Tíminn - 12.02.1955, Blaðsíða 3
35. bl&J.
TÍMINN, laugardaginn 12. febrúar 1955. •
S.
I slendin.gabættir
Dánarminning: Jón Þórðarson
á Broddanesi
í dag er tií moldar borinn
að Kollafjarðarnesi Jón Þórð-
arson, fyrrum bóndi að
Broddanesi, er lézt þar að
heimili sínu 2. þ. m. Hann var
fæddur að Stóra-Fjarðar-
horni 31. okt. 1878, og var þvi
76 ára og þremur mánuðum
betur, er hann lézt. Hann var
einn hinna mörgu systkina
frá Stóra-Fjarðarhorni og
annar sonur með því nafni.
Foreldrar þeirra voru Þórður
Sigurðsson og Sigriður Jóns-
dóttir. Þórður lézt frá stórum
barnahóp. Bjó þá Sigríður þar
eftir sem ekkja í nokkur ár.
Þegar hún hætti búskap, fóru
flest börnin í vistir. Jón yngri
fór þá til Sigurðar Magnússon
ar og Ingunnar Jónsdóttur, er
þá bjuggu á Broddanesi á
xnóti foreldrum Ingunnar,
þeim Jóni Magnússyni og Guð
björgu Björnsdóttur. Þá var
hann 9 ára gamall. Hjá þess-
um húsbændum sínum dvaldi
hann þar til 1897, að hann fór
til móður sinnar, sem þá var
gift Gísla Sigurðssyni, bróður
Þórðar fyrra manns hennar.
Bjuggu þau í Óspaksstaðaseli
í Staðarhreppi í Hrútafirði.
Árið 1900 fór hann vistferlum
að Broddanesi til gömlu hjón
anna Jóns og Guðbjargar, sem
ennþá héldu áfram búskap.
Árið 1901 gekk hann að eiga
Guðbjörgu dóttur þeirra. Hófu
þá yngri hjónin búskap upp
úr þvi á hluta úr jörðinni og
bjuggu þar til þess er Jón son
,ur þeirra hóf þar búskap.
Þau Guðbjörg Jónsdóttir og
Jón Þórðarson eignuðust 4
börn, sem öll eru á lífi. Tvær
dætur, Sigríði Húnbjörgu og
Elínu Guðbjörgu, báðar giftar
og búsettar í Reykjavík. Synir
þeirra eru Þorsteinn húsasmið
iur á Hólmavík og Jón bóndi á
Broddanesi. Auk barna sinna
Ólu þau upp Ragnhildi dóttur
dóttur sína, sem búsett er i
iReykjavík, gift Sigurbirni Sig
tryggssyni bankamanni frá
Hrappsstöðum í Dalasýslu.
PCJnnu þau hj ón þessari f óstur-
dóttur sinni engu minna en
sínum eigin börnum. Guð-
björg kona Jóns lézt að heim-
ili sínu 30. des. 1952.
Um það leyti sem yngri hjón
in hófu búskap á Broddanesi
var jörðinni skipt milli erf-
ingja. Urðu nú þar þrír búend-
ur, þar sem tvíbýli hafði verið
áður. Voru nú breyttir heim-
ilishættir frá þvi, sem lengst
af hafði haldizt í búskap
hinna eldri hjóna. Meðan
heimilið var mannmargt var
verkaskipting nokkur bæði ut
an og innan bæjar. Nú urðu
hjónin að annast um öll heim
ilisstörf að mestu án annarar
hjálpar meðan börnin voru
ung. Kom það nú glögglega í
Ijós, hver afburða afkasta-
maður Jón var til allra verka,
hvar sem hann tók höndum
til. Hagvirkni hans var svo
mikil, að hvert starf lék* í hönd
um hans. Á þeim árum er
hann dvaldi inni í Hrútafirði,
var hann um tíma hjá hinum
þjóðkunna hagleiksmanni Ein
ari Skúlasyni á Tannastaða-
bakka. Það var haft eftir Ein
ari, að sjaldan hafði hann
kynnzt manni, sem meiri nátt
úruhagleik hefði sýnt á smíði
því, er honum var í hendur
fengið. Er því líklegt, að þar
hefði Jón getað orðið afburða
maður, hefði hann gefið sig
óskiptan að því. Hann fékkst
nokkuð við smíðar öðrum
þræði, var allt slíkt mjög vand
að að frágangi. En búsýsla
var þó hans aðalstarf.
Broddanes lætur margs kon
ar gæði í té ef fast er eftir
sótt. Er þar mikil tilbreytni í
störfum. Kom sér vel fjöl-
hæfni Jóns og afkastageta.
Sérstaklega gætti þess og
gekk hann bá nærri þreki
sínu meðan börnin voru ung.
Þegar þau komust til þroska,
rýmkaðist um hag þeirra
hjóna. Þá var líka hafizt
handa um miklar húsabætur
og ræktunarframkvæmdir.
Risu hús af grunni og ýmsar
umbætur, þar sem Jón hafði
í bernsku leikið sér að leggj-
um og skeljum, byggt hús og
annað það, er æskan hefir að
leik. Tókst honum með ágæt-
um að færa búsumstang
bernskunnar í raunhæfar
framkvæmdir. Þó að Jón léti
af búskap, vann hann allar
stundir að hag heimilisins.
Fékk þó á seinni árum mein
í hendi, er varð honum mjög
til baga og sumum orðið ærið
nóg til þess að hverfa frá
störfum. Forsjónin sýndi þá
mildi, a.ð þessi maður, sem
aldrei féll verk úr hendi, gekk
heilbrigður til hvílu að kveldi
en var liðinn að morgni. Er
það farsæll endi á gifturíku
starfi. Þungbært mundi hon-
um hafa orðið að lifa við ör-
kuml og athafnaleysi, þó að
enginn, sem til þekkti, efist
um að hann hefði borið það
með stillingu hins skapfasta
manns. Hann gat glaðzt við
að sjá að starfi því, er hann
hóf með umbætur á ábýlinu
var vel framhaldið.
Hvanneyrarpiltartemja
um 40 gæðinga í vetur
Undonfarna vetur hefir verið lögð á það áherzla að kenna
bændaskólasveinum á Hvanneyri tamningu og temja þeir
nú á hverjum vetri 30—40 góðhesta, sem margir eru orðnir
Eins og kunnugt er liggja
allmikil ritstörf eftir Guð-
björgu á Broddanesi, konu
Jóns. Hef ég getið þess fyrri,
að það létti henni allmikið
þau störf, hversu vel var fyrir
öllu séð um heimilishagi frá
bóndans hendi. Haft hefir
verið orð á því, að Guðbjörg
hafi getið lítið bónda síns og
barna í skrifum sínum. Hún
var yfirleitt fáorð um einka-
hagi sína. En allir kunnugir
vissu, að hún unni börnum
sínum sem góð móðir bezt ger
ir og var þakklát fyrir, hvað
þau voru vel að sér ger. Dugn
að og mannkosti bónda síns
kunni hún vel að meta. Ef tíð
rætt varð um táp og dugnað
barnanna, taldi hún þau
sækja það mest til föður síns.
Jón var enginn ráðagerða
maður um framkvæmdir eða
málrófsmaður á vegum og
gatnamótum. Honum var tam
ast að taka traustum höndum
til og færa hugsjónir sínar út
í verki. Það sem hann lagði
til mála var af góðgirni gert og
mikils metið. Hann rétti mörg
um hjálparhönd en hafði
hljótt um, þáði sjaldan laun
fyrir, en hlaut almennar vin
sældir. Engan mun hann hafa
átt óvildarmann. Grandvar
var hann í orðum og gaf sig
ekki að sveitakrit, þó að ein-
hver væri.
Þegar Jón fór frá móður
sinni að Broddanesi, var ég
þar til heimilis á hinu búinu
hjá þeim Guðbjörgu og Jóni
Magnússyni. Við vorum líkt á
aldur komnir og urðum fljótt
samrýmdir. Það var líkt á
komið með okkur. Báðir höfð
um við horfið frá móður-
knjám en verið svo lánsamir
að hitta fyrir gott fólk. Það
(Framhald á 6. síðu).
góðir gæðingar að vori.
Það eru búfræðingaefnin í
eldri deild, sem fást við þetta
nám og þykir þeim gaman að
fást við gæðingana. Gunnar
Bjarnason, kennari á Hvann
eyri, annast þennan þátt bún
aðarfræðslunnar.
Margir skólasveinar sækja
hesta heim til sín um áramót
in til að temja, en tamning
hefst jafnan upp úr nýárinu.
Aðrir kaupa sér hesta í ná-
grenninu og nokkrir léggja á
sig það erfiði að sækja hesta
mjög langt til heimkynna
sinna.
Þannig voru nokkrir hestar
fluttir alla leið austan af Rang
árvöllum í tamningu á Hvann
eyri og voru þeir fluttir á bíl-
um. Þeir, sem ekki kaupa
hesta, eða geta sótt þá heim
til sín, taka hesta í tamningu
frá bændum í Borgarfirði og
koma færri en vilja hestum
sínum að hjá skólasveinum á
Hvanneyri. Þessi tamninga-
skóli bændaskólans hefir
þörfu hlutverki að gegna, því
skólasveinar halda margir á-
fram að fást við tamningar
fyrir sig og aöra, eftir að heim
kemur að námi loknu. En sann
leikurinn er sá, að víða gefa
menn sér lítinn tíma til að
fást við tamningar, enda hest
ar ekki eins mikið notaðir og
áður var.
Mótmæla skrifum
brezkra blaða
Eftirfarandi samþykkt vas
gerð á stjórnarfundi Sam-
bands smásöluverzlana, sen.i
haldinn var 9. febrúar.
„Stjórn Sambands smásölu
verzlana mótmælir hinum al
röngu ásökunum brezkrs,
blaða í garð íslendinga, vegna,
hins hörmulega atburðar, er
tveir brezkir togarar fórusi;
nýlega með allri áhöfn noro'
vestur af íslandi.
Samband smásöluverzlans.
telur slík skrif til þess fallin
að auka þá erfiðleika, sew.
nú eru í samskiptum Brete,
og íslendinga.“
(Frétt frá S. S.)
Aðalfundur verka-
lýðsfélagsins Esju
Aðalfundur verkalýðsfélaga
ins Esja var haldinn að Hlö
garði í Mosfellssveit síðast-
liðinn sunnudag. Fundurinn
var fjölmennur og ríkti á-
hugi og eining meðal félags-
manna á fundinum.
(Framhald á 6. síðu).
VÉLSMIÐJUR
Málmar fara stöðuf/t hashhandi í verðf á crlcnduni marhaði,
Getum enn afgreitt á mjög hagstœðu verði:
Vélbolta, flestar stærðir
Flatjárn
Vinkiljárn
Rúnnjárn
Plötujárn 5 mm — 1 1/2”
Galvaniserað plötujárn
Öxulstál
Koparplötur
Dexion vinkla og hilluplötur.
Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem allra fyrst.
LANDSSMIÐJ AN
SÍMI 1680.
RITSAFN JÖNS TRAUSTA
með vildarkjörunum
< >
Bóhaútg. Guðjóns Ó., sími 4169
Bóhaverzl. Ísafoldar, sími 4527 *