Tíminn - 30.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1955, Blaðsíða 6
€, TÍMINN, sunnudaginn 30. janúar 1955. 24. blað, ÞJÖDLEIKHÚSID Þeir homa í haust Sýning í kvöld kl. 20.00 Næsta sýning miðvikudag kl. 20 Bannað fyrir böm innan 14 ára Uppselt. Gullna hli&ið Sýningar þriðjudag kl. 20.00 og fimmtudag kl. 20.00 Aðgönguiniðasalan opin frá 1 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. _ ♦ Patila Afar áhrifamikil og óvenjuleg, ný, amerísk mynd. Um örlaga- ríka atburði, sem nærri koll- varpa lífshamingju ungrar og glæsilegrar konu. Mynd essi, sem er afburðavel leikín, mun skilja eftir ógleymanleg áhrif á áhorfendur. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hetjur Hróa Hattar Afar skemmtileg litmýnd um son Hróa Hattar og kappa hans í Skírisskógi. John Berek. Sýnd kl. 3. NÝJA BIO Rómantíh í Heidelherg („Ich hab‘ mein Herz in Heidel- berg Verloren“) Rómantísk og hugljúf þýzk mynd um ástir og stúdentalif í Heidelberg, með nýjum og . am- alkunnum söngvum. Aukamynd: Frá Rínarbyggðum. Fögur mynd og fræðandi í Agfa- itum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vegna mikillar aðsóknar og eftir spurnar verður hið bráðskemmti lega _____________ Jóla „show“ sýnt aftur í dag kl. 3. BÆJARBIO — HAFNARFIROI - 6. vika. Vanþuhhlátt hjarta ítölsk úrvalskvikmynd eftir am nefndri skáldsögu, sem komið hefir út á íslenzku. Aðalhlutverk: Carla del Poggio (Hin fræga ítalska kvikmynda- stjarna.) Frank Latinore. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Sýnd kl. 7 og 9. lifttli strokumaöuriim Bráðskemmtileg og spennandi ný amerísk mynd. Aðalhlutverk leikur hinn afar vinsæli leikari Bobby Breen. Sýnd kl. 3 og 5. Sími 184. TJARNARBIO Óskars verðlaunamyndln Gleðidagur í Hóm PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) Sýnd kl. 7 og 9. Golfmeistarinn Sýnd kl. 3 og 5. — — o—c——,. ÍIJEIKFEIAG! teKJAyÍKDBF N O I Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlutverkinu. Sýning í kvöld kl. 8. [ Aðgöngumsala eftir kl. 2 1 dag. AUSTU RBÆ! ARBÍÓ Stríðstrumbur indíánanna (Distant Drums) Óvenju spennandi og viðburða-j rík, ný, amerísk kvikmynd í ðlij legum litum. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Mari Aldon. Bönnuð börnum innan 16 ára.| Sýnd kl. 5, 7 og 9. Frænka Charleys Bráðskemmtileg og fjörug ensk- amerísk gamanmynd í itum. Aðalhlutverk: Ray Bolger. Sýnd aðeins í dag kl. 3. Allra síðasta sinn. Sala hefst kl. 1. GAMLA BÍÓ Slml 1475. Hjartagosinn (The Rnave of Hearts) | Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í París á s. I. ári. — Á kvikmyndahátíðinni í Cann„s 1954 var RENE CLEMENT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk: Gerar,d Philipe Valerie Hobson Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Viljans mcrkl Fögur litkvikmynd tekin hér á landi s. 1. sumar af Nordisk Tone film. — íslenzkur texti. Sýningartími 45 mínútur. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1. TRIPOLI-BIO Simi 1182 Limelight (Leiksviðsljós) Þessi einstæða mynd verður nú sýnd aftur vegna mikillar eftirspurnar, en aðeins örfá skipti. Charles Chaplin, Claire Bloom, Sydney Chaplin, Buster Keaton. Sýnd kl. 5,30 og 9. Sala hefst kl. 4. Hækkað verð. HAFNARBIÓ Siml 6444 Læknirinn hennarj (Magnificent Obsession) Stórbrotin og hrífandi ný amer- ísk úrvalsmynd, byggð á skáld- sögu eftir Lloyd C. Douglas. - Sagan kom í „Familie Journai- en“ í vetur, undir nafninu „Den Store Læge“. Jane Wyman, Rock Hudson, Barbara Rush. Myndin var frumsýnd í Banda- ríkjunum 15. júlí s. 1. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Að f jallabaki Sprenghlægileg skopmynd með j Abbott og Costello. Sýnd kl. 3. Skúli V. Guðjónsson (Framhald af 5. síðu). Hann var maður alvörugef inn hversdagslega og frá- munalega dulur. Þótt hann umgengist marga þekktu hann fáir. Hann flík- aði sjaldan áformum sínum við aðra mern, en fór róleg- ur eigin götur að settu marki. Þessi skapgerð var honum meðfædd. — En lífsbaráttan átti og sinn stóra þátt í því, að setja á manninn mark. Barátta við fjárskort í skóla — baráttan, sem það kost- aði að ryðja sér braut til æðstu menntunar og virð- ingar á sínu sviði í framandi löndum, — gaf ekki alltaf mikinn tíma, eða svigrúm fyr ir viðkvæmni eða glaðværð. Viðkvæmnina varð að loka inni, bak við harða skel, ekki sízt ef hún var þá raunveru- lega meiri en almennt gerist. — Það var þessi skel, sem Skúli Guðjónsson sneri að heiminum, hún var brynja víkingsins — hana þekktu margir og þótti stundum hörð viðkomu. En góðvinir hans v.íssu, að bak við þessa hörðu brynju var viðkvæmur maður, sem reyndist bezt í raun — enda var hann frá- munalega tillitssamur faðir. Ég hefi oft verið með Skúla Guðjónssyni í glaðværum vinahópi, bæði hér á landi og erlendis. Þar var hann allra manna skemmtnastur og brosið hans þá og oft endranær svo hlýtt, að bak við það gat ekki verig neinn raunverulegur kuldi — hann var hlíf á yfirborði baráttu- mannsins. — En um leið og ókunnur maður bættist í hóp inn, gjörbreyttist öll fram- koma hans og hann varð hinn hversdagslegi Skúli Guðj óns son — lokuð bók. Eftir að stórsigrarnir voru unnir, gerði hann það sér til hvíldar, eins og fyrr segir, að yrkja ljóð og bögur. í ljóðum þessum og vísum kemur í ljós, eitt af mörgu, sem hann ekki flíkaði hversdagslega, ást hans, tilbeiðsla hans, á öllu því, sem íslenzkt er — og sú þrá, að fá að eyða síð- ustu árum ævinnar í sveit á íslandi. Skúli Guðjónsson var mik ill íslendingur, sem í fram- andi landi vann fósturjörð sinni allt það er hann mátti. í einu hinna mörgu óprent uðu Ijóða lýsir hann lífsbar- áttu sinni og líkir við sjóferð. í næst seinasta erindi þessa kvæðis segir hann: „Nú þegar sól yfir nónvörðu skín og nálgast fer kvöldvöku tíð, strengi ég böndin er stormur- inn hvín og stefni á úthöfin víð, unz hálfrökkrið breiðir sitt hýjalín um húna og seglskautin fríð“. Skúli Guðj ónsson kenndi hjartabilunar á síðasta ári. Taldi sig hafa náð bata og tók upp full störf. — Hann lifði enga „kvöldvökutíð“. Hann sigldi undir fullum segl um út á hið mikla úthaf. Endirinn var í samræmi við allt hans líf. Hermann Jónasson. Lögreglan leitaði Halls um allar nágrannabyggðir í mánuð, auglýsti eftir brúnhærðum og brúneygðum dreng. Og næstu sex mánuðina leitaöi hún upplýsinga um þennan dreng um allt landið en hann var hvergi að finna. WilJiam yfirgaf Rut varla nokkra stund. Ef hann fór upp á hæðina til þess að mála og hún kom ekki vonbráðar út um eldhúsdyrnar og veifaði svuntunni sinni, kom hann heim og leitaði um húsið unz hann fann hana. — Hvernig líður þér, góða, var hann vanur að segja. — Vel, William, svaraði hún þá jafnan rólega. Hann vissi auðvitað, að hún átti við það, að henni liði eins vel og hægt væri að gera ráð fyrir, unz Hall kæmi í leitirnar. í leynum hugans óttaðist William það og trúði því iaínvel stundum, að Hall væri dáinn, en hann lét Rut aldrei verða þess vara, og hann talaði ætíð um hann sem lifandi. Og hún viðurkenndi það aldrei fyrir sjálfri sér, jafnvel ekki á sárustu stundum saknaðarins, að hún óttaðist að hann væri dáinn Hún hafði herbergið hans alltaf hreint og tilbúið eins og það var, er hann hvarf. Hún þvoði rúmfötin reglu- lega, þótt aldrei svæfi neinn í rúminu. Hún trúði því, að einn góðan veðurdag mundi hann koma gangandi heim brosandi eins og venjulega. Þá mundi hún lika brosa, hugsaði hún með sér, og hún brosti stundum með sjálfri sér, er húil hugsaði um þá fagnaðarfundi. — Að hverju ertu að brosa, sagði Jill þá. Hún hafði vaxið og þroskazt mjög síðan Hall fór. Hún hafði líka breytzt í háttum og tali. — Að engu, svaraði móðir hennar annars hugar. Rut virtist óbreytt að ytra útliti, en hið innra var breyt- ingin gagnger. Hún var orðin enn þýðari í tali við William og virtist nú enn bundnari honum ,en hún var harðari í máli við telpurnar. Stundum var hún svo orðhvöss við þær, að William þoldi það ekki, en hann ávítaði hana aldrei. Rtundum vakti hann um nætur og fann, að hún lá vakandi við hlið hans. — Geturðu ekki sofið, elskan mín? spurði hann. — Hugsanirnar halda fyrir mér vöku, sagði hún. Þá vissl hann, að hún var að hugsa um son þeirra. -r- Ef ég hefði hlustað á orð þín, ef ég hefði aðeins gert það, sem þú vildir það kvöld og ekki hirt hann, mundi öðruvísi hafa farið. — Rut, þú mátt ekki hugsa þannig og ásaka sjálfa þig alla daga þannig, sagði hann. — Þar að auki var drengur- inn alls ekki reiður við þig. Ég man vel, að ég undraðist bað, að hann skyldi ekki vera reiður og skilja þig. Hann vissi, að hann átti hegninguna skilið og fannst hún eölileg. — Jú, hann fór vegna þess, sagöi hún. — Ef hann hefði reiðzt mér, hefði reiöin liðið hjá og hann hefði verið kyrr. En hann hélt reiði sinni í skefjum og gekk til náða, og bar hugsaði hann um málið, og honum skildist, að leiðir okkar hlutu að skilja, ef hann átti að fá vilja sínum fram gengt. Hann á var undrandi á skarpskyggni hennar. Var þetta kannske rétt? Hann átti bágt með að trúa því, drengur- inn hafði ekki virzt svo djúpskyggn. En' ef til vill var þetta rétt. — Ef hann hefir skilið þig eins vel og þú álítur, mun hann líka hafa skilið, hve heitt þú unnir honum og vita, að hann verður að koma aftur. Kæra Rut, elsku konan mín, vertu ekki svona hrygg. Ég þarfnast umhyggju þinnar. Hann þrýsti henni að sér. — Elskan mín, þetta er bezta skeið sevi okkar. Ef við gætum þess ekki að vera hamingjusöm núna, veröum við það kannske aldrei. — Þú elskaðir Hall aldrei eins mikið og ég, sagði hún. — Ég býst viö, að það sé satt, sagði hann. — Ég held, að ég hafi ekki elskað neítt barnið eins heitt og þú. En ef til vill hefi ég elskað þig meira en þú mig. Öll ást mín hefir beinzt að þér. Hún hlustaði á hann og varð óttaslegin, eins og hún varð jafnan, þegar tal hans varð ofviða skilningi hennar. — Ég get hreint ekki skilið, að nokkur manneskja geti elskað aðra heitar en ég hefi elskað þig. Henni reyndist það svo erfitt að segja það berum orðum, að hún elskaði hann, að hann varð óþolinmóður við hana. Hann reis upp við dogg í myrkrinu og laut yfir hana. — Segðu þá að þú elskir mig, Rut. — William, vertu ekki svona barnalegur. — Elskar þú mig eða ekki, Rut? — Auðvitað gerí ég það. — Hvers vegna segir þú það þá ekki? Ég segi þér það tuttugu sinnum á hverjum degi. — Mér er það ekki gefið að vera margorð. — Heldur þú, að það séu aðeins orðin ein fyrir mér, Rut? — Nei, en samt..:.. — Segðu þá: Ég elska þig, William. — Heldurðu, að ég mundi leggja eins mikið ’á mig fyrir þig og ég geri, ef ég elskaði þig ekki? Rödd hennar: titraði eins og hún væri reið. — Það eru ekki allar konur, sem verða að leggja eins mikið á sig og ég. Ég verð að hugsa um heim ilið, búskapinn og börnin. Mundi ég gera þetta, ef ég.'.V. vildi það ekki? — Áttu við það, að ég sé til lítils nýtur? — Nei, en þú ert ekki líkur þeim karlmönnum, sem Iifa og starfa hér umhveftís okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.