Tíminn - 30.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1955, Blaðsíða 3
24. blað. TÍMINN. sunnudaginn 30. janúar 1955. S. HEILSUVERND Maturinn er mannsins megin Um síð'ast liöin aldamót var þekking manna á fæðuteg- undum og næringarefnum mjög skammt á veg komin. Álitið var, að fæðunni mætti skipta í þrjár tegundir, fitu, kolvetni og eggjahvítuefni. Þetta eru aðal orkugjafar líkamans og er orkan mæld í hitaeiningum. í fitunni eru 9 hitaeiningar í hverju grammi, í kolvetnunum 5 og 4 eru í hverju grammi eggja hvítuefnanna. Fitan er því mesti orkugjaf inn og er nú á dögum mesta hættan af því að orkuneyzlan verði fullmikil. Hleðst orkan þá utan á menn sem offita, hvort sem hún var uppruna íega fita eða kolvetni. Fljótlega kom í Ijós, að Ííkaminn þarfnast annars og meira en orku í formi hitaein inga. Hann þarf einnig ýmis konar heilsubætandi og heilsu verndandi efni, svo sem bæti- efni, vaka (hormón), málm- sölt og önnur steinefni. Þegar fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu menn komizt að raun um það, að bæta mætti eða fyrirbyggja suma sjúkdóma éins og skyrbjúg, beinkröm og suma skjaldkirtlasjúkdóma með ákveðnu mataræði, hjá éinstaklingum og smáhópum manna. Næsta framfarasporið yar skipulögð fræðsla um þessi efni og útbýting heilsu verndandi fæðutegunda svo sem smjörs, joðbætts salts og þorskalýsis.Á sama tíma tókst að einangra og vinna bætiefni með einfaldari aðferðum, og skömmu fyrir aðra heimsstyrj öldina var víða svo komið í hinum vestræna heimi, að til tækilegt þótti að ráðast á efna skortssjúkdóma hjá stórum hópum af mönnum og jafnvel hjá heilum þjóðum með því að efnabæta ýmsar algengar fæðutegundir. Menn bættu D fjörefni í mjólkina, A fjör efni í smjörlíkið og árið 1941 var neytt sömu bragða í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir beriberi, pellagra, B2 fjörefnisskort og blóðleysi. Þeir efnabættu þar hveitið og hveitibrauðin með B, B2 og fleiri bætiefnum úr B flokknum, og ennfremur með járni. Á svipaðan hátt er nú orðið mögulegt að koma í veg fyrir efnaskortssjúkdóma og mikla vesöld hjá heilum þjóðum. Með aukinni fræðslu um næringarefni, lýsis og öðr um bætiefnagjöfum í skólum landsins, bættum landbúnað arháttum, svo sem votheys- gryfjum og súgþurrkun, fram förum í meðferð matvæla og dreifingu þeirra, má halda áfram að bæta heilsu allrar þjóðarinnar að miklum mun. ing fyrir sannvirði Samvinnutryggingar innleiddu fyrstar allra tryggingarfélaga þá stefnu að reyna að bjóða tryggingar fyrir SANNVIRÐI hér á landi. Þetta hefir félagið gert með því að lækka trygg- ingaiðgjöld, og hefir nú síðast stórlækkað brunatryggingar húsa, og með því að endur- greiða tekjuafgang sinn til hinna tryggðu. Félagið hefir þannig endurgreitt millj. króna. Endurgreiðsla tekjuafgangs byggist að sjálfsögðu á því, að einhver tekjuafgangur verði. Á síðasta ári var hagur brunatrygginga allgóður og er endurgreitt 10% af iðgjöldum fyrir þær. Hagur sjó- og ferðatrygginga var einnig góður og er þar einnig endur- greitt 10%. En því miður var hagur bifreiðatrygginga mjög slæmur og varð félagið þar fyrir verulegum skakkaföllum. Sjóðir félagsins hafa staðið undir því tapi, og ó- hjákvæmilegt var að hækka iðgjöldin. — Bifreiðaeigendur geta aðeins gert eitt til að forðast frekari kostnað vegna trygginga á bifreiðum sínum, og það er að draga verulega úr árekstrum og öðrum tjónum, sem verða í vaxandi mæli. Á þann hátt ein- an er hægt að halda niðri tryggingakostnaði bifreiða. Ljósmyndir óskast í Árbók Ferðafélags íslands frá Austfjörðum (svæðið frá Lónsheiði til Gerpis). Greiðsla samkvæmt taxta. Myndirnar berist fyrir 15. febrúar til FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS, TúngötM 5. Skrifstofa okkar verffur Iokuff cllan daginn á morgun vegna jarðarfarar. Jóttsson & Júlíusson. Tilkynning frá Skattstofu Ilafnaríjnróar Framtölum til skatts ber að skila til skattstofunnar EIGI SÍÐAR en 5. febrúar n. k. — Skattstofan verður opin til kl. 9i/2 á hverju kvöldi til þess tíma. Hafi fram teljanda ekki borizt framtalseyðublað ber að vitja þess til skattstofunnar. Skattstjórinn TRYGGING ER NAÐUR H.F. - SÍMI 7601

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.