Tíminn - 12.02.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1955, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, laugardaginn 12. febrúar 1955. 35. blaff. db ÞJÓÐLEIKHÚSID Fœdd í gter Sýning í kvöld kl. 20. Óperumar PagUacct o» Cavalleria Rusticana Sýning sunnudag kl. 20. Síðasta sinn. Gullna hliðið ÍLEl rREYKJAyÍKUR^ Frænka Charleys Gamanleikurinn góðkunni. Sýning í dag kl. 5 síðd. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2. Frænka Cliarlevs Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson 1 aðalhlutverki. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Simi 3191, Sýning þriðjudag 0 föstudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá _1. 13,15—2u,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýningard., annars seldar öðrum. Vængjablak næturlnnar AUSTURBÆJARBÍÓ Nektardansmærm (La danseuse nue) _____ Skemmtileg og djörf, ný, frönsk dansmynd, byggð á sjálfsævi- sögu Colette Andris, sem er fræg nektardansmær í París. — Danskur exti. Aðalhlutverk: Catheríne Erard, Elisa Lamothe. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Vlngslag i natten) Mjög áhrifamikil og athyglis- | | verð, ný, sænsk stórmynd. Mynd j þessi er mjög stórbrotin lífslýs- ing og heillandi ástarsaga, er byggð á sögu eftir hið þekkta skáld S. E. Salje, sem krifað hefir „Ketil í Engihlíð" og fleiri mjög vinsælar sógur, hún hefir hvarvetna verið talin með beztu myndum Nordisk Tonefilm. Pla Skoglund, Lars Ekborg. Sýnd kl. 7 og 9. Svarta ©rn Afar viðburðarík og spennandi riddaramynd, Lyggð á hinni spennandi sögu R. L. Steven- son. Sýnd kl. 5. Bakkabræður Mynd Óskars Gíslasonar. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Blmi 1475. Söngur fishimtinnsins (The Toats of New Orleans) Ný, bráðskemmtileg bandarísk söngmynd i litum. Aðalhlutverk in leika og syngja: Mario Lanza Kathryn Grayson m. a. lög úr óp. „La Traviata“,í „Carmen“ og „Madame Butter- fly“. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ NÝJA BÍÓ Séra Camillo snýr aftur (Le Rctour de Don CamiIIo) Bráðfyndin og skemmtileg, frönsk gamanmynd eftir sögu G. Guareschis, sem nýlega heflr komið út í ísl. þýðingu nndir nafnlnu Nýjar sögur af Don Camillo. Pramhald myndarinn- ar Séra Camillo og kommúnist- inn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. bæ’jarbIó — HAFNARFIRÐI - Kaupfélag Hafnfirðinga sýnir kvikmyndina Viljans mcrki fyrir félagsmenn og gesti kl. 2,30 4 — 5 — 6 — 7 — 8 — 9ogl0. j Utanfélagsmenn, sem hefðu hug á að sjá myndina, geta einnig fengið ókeypis miða að sýning- unum afhenta í Bæjarbíói eftir kl. 3, eftir því sem húsrúm leyfir. Á mánudaginn verða sýningar fyrir börn kl. 4 og 5. TJARNARBÍÓ Brimaldan stríða (The Cruel Sea) Þetta er saga um sjó og seltu, um glímu við Ægi og miskunnarlaus j morðtól síðustu heimsstyrjaldar. Myndin er gerð eftir samnefndii metsölubók, sem komið hefir út á íslenzku. Bönnuð börnum innai. 14 ára. Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,30. Blml 1182 IVótt í stórborg (Gunman in the strects) Pramúrskarandi spennandi, ný, frönsk sakamálamynd með ensku tali. Myndin, sem er kin í París og fjallar um flótta bandarísks liðhiaupa og glæpa- manns undan Parísarlögregl- unni, er gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Jack Companeez, sem einnig hefir samið kvik- myndahandritið. Aðalhlutverk: Dane Clark, Simone Signoret I (hin nýja franska stjarna), Fernand Gravet. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sala hefst kl. 4. HAFNARBÍÓ Slmi 6444 Læknirinn lieimar (Magnificent Obsesslon) Sýnd kl. 7 og 9. I Dularfulla liurðiu (The Strange Door) Hin æsispennandi og dular.ulia ameríska kvikmynd eftir ögu R. L. Stevenson. Charles Laughton, Borís Karloff. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 16 ára. <►? Islendingaþættir (Pramhald af 3. síðu.) skal mikið til að hrinda þeim trega úr barnssálinni, sem skiinaður við góða móður læt ur eftir. Ég er þess fullviss, að einstæðingskennd sú, er hvor ugur okkar mun hafa verið laus við, hefir orðið til þess að við þegar í æsku blönduð- um geði betur saman en ann ars hefði orðið. Oftast brugð um við á eitt ráð í samskipt- um okkar í leik og starfi. Kæmi það fyrir, að skapbrigði yrðu til annarrar áttar höfðu ekki aðrir af því að segja. Þetta var traust undirstaða þeirrar vináttu okkar á milli, sem aldrei rofnaði. En Jón átti fáa sína líka að tryggð og skap festu. Þegar þessi hógværi og yfir lætislausi vinur minn er horf inn sjónum, standa eftir verk in, sem prýða hans fagra ábýli, þar sem hann sleit kröftum sínum. Mörgum mun finnast skarð fyrir skildi, — þeim mest, er þekktu hann bezt. Hjá mörgum mun lifa minningin um haga hönd, sem oft var rétt út til hjálpar. Börnin hans minnast ástar hans og umhyggju og vinir hans órofatryggðar, er stóð djúpum rótum, laus við allan yfirborðshátt og orðagjálfur. Matthías Helgason frá Kaldrananesi. Aðalfmidur Fsju (Framhald af 3. síðu). í stjórn voru kjörnir: Sveinn Þórarinsson Hlíf for- maður, Páll Helgason, Reykja hvoli, varaformaður, Njáll Guðmundsson, Ásgarði, ritari Brynjólfur Guðmundsson, Lykkju, gjaldkeri og Sigurð- ur Þorvarðsson, Bakka, að- stoðargjaldkeri. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu). vissa mun jafnframt geta gert pað að verkum, að samvinna við So>et- ríkin getur orðið erfið næstu miss- erin. Því eru það ályktanir flestra vestrænna blaðamanna, að vestur- veldin megi ekki draga úr sam- heldni sinni eða varðgæzlu meðan það sést ekki ljóslega, hvert Sovét- ríkin raunverulega stefna. Erlent verkafólk (Framhald af 5. síðu). blindu þeirra, sem landið „eiga“. Öll svona þröng.sýni, hvort það er gagnvart erlendu fólki eða okkar eigin unga fólki, sém vill rækta og byggja jörðina, ætti að vera útlæg úr okkar landi. Og þjóðrækni á aldrei að vera innifalin í meinbægni eða óvild til erlends fólks, sem vill okkur vel og allra sízt ef það kemur hingag til lands samkvæmt eigin ósk okkar, til þess að vinna hjá okkur. V. G. / aillllllllllllllllllllllillUlllillllilllllllflllllilllHlllllllllilir I Ragnar Jónsson | | hæstaréttarlögmaffur 1 | Laugavegi 8 — Sími 7752 f Lögfræðistörf og eignaumsýsla ■111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 þÍDKABtmiJtlHSSCn lOGGILTUR SKJALAþíÐANDl • OG DÖMTOLKUR t ENSKU ° KIEKJUKVOLI - simi 81655 HJONABAND — • Þakka þér fyrir, sagði William aftur. Henry gekk brott. Hann langaði til að segja: — Láttu mig vita hvernig henni líöur, en hann gat það ekki. Rut haföi kosið sér þennan mann sjálfviljug, og hún mundi enn kjósa hann. Hann sagði aðeins: — Vertu sæll. — Vertu sæll, svaráði William. Hann horfði á eftir þessum góðhjartaða manni með meðaumkun en jafnframt fann hann til sigurgleði: Svo hljóp hann upp stigann og kraup á kné við rúm Rutar. Augnalok hennar titruðu, og svo opnaði hún augun og sá hann. — Hvað hefir komið fyrir? hvíslaði hún. — Vertu róleg, elskan mín. Þú hefðir ekki átt að fara meS kúria ein. Þú hefðir að minnsta kosti átt að segja mér frá því. — Ég vildi ekki — ekki trufla þig. — Elskan mín, þú mátt ekki hugsa of mikið um það. Hann brýsti hönd hennar innilega. — Ég veit, að ég er þér lélegur eiginmaður. Hún brosti, daufu, hvítu brosi. — Þú ert — sá eini, sem ég vi). Hann laut höfði yfir hönd hennar. Já, það var satt. Þannig var það enn, þrátt fyrir allt. Lti í heiminum brast stríðið á. Rut reyndi að skynja um- fang þess og áhrif af frásögn Halls. Hún lá í rúminu og las bréf hans aftur og aftur og hugsaði um þau. Enn var þó langur vegur milli Halls og stríösins, því aö hann var enn í herbúðunum í Norður-Carolina. En það var samt riærri, bví að hann bjóst við að verða í þeirri herdeild, sem næst yrði send austur um haf. Og henni fannst stríðið vera komið mjög nærri, daginn sem hann sigldi. Þá var hún oröin frísk aftur^ig komin-á fætur, en læknirinn vildi samt ekki leyfa henni að ganga niður stigann enn. Hún var að sýsla við lín sitt í kommóðunni, er Hall gekk inn í fullum skrúða. Hann var í nýjum ein- kennisbúningi, og tárin komu fram í augu hennar, er hún sá hann. Hann laut . að henni og kyssti hana. — Sæl, mamma, alltaf að þvo og laga til. — Ég er bara að reyna að eyða tímanum til einhvers. Ó, Hall, ertu nú að fara? — Já, nú verð ég að fara, mamma. William horfði á þau, og hann fann betur én nokkru sinni fyrr, að þau voru hold af sama holdi og þessi piltur stóð nær Rut en hann mundi nokkru sinni geta. Hann lét þau ein og gekk hægt brott. Hann gat þó ekki snert á neinu starfi, þvi að hann var svo einmana. Það var undarlegt, hve sárt karlmanni gat fundizt að gefa syni sínum hlutdeild í ást konu sinnar. Þó var Hall ekki síður af honum alinn og raunar líkari honum í sjón en móður sinni. En þó stóð hann móður sinni miklu nær, því að hann var laus við svo margt það, sem Rut skildi ekki í fari Williams. Það var liðið á kvöld, er William sneri aftur heim til bæjar. Við fjósið var Joel að mjólka kýrnar, og Mary bar heim mjólkina. William mætti henni með sína fötuna í hvorri hendi. Bros lék um andlit hennar, og hún tók ekki eftir föður sinum fyrr en hann ávarpaði hana. — Mary. Hún hrökk við, og mjólkin skvettist yfir fötubarmana. — Pabbi, hvar hefir þú verið í allan dag? Mamma hefir alltaf verið að spyrja eftir þér. Hún var farin að óttast um þig. — Ég hélt, að Hall væri hjá henni. — Hann er farinn fyrir löngu. Hvar varstu? — Ég reikaði aðeins hérna um umhverfið. Hún starði á hann, bláum, kringlóttum augum. — Til hvers? — Ég var að reyna að finna eitthvað til að mála næst. — Þú hefir ekkert fengið að borða? — Nei, ég finn eitthvað. — Mamma er búin að borða kvöldmat. — Það er gott. Hún hélt áfram með fötur sínar. Úti við fjósið tók Joel allt í einu að blístra hátt fjörugt lag. William gekk inn og upp á loft. Jill maétti honum á stigaskörinni. — Pabbi. Hvar hefir þú veriö? Hún lagði grannan, brúnan handlegg sinn um hann, og hann þrýsti henni að sér sem snöggvast. —- Úti, ég gekk um umhverfið. — Mamma hefir spurt tuttugu sinnum eftir þér. Hún er háttuð. Hall er farinn. — Ég veit það. Hann læddist á tánum inn í herbergið til Rutar, og hún hrópaði: — William, ertu loksins kominn? — Já, vina mín. — William, hvar hefir þú verið allan þennan tíma? Hann settist hjá henni. — Ég hélt, að þú vildir helzt vera ein hjá Hall. Ég vona, að þér hafi ekki versnað. Hún horfði á hann skærum, bláum augum, alveg eins ungum og þegar harin leit í þau í fyrsta sinn. — Ég er aðeins þreytt. En hvers vegna vildih -þú Játa mia vera eina hjá syni okkar? — Ég hélt að þú vildir það helzt. VtftfWWWVtfWWWUWWVtftfVVWWVVWtftftfWWUWtfVS ■j Bezí að auglýsa í TÍMANUM j: tfSAWWWWtfWSWtftftfWtfWtftfVAWWtftfVVVWWWtfWV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.