö var föst regla, sem hún vildi ekki brjóta, að öll fjölskyldan sæti saman við borðið. — Fjölskyldan á að snæða saman, sagði hún jafnan. En Hall var þó ekki kominn niður enn. — Hvað ætli sé nú að drengnum? sagöi Rut óþolinmóð. — Mary, hlauptu upp og vittu, hvað honum líður. — Hann er auðvitað þreyttur eftir kvöldið, sagði Willi- am. Hann settist og síðan settust þær Jill og Rut. Hún svar- aði þessu engu og varaöist að líta í augu hans. — Eigum við ekki að lofa honum að sofa einu sinni eins og hann langar til? bætti hann við. — Hann vann ekki svo mikiö í gær, að hann ætti að vera þreyttur af því, sagði Rut. Rétt á eftir heyrðu þau köll Mary: — Mamma, mamma. Rut hljóp fram að stiganum og síðan upp stigann. — Hvaö er nú að, sagöi William. Hann reis á fætur og-hélt á eftir henni. Jill kom á hæla honum. Hahn héýrði ákaft samtal uppi á loftinu. — Hann er ekki hér, sagði Mary áköf. — Hann hlýtur að vera hér, sagði Rut hátt. Þær voru komnar inn í herbergi Halls, þegar hann kom 4>

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.