Tíminn - 12.02.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.02.1955, Blaðsíða 4
«. TÍMINN, laugardaginn 12. febrúar 1955. 35. blað. Vandasamt hlutverk vel af hendi leyst Þuríður Pálsdóttir gerir hlutverki IVcddii I „I Pag'Iiacci4í g'Iæsi- Icg’ skil. — Allir siiugvarar í óperimuui í Þjóðl. cru uú íslcnzkir. Þegar ÞjóSleikhússgestir settust í sæti sín s. 1. sunnu- dagskvöld 6. þ. m., mun mörg um þeirra eflaust hafa fund- ízt það bera vott um talsverða dirfsku af ráðamönnum Þjóð leikhússins að láta sér detta i hug að íslenzk söngkona gæti tekið við hinu vandasama að- alhlutverki í „I Pagliacci“ af sænsku óperusöngkonunni Stinu Brittu Melander, — og það með aðeins viku fyrir- vara! Því ef það var á annað borð skoðun þeirra, að frú Þuríður Pálsdóttir væri fær um að skipa sæti ungfrú Melander með svona stuttum fyrirvara, hefði þá ekki verið miklu hagkvæmara að fela henni hlutverkið strax í byrj- un í stað þess að leita út fyrir landsteinana að erlendri söng konu? Um þær mundir höfðu a. m. k. flestir leikhúsgestir enga aðra Neddu til saman- burðar eins og þeir hafa nú. Hlaut það því að vera hálfu erfiðara fyrir frú Þuríði að þurfa nú að taka að sér þetta vandasama hlutverk svo til fyrirvaralaust, eftir að sú sænska var þúin að gera því svo góð skil sem frægt er orðið. Og þegar þar við bættist að frú Þuríður hafði öðru hlut- verki að gegna í hinni óper- unni, var ekki að furða, þótt mörgum hafi fundizt, að hér væri ætlazt til einum of mik- íls af okkar ungu og efnilegu söngkonu. Með þetta allt í huga, held ég að því verði ekki neitað með nokkurri sanngirni, að frú Þuríður hafi þetta kvöld unnið alveg einstakt afrek, sem er sannarlega þess virði að því sé á lofti haldið. Því aðeins það að læra hlutverkið á ítölsku á svona stuttum tíma er afrek út af fyrir sig, hvað þá heldur að geta leikið það og sungið jafn vel og eðli lega og frú Þuríður gerði þetta kvöld. Að vísu væri hægt að benda á ýmislegt, sem betur hefði mátt fara, svo sem öllu meiri tilþrif í söng og leik á sumum stöðum í 2. þætti. Auk þess mun sumum kannske hafa fundizt skorta nokkuð af hin- um svifléttu balletthreyfing- um, sem ungfrú Melander varð svo fræg fyrir, en þá er því til að svara, að með allri virðingu fyrir hinni sænsku óperusöngkonu, þá túlkaði hún Neddu á dálítið óvenju- legan hátt; gerði hana t. d. að hálfgerðri „ballerinu", sem þó mun ekki vera ætlazt til að Nedda sé samkvæmt óperu- handritinu. Á hinn bóginn var svo margt jákvætt os sannfær- andi í túlkun Þuríðar á hlut- verkinu, að ég tel það mun Þuríður Pálsdóttir sem Nedda í „I Pagliacci“. þyngra á metunum en það, sem miður kann að hafa farið og á vafalaust eftir að lagast með fleiri sýningum. Yfirleitt finnst mér meira jafnvægi í óperunni með þátt töku Þuriðar; hún lék og söng eðlilega án þess nokkurn tíma að „yfirdrífa“ eða reyna að draga að sér athygli á kostnað meðleikenda sinna. Hafði hún auðsjáanlega mjög næma til- finningu fyrir efni óperunnar og hagaði leik sínum og söng mjög í samræmi við það. Að sjálfsögðu útfærði hún sum leikatriðin á annan hátt en ungfrú Melander, enda eru þær frekar ólíkar „týpur“. Virtist mér margt af þessum breytingum vera til bóta, t. d. svipusenan móti Guðmundi og ástarsenan móti Gunnari, svo nokkuð sé nefnt. Að öðru leyti var „mimik“ Þuríðar með ágætum og leikur hennar og söngur þrunginn sterkri innlifun. Var athyglisvert, hversu létt hún var á sviðinu og hreyfingar hennar mjúkar og fjaðurmagnaðar. Þá var textaframburður hennar óvenju skýr og söngurinn tá- hreinn og músikalskur. Að vísu fannst mér hún mega beita röddinni öllu meira á stöku stað, en það getur líka hafa orsakazt af rangri stað- setningu á sviðinu og stendur auk þess til bóta, þegar frum- sýningarvarkárnin er úr sög- unni, enda er rödd frá Þuríð- ar töfrandi fögur og sveigjan- leg og raddsviðið mikið. í heild verður að telja frammistöðu frú Þuríðar ótrú lega góða eftir öllum atvikum að dæma og enda þótt sumir kunni ef til vill að vera svo heillaðir af frammistöðu ung- frú Melander, að þeir geti ekki hugsað sér Neddu öðruvísi, er mér nær að halda að þeim hinum sömu myndi hafa fund izt Þuríður alveg ágæt sem j Nedda, ef hún, en ekki sú sænska, hefði farið með hlut- verkið frá byrjun. Að öðru leyti tókst sýningin á „I Pagliacci“ mjög vel og mátti sjá greinilegar fram- farir frá, því á fyrstu sýning- unum, ekki sízt hjá kórnum, sem er nú orðinn sambærileg ur við beztu óperukóra erlend is a. m. k. sönglega séð. Með þessari sýningu á „I Pagliacci" hefir Þjóðleikhús- inu loks tekizt að flytja er- lenda óperu á frummálinu, skipaða íslenzkum söngkröft- um eingöngu og þar með tvær heimsfrægar óperur á einu og sama kvöldinu án nokkurrar aðstoðar erlendra söngvara. Er því hér um alveg einstakan tónlistarviðburð að ræða á ís- lenzku leiksviði. Um síðari óperuna „Cavall- eria Rusticana“ er það að segja, að þar hafa einnig orð- ið framfarir frá því á fyrstu sýningunum. Virðist mér ung- frú Guðrún Á. Símonar hafa „sungið sig mest upp“ af ein- söngvurunum. Er nú enn meiri glæsibragur yfir rödd hennar og leikurinn markviss ari og stórbrotnari. Þessar óperusýningar hafa nú staðið yfir síðan fyrir ára- mót og jafnan verið fullt hús eða því sem næst á hverri sýn ingu. Virðist því mega slá því föstu, að íslendingar kunni vel að meta óperuflutning og geti vel hugsað sér að fá 1—2 nýjar óperur á hverju ári. Rigoletto og La Traviata voru sýndar um og yfir 30 sinnum hvor og nú hafa þess- ar óperur verið sýndar um 20 sinnum, oftast fyrir troðfullu húsi. Á ég bágt með að trúa öðru en að aðsóknin haldist um sinn, þegar íslenzkir söng kraftar fara með öll hlutverk in, því bæði er það, að margir urðu frá að hverfa á síðustu sýningunum með sænsku óperusöngkonunni og svo hljóta margir þeirra, sem sáu hana að verða spenntir fyrir því að fara aftur til að kynn- ast nýrri Neddu. Auk þess er ekki að vita hvenær okkur býðst næst tækifæri til að sjá óperu í Þjóðleikhúsinu skip- aða íslenzkum söngvurum ein göngu. Er þess að vænta, að tón- listarunnendur kunni að meta þetta tækifæri og fjölmenni á þær fáu sýningar, sem eftir eru, því vitanlega er það mik- ið eftir aðsókn og viðtökum komið, hvort Þjóðleikhúsið tel ur sér fært að gefa okkur kost á nýrri óperu næsta haust eða ekki. Söngvinur. I— ALLT Á SAMA STAÐ — PITTSBURGH og DITZLER BifreiðcUökk, fyrir sprautu og handmálun fyrirliggjandi. | H.f. Egill Vilhjálmsson j | Laugavegi 118. — Sími 81812 | 5$$555$555$$5$555555$55555$$5$55555555555555$5$5$5555$. $$$$$5$$$$$5$$$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$; ö R I 0 m á V. ♦ . A/ . .. _ 'jStf* ~ j Eins og skýrt var frá í síðasta spaða og á spaða ásinn lét hann þætti sigraði Osló Stokkhólm í tapslaginn í laufi. Þar sém tígul bridgekeppni. Gekk þar á ýmsu eins kóngur var á eftir tigúí ási vánnst og oft vill verða í slíkri keppni, og sögnin. Margt þurfti að liggja rétt sýna eftirfarandi spil það vel. í þessari glæfrasögn, -en hamingjan brosti við Norðmönnunum. Sögnin ♦ 9 er afsakanleg vegna þess, að Norð- V Á K D 9 5 2 menn vora mikið undir, er síðasta ♦ G 6 4 3 2 umferð hcfst. * 5 Hér kemur annað spil, sem svipar * 0 4 3 2 AK75 til hins fyrra. y 10 V 7 4 ♦ D98 ♦ Á 10 7 N * ÁDG 6 4 * 10 9732 ♦ Á D G A Á D 10 8 6 V Á K D G x x x V G 8 6 3 ♦ X X X ♦ K 5 4> Ekkert * K 8 S . . ; ♦ K x Norðmennirnir Herseth og V x x Varnaas sátu norður og suður, og ♦ D G X X voru utan hættu. Sagnir gengu * Á K D x x þannig: Noiður 1 hjarta, suður 3 hjörtu, nörður 4 tíglar, suður 4 spaðar, norður 5 tiglar, suður 5 grönd og ncrður sex hjörtu. Pjórir tiglar er spurnarsögn og svarið, fjórir spaöar, gefur upp spaða ás og aðra fyrirstöðu í tígli. Þó að Herseth viti nú, að tvo ása vantar — tígul ás og laufa ás — spyr hann með fimm tíglum til þess að rugla andstæðingana með tilliti til útspilsins. Hann reiknaði með, að ef t. d. austur ætti laufa ásinn, myndi hann ekki þora að spila hon- um út af ótta við, að norður ætti ekkert í þeim lit. Og litlar líkur eru til, að austur, eftir sagnirnar, hafi iöngun til að spila út tígli. Það sem norður vonaði, var, að austur myndi velja hjarta eða spaða sem „örugg- asta“ útspil. Eftir 'spurnarsögnina fimm tígla gefur suður upp þriðju fyrirstöðu í litnum með fimm gröndum. Og Herseth sagði þá sex hjörtu, sem unnust. Austur spilaði virkilega út hjarta, norður tók slaginn og spilaði aftur hjarta. Því næst svínaði hann Norðmennirnir, Halle og Christ- iansen voru suður og norður. Sagnir gengu þannig: Suður Norður !♦ 2|f 3* 3 4 ! 3 grcnd 4 grönd 54 6y pass . Þrír tíglar norðurs eru beinlínis sögn til þess að hindfa utspil í tígli hjá austur, og sem betur fór fyrir hann, hafði austur ekki tfgul ásinn, því að þá heíði hann spilað honum út. Austur átti kónginn og það hvarflaði ekki að honum að hreyfa litinn eftir sagnirnar. Spaði kom út og norður tck alla slagina. Svíarnir komust einnig í sex hjörtu, en sagnir þeirra voru ekki eins sniðugar hvað tígúlinn snerti. Mótherjarnir höfðu tækifæri til að spila út tígli, :-en hamingjan var Svíum einnig hliðholl. Spaði kom út og spilið féll. Í$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$$$5$$5$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$S UTSVÖR 1954 Hinn 1. febrúar var allra síðasti gjalddagi álagðra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1954. Atvinnurekendíur og aðrir kaupgreiðendur, sem hef- ir borið skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á að gera bæjargjaldkera full skil nú þeSar. Að öðrum kosti verða útsvör starfsmannanna inn- heimt með lögtaki hjá kaMpgreiðandanwm sjálf.um, án fleiri aðvarana. Reykjavík, 10. febrúar 1955. Borgarrifarinn í$$$$$$$$$$$5$5$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$553 MARGRÉT GESTSDÓTTIR, frá Káraneskoti í Kjós, atidaðist 10. þ. m. að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ágúst Þorstcinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.