Tíminn - 13.02.1955, Blaðsíða 6
c.
TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1955.
36. blað.
PJÓDLEIKHÖSIÐ
Óperumar
Pagliacci
og
Cavalleria
Rusticana
Sýning í kvöld kl. 20.
Síðasta Ginn.
Gullna htiðið
Sýning þriSjudag og
föstudag kl. 20.
Fœdd í gœr
Sýning miðvikudag kl. 20.
ASgöngumiðasalan opin frá _1.
13.15—2u,00. Teklð á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir eækist daginn fyrir
sýningard., annars seldar öðrum.
«*▼«
Væx&gjablak
næturinnar
(Vingslag i natten)
Mjög áhrifamikil og athyglis-
verð, ný, sænsk stórmynd. Mynd
þessi er mjög stórbrotin lífslýs-
ing og heillandi ástarsaga, er
byggð á sögu eftir hið þekkta
skáld S. E. Salje, sem krifað
hefir „Ketil í Engihlið“ og fleiri
mjög vlnsælar sógur, hún hefir
hvarvetna verlð talin með beztu
myndum Nordisk Tonefilm.
Pia Skoglund,
Lars Ekborg.
Sýnd kl. 7 og 9.
Svarta örin
Afar viðburðarík og spennandi
riddaramynd, Lyggð á hinni
spennandi sögu R. L. Steven-
son.
Sýnd kl. 5.
Lína langsohhur
Sýnd kl. 3.
NÝJA BÍÓ
Séra Camillo
snýr aftur
(Le Retour de Don Camillo)
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Palli og Kalli
ISprellfjörug og spennandi grín-
mynd með
Litla og Stóra.
Sýnd kl. 3.
BÆJAR3I0
— HAFNARFiRÐJ -
Vanþahhláít
hjjarta
Sýnd kl. 7 og 9.
Á hvennaveiðum |
Bráðskemtileg og fjörug söngva-
og gamanmynd.
Sýnd kl. 5.
Golfmeistararnir
Sýnd kl. 3.
TJARNARBÍÓ
Brimaldan stríða
(The Cruel Sea)
Þetta er saga um sjó og seltu, um
glímu við Ægi og miskunnarlaus
morðtól síðustu heimsstyrjaldar.
Myndin er gerð eftir se.mnefndii
metsölubók, sem komið hefir út
á íslenzku.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5. 7,10 og 9,30.
Regnbogueyjan
Sýnd kl. 3.
iLEIKFEIAGI
r5EYKJAytKDg
NÓI
Sjónleikur í 5 þáttum.
Sýning í kvöld kl. 8.
Brynjólfur Jóhannesson
í aðalhlutverki.
Aðgöngumiðasala eftir kl. 2.
Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Xektardansmærm
(La danseuse nue)
Skemmtileg og djörf, ný, frönsk
dansmynd, byggð á sjálfsævl-
sögu Colette Andris, sem er
fræg nektardansmær í París.
— Danskur extL
Aðalhlutverk:
Catherine Erard,
Elisa Lamothe.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Gög og Gohhe
í herþjónustu
Hin afar spennandi og spreng-
hlægilega gamanmynd með
hinum /insælu
Gög og Gokke.
Sýnd aðeins í dag kl. 3. *
Sala hefst kl. 1 e. h.
GAMLA BÍÓ
Bimi 1475.
Söngur
fishimannsins
(The Toats of New Orleans)
Ný, bráðskemmtileg bandarísk
söngmynd í litum. Aðalhlutverk
in leika og syngja:
Mario Lanza
Kathryn Grayson
m. a. lög úr óp. „La Traviata",
„Carmen" og „Madame Butter-
fly“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Gullna antilópan
Rússnesk teiknimynd.
Sýnd kl. 3.
TRIPOLI-BÍÓ
Bíml 1182
Nvtt í stórborg
(Gunman in the streets)
Aðalhlutverk:
Dane Clark,
Simone Signoret
(hin nýjar franska stjarna),
Fernand Gravet.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 1G ára.
Sala hefst kl. 4.
Villti folinn
Sýnd kl. 3.
>♦♦♦♦♦♦♦♦»♦
HAFNARBIÓ
Bimi 6444
í Lækiiirinn heimar
(Magnificent Obsesslon)
Sýnd kl. 7 og 9.
Dularfulla Iiurðlu
(The Strange Door)
Hin æsispennandi og dulai-ulm
ameríska kvikmynd eftir ögu
R. L. Stevenson.
Charles Laughton,
Boris Karloff.
Sýnd kl. 5.
Bönnuð innan 1G ára.
r* *«
Ósýnilegi |
hnefaleihurinn
Ein sú allra bezta og fjörugasta
með hinum vinsælu
Abbott og Costéllo.
Sýnd kl. 3.
L.uudar
(Framhald af 5. síðu).
nú á landnámsjörð sinni, en hefir
fengið sonum sínum í hendur bú-
rekstur að mestu. Hann færði mig
í loðfeld af sér og við gengum út
í skóg og litum þar á gripina, sem
þar voru í rjóðri, vel skýldu af
þéttum skóginum. Skúli hefir gerzt
mikill skógræktarmaður, einkum á
síðari hluta ævinnar, og hefir gróð
ursett fjölda trjátegunda. Og eru
mörg tré hans orðin nokkurra mann
hæða há. Þótti mér mest koma til
barrtrjánna hans, furanna. Sagði
hann, að natni þyrfti við gróður-
setningu þeirra. Það þyrfti að undir
búa jarðveginn vel og gæta þess
að ekkert illgresi eða aukagróður
væri í kringum þau fyrst framan
af. Og þau þyrftu að hafa fengið
dálítinn þroska áður en þau eru
gróðursett. Þyrftu helzt að vera
4—6 ára. Annars væru þau hálf-
gerður vonarpeningur. Mér virtist
skógræktin vera mesta stolt hans.
Hann var þingmaður héraðsins um
nálega 25 ára bil. Hann er því
kunnugur krókaleiðum stjórmál-
anna. Gat hann þess, að það væri
óþarfi fyrir okkur heima að vera
að kúldrast með lággengi. Við skyld
um hafa það eins og þeir í Kanada
fyrir nokkrum árum, þegar dollari
þeirra var 10 centum fyrir neðan
þann bandaríska, samkvæmt lög-
skipaðri skrásetningu. Þá hafi þeir
gefið hann frjálsan. Nú væri svo
komið, að Kanada dalur væri 3 cent
um fyrir ofan bandariskan dal. Það
ætti að fylgjast að auðugt land og
hátt gengi gjaldmiðils. Tvö lönd
kvaðst hann þekkja auðugust, —
Kanada og ísland. Þessi fyrrverandi
þingmaður hafði orð á þvi, að vanda
laust væri að láta atvinnuvegina
bera sig. Galdurinn væri sá, að gera
starfsfólk hverrar greinar ábyrgt
í rekstri þeirra.
Frá Lundar tók ég mér ferð á
hendur um ýms byggðarlög og býli
í íslenzka landnáminu. Presturinn
ók mér. Við ferðuðumst mílu eftir
mílu, þar sem eingöngu blasti við
augum íslenzk verk og afrek. Mörg
býlanna, einkum þau magrari, hafa
íslendingar nú selt. Eru þau nú í
eigu Ukrainíumanna aðallega. £Tér
endurtekur sig sama sagan og við
lok skútualdarinnar heima, þegar
togaraöldin og vélbátaöldin hófu
innreið sína. Þá seldu fslendingar
Færeyingum skútumar, sem ráku
þær með hagnaði um langan aldur.
En landarnir keyptu vélknúnu veiði
skipin í staðinn. Að sjálfsögðu heim
sóttum við höfuðstaö íslenzka land-
námsins, Gimli. Við stöldruðum þar
meðal annars við í elliheimilinu,
og flutti presturinn morgunandakt
fyrir vistmönnum. Á þessu heimili
er ísland í öndvegi. Gamla fólkið
bað að heilsa heim.
Jón Kristgelrsson.
llcilsuvcnid
(Framhald af 5. sfðu).
urmatur auka mjög viðnáms
Þrétt og þrek líkamans, og
verður nánar frá því skýrt
seinna. Eftir styrjaldirnar,
þegar fyrst og fremst þessar
fæðutegundir hefir skort,
hafa gosið upp inflúenza,
berklar og aðrir sóttkveikju
faraldrar.
I Ragnar Jónsson |
| hæstaréttarlögmaður |
| Laugavegi 8 — Sími 7752 \
Lögfræðistörf
og eignaumsýsla
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiu
jþliRABÍMM 3 bnsscit 1
LOGGILTUR SIUALAWeANDI 1
« OG DOMTOLKUít i ENSKU ® |
UUJUHT6LI - úm 816SS |
HJONABAND
— Ég saknaði þín. Þú hefðir átt að vera heíma, þegar
hann fór.
— Hann mun ekki hafa saknað mín.
— Jú, hann gerði þ|jð. Varir hennar titruðu, og tár komu
fram í augun. Þau hor,fðu á hann blárri en nokkru sinni
fyrr. — Ó, William, ef hann kemur nú aldrei aftur. Kannske
fellur hann. Ég get ékki varizt þeirri hugsun, að ég hafi
kannske kysst hann i; síðasta sinn í dag. Ó, þetta hræðilega
strið. Ég mundi ekki fást svo mjög um það, ef verið væri
að berjast fyrir einhverju göfugu, en að fara í striðið til
annarra landa, það get ég ekki skilið.
— Þeir fara aðeins til þeirra landa, sem forfeður okkar
komu frá, elskan míní Þessi lönd eru okkur nátengd.
Hann hélt hönd hehnar í báðum sínum. Þessi hönd, orðin
þéttari og þykkari en áður var, lá hlý og þróttmikil millí
grannra fingra hans.
— Ég læt mig þau löiid engu skipta, sagði hún áköf. Hvað
varðar mig um, hvað verður um einhverja útlendinga? Það,
sem mig skiptir máli er það, hvað gerist á heimili mínu og
hvernig mitt fólk kerh'st af. Hann heföi ekki þurft að fara.
— Góða mín, röðin kemur að öllum ungum mönnum hvort
sem er. Nú er stríð. Hann sá titring fara um fagurt andlit
hennar, og hann laut fram til að taka hana í faðm sinn.
— Gráttu ekki, góða.
Er. hún snökti við brjóst hans, orðlaus og sorgbitin. Hann
þrýsti henni að sér og leyfði henni að gráta óáreittri. í
sorginni kom hún til hans á nýjan leik. Hún var svo sterk
í raunum daglegs lífs, að hún þarfnaðist ekki stuðnings',
og það var ekki á hverjum degi, sem hún grét. En þegar
sorgin bugaði hana, hvarf hún öll til hans aftur og leitaöi
trausis hans Á þeim vettvangi var hann sterkari en hún.
Gráturinn hægðist, og hún lá kyrr og þögul með kinnina á
öxl hans.
— Stríðið er komið hingað til okkar, sagði hún að lokum,
og rödd hennar var klökk eins og í barni.
— Stríðið hefir heimsótt þannig mörg hús í þessu landi,
sagði hann blíðlega, og það mun heimsækja enn fleiri hús.
— Ég hugsa aðeiris um mitt heimili, sagði hún þyrrkings-
lega. Svo vafði hún sig að honum í ákafa. — Ég hefi þig þó,
sagði hún. — Ekkert getur tekið þig frá mér, William.
— Ekkert, sagði hann alvarlega. — Ekkert í þessu lífi.
— Við erum nú svo sem ekki komin að því að deyja, hróp-
aði hún áköf. — Ég trúi því lika, að við munum lifa eilif-
lega.
— Ég trúi því líka, sagði hann og gerði orð hennar að
sínum Hann skynjaði með hverri taug likama síns sam-
einingu þeirra og órjúfanleg tengsl.
— Elskan mín, sagði hann lágt.
Hún lagði hönd hans á brjóst sér og lyfti brúnum. Hann
laut að henni og þrýsti heitum kossi á varir hennar. Hann
fann, að sameining þeirra var enn fullkomnari en nokkru
sinni áður. Hungur þeirra beggja var sefað, hungur holds-
ins og blóðsins. Svo hafði hungrið eftir börnunum bloss-
að rpp, og líkamir þeirra höfðu skapaö þau saman. Barna-
hungrið var löngu sefaö, holdiö hafði fengið fullnægingu,
og það var ekki um að ræða fleiri börn. Sú sameining þeirra,
sem nú átti sér stað var enn heitari og fastari, þaö var
hjarta við hjarta, sál við sál, ljósasta tákn þess, er tveir
verða að einum.
Þeð var löngu orðið almyrkt, er hann opnaði herbegis-
hurðina og gekk fram. Húsiö var hljótt og myrkt. Stúlkurn-
ar voru gengnar til náöa og líklega sofnáðar. Nei, undír
hurðina á herbergi Jill sást svolítil ljósrönd. Hann skeytti
því engu, hann vildi vera einn. Þetta var hans hús. Hann
gekk niður stigann og inn í eldhúsið. Þar kveikti hann á
lampa, fann þar vín, brauð, eplamauk og ost. Hann snæddi
hægt og hugsandi. Svo reis hann á fætur, teygði úr sér og
slökkti ljósið. Hann gekk út og horfði út í hljóða og myrka
nóttina. Sumarnæturnar voru ætíð mildar. Áin hélt loftinu
í dalnum hlýju og. röku. Það var gott að sofa í slíku lofti.
Wð var ótrúlegt að hugsa sér það, að einhvers staöar í þess
um sama heimi dyndi skarkali skothríðar og stríðs. Það
var heldur ekki lífið — lífið var hér, líf hans og Rutar.
Hann gekk hljóðlega upp stigann og inn í svefnherbergi
þeirra hjónanna.
— Ertu sofnuð? hvíslaði hann.
— Nei, svaraði hún. — Ég beið eftir þér. Við skulum sofa
saman í nótt.
Þegar Rut var orðih fullhraust aftur og tekin að sinna
daglegum störfum sínum, sá hún á augabragði bað, sem
William hafði ekki séð á heilum mánuði. Mary og Joel voru
farin að draga sig saman. Hún var ánægð, er hún varð þess
vör. Henni gazt vel að Joel, og hann var sannur sonur föð-
ur sins. Hin duglitla móöir hans virtist eiga lítinn hlut í
honum, hafði aðeins verið verkfæri sköpunaririna-r. Hún
hafði fætt hann, en harm var ekki bundinn hénui lengur.
Þetta var traustur og hraustlegur piltur, sneyddur- fávizku
og snoturleik móður sinnar. Hann var dugandi og kunni góð
skil á öllu, sem að búskap laut.
— Þessi drengur er að mínu skapi. Honurn er hægt að
treysta, sagði Henry. —- Það gengur allt vel, sem honum er
trúað fyrir.
Jafnskjótt og Rút var fær um, gekk hún út að fjósinu.