Tíminn - 02.02.1955, Blaðsíða 4
«.
TÍMINN, ftiiðvikudaginn 2. fcbrúar 1955.
2G. blað.
Pétur Sigurðsson: Otðið er frjálst
Hölt og sjúk heimsmenning
Hvarvetna um lönd, í ræðu,
ritum og bókum, gerast þær
raddir nokkuð áberandi, er
kvarta um viss sjúkdómsein-
kenni í menningu kynslóðar
ínnar. Þessar raddir eru sam
hljóða vitni, — en hefir þá
engin þeirra rétt að mæla?
Ritstjóri blaðsins Heimilis
og skóla, Hannes J. Magnús-
son, skólastjóri á Akureyri,
sá gætni, reyndi og ágæti
drengskaparmaður, birtir í
blaði sínu, 5. hefti 1954, smá
grein, en mikla að alvöru til,
er heitir Frá grannþjóðun-
um.
Þar segir frá fjölmennu,
norrænu kennaramóti í Finn
landi. Meðal annarra flutti
sænskur prófessor, Hermann
Siegwald, þar ræðu og „tal-
aði um kreppu í uppeldismál
um. Hann sló því föstu,“ seg
ir í Heimili og skóla, „að
skólastarfð reyndi meira á
taugarnar og kraftana nú en
fyrir nokkrum árum. Börn-
in eru ókyrrari, svo að það
reynir meir á krafta kennar-
anna að halda þeim í skefj-
um nú en áður........ Unga
fólkið skortir jafnvægi, og
það verður allt of snemma
kynferðislega þroskað.
Sem orsakir þessara breyt
inga nefndi prófessorinn m.
a. skort á öryggi, innra ör-
yggi. — Myndast hefir eins
konar spenna á milli kynslóð
anna. Kennararnir eiga jafn
vel erfitt með að skilja yngstu
kynslóðina.“
Síðar 1 greininni segir:
„Börn kunna að meta aga,
en allt öf strangur agi er
ekki góður, en þó er of mikil
eftirlátssemi verri. Ósam-
kvæmur agi er þó verstur.
Hin öfgafulla uppeldisfræði,
sem prédikar óskorað frelsi,
er að syngja sitt síðasta lag
í Ameríku.“
Þessi mjög svo athyglis-
verðu orð prófessorsins fara
ekki fram hjá okkur ýmsum,
sem hér á árunum undruð-
umst fávizku þeirrar uppeld-
isfræði, er öllu vildi gefa laus
an tauminn. ViS vorum svo
gamaldags að prédika hina
fornu og haldgóðu kenningu:
„Spara þú eigi aga við svein-
inn, því að ekki deyr hann
þótt þú sláir hann með vend
inum, en þú frelsar líf hans
írá helju.“ Og „aga fyrirlíta
afglapar einir.“ Sjálfur
himnafaðirinn agar „þann,
sem hann elskar,“ segir þessi
kenning, og ennfremur:
„Allur agi virðist að vísu í
bili ekki vera gleðiefni, held-
ur sorgar, en eftir á gefur
hann friðsælan ávöxt réttlæt
isins, þeim er við hann hafa
tamist.“
Á þessari kenningu og
reynslu allra alda, byggðum
við prédikun okkar og lífs-
skoðun, þegar lærðir uppeld-
isfræðingar í Ameríku, og víð
ar um heim, hlupu eitt mesta
gönuskeið, sem þekkist í
þeim málum, og hjálpuðu
þar með til, ásamt siðspill-
andi kvikmyndum, glæparit-
um og margri annarri
heimsku tízkunnar, að kippa
öllum haldgóðum grundvelli
undan fótum æskumanna og
greiða þeirri glæpaöldu far-
veg, sem menn hafa staðið
skelfdir andspænis siðustu
áratugina.
Orð ritningarinnar segir,
að aginn gefi „friðsælan á-
vöxt réttlætisins." Þetta eru
vissulega raunvísindi. Þeim
einum er bezt treystandi til
þess að breyta réttlátlega og
grandvarlega, sem í bernsku
og æsku fær hið heppilega að
hald, holla tamningu og skól-
un í réttlæti.
Sænski prófessorinn benti
að lokum, samkvæmt Heimili
og skóla, á hinn ótrúlega á-
hrifamátt, er birtist í upp-
eldi Jesúítanna, nazistanna
og kommúnistanna. „Við eig
um enga slíka hugtakafræði.
Jafnvel kenningar trúar-
bragðanna bregðast þarna
einnig. Börn nútímans alast
upp í guðlausu andrúmslofti.
Unga fólkið er rótlaust, en
þráir lifandi trú. Við þörfn-
umst trúarlegrar vakningar,
eða endurnýjunar. Hinar ó-
tímabæru kynhvatir eitra líf
unga fólksins.“
Þetta er aðeins ein röddin
af mörgum, en vissulega á-
berandi hættumerki. Börnin
alast upp í guðlausu anc\rúms
loft*, segir prófessorinn, ungl
ingarnir eru rótlawsir, en þrá
Iifandi trú, en hina réttu leið
sögn vantar. Kirkjan nær
illa til unga fólksins og tæp-
lega til eldri kynslóðarinnar,
og hún er sein á sér að end-
urskoða vinnubrögð sín, þótt
hún þjóni nú mannkyni í ver
öld, sem að flestu leyti er ný.
í stað trúaráhuga ungling-
anna kemur hinn ótímabæri
kynþroski. Auðvitað. Ein-
hvers staðar verða miðstöðv-
aröflin í lífi æskumanna að
fá útrás, ef ekki í trúhneigð,
listhneigð, þá í kynhvötum.
Ef þær hvatir mannlegs eðl-
is, sem göfugastar eru og
eiga að „sublimera“ —
hemja og temja hinar óæðri
hvatir, eru kúgaðar svo að
þær visna og deyja að mestu
leyti, þá verða auðvitað hin-
ar óæðri hvatir aflmeiri og
taumlausari. Mannkynis er
þá að hverfa aftur í áttina til
bælis dýrsins, en ekki upp á
við til guðsmyndarinnar.
Einstöku sértrúarflokkar
eru augljós sönnun þess,
hversu máttugt uppeldismeð
al trúarlífið getur verið.
Þessu fylgir þó mikill vandi,
og oftast ekki gallalaust upp
eldi, en tamningin er þar
samt og hið mesta bjargráð
í öllum siðgæðismálum.
Nágrannaþjóðir okkar, svo
sem Svíar og Danir, og Norð-
menn einnig, bjuggu fram að
allra síðustu áratugum við
aldagamla kirkjulega þjóð-
menningu, þar sem guðstrú
og kristindómur var kjölfest
an. Að vísu höfðu ýmsir þá
eins og áður og einnig nú, á
sér yfirskin guðhræðslunn-
ar og frömdu alls konar and
styggðir í nafni kristindóms
ins, en það haggar ekki þeirri
staðreynd, að guðstrúin og
kristindómurinn var hald-
bezti þáttunnn í uppeldi
æskumanna og þjóðarupp-
eldinu í heild.
Allt í einu taka að flæða
yfir löndin félagsmálastefn-
ur, sem naga að rótum þess-
arar haldgóðu menningar.
Með hægfara narti eða há-
værri smalamennsku og alls
konar félagsmálabrölti, er
unnið að því markvisst, en
ekki alltaf augljóslega, að af
kristna þjóðirnar, ekki til
fulls, en svo alvarlega, að nú
leynast sjúkdómseinkennin
ekki lengur: Kennarar eru í
vanda staddir, æskulýðurinn
rótlaus, elst upp í guðlausu
andrúmslofti og þroskast af
snémma í hinum óæðri hvöt-
um, segir sænski prófessor-
inn, og bætir við, að trúar-
legrar vakningar sé þörf.
Ef nota má það líkingamál
að segja, að heimsmenningin
gangi á tveim fótum, þá
mætti annar fóturinn heita
kunnátta en hinn siðgæði.
Mikill ofvöxtur hefir verið í
öðrum fætinum, en kyrking-
uv í hinum. Annar fóturinn
er því miklu lengri en hinn
cg þess vegna er heimsmenn
ingin hölt, ekki svo, aö hún
stingi aðeins við fót, heldur
er hún draghölt. Sá fóturinn,
sem kunnátta heitir, er miklu
lengri en hinn — siðgæðin.
Framfarir í allri kunnáttu
hafa verið risavaxnar á sið-
ustu áratugum, en mikill of-
vöxtur í einhverju, er oftast
á kostnað annars. í sjálfu
sér ætti hinn mikli vöxtur
í kunnáttu ekki að vera neitt
böl, heldur þvert á móti, og
hann væri það ekki, EF sið-
gæðisþroski mannkynsins
hefði verig jafn hraðstígur.
Þessu er ekki til að dreifa,
heldur hefir þvert á móti
kunnáttukappið deyft áhug-
ann og skilninginn á ræktun
arþörf siðgæðisþroskans. Ef
ku.nnáttan ein eflist, en rækt
un mannkostanna gleymist,
er hætt við að fari eins og
spámaðurinn orðar það, að
tnenn verði „vitmenn illt að
fremja.“ Eru heimsstyrjald-
irnar þar einn ljósasti vitn-
isburðurinn.
Hölt og sjúk heimsmenn-
ing, er yfirskrift þessara hug
leiðinga. Postulasagan segir
frá höltum manni, er sat við
Fögrudyr helgidómsins og
beiddist ölmusu. Framhjá
gengu tveir miklir andans
menn, postular og sendiboð-
ar Krists. Einnig þá bað halti
maðurinn um ölmusu, en ann
ar postulinn sagði við halta
manninn: „Silfur og gull á
ég ekki, en það sem ég hef,
það gef ég þér: í nafni Jesú
Krists frá Nazaret, þá gakk
þú! Og hann tók í hægri
hönd hans og reisti hann á
fætur. En jafnskjótt urðu
fætur hans og öklar styrkir,
og hann spratt upp, stóð og
gekk, fór meö þeim inn í
helgidóminn og gekk um
kring og hljóp og lofaði Guð.“
Hvernig sem mönnum þókn
ast að fara meg þessa tákn-
rænu frásögn, þá er eitt víst,
að þessu máttarorði þarf að
tala til okkar höltu og sjúku
hez'msmennmgar. Hún kúrir
hölt við „fögrudyr", já, fagr-
ar eru þær. Ekki vantar
glæsileikann á musteri menn
ingarinnar, alla háskóla þjóð
anna, leikhús og listir, og
allt það, sem mjög er nú veg-
samað. En við dyr alls glæsi-
leikans situr hölt og sjúk
heimsmenning, og bíður þess
að einhver segi máttarorðið:
í nafni Gnðs. Ekki aðeins
segi, heldur rétti og fram
máttuga hönd og reisi sjúkl-
inginn á fætur. — Þetta er
verk allra kennimanna og
kennara og annarra uppal-
enda. Til kynslóðarinnar þarf
að tala í nafni Guðs, tala það
máttarorð, sem svalar trúar-
þrá æskumanna og lætur
halta manninn ganga, já,
lilaupa um og lofa drottinn,
þag máttarorð, sem gerir
(Framuaia a í. bRSu).
Frægurfimleikaflokkur
hefur sýuingu í Reykjavík
í kvöld gefst bæjarbúum
kostur á að sjá frægasta
skemmtifimleikaflokk Banda
ríkjanna sýna listir sínar í
íþróttahú-sinu á Hálogalandi.
Flokkurinn samanstendur
af 10 stúlkum og 11 piltum.
Allt eru þetta stúdentar frá
háskólanum í Maryland í
Bandaríkjunum. Stúdenta-
flokkar þessir hafa feröast
víða um heim á undanförn-
um árum og skemmt í her-
stöðvum Bandankjanna. í
þetta skipti koma flokkarnir
beina leið að heiman og fara
sömu leið til baka, að lok-
• inni sýningu á Keflavíkur-
flugvelli. Flokkar þessir hafa
komið fram í sjónvarpi i
Bandaríkjunum og hvarvetna
hlotið mikla aðdáun.
Því miður getur flokkurinn
sennilega ekki sýnt nema
eina sýningu hér i" bænum,
en húsrúm lítið að Háloga-
landi, svo að búast má við,
að þar verði þröng á þingi.
Flokkurnn sýnir hér á
ýmsum áhöldum og með
margvíslegum tækjum, sem
hér hafa ekki sézt áður, t. d.
sýna þeir stökk á fjaðraborði.
Geta á þess, að á undan-
keppni í Bandaríkjunum fyr
ir síðustu Ólympírleika, urðu
fiokkar þessir nr. 2.
í flokknum eru að þessu
sinni tveir heimskunnir trúð
ar, og leika þeir margvísleg-
ar listir með kylfum, knött-
um og öðrum hlutum.
Flokkurinn sýnir og ýmsar
jafnvægisþrautir á slám,
stólum og í vörðum o. fl.,
Þarna getur ag líta dansandi
meyjar og ótrúleg fjölleika-
brögð. Stökk yfir kistu og
furðulegar handstöður, og
svo fylgir dillandi músik í
kaupbæti.
Það ber að þakka þessum
flokkum, að þeir skuli gefa
sér tíma til að leggja lykkju
á leið sína og sýna eina kvöld
stund margvíslega og hríf-
andi skemmtileikfimi hér í
Reykjavík. Óþarft mun að
hvetja unga fólkið til að koma
og sjá þessa óvenjulegu sýn-
ingu, og raunar þáð eldra
líka. Stúlkurnar koma til að
sjá herrana og piltarnir til
aö sjá stúlkurnar sýna.
Það er alltaf hressandi að
sjá eitthvað, sem ekki tilheyr
ir því daglega, og er ekki að
efa, að fjclmennt verður á
sýningu þessari.
Vandiátir reykingamenn
nota cingöngn MASTA
hcimsfrægn patent pípiir
Fást í öllutit tóbahsverzl. utn atllt lantl.
Umboðsincnn
pótfar & Ce. k.f
W/AVVAVA,A\%VVVVW.VVVA».VA‘AW.,rtVVVVVVW
: . %
| Vinum mínum öllum, fjær og nær, sem heiðruðu mig
J á margvíslegan hátt á sjötugsafmæli mínu 19. þ. m.,
| sendi ég mínar hjartans þakkir og cska þeim alls góðs
í á ókomnum árum.
Húsavík, 26. jan. 1955,
ú Jón Gzznnarssorz. ^
V.ViVAmWAWAW.V/.VV.W.V.Vi.WJWJWU’/VWS