Tíminn - 22.02.1955, Síða 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 22. febrúar 1955.
43. bla?
Karl i Koti: Orðið er frjálst
,,Regin-vitleysu ‘ ‘ svarað
Ein setning úr grein minni,
er Tíminn flutti á dögunum,
hefir gefið H. H. tilefni til
alllangrar og rækilegrar grein
ar, einnig í Timanum.
Af því að þau mál, sem við
deilum um, eða mál náskyld
Þeim, verða sennilega brenn-
heit deilumál á næstu vikum
eða mánuðum, ætti ekki að
vera tjón að því að þau séu
rædd frá báðum hliðum.
Tvæir hliðar hafa þau, og
H. H. virðist bæði sannfærð
ur og fær, eftir málstað, að
ræða sina hlið málsins.
En setning sú, sem H. H.
hnýtur um í grein minni, og
skrifar alla sína rækilegu
grein út frá, er sú, að það
geti borgað sig vel „að vinna
stundum dálítið hratt og
lengi til þess að bæta sína
eigin afkomu“.
Þó að við H. H. munum
víða í skoðunum mætast á
miðri leið, tel ég hann fara
með mikið öfugmæli, að þetta
sé „regin vitleysa“ hjá mér.
Skal ég aðeins nefna tvö
smádæmi til skýringar. Ann-
að af sjálfum mér.
Meðan ég var blásnauður
verkadrengur, reyndi ég að
ná í vinnu, sem ég gæti haft
sem mest upp úr mér við.
Og hirtl ekki um, þótt ég ynni
„hratt og lengi“. Hafði líka
oft fyrir það eins mikið kaup
og 2 til 3 almennir verka-
menn, sem dunduðu í tíma-
vinnu, m. a. við að líta á
klukkuna á 5 til 10 mínútna
fresti, vitandi það, að þeir
fengju sama kaup hvort sem
þeir unnu vel eða illa. Eg tók
ákvæðisvinnu og fékk kaup
eítir afköstum. Eins var það
þegar ég var sjómaður, að
ég var upp á hálfdrætti og
þá oftast uppi á frívaktinni,
þegar fiskvon var. Ekkert
var ég Þó meira en meðal
verkmaður yfirleitt.
Þegar ég var .mjög þreytt-
ui, eftir langan og erfiðan
vinnudag, lofaði ég mér stund
um því, að ég skyldi jafna
þetta við mig, ef ég næði því
marki að verða efnalega
sjálfstæður maður. Það lof-
crð hefi ég reynt að efna,
og það svo orðið mér til mik-
ils fróðleiks og ánægju. En
að ég hefi getað það, er að-
allega fyrir að ég vann stund
um „dálítið hratt og lengi“ á
beztu árunum og fékk borg-
aða vinnu mína eftir afköst-
um. Ríkidæmi hefi ég aldrei
þráð.
Hitt dæmið, sem ég ætla
að nefna, er af ungum Reyk
víkingi, sem átti tal við mig
fyrir nokkrum dögum. Hann
bjrrjaði að byggja sér hús inni
í smáíbúðarhverfi fyrir ná-
lægt þremur árum. Og er það
nú að verða íbúðarhæft. í
húsinu eru tvær íbúðir, þrjú
herbergi og eldhús á hæð og
fremur lítil íbúð í risi. Ef hann
seldi húsið, býst hann við að
geta fengið fyrir það hátt á
annað hundrað þúsund krón-
ur, sem sennilegt er að sé
sizt of mikil bjartsýni.
Þessi maður á unga efni-
lega konu og þrjú börn. Vinnu
laun hans duga aðeins rúm-
lega fyrir nauðþurftum heim
ilisins og hefir hann þó fasta
atvinnu, sem hann hvað leysa
prýðilega af hendi með átta
stunda vinnudegi.
En Þótt hann væri öreigi,
byrjaði hann samt á bygg-
irgunni með tíu þúsund kr.
höfuðstól, er hann fékk að
láni hjá skyldmenni sínu.
Síðar fékk hann smáíbúðar-
lán og svolítið meira lán til
efniskaupa. Hann er prýði-
lega lagtækur og hefir unn-
ið sjálfur, eða í vinnuskipt-
um, allt verkið við húsið í
frístundum sínum. Unnið oft
ast alla seinni hluta laugar-
daga, sunnudaga og oft á
kvöldin langt fram á nætur.
Hann hefir sem sagt reynt
að vinna eins „hratt og lengi“
og hann hefir orkað. Með
öðrum orðum, hann kemur
til með að skulda milli 50—60
þúsund krónur, þegar húsið
er búið, en hefir með vinnu
sinni, sem hann hefir oft
unnið „dálítið hratt og lengi,
til þess að bæta sína eigin
a.fkomu“, eignast eign, sem
nemur, utan skuldar, á ann
að hundrað þúsund króna.
Auðvitað hefir hann ugg-
laust lagt mikið að sér og
orðið þreyttur í svipinn.
En nú er hann sæll og
hamingjusamur yfir unnum
sigri. Og yfir því að hafa
fundið kraftinn í sjálfum sér.
Nei, H. H. Þetta er engin
„regin vitleysa“.
Þessi tvö dæmi hér að
íraman og ótal mörg svipuð,
er ég þekki, gefa mér fullt
tilefni til að vísa „regin vit-
leysunni" beint til föðurhús-
anna — til H. H. Og undrar
mig stórum, að svo greindur
og ágætur maður sem H. H.
mun vera, skuli bera á borð
svona „regin vitleysu“ —
og sennilega margir af hans
skoðanabræðrum einnig, nú
í hönd farandi stríði um
styttri vinnutíma og fiölg-
andi krónutölu i tímavinnu-
kaupi.
Oft hefi ég orðið þess var,
að mönnum dauðleiðist áð fá
ekki að vinna lengur en 8
stundir á dag, hvað þá ef
það yrðu ekki nema 6—7,
eins og margir verkalýðsfor-
sprakkar keppa eftir að verði
framvegis. Á herðum þeirra,
sem krefjast þess að koma á
svo stuttum vinnutíma, hvíl-
ir mikil ábyrgð, að verka-
mennirnir eyði ekki ver en
til einskis sínum langa frí-
tima. En það sést, þvi miður,
æ5i oft.
H. H. telur mig fáfróðan
um samvinnu og telur sjálf-
ur „samvinnurekstur Þjóðnýt
ingu ef hans er ekki neytt í
þágu gróðamanna einna“.
Jæja. Ég tel þjóðnýtingu
það sem hið opinbera rekur
og nýtir á sinn kostnað. En
samvinnurekstur, eins og
hann tíðkazt hér á Vestur-
löndum, þegar hópar manna
ganga saman í félög af frjáls-
um vilja til jákvæðs atvinnu-
rekstrar eða varnarbaráttu
móti auðgræðgi einstaklinga.
í þjóðnýtingunni eru allir
neyddir til þátttöku, líka þeir,
sem eru algerlega á móti
henni. En í samvinnurekstur-
ínn ganga aðeins þeir, sem
eru fylgjandi honum, og þeir
geta svo alveg valið eftir sín-
um eigin geðþótta sína skoð-
anabræður í störf og trúnað-
arstöður félagsskaparins. Aft-
ur á móti sýna verkin merkin
hér á landi, að í störf þjóð-
nýtingarinnar eru oft valdir
svarnir andstæðingar henn-
ar. Verða framkvæmdirnar
líka oft mjög ólíkar.
Samvinnustefnan tekur það
bezta úr þjóðnýtingunnr
skipulagið, en neitar ríkis-
þvingunum. Líka það bezta
frá kapitals- eða samkeppnis-
stefnunni: frjálsræði einstakl
inganna, en neitar yfirdrottn
un auðkýfinga.
Vona ég að svo ágætur mað-
ur sem H. H. mun vera átti
sig á þessári „vitleysu“ sinni
við nánari athugun.
Sjálfsagt er að nota tækni
og vélar eftir því sem hægt
og skynsamlegt er. En vara
þarf sig samt á því, að menn-
irnir verði ekki ofmikið að
bráð vélunum og hægðinni,
þótt hvort tveggja sé gott. Að
þeir missi ekki sinn persónu-
leika í hóglífi og við að vinna
máske aldrei annað en styðja
á einhvern vélarhnapp eða
snúa einhverri vélarsveif.
Hefir H. H. aldrei tekið eft-
ir því eins og vitru karlarnir,
sem ortu Hávamál forðum, að
þroskaðasta fólkið kemur
meira frá þeim stöðum, þar
sem talsvert þarf fyrir lífinu
að hafa, heldur en þaðan, sem
mjög hægt er að fleyta því
fram?
Hefir hann ekki tekið eftir
því hvað aumingjaskapurinn
og úrkynjunin er átakanleg
sums staðar í heiminum þar
sem hægðin er mest?
Nei, minn kæri H. H.
Byggjum upp okkar þjóð-
félag þannig, að þeir, sem
vilja leggja það á sig „að
vinna stundum dálítið hratt
og lengi til þess að bæta sína
eigin afkomu“, fái sem bezt
tækifæri til þess.
■CSaSSSSSyTSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSMSSSg
!! KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR |
Miðnæturskemmtun
i Austurbæjarbíói 1 kvöld 22. . m. kl. 11,15.
Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson -i
syngja dáett úr óperum og óperettum, Weisshapel aðst. •;
Hjálmar Gíslason syngur gamanvísur.
Öskubuskur syngja vinsæl lög. :í;
Hallbjörg og hraðteiknarinn skemmta. ii
Smárakvartettinn syngur, Carl Billich aðstoðar. |
Hljómsveit leikur
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og Söluturnin- í
um, Hverfisgötu 1 og í Austurbæjarbiói eftir kl. 4. —
Sími 1384. |
8SSSSSSSS3C$SSS»«$SSSSgsaS5SSSSa3S3S«SSý»$S«CS3gSSSg$SSSS3SS3SSS5«
hlendingabætí
ilL
!i
1
Dánarminning: Gunnar E. Benediktsson,
hæstaréttarlögmaður
í dag verður jarðsettur frá
dómkirkjunni í Reykjavík
Gunnar E. Benediktsson
hæstaréttarlögmaður, Fjölnis
vegi 15. Hann varð bráðkvadd
ur á heimili sínu sunnudag-
inn 13. þ. m. Fráfall hans kom
öllum á óvart. Þeir, sem kunn
ugir voru, vissu að vísu, að
hann gekk eigi heill til skóg-
ar og þurfti jafnan að gæta
heilsu sinnar vel. Störf sín
vann hann til síðustu stund-
ar.
Það orkar jafnan mest á
okkur, sem óvæntast skeður.
Svo er einnig, er dauðinn kveð
ur dyra, þar sem enginn á
hans von. Gunnar Benedikts-
son var maður á bezta aldri,
fæddur í Reykjavík 30. júní
1891 og því 63ja ára gamall,
er hann lézt.
Foreldrar hans voru þau
Benedikt Ásgrímsson, gull-
smiður, og Lilja Jóhanna
Gunnarsdóttir, Eyrarkoti í
Vogum, Jónssonar. Gunnar
varð stúdent 1914 og lauk lög
fræðiprófi 1919. Fékkst hann
síðan við lögfræðistörf. Var
hann um skeið bæjarfógeti á
ísafirði og sýslumaður í ísa-
fjarðarsýslu, en fluttist til
Rvíkur 1921 og starfaði þar
síðan sem málaflutningsmað
ur, en gegndi auk þess fjöl-
mörgum öðrum störfum. Var
hann forstöðumaður Ráðn-
ingastofu Reykjavikurbæjar
frá 1934 og í stjórn Sjúkra-
samlags Reykjavjkiir frá stofn
un bess.
Gunnar var áhugasamur
um stjórnmál ög um langt
skeið var bann ’ framarlega í
forustuliði Sj áifstæöisflokks-
ins í Reykjavik. Auk álls þessa
liggur mikið' st'árf' 'eftir hann
fyrir Gcötempláraregluna, en
meðlimur hehnar ; vav . hann
frá árinu 1927. Það var af til-
viljun, að fundum pkliar Gunn
ars bar saman fyrir rúmum
fimm árum. Kynni inín af
honum voru Jbvi ekki íöng,
Fyrstu samskiíoti okkar voru
með þeim hætti, að þau eru
mér minnistæð. Kom’ harin
mér fyrir sjcnir- seni óvenju
(Prámháld á 7. siðu )
75 ára-. Jón A. Stefánsson, Möðrudal
f dag er 75 ára einn af
mestu höfðingjum þessa;
lands, Jón A. Stefánsson,
óðalsbóndi að Möðrudal á
Efra-Fjalli. Ekki ber þó svo
að skilja, að höfðingsskapur
hans sé rishærri en annarra
vegna mannaforráða eða ver-
aldarauðs, þó að hvort tveggja
hafi jafnan verið umfram
meðallag, t. d. má geta þess,
að Möðrudalur hefur frá alda
öðli verið eitt af allra fjár-
ríkustu heimilum landsins.
Þó er það önnur tegund
auðs, sem Jón hefur í ríkum
mæli umfram flest okkar
hinna, en það er sá auður,
sem mölur og ryð fá ekki
grandað, vandfundinn að vísu,
en gifturíkari en öll önnur
auðlegð.
Jón A. Stefánsson er fædd-
ur að Ljósavatni en fluttist
ársgamall með foreldrum sín-
um að Möðrudal og ólst þar
upp, en þegar hann kvæntist
Þórunni Vilhjálmsdóttur, af
hinni nafntoguðu Krossavík-
urætt í Vopnafirði, reistu
ungu hjónin bú að Arnórs-
stöðum á Jökuldal, bjuggu
síðan um skeið að Rangár-
lóni og Víðidal, en flutt-
ust heim í Möðrudal
eftir skamma „útivist"
og bjuggu þar æ síðan,
en Þórunn heitin er látin fyr-
ir nokkrum árum. Hún var
hin mesta ágætiskona, hjarta
hlý og viðmótsþýð, en jafn-
framt stórhuga og föst fyrir ef
því var að skipta.
Jón hefur alltaf búið stórt
og farið mikinn, en nú er Elli
kerling orðin æriö ágeng og
hafa því synir hans að veru-
legu leyti tekið við búskapn-
um.
Nú er Möðrudalur kominn í
þjóöbraut, Austurlahdsvegur
liggur um þvert tún og við
hlaðvarpann. Skammt er þó
síðan Möðrudalur var mjög
afskekktur og fjariægur, eins
konar undraheimur í augum
þjóðarinnar.
Ég, sem þessar línur rita,
átti því láni að fagna að
dveljast nokkúr sumur á
þessu fjarlæga höfuðbóli, ein-
mitt á þeim árum, sem um-
skiptin urðu.
Gestagangur. varð þegar
mjög mikill er bílvégurinn
kom, og íór sívaxandi. Fram-
an af var aldrei tekið við
greiðslu af gestum. Það hafði
aldrei verið gert í Möðrudal,
og vildu þau hjónin forð-
ast þaö í lengstu lög. Fljót-
lega kcm þó að því, að ekki
var annars kostur, en aldrei
hefur Jón viljað koma nærri
þeirri hlið málsins.
Hvergi á byggðu bóli á ís-
Tramhald 6. 6. slou.)