Tíminn - 13.02.1955, Blaðsíða 7
36. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1955.
f.
Hvar eru skipln
Bambanðsskip.
. Hvassafell losar kol á Austfjarða
■höfliuin. Arnarfell er í Santos. Jök-
ulfell lestar frosinn fisk á Breiða-
fjarðarhöfnum. Dísarfell er Kefla
vík. Litlafell er í olíuflutningum.
Helgafell er í Reykjavík.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Rotterdam 11.2.
til Hull og Reykjavíkur. Dettifoss
og Fjallíoss eru í Reykjavík. Goða-
foss fór frá New York 9.2. til Reykja
víkur. Gullfoss, Lagarfoss og Reykja
-foss eru í Reykjavík. Selfoss fer frá
ísafirði 13.2. til Dalvíkur, Norð-
fjarðar, Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarð
ar og þaðan til Hull, Rotterdam og
Bremen. Tröliafoss, Tungufoss og
Katla eru í Reykjavík.
Úr ýmsum áttum
IiOftleiðir.
Edda var væntanleg til Reykja-
víkur ki. 7,00 í morgun frá New
York. Áætlað var, að flugvélin færi
kl. 8,30 til Osióar, Gautaborgar og
Hamborgar.
Hekla 'cr væntanleg til Reykjavik
ur kl. 19,00 í dag frá Hamborg,
Gautaborg og Osló. Flugvélin fer
til New York kl. 21,00.
Fiugfélagið.
Sólfaxi er væntanlcgur til Reykja
víkur frá Kaupmannahöfn kl. 10,45
í dag. Fiugvélin fer til Prestvíkur
og Lundúna kl. 8,30 í fyrramálið
í dag er ráðgert að fijúga til Ak-
ureyrar og Vestmannaeyja. Á morg
un eru áætlaöar flugferðir til Ak-
ureyrar, Bíldudals, Fagurhólsmýr-
ar, Hornáfjarðar, ísafjarðar, Pat-
reksfjarðar og Vestmannaeyja.
Barnaskcmmtun.
Þjónusturegla Guðspekifélags ís-
lands gengst fyrir barnaskemmtun
í hús.i félagsins, Ingólfsstræti 22, kl.
2 e. h. í dag. Frú Svava Fells segir
börnúnum sögur'og'ellefu ára börn
syngja, lesa upp og leika. Sýnd
verður kvikmynd. Öll börn velkom-
in og aögangur aðeins 1 kr.
Orðuvciting.
Hinn 27. janúar 1955 sæmdi for-
seti íslands Pál V. G. Kolka, hér-
aðsiækni, riddarakrossi fálkaorð-
unnar. (Frá skrifst. forseta )
Laugarneskirkja.
Biblíulestur annað kvöld (mánu-
dag) kl. 8,30 í samkomusal kirkj-
unnar. Séra Garöar Svavarsson.
Framsóknarvist.
Framsóknarmenn í Keflavík
efndu til Framsóknarvistar í Bíó-
kjallaranum s. 1. föstudagskvöld.
M. a. flutti Karl Kristjánsson al-
þm. þar eina af slnum bráðskemmti
legu ferskeytluræðum. En Vigfús
Guðmundsson stjórnaði samkom-
unni. Aðsókn var svo mikil, að
neita varð mörgum um aðgang.
Verður Framsóknarvist þaina
fimm föstudagskvöid í röð og var
þetta sú fyrsta. Auk fjögurra verð-
launa, er veitt verða á hverri vist,
verða góð heildarver.ðlaun veitt að
lokum til þeirra, sem- sigraö hafa
samanlagt í öllum vistunum.
Það virðast engin lát vera á vin-
sældum Framsóknarvistarinnar
innþá.
Útvarpsþáttur Sveins Ás-
geirssonar, Já eða nei, verð-
ur tekinn upp á segulband í
Ungmennafélagshúsinu í
Keflavik n. k. sunnudags-
kvöld, 13. febrúar, og hefst
liann kl. 9 síðdegis. Aðgöngú
tniðnr rerða seldir á staðn-
uái frá! hád.e*j á sunnuctóg-
iiufr. Keppt t irður til verð-
laújlfc, sr* »m undanfarið,
•I' B3fc*jris5in»ar munu gitóia
vi« aðstóda vísuhelminga,
en mjög margir hafa borisit
undanfarið. í ráði er að taka
þáttinn næst upp í Vest-
mannaeyjum.
Leggur til að kjarn-
orkuvopn verði
bönnuð
Washing-ton, 11. febr. —
Bandaríöka blaðið Washing-
ton Post, sem er mjög áhrifa
mikið, flutti í dag leiðara,
þar sem lagt er til, að lagt
verði bann við notkun kjarn
orkusprengna og vopna í
hernaði. Telur blaðið, að bezt
muni á því fara, að nefnd sú,
sem nú vinnur að afvopnun
og koma á saman innan
skamrns í London, taki mál
þetta til meðferðar og af-
greiðslu. ■
Enskur skurðlæknir
flytur hér trúmála-
fyrirlestra
í þessum mánuði er vænt-
anlegur hingað til lands
þekktur enskur skurðlæknir
í boði kristilegs stúdentafé-
lags til' að halda hér fyrir-
lestra kristilegs efnis fyrir
stúdenta og almenning.
Maður þessi, sem heitii Arn
old S. Aldis á langan starfsfer
il að baki innan kristilegu
stúdentahreyfingarinnar í
Englandi og hefir flutt fyrir-
lestra um þetta efni víða um
lönd, meðal annars bæði í
sjónvarp og útvarp heima í
Englandi.
Aldis er kennari í skurð-
lækningúm við læknaskólann
í Cardiff.
Norðfjörðiu*
(Framhald af 1. síðu.)
vélaverkstæðis og netaverk-
stæðis, sem miðuð eru við
tvo togara.
Einungis nýtt skip þykir
koma til mála, og þá dísil-
skip, sem eru sparneytnari en
önnur. Auk þes verði skarð
Egils rauða ekki fyllt með til-
færslu skipa milli staða.
Aðgerðir í málinu.
Nefndin hefir þegar rætt
við Ólaf Thors sjávarútvegs-
máfaráðherra og Eystein Jóns
son, fjármálaráðherra, og tel
ur sig hafa fengið þar góðar
undirtektir. Nokkuð hefir vcr
ið athugað af tilboðum og
ráðgazt við kunnáttumenn.
Ætlunin er a.ð leggja fram úr
Neskaupstað 2 millj. kr. til tog
arakaupanna, auk þess sem
kynni að fást yfirfært á nýja
skipið af stofnskuldum Egils
rauða..
Kapp er bezt með
forsjá
SLAMVHNmnrayrtoaiimiAiB
Akranestogari með
280 lestir eftir
fimm daga
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
í gær var losaöur isvarinn
fiskur úr tveimur togurum,
sem komu með afla sinn til
Akranes. Voru það Bjarni Ó1
afsson, annar bæjartogari Ak
urnesinga og Bjarni riddari
frá Hafnarfirði.
Bjarni Ólafsson var með
280 lestir eftir fimm daga
veiði og er það mjög góður
afli, en Biarni riddari var með
330 lestir eftir 11 daga úti-
vist.
Bæjarútgeröin á Akranesi
nýtir sjálf afla síns togara og
er hann hertur, en Haraldur
Böðvarsson & Co. tók við afla
Hafnarfjarðartogarans, og
mun hann að mestu hertur
líka.
Akranes
(Framhald af 8. Bfðu).
mun hlutur þeirra hvers um!
sig þá vera um 700 krónur yf
ir daginn. Má vel aflast á
stóru bátana, ef hásetahlut-
ur á þeim á að verða slíkur.
Einn Akranesbáturinn,
Hrefna, er að búast á neta-
veiðar. Afli Akranesbátanna
er nær allur frystur.
Tónlistarfélag stofn
að á Akranesi
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
Nýlega var stofnað Tónlist
arfélag á Akranesi. Stofnend
ur voru 60 talsins og er til-
gangurinn með félagsstofn-
uninni sá að efla áhuga al-
mennings fyrir tónlist og
gangast fyrir því að Akurnes
ingar eigi þess kost að njóta
aukins tónlistarflutnings þar
heima í kaupstaðnum.
Á Akranesi hefir um langt
skeið starfað ágætur karla-
kór og hefir þar lengi verið
mikill sönfglistaráhugi, enda
margir góðir söngmenn á
Skaga.
Stykkishólnmr
(Framhald af 1. síðu.)
hafa verið góðar og stöðugar
að undanförnu. í fyrradag
komu bátarnir að með þetta
frá átta og upp í sextán lest-
ir. Er það drjúggóður afli.
Nokkuð langt er á miðin, eða
fjögurra tíma stto. KBC.
iiiiiiiiiiiimiiHuniiiiiiuii
Ein þyhht,
er hemur í staS f
SAE 10-30
jOlíufélagið h.f. 1
SÍMI: 81600
5 5
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiin
Fclag pípnlagn-
ingamanna
Hinn 6. þ. m. var haldinn
aðalfundur Félags pípulagn-
ingameistara í Reykjavík. —•
Hina nýju stjórn skipa: Jó-
hann Pálsson, formaður, Karl
Sigurðsson, varaformaður,
Gunnar Gestsson, ritari, Har
aldur Salómonsson, gjald-
keri, Benóný Kristjánsson,
meðst j órnandi.
Czecíioslovak Ceramics Ltd. Prag
FRAMLEIÐA M. A.í
Háspennu einangrara
Lágspennu einangrara
Einangrara fyrir símaiínur
VMBOÐ:
MARS TRADING COMPANY
KLAPPARSTÍG 26. — SÍMI 7373.
CZECHOSLOVAK CERAMICS Ltd„
I J Prag II, Tékkóstóvakíu
— A' íV A
KHAKi