Tíminn - 13.02.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1955, Blaðsíða 4
c. TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1955. 36. blaS- / s íeridLngaþættir Áttræður: Kar dyravörður Einn af vormönnum alda- mótanna er áttræóur í dag, Karl H. Bjarnason, dyravörð ur og umsjónarmaður í'Arnar hvoli í Reykjavík. Hann er fæddur í Saurbæ í Eyjafirði 13. febr. 1875. Foreldrar: Björn Einarsson í Bólu. sem kunnur er af kveðskap, Andréssonar og Haildóra Árnadóttir frá Fellsseli í Kinn en hún lézt árið 1942 þá rúm- lega 101 árs að aldri. Karl ólst upp með móður sinni og stjúp föður í Seli (Miðfjarðarnes- seli) á Langanesströnd, en fluttist þá fulltíða maður til Suðurlands og hóf prentnám í Hafnarfirði árið 1907 í Prent smiðju Hafnarfjarðar. Þegar sú prentsmiðja var flutt til Eyrarbakka árið 1910, fluttist Karl einnig þangað og stund- aði þar prentverk til 1914, en eftir það í prentsmiðjum 1 Reykjavík til 1917. Fékkst og nokkuð við ritstörf í sambandi við blaðaútgáfu. 1917 hætti hann að vinna í prentsmiðjum og var síðan starfsmaður Landsverzlunarinnar nokkuð á annan áratug. Þegar skrif- stofuhús ríkisins, Arnarhvox]‘ var tekið í notkun, gerðist Karl þar dyravörður og um- sjónarmaður, og hefir nú gegnt því starfi nálega aldar- fjórðung. En um bæjardyr hans þar hefir verið næsta fjölfarið jafnan, og ber menn þangað víða að úr þessu landi og öðrum. Karl Bjarnason er tvíkvænt ur. Fyrri kona hans var Svan borg Jóhannesdóttir frá Dal- húsum í Bakkafirði (d. 1922). Börn þeirra: Jón héraðslækn ir í Árnesi, sem látinn er fyrir i Bjarnason, í Arnarhvoli 20 árum, kvæntur Guðbjörgu Árnadóttur frá Gunnarsstöð- um, og Gunnþórunn, sem lengi hefir starfað hjá Líf- tryggingafélaginu Andvöku, gift Halldóri Stefánssyni rit- höfundi. Síðari kona Karls er Lilja Eyþórsdóttir frá Hjörsey. Börn þeirra: Karl næturvörð- ur í Arnarhvoli, kvæntur Dóru Guðmundsdóttur og Svan- borg, gift Hirti Jónssyni í Reykjavík. Karl Bjarnason er vel gef- inn maður og skáldmæltur ágætlega. Yrkir sér til hugar- hægðar, en lítt á lofti haldið Hann er maður smekkvís, hátt prúður og viðræðugóöur. Hef ir notið vinsælda og virðingar samferðarmanna sinna, en þeir eru orðnir margir á langri leið. Gjarnan hefir hann vilj að verða öðrum að liði, og sama er að segja um heimili þeirra hjóna í Arnarhvoli. G. G. Dánarminning: Oddur Kristjánsson Oft erum við mennirnir minntir á þá staðreynd að „Fótmál dauðans fljótt er stigið.“ 3. febrúar síðastl. við kveðju athöfn Gísla Kristjánssonar frá Lokinhömrum í Arnar- firði var Oddur bróðir hans staddur meðal annarra ná- kominna, en hné þá örendur niður við kistu bróður síns, er húskveðja fór fram. Mun slíkt harla fátítt, og kom öll um á óvart, enda þótt kunn- ugir vissu að hverju fór með heilsufar Odds sáluga. Oddur Kristján, var fædd ur 14. des. 1880 að Sellátrum í Tálknafirði. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir frá Auðkúlu í Arnarfirði og Krist ján Oddsson bóndi á Lokin- hömrum í Arnarfirði. 1904 útskrifaðist Oddur frá búnaðarskólanum á Hvann- eyri. Kvæntist 1907 Kristjönu Pétursdóttur Kristjánssonar og konu hans Rannveigar Gísladóttur búenda að Bala á Kjalarnesi. Þeim hjónum varð 4 barna auðið, 3 dætra og 1 sonar, sem öll eru á lífi, gift og bú- sett í Reykjavík. Á yngri árum stundaði Oddur nokkuð barnakennslu bæði í Arnarfirði og Önund- arfirði Búskap ráku þau hjón bæði að Vöðlum í Önundar- firði og Múla í Dýrafirði, unz þau fluttu að Þingeyri í Dýra firði. Árið 1928 fluttu þau hjón alfarinn til Reykjavík- ur og stundaði Oddur þá ýmsa vinnu í Reykjavík og ná- grenni, gerðist t. d. ráðsmað ur hjá „Dýraverndunarfélagi íslands“ um nokkurt skeið, því að Oddur var mikill hesta- og dýravinur. Oddur var maður hvers- dagsgæfur og greindur vel, einn þeirra manna, er vildi öllum gera greiða, er til hans leituðu. Listhneigð var honum í blóð borin, og kom hún mjög glöggt fram í handbragði hans við útskurð, er hann stundaði mjög hin síðari ár. Sanxiaðist þar hinn snjalla túlkun skáldsins að „Sálin fleyg og höndin hög hlýða sama dómi. Eilíf ráða listalög litum svip og hljómi.“ Einkum kom feguðarskyn Odds glöggt fram í samstarfi hans við náttúruna, „okkar kæru plöntusystur". Blóma- og trjárækt var honum mikið hugðarefni. Varði hann margri tómstund til að hlúa að og fegra um- hverfi sitt heim að Bergþóru götu 6A. í því starfi fann hann feg urð og hjartslátt allífsins og skynjaði með skáldinu að „Með nýrri sjón yfir hauður og haf sá horfir sem blómin skilur.“ 1931 varð Oddur starfsmað ur hjá Rafveitu Reykjavíkur til dauöadags. Með öðrum störfum var honum að líkum falin um- sjá með blóma og trjárækt við Elliöaárstöðina, er hann stundaöi með alúð og kost- gæfni, þar til heilsan bilaði. 1950 missti Oddur konu sína, en hún átti við all- mikla vanheilsij að búa hin síöustu ár, en maður henn- hennar létti henni lífsbyrð- iiia með sérstakri alúð og umhvggjusemi, er var til fyr irmyndar. Útför Odds fer fram frá Fossvogskapellu á morgun. Af börnum hins merka bónda Kristjáns Oddssonar qg konu hans er nú á lífi einn sonur: Ólaf ur fyrrverandi bóndi og skipstjóri, sem um röskan aldarfjörðung hef- ir verið verkstjóri hjá Rafveitu Reykjavíkur, og er enn þótt kominn sé fast að áttræðu. Við samstarfsmenn Odds færum honum nú að leiðar lokum okkar hinstu kveðju og vottum eftirlifandi börn um hans og bróður innilega samúð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama, en orðstfrr deyr aldregi hveim sér góðan getur. Bjarni ívarsson. uniiiiiiiiiiiiiiiiiittuiiiiiiniiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiii f ALLT Á SAMA STAÐ I I C R O M P T O N 1 | RAFGEYMAR 6 og 12 volta 1 fyrirliggjandi. | Hf EGILL VILHJÁLMSSON f I Laugav. 118. Sími 8 18 12. | miiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiimmmimim SKIRAÚTCeRÐ RIKISINS L-___________i BALÐUR Tekið á móti vörum til Grundarfjarðar á morgun. ummmmmiimmmimmmmmmimimmmmmm | Er kaupandi að ýmis f | konar TÍMARITUM 1 helzt gömlum. Mega vera | § ósamstæð. | Tilboð sendist afgreiðslu I \ Tímans sem fyrst merkt: | = „Tímarit.“ - 5 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiiimm SUNDKENNSLA Sundnámskeið hefst í Sundhöll Reykjavíkur mánudaginn 14. febrúar, klukkan 9,30 árd. Upplýsingar í síma 4059 ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍJÍÍÍÍÍÍJÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ ííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí íííííííííííííííííííííííííííííía iörðin DALSHÚS í Mosvallahreppi í Önundarfirði er laus til ábúðar í n. k. fardögum. 10/16 hlutar jarðarinnar eru til sölu. — Semja ber viö oddvita Mosvallahrepps, séra Jón Ólafsson í Holti, sem gefur allar nánari upplýsingar. KOPAVOGSBUAR Hcfi opnað MFTÆKJ AVIIVMU STOFU á Borgarholtsbraut 21 Lagitir VÍEiding’ar Viðgerðir Somli Sæki JÖN GLÐJÓNSSON lögg. rafvirkjam. Sími . 82871 ííííííííííííííííííííííííííííjííííí* jííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííjíííííííííji Skrifstofustúlku vantar í Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keld- um. Góð kunnátta í vélritun og málum. nauðsynleg. Stúdentsmenntun æskileg. Laun samkvæmt 13. flokki launalaganna. •— Upplýsingar í síma 7270. Kvenuadcild Slysavarnafélagsms í Rcykjavík keldrar AÐALFUND mánudaginn 14. febrúar kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg aöalfundarstcrf. SKEMMTIATRIÐI: Frú Hallbjörg Bjarnadóttir skemmtir. Frú Þóra Borg les upp með undirleik Emilíu Borg. DANS. Félagskonur eru vinsamlegast beðnar að sýna skirteini við innganginn. — ATH.: Öllum konum heimilt að ganga í félagið. Stjórnin. íííííííííícííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííj ÖLLUM ÞEIM, skyldum og vandalausum, sem glöddu mig, með skeytum og gjöfum, og á annan hátt á sextíu ára afmælinu 8. febrúar, þakka ég af alhug, og bið guð að gleðja þá, þegar þeir þurfa þess helzt við. MARKÚS RJARNASON Kirkjubæ. I WW.V^W.VA^V.V^VAVW.V.V.W-W.'.VAW.'AÍW Jarðarför föður okkar og tengdafcður ODDS KRISTJÁNSSONAR Bergþórugötu 6A fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. febrúar kl. 2 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.